Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásbjörn Sigfús-son fæddist hinn 13. desember 1948 í Hafnarfirði. Hann lést af slysförum hinn 8. september síðast- liðinn. Faðir Ás- björns var Sigfús Magnússon, sjómað- ur og fiskmatsmaður í Hafnarfirði, f. 13. júlí 1905, d. 19. júní 1990. Móðir Ásbjörns var Sigurást (Ásta) Ásbjörnsdóttir, hús- freyja og verkakona í Hafnarfirði, f. 27. nóv. 1910, d. 23. mars 1997. Systk- ini Ásbjörns eru: Sverrir, f. 1932, maki Sólveig Þórðardóttir, Bald- ur, f. 1934, maki Elsa H. Ágústs- dóttir, Jóhanna, f. 1937, maki Björn H. Björnsson, Magnús, f. 1940, maki Auðdís Karlsdóttir, og Hólmfríður, f. 1953, maki Björn Þór Egilsson. 19. apríl 1974 kvæntist Ásbjörn Jóhönnu Björns- dóttur lækni á blóðfræðideild Landspítalans, f. 18. mars 1953. Foreldrar hennar eru Björn St. Hólmsteinsson, fv. útgerðarmað- ur á Raufarhöfn, f. 21. jan 1926, og kona hans, Jónína Ósk Péturs- dóttir, húsmóðir á Raufarhöfn, f. 12. nóv. 1926. Dætur þeirra Ás- björns og Jóhönnu eru Ásta, nemi í mannfræði við Háskóla Íslands, f. 25. janúar 1975, og Hulda, nemi í læknisfræði við Há- skóla Íslands, f. 23. apríl 1980. Ásbjörn varð stúd- ent frá MR 1968 og lauk embættisprófi frá læknadeild Há- skóla Íslands 1975. Eftir að hafa unnið sem aðstoðarlæknir á Borgarspítala og Landspítala stund- aði hann framhalds- nám í ónæmisfræði í Englandi og öðlaðist sérfræðingsleyfi í þeirri grein í ágúst 1987. Síðan þá hefur hann starfað sem sérfræðingur við ónæmis- fræðideild Landspítalans. Auk þess starfaði hann við Heima- hlynningu Krabbameinsfélags Ís- lands og líknardeild Landspítal- ans. Ásbjörn var kennari við læknadeild, lyfjafræði- og hjúkr- unarfræðideild Háskóla Íslands og Tækniskóla Íslands til dauða- dags. Ásbjörn gegndi ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum, m.a. sat hann í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var formaður Sam- taka lækna gegn kjarnorkuvá, sat í stjórn Ónæmisfræðifélags Ís- lands auk starfa fyrir nefndir og ráð á vegum Landspítalans. Útför Ásbjörns fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku bróðir, nú ert þú horfinn langt um aldur fram. Ég átti bágt með að trúa því þegar ég talaði við þig í vikunni að það yrði okkar síð- asta samtal. Það var mikið áfall fyrir mig þegar Maggi bróðir hringdi og sagði frá láti þínu, þú sem ert búinn að vera leiðtogi okkar systkina, stoð og stytta alla tíð. Þetta segir okkur að enginn á sér tryggan morgundag hvorki ungur né gamall. Foreldar okkar áttu sex börn og við vorum þau tvö yngstu, þú tæpum fimm árum eldri en ég og átti ég því mesta samleið með þér. Það koma upp í huga mér margar minningar frá okkar uppvaxtarárum, bæði á Hringbrautinni og Sléttahrauninu. Þú þurftir oft að líta eftir mér og allt- af varst þú tilbúinn að leyfa mér að vera með ykkur félögunum. Ég man vel eftir því þegar þú varst að hjálpa mér með stærðfræðina því þú sýndir mér svo mikla þolinmæði. Stærð- fræðin var þér svo auðveld, mamma hafði sagt okkur að þú hafðir lært margföldunartöfluna löngu áður en þú byrjaðir í skóla. Það hefur líka sýnt sig að þú hefur alla tíð átt mjög auðvelt með að miðla þinni þekkingu til annarra, þú gast alltaf útskýrt hlutina þannig að aðrir skildu þá svo auðveldlega. Ég var strax mjög stolt af þér og minnist þess sérstaklega þegar þú gekkst fremstur í fylkingu skáta, sem fánaberi, í skrúðgöngunni á 17. júní, mér fannst þú flottastur. Enn þann dag í dag er ég stolt af því að vera systir þín, þegar fólk er að dásama verk þín og framkomu og það er ósjaldan. Þú varst einstaklega barngóður og nutu börnin mín þess að eiga þig sem frænda. Það er því sorglegt að hugsa til þess að þú varst kallaður burt úr þessari jarðvist áður en þú gast notið þess að vera afi. Ég veit að þú hefðir orðið einstakur afi. Þú hefur alla tíð verið minn besti vinur og ráðgjafi. Hjartahlýrri, skiln- ingsríkari og greiðviknari bróður er vart hægt að hugsa sér. Þú varst ein- staklega skapgóður, ég man ekki eft- ir þér nema í góðu skapi og alltaf gastu gert góðlátlegt grín að öllum hlutum, hversu alvarlegir sem þeir voru. Þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta og leysa úr vandamálum þeirra sem leituðu til þín, þó þú hafir verið önnum kafinn í þínu starfi gast þú alltaf búið til tíma fyrir aðra. Ég þakka elsku besta bróður mín- um og vini fyrir allt sem hann var mér og allt það sem hann hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Kær- leikur þinn deyr aldrei og minningin um þig mun lifa með mér um alla ævi. Söknuðurinn nístir hjarta mitt. Elsku Jóhanna, Ásta og Hulda, harmur ykkar er mestur. Elsku mág- kona nú hefur þú misst traustan lífs- förunaut, þið voruð alltaf saman í einu og öllu, einstaklega samhent hjón og miklir félagar. Elsku frænk- ur mínar, þið sjáið að baki einstökum föður. Pabbi ykkar var einstaklega stoltur af ykkur og hafði gaman af að segja mér fréttir af ykkur. Megi góði Guð láta sár ykkar gróa og styrkja ykkur á þessari stundu. Hólmfríður (Fríða). Ég hef ekki fengið verri tíðindi um ævina en þau sem Jóhanna systir mín færði mér síðastliðið laugardags- kvöld. Ásbjörn mágur minn eða Ási eins og við kölluðum hann jafnan hafði látist af áverkum sem hann hlaut við fall úr stiga fyrr um daginn. Þetta var eins og martröð og lengi vel vonaði ég svo væri. Leiðir okkar hafa legið saman í tæp 30 ár eða frá því systir mín kynnti mig fyrir kærastanum sínum snemma árs 1973. Ég man að ég var ekkert alltof upprifinn af þessum til- vonandi mági mínum og hafði orð á því hvort hún hefði ekki getað fundið einhvern sætari. En hún vissi hvað hvað hún var að gera og betri og fal- legri manneskju en Ása er erfitt að finna. Ég bjó heima hjá þeim veturinn 1975-6 þegar ég var við nám í Reykjavík og tilvonandi eiginkona í námi á Akureyri með frumburðinn nýfæddan. Ásta eldri dóttir þeirra fæddist á sama ári og þetta samein- aði okkur enn frekar. Hjá þeim var gott að vera. Ási var þá nýútskrifaður úr læknadeildinni og farinn að vinna á spítölunum en Jóhanna hálfnuð með sitt nám. Þau áttu gamlan bíl af Mazda gerð sem var heldur bilana- gjarn og í útilegu sem við fórum sam- an í vestur á Snæfellsnes sumarið eft- ir kom svartur reykur og vond lykt frá vélinni sem stöðvaðist stuttu seinna. Að þessu var gert endalaust grín og ekki batnaði það þegar bíllinn var endurnýjaður með nokkurra ára Austin Morris Marina bíl sem var til- tölulega lítið keyrður og Ási taldi kjarakaup. Önnur ástæða kaupanna var sú að seljandinn var öðlingsmað- ur að mati Ása. Það kom fljótlega í ljós hvers vegna bílinn var svona lítið ekinn þar sem hann var endalaust bilaður og hef ég ekki lent í því að draga annan bíl oftar. Þetta varð til- efni enn meira gríns. Skömmu eftir að Ási hélt til fram- haldsnáms í Englandi fluttum við fjölskyldan einnig til Englands. Það var ætíð mikil tilhlökkun samfara því þegar skipst var á heimsóknum. Þar eyddum við jólum og páskum saman sem ein fjölskylda svo og ótal fleiri stundum. Ási var alltaf sami gleði- gjafinn, alltaf í góðu skapi, þolinmæð- in endalaus enda soguðust bæði börn og fullorðnir að honum hvert sem hann fór. Ási var einstakur fjölskyldumaður. Eins og þau Jóhanna voru ólík, þá mynduðu þau slíka heild að sjaldan voru þau nefnd hvort í sínu