Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 49
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 49 H A U S T F E R Ð T I L U N G V E R J A L A N D S BUDAPEST Í VIKU – saga og mannlíf Brottför þriðjudaginn 16. október Frá þriðjudegi til þriðjudags Flogið með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og þaðan áfram með SAS til Búdapest. Fararstjórn og leiðsögn Fararstjóri verður Emil Örn Kristjánsson, sem er vel kunnugur sögu og staðháttum. Að morgni fyrsta dags er farið í skoðunar- og kynnisferð um Budapest til að farþegar kynnist borginni og því sem þar er eftirtektar- verðast. Einnig verður í boði dagsferð til Szentendre og Visegrad auk ferðar út á sléttuna miklu. Matur og veigar Ungversk matargerð er heimskunn og í Budapest er fjöldi veitingahúsa með góðan mat og þjónustu – ekki spillir verðið! Drottning Dónár, litla París Glæsilegar breiðgötur, fagrar byggingar og fallegir garðar setja svip sinn á borgina sem stór- fljótið Dóná skiptir í borgarhlutana Buda og Pest. VERÐ Á MANN 75.600 KRÓNUR Innifalið: Flug um Kaupmannahöfn til og frá Budapest, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á Hótel Liget (rétt við Hetjutorgið í Pest) í 2ja manna herbergi í 7 nætur, morgunverður, skoðunarferð um Budapest og íslensk fararstjórn. Aukagjald fyrir eins manns herb. er 12.100 krónur. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is netfang: outgoing@gjtravