Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                  Til sölu MMC Pajero 3200 DID GLS nýskráður 24.08.2000, sjálf- skiptur, diesel, ekinn 14 þ. km, leðurinnrétting, sóllúga. Ásett verð 4.390.000 STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að viðhafa prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins við næstu bæjar- og sveitarstjórn- arkosningar. Fer prófkjörið fram laugardaginn 3. nóvember næstkom- andi og hefur þegar verið auglýst eftir framboðum til prófkjörsins. Skv. upplýsingum sem fengust á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins er þetta fyrsta prófkjörið sem ákveðið hefur verið að efna til vegna kom- andi sveitarstjórnarkosninga innan Sjálfstæðisflokksins. Skv. prófkjörsreglunum skal framboð vera bundið við flokksbund- inn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Fram- bjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum. 20 flokksbundnir sjálf- stæðismenn, búsettir á Seltjarnar- nesi, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 6. Er kjörnefnd heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum, eftir að framboðs- fresti lýkur. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og oddviti sjálf- stæðismanna um áratuga skeið, hef- ur lýst því yfir að hann verði ekki í framboði í næstu kosningum. Seltjarnarnes Sjálfstæð- ismenn undirbúa prófkjör SIGURÐUR Pétur Snorrason, að- stoðarframkvæmdastjóri Pink Sheet, sem er hlutabréfamarkaður með óskráð hlutabréf, er búsettur á Manhattan og fékk í gærdag að fara í fyrsta sinn inn í íbúð sína frá því að hryðjuverkin áttu sér stað í síðustu viku. Þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi var hann nýkominn út úr íbúð sinni, sem er í um 150 metra fjarlægð frá WTC-byggingunni. Hann var þá búinn að bíða ásamt fleiri íbúum frá því á laugardag að komast inn. „Ég var rétt í þessu að komast út úr íbúðinni með það allra nauðsyn- legasta. Ég fékk um fimm mínútur undir lögreglueftirliti. Íbúðin er í góðu ástandi en mikið rusl fyrir ut- an og rústir WTC-turnanna aðeins rétt hjá,“ segir Sigurður Pétur. Hann segir að fyrsta hópnum hafi verið hleypt inn á laugardag- inn og þá undir lögreglufylgd en íbúar fá einungis 5-10 mínútur til að ná í persónulega hluti. Engum hópi var hleypt inn á sunnudaginn en í gærdag var síðan tveimur hóp- um hleypt inn. Sigurður Pétur var í þeim seinni ásamt tveimur öðrum leigjendum og tveimur lögreglu- mönnum. Hann segir þá hafa hald- ið hópinn allan tímann. Hann kveðst hafa farið inn í bygginguna með mjög ákveðið plan og það fyrsta sem hann gerði var að hlaupa og ná í ferðatöskurnar sín- ar svo hann kæmi sem mestu fyrir. Tók hann m.a. helstu föt sín og vinnupappíra af skrifborðinu sínu. Mikill reykur gaus upp „Á laugardaginn beið ég í tvo klukkutíma eftir því að fá að kom- ast inn. Við fengum loks að fara í gegnum lögreglu- og herhliðið sem er hér í kring en þegar við vorum að ganga áleiðis að byggingunni gaus upp meiri reykur. Þá þurftu allir að snúa til baka,“ segir hann. Inntur eftir því hvernig sé um- horfs þarna nú segir hann mjög mikinn reyk vera á svæðinu. „Það er heilmikill mökkur yfir öllu og hann er meiri en hann var í morg- un. Ástæðu þess veit ég ekki. Hér eru þúsundir manna við störf, bæði lögregla, her og hjálparsveitir.“ Sigurður Pétur segir að eftir því sem hann best viti sé hann eini Ís- lendingurinn sem búi á þessu svæði en hann hefur dvalið undanfarna daga á hóteli í New Jersey ásamt kærustu sinni sem er kanadísk. Íbúð hennar er hinum megin við turnana miðað við hans íbúð en hún komst einnig inn í sína íbúð í gær. Hyggstu flytja aftur inn í íbúðina þína ef það verður hægt? „Ég er ekkert farinn að hugsa um það. Sumir segja að hægt verði að flytja inn í íbúðina í næstu viku, aðrir segja eftir sex mánuði og enn aðrir að það verði aldrei hægt.“ Fékk að fara í fimm mínútur inn í íbúð sína ÁHRIF boðaðs verkfalls sjúkraliða yrðu töluverð á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, að sögn Önnu Stef- ánsdóttur, hjúkrunarforstjóra sjúkrahússins, en þar starfa um 550 sjúkraliðar. Fyrir hádegi í dag munu hjúkrunarstjórnendur á sjúkrahús- inu koma saman til fundar til að bera saman bækur sínar og fara yfir hver áhrif hugsanlegs verkfalls yrðu. Fyrsta þriggja daga verkfall sjúkra- liða af þremur hefst 1. október, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Anna segir að áhrifin yrðu mis- mikil eftir deildum. „Verkfall kæmi mikið niður á svokölluðum bráða- deildum, eins og skurðlækninga- deildum og lyflækningadeildum, þar sem sjúkraliðar gegna veigamiklu hlutverki,“ segir Anna. Hún segir að á svokölluðum neyðarlistum, sem farið verður yfir á fundi hjúkrunar- stjórnenda í dag, sé