lagi. Og ekki fóru dæturnar varhluta af ást og umhyggju föður síns. Þeirra missir er ólýsanlegur. En það voru miklu fleiri sem nutu umhyggju hans. Hann hugsaði einstaklega vel um foreldra sína á meðan þau voru á lífi. Sverrir bróðir hans, sem á við alvarleg veik- indi að stríða, hefur notið umhyggju bróður síns í ríkum mæli sem og tengdaforeldrar og margir fleiri. Þegar eitthvað bjátaði á hjá fjöl- skyldum eða vinum voru þau alltaf boðin og búin til aðstoðar. Þegar dæt- urnar voru uppkomnar þá tóku þau að sér eina helgi í mánuði þrjú ung börn sem höfðu misst móður sína og bjuggu við erfiðar aðstæður. Þetta lýsir betur en margt annað því hug- arfari sem mágur minn hafði. Ási vann mestallan sinn starfsald- ur á ónæmisfræðideild Landspítal- ans. Auk þess starfaði hann við heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands svo og líknardeild Landspít- alans. Þar nutu sín vel þessi einstöku eðliseinkenni hans, hæfnin, góð- mennskan og glaðværðin. Kennsla lá vel fyrir Ása. Ég hef grun um að honum hafi líkað það bet- ur en margt annað. Öllum sem hann kenndi þótti strax vænt um hann, ekki bara vegna þess hversu góður kennari hann var, heldur ekki síður hvern mann hann hafði að geyma og einstaka skapgerð. Þess munu marg- ir sakna. En það var fleira sem lék í höndunum á honum. Ási var frábær kokkur. Ef eitthvað sérstakt stóð til eldaði hann og stóðu ekki margir honum á sporði í þeim efnum. Fyrir nokkrum árum ákváðu þau hjónin að minnka við sig húsnæði, flytja úr stóru raðhúsi í Garðabænum og keyptu íbúð í gömlu húsi við Berg- þórugötuna þaðan sem var göngu- færi upp á Landspítala þar sem þau hafa bæði unnið nánast allan sinn starfsferil. Ýmislegt þurfti að gera í nýju íbúðinni, færa stiga, útbúa bað- herbergi uppi og margt fleira. Það vafðist ekki fyrir Ása sem naut reyndar nokkurrar aðstoðar bræðra sinna. Og hluti af þessum breyttu bú- skaparhögum voru kaup á gömlu húsi að Reynishólum í Mýrdal. Ég minnist þess þegar ég kom þar skömmu eftir kaupin að mér fannst þetta óðs manns æði, húsið væri ónýtt. En þar var hann ekki sammála og reyndist hafa rétt fyrir sér, slíkum stakkaskiptum hefur það tekið eftir handtökin hans. Hann hafði unun af þessu bjástri enda sjálfsagt kærkom- in hvíld frá önnum læknisins. Það ræður enginn sínum nætur- stað. Við höldum stundum að við höf- um nægan tíma. Síðan erum við minnt harkalega á að sú er ekki alltaf raunin. Mágur minn var ekki mikill trúmaður. Hann hefði eflaust viljað ræða það sérstaklega ef ég hefði stungið upp á því að okkur væri skammtaður ákveðinn tími í jarðvist okkar. En ég ætla samt að hugga mig við það. Þegar jafn einstakur drengur og Ási deyr eiga margir um sárt að binda. Engir þó eins og systir mín sem sér á eftir bæði traustum og góð- um eiginmanni svo og besta vini sín- um svo og Ásta og Hulda, en jafn- framt því að vera þeim einstakur faðir, var hann ekki síður mikill vinur þeirra. En á bak við þær stendur samheldin fjölskylda sem mun halda utan um þær og hjálpa þeim í gegn- um þessa raun og miklu sorg. Mági mínum þakka ég allt sem hann var mér og mínum í þessu lífi. Það er svo óendanlega sárt að kveðja svona snemma og óvænt. Hjartans þakkir, elsku Ási, og megi algóður Guð geyma þig. Pétur. Þegar mamma hringdi í mig á sunnudagsmorgni skildi ég strax á málrómnum að eitthvað væri að, en ekki grunaði mig að það væri Ási frændi sem væri dáinn. Fyrst fylltist ég vantrú og svo varð ég ofsalega sorgmædd. Ási var stóri bróðir mömmu minnar og hefur alltaf verið mér mikilvægur. Hann var fyrir- myndin mín. Hann var fullur af lífs- orku sem hann dreifði meðal okkar allra. Ég fór í MR eins og hann og ég ætlaði lengi að verða læknir eins og Ási frændi. Ási var orku- og fróð- leiksbrunnur og alltaf var hægt að spyrja hann um ráð, hann vissi svo margt og svo hafði hann hafði bæði tíma og áhuga á að aðstoða. Og þegar maður hugsar um suma þá streyma bara góðar tilfinningar. Ási hélt ræðu þegar ég gifti mig og talaði um mig sem dýrmætan eðal- stein fjölskyldunnar. Það sem ég vissi þá og skil enn betur nú er að Ási var allra dýrmætasti eðalsteinninn okkar. Alltaf til staðar og miðpunkt- ur í fjölskyldunni eftir að amma og afi dóu. Hann minnti mig meira og meira á Fúsa afa. Alltaf í góðu skapi, örlítill stríðnisglampi í augunum, ljúfur og hlýr. Ég spurði Steina, manninn minn, um hvað hann sæi fyrir sér þegar hann hugsaði um Ása. „Kraft og gnist i øynene“ og svo ráð- leggingar sem: „Þetta skulið þið gera, góð hugmynd, ég skal hjálpa ykkur, ég veit ráð …“ Við Steini hitt- um Ása síðast á Landspítalanum í júlí. Við vorum að sækja lykla að Reynishólum, en við höfum verið svo heppin að fá að vera þar í nokkur skipti. Eins og venjulega var gaman að hitta Ása, við spjölluðum um heima og geima. Þegar við svo höfð- um kvatt hann og vorum á leiðinni út í bíl kom Ási hlaupandi á eftir okkur og faðmaði okkur að sér aftur, bæði tvö og sagði: „Þið eruð yndisleg.“ Hver annar en Ási hefði gert þetta? Ég er búin að hugsa mikið um þetta atvik síðan ég fékk fréttina um að hann væri dáinn og mér þykir ótrú- lega vænt um þessa minningu núna. Elsku Jóhanna, Ásta og Hulda. Margir hafa misst mikið núna þegar Ási er dáinn en þið hafið misst mest. Ég hugsa stöðugt til ykkar á þessum erfiðum tímum. Ási mun alltaf verða fyrirmyndin mín. Jenný Rut. Elsku frændi. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig. Það var alltaf svo gaman að hitta þig og fá að vera með þér. Allt frá því að ég var smápolli gafstu þér tíma til að hjálpa mér að upplifa undur ver- aldarinnar. Þegar við heimsóttum þig til London eyddum við miklum tíma saman. Þú fórst með mig í tölvu- búðir og fórst með mig í vinnuna og sýndir mér framandi og forvitnileg tæki sem þar leyndist. Þú leyfðir mér að taka þátt í að undirbúa tandoori- kjúkling langt fram á nótt. Í dag hljómar þetta kannski ekki merki- lega en í heimi ungs drengs var ein- stakt að eiga frænda sem sýndi hon- um svo mikla athygli. Þolinmæði þín var mikil sem og hæfileikar þínir til að miðla af þekkingu þinni. Engu máli skipti hvert umræðuefnið var, þú náðir alltaf að fanga athygli mína og að koma efninu frá þér á þann hátt að allir skildu og oftar en ekki fylgdi smá skýringarmynd með. Þegar ein- hver veiktist í fjölskyldunni þurfti ekki annað en að hringja í þig og þá varstu mættur og eftir það leið öllum betur. Já, það var frábært að eiga Ása frænda. Nú þegar þú ert farinn velti ég því fyrir mér hvað þú gafst mér mikið og hvað ég gaf þér í staðinn. Þú áttir ást mína, virðingu og aðdáun. Í hvert sinn er nafn þitt bar á góma fylltist ég stolti og svo mun áfram verða. Nú er víst komið að kveðjustundinni. Ég þakka þér samfylgdina af öllu hjarta. Þú ert farinn þangað þar sem þeir bestu eru samankomnir. Elsku Jóhanna, Ásta og Hulda. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Sigfús. Elsku Ási, mig langar með nokkr- um orðum að kveðja þig, því ég á svo margar góðar minningar um þig. Það var svo gott að leita til þín, því þú átt- ir nær alltaf til svör og ráð handa manni, enda eru þeir ófáir sem í gegnum tíðina hafa notið aðstoðar þinnar. Þú varst sá í fjölskyldunni sem öllu reddaðir og allir leituðu til. Fyrstu minningar mínar eru frá því ég var lítil stúlka í heimsókn hjá afa og ömmu og lék mér í herberginu þínu, skoðaði í skúffur og skápa, en aldrei varst þú reiður við mig yfir því, en þá varst þú unglingur. Síðar þegar ég var unglingur og þú giftur Jó- hönnu og þið bæði í læknisnámi dvaldi ég mikið hjá ykkur að passa hana Ástu litlu. Segja má að þegar þið voruð bæði á helgarvöktum hafi verið fyrsta reynsla okkar Ása af sambúð, því þá þurftum við að elda og hugsa um barn og heimili í tvo til þrjá daga í einu. Fyrsta skiptið sem ég keyrði utanbæjar var á ykkar bíl, en eitt skiptið sem ég kom að passa réttir þú mér bíllyklana og sagðir: Það verður svo gott veður um helgina, svo þið skulið fara á Þingvöll eða eitthvað. Við fórum á Þingvöll. Fyrsti bíllinn hans Ása var gömul Mazda frá ykkur. Síðar þegar ég sjálf fór að búa og eignaðist börn leitaði ég oft til ykkar um ráð og hvað gæti ver- ið að barninu og alltaf var sama svar- ið: Komdu bara með barnið til okkar og við skulum líta á það. Við fjöl- skylda mín höfum aðeins einu sinni komið í þann sælureit sem þið Jó- hanna höfðuð búið ykkur í Reynis- hverfinu, en maður sá strax hvað ykkur leið vel þar. Ég hef oft verið spurð af mínum börnum hvenær við færum eiginlega þangað aftur. Elsku Ási, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég og fjölskylda mín biðjum guð að styrkja Jóhönnu, Ástu og Huldu í þeirra mikla söknuði. Þín frænka, Sigrún. Ási er dáinn. Þessi orð voru sögð að kvöldi 8. september og síðan er veröldin breytt. Það gat ekki verið satt. Hvernig mátti það vera, hann sem kvaddi okkur svo hress og kátur tveimur kvöldum áður eftir notalegt kvöld á Bergþórugötunni, þar sem fjölskyldunni var boðið í mat og upp- skeran úr matjurtagarðinum á Reyn- ishólum var snædd. Það er ólýsan- lega erfitt að þurfa að sætta sig við að fá aldrei að vera í návist Ása framar. Hann og Jóhanna voru órjúfanleg heild. Orðin Ási og Jóhanna voru oft- ar sögð saman, en sitt í hvoru lagi. Samhentari hjón þekkti ég ekki. Þrátt fyrir að persónuleikar þeirra væru gjörólíkir höfðu þau náð að stilla sína strengi þannig að úr varð einn hljómur. Þau höfðu sömu áhuga- mál og þau unnu við sömu starfs- grein. Þau voru alltaf saman og þann- ig vildu þau vera. Leiðir okkar hafa legið saman í meira en aldarfjórðung. Ég kynntist þeim norður á Akureyri þegar við Pétur fórum að rugla sam- an reytum og hann kynnti mig fyrir systur sinni og tilvonandi mági. Síðan hafa leiðir okkar legið saman, þó að fjarlægðin hafi stundum komið í veg fyrir að samvistirnar væru eins margar og við vildum. Það var alltaf gott að vera þar sem Ási var, hann hafði einstaka skapgerð og brá aldrei skapi. Hann hafði sérstakt lag á börnum og laðaði þau að sér. Hann þreyttist aldrei að tala við þau og segja þeim sögur. Elstu börnin okkar Péturs og dætur Ása og Jóhönnu eru á sama reki og ólust upp í miklum vinskap. Yngri dætur okkar tvær hafa ekki síður en þau eldri fengið að njóta frásagnargleði hans og um- hyggju því alltaf hafði hann áhuga á fylgjast með því hvað þau höfðu fyrir stafni og bar ætíð hag þeirra fyrir brjósti. Það er margs að minnast og ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga samleið með Ása. Samleið sem varð svo miklu styttri en ég hefði viljað. Elsku Jóhanna, Ásta og Hulda. Megi ykkur veitast kraftur til að yf- irvinna þá miklu sorg sem ykkur hef- ur fallið á hendur. Margrét. Fyrir þremur vikum vorum við þrír æskuvinir ásamt eiginkonum okkar saman í árlegri sumargöngu- ferð. Að þessu sinni heimsóttum við slóðir forfeðra Ásbjörns, Öndverðar- nes og fleiri staði á utanverðu Snæ- fellsnesi. Það hefur verið mikið ÁSBJÖRN SIGFÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.