Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TRILLUR ● Léttu þér vinnuna ● Gerðu langar vega- lengdir stuttar og þungar vörur léttar ● Sterk plastgrind og öflug hjól með legum Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is SOCO trillur - liprar og léttar - Fulltrúakjör Samkvæmt lögum Sjómannafélags Eyjafjarðar fara kosningar fulltrúa félagsins á 27. þing Alþýðusambands Norðurlands fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð ASÍ um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 5 fulltrúa á þingið, sem haldið verður á Illugastöðum, Fnjóskadal, dagana 5. - 6. október nk. Framboðslistum eða tillögum til þings AN, þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og jafn margra til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 25. september nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 45 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 14. september 2001. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. ÞAÐ ríkti hátíðarstemmning á Akureyri sl. laugardag eftir að Þór hafði sigrað með glæsibrag í 1. deild Íslandsmótsins í knatt- spyrnu og ljóst var að KA myndi fylgja Þór í efstu deild á næsta ári. Þórsarar héldu uppteknum hætti á heimavelli, lögðu Víkinga í lokaleik mótsins og tryggðu sér glæsilegan sigur í 1. deild. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Þór vinnur deild, því félagið vann yfirburðasigur í 2. deild á síðasta ári. KA sótti Þrótt heim á laug- ardag og dugði jafntefli til að ná öðru sætinu og það gekk eftir. Á laugardagskvöld héldu Þórs- arar glæsilegt lokahóf á Oddvit- anum, þar sem á þriðja hundrað manns, leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn skemmtu sér saman. Skömmu fyrir miðnætti stóðu Þórsarar fyrir flugeldasýn- ingu við Oddeyrarbryggju, þar sem m.a. 41 sól var skotið á loft, eða einni fyrir hvert stig sem Þór fékk í deildinni í sumar. Stuðningsmenn KA tóku á móti sínum mönnum á Akureyrar- flugvelli og þar var einnig glatt á hjalla. Um kvöldið var opið hús í KA-heimilinu og þangað komu margir gestir og fögnuðu með sín- um mönnum. Bæði Þór og KA leika í efstu deild knattspyrnunnar á næsta ári Morgunblaðið/Kristján Gríðarleg stemmning var á lokahófi knattspyrnudeildar Þórs á laug- ardag, þar sem á þriðja hundrað manns, leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn fögnuðu glæstum árangri í sumar. Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður KA, færði strákunum sínum blómvendi við komuna til Akureyrar á laugardag. Með henni á mynd- inni eru Hreinn Hringsson og Þorvaldur Örlygsson þjálfari. Feðgarnir Vignir Þormóðsson, formaður knattspyrnudeildar KA, t.v., og faðir hans, Þormóður Einarsson, fyrrverandi leikmaður félagsins, voru að vonum ánægðir með árangur sinna manna í 1. deild. Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson Hátíðarstemmning ríkti á Akureyri Þórsurum bárust margar gjafir. Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, og Sigrún Stefánsdóttir í stjórn ÍTA færðu knatt- spyrnudeild blómakörfu, sem Árni Óðinsson formaður veitti viðtöku. VETRARSTARF Kórs Glerárkirkju er að hefjast um þessar mundir. Þeir sem áhuga hafa á að syngja með kórn- um í vetur geta haft samband við kór- stjórann, Hjört Steinbergsson, og fengið nánari upplýsingar. Unnt er að bæta við fólki í allar raddir. Fyrsta æfing Barnakórs Glerár- kirkju verður á fimmtudag, 20. sept- ember kl. 17.30 og verður á þeim tíma tekið við nýjum félögum. Vetrarstarf að hefjast Kór Glerárkirkju HALLDÓR G. Halldórsson og Ruth Viðarsdóttir sigruðu í karla- og kvennaflokki í Skíðastaða- spretti, hjólreiðakeppni frá Gúmmívinnslunni við Réttar- hvamm og að Skíðahótelinu í Hlíð- arfjalli. Alls mættu 13 keppendur til leiks í kalsaveðri og var ekki laust við að það snjóaði á fólk við Skíða- staði. Hjólaleiðin er 5 km löng og öll upp í móti. Þrátt fyrir að að- stæður hafi verið erfiðar náði Hall- dór að bæta besta tímann á þess- ari leið í fyrra um rúmar tvær mínútur. Skíðastaðasprettur Halldór og Ruth sigruðu LANDSBANKI Íslands hefur leyst til sín þær eignir þrotabús Skinnaiðnaðar sem bankinn átti veð í og hefur félag á vegum hans, Skinnaiðnaður – rekstrarfélag, nú tekið við rekstri í sútunarverk- smiðjnni. Skinnaiðnaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra úrskurðaður gjaldþrota í fyrri viku að beiðni stjórnar félagsins. Sigurður Sigurgeirsson, svæð- isstjóri Landsbanka Íslands á Akureyri, sagði að um væri að ræða tímabundna aðgerð, en bú- ist væri við að bankinn myndi halda úti starfsemi í um það bil einn mánuð. Auk þess sem bankinn hefur leyst til sín eignir hefur hann samið við þrotabúið um leigu eða kaup á öðrum eignum þess. Sig- urður sagði að verið væri að vinna upp í þær pantanir sem fyrir liggja og að koma hráefnisbirgð- um í verð. „Það má segja að með þessu séum við að bjarga þeim verðmætum sem fyrir eru en þetta fyrirkomulag verður ekki til frambúðar,“ sagði Sigurður. Um 120 manns unnu hjá Skinnaiðnaði en um síðustu mán- aðamót fengu 37 starfsmenn upp- sagnarbréf vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika í rekstri félagsins. Nú eru um 30 manns við störf í verk- smiðjunni. Landsbankinn tekur tímabundið við rekstri þrotabús Skinnaiðnaðar Verðmætum verði bjargað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ AKUREYRINGUR datt í lukku- pottinn sl. laugardag er hann vann Gullpottinn í Gullnámu Happdrættis Háskóla Íslands og hljóðaði vinning- urinn upp á 7,3 milljónir króna. Vinningshafinn var að spila í Gull- námukassa í Geislagötunni þegar sá stóri féll og sagði Gísli Jónsson, um- boðsmaður HHÍ á Akureyri, að hann hafi verið bæði glaður og hissa. „Vinningshafinn sá ástæðu til að koma aftur til okkar 15 mínútum eft- ir að hann fékk þann stóra, svona rétt til þess að fullvissa sig um að þetta væri raunveruleiki.“ Fyrir tæpum fjórum mánuðum féll annar stór pottur í skaut Akur- eyrings í Gullnámunni, eða upp á 4,3 milljónir en hann var einnig að spila í Gullnámukassa í Geislagötunni. Gísli sagði það vissulega jákvætt að þessir stóru kæmu jafnt til Akureyrar og á aðra staði. Vann rúmar 7 milljónir í Gullpott- inum www.leir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.