geðheilbrigðis- þjónusta algjörlega undanþegin verkfalli sem og mjög stór hluti öldr- unarþjónustu. Anna segist ekki vita hversu margir þeirra 550 sjúkraliða sem á sjúkrahúsinu starfa myndu leggja niður störf, né hversu mikið yrði að draga úr starfsemi sjúkrahússins. Það muni skýrast á fundinum í dag. Anna segir að enn sé ekki byrjað að draga úr innlögnum á sjúkrahúsið til að undirbúa verkfallið. „Ef ekki verður búið að semja í byrjun næstu viku förum við að skoða það að draga saman í starfseminni,“ segir Anna. Hjúkrunarforstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss Áhrif verkfalls sjúkra- liða yrðu töluverð SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun Eignarhaldsfélags Kringlunnar hf. og síðar Þyrpingar hf. að meina skyndibitastaðnum Jarlinum í Kringlunni að selja hamborgara á nýjum veitingastað í Kringlunni hafi brotið gegn ákvæðum samkeppnis- laga. Í niðurstöðu samkeppnisráðs seg- ir að það sé mat ráðsins að Jarlinn hafi a.m.k. frá október 1997 mátt vænta þess að fyrirtækið fengi að selja hamborgara á veitingastað sín- um í nýrri viðbyggingu Kringlunnar. Sé vart unnt að leggja annan skiln- ing í gögn málsins en að Þyrping hafi í raun lofað fyrirsvarsmönnum Jarls- ins að þeir gætu haldið áfram svip- uðum veitingarekstri á hinum nýja stað. Gögn málsins beri og með sér að þetta hafi verið skilningur fyrir- svarsmanna Jarlsins og þeir hafa upplýst að þeir hafi frá október 1997 unnið að því að flytja Jarlinn á hinn nýja stað. „Er það mat samkeppnisráðs að sú hegðun Þyrpingar að banna síðan Jarlinum að selja hamborgara og ganga til samninga við annan veit- ingastað um það rými sem Jarlinum var á sínum tíma lofað hafi falið í sér óréttmæta viðskiptahætti í skilningi 20. gr. samkeppnislaga. Hér skiptir máli að ekkert hefur komið fram í málinu sem bendir til þess að Þyrp- ing hafi á nokkurn hátt greint Jarlin- um frá eða varað Jarlinn við að breytingar af þessum toga stæðu til,“ segir síðan í niðurstöðu ráðsins. Ágreiningi um hamborgarasölu í Kringlunni skotið til samkeppnisráðs Þyrping braut samkeppnislög MAGNÚS Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá Olíufélaginu hf. Esso, telur farsælast að halda bens- ín- og olíuverði óbreyttu hér á landi fyrst um sinn, þrátt fyrir að heims- markaðsverð hafi hækkað síðastlið- inn föstudag. Að hans sögn hafa OPEC-ríkin, með Sádi-Arabíu og Venezúela í broddi fylkingar gefið út þá yfirlýs- ingu að þau ætli að bæta Bandaríkja- mönnum upp þá olíu sem hugsanlega kynni að vanta ef truflanir verði á af- greiðslu eldsneytis þangað á næst- unni vegna árásanna í síðustu viku. „Birgðir í Bandaríkjunum fyrir viku voru meiri en búist hafði verið við og allar líkur eru á að birgðir hafi verið meiri í lok síðustu viku en menn áttu von á því ekki hefur notk- unin aukist,“ segir Magnús. „Undir venjulegum kringumstæðum myndi þetta þýða lækkun á olíuverði en ég held að það sé skynsamlegt, vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja, að fara mjög varlega því erfitt er að fullyrða í hvora áttina þróunin á heimsmarkaðsverði komi til með að verða.“ Sveiflur hafa verið á heimsmark- aðsverði undanfarna daga og segir Magnús of snemmt að segja til um að svo stöddu hvort hækkun eða lækk- un komi til með að verða á eldsneyti hér á landi. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hækkun olíuverðs Ýmsar blikur á lofti BILUN kom upp í reykhreinsibún- aði í þriðja ofni Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga í gær. Af þeim sökum neyddist fyrirtækið til að hleypa óhreinsuðum reyk beint út í andrúmsloftið. Smári Guðjóns- son aðstoðarframleiðslustjóri sagði þetta slæmt fyrir umhverfið og lögð hefði verið öll áhersla á að gera við hreinsibúnaðinn sem fyrst. Um sjö klukkutíma tók að gera við bilunina. Að sögn Smára er beint fjárhags- tjón Járnblendifélagsins ekki mjög mikið vegna bilunarinnar. „En okkur finnst alvarlegt þegar við þurfum að hleypa út reyk.“ Smári sagði að samkvæmt starfs- leyfi Járnblendifélagsins þyrfti fé- lagið að tilkynna Hollustuvernd rík- isins ef verksmiðjan sleppti út reyk í meira en þrjár klukkustundir sam- fleytt. Verksmiðjunni eru sett viss mörk varðandi reyklosun, en Smári sagði að þetta atvik í gær væri vel innan þeirra marka. Þriðji ofn Járnblendiverksmiðj- unnar er nýjasti ofn verksmiðjunnar. Byrjunarerfiðleikar voru í rekstri reykhreinsibúnaðar ofnsins þegar hann var tekinn í notkun. Smári sagði að eftir að tókst að yfirvinna byrjunarerfiðleikana hefði rekstur búnaðarins gengið vel. Bilun í reyk- hreinsi- búnaði Morgunblaðið/Þorkell Mikil mengun barst frá Járnblendiverksmiðjunni í gær meðan hreinsibúnaðurinn var bilaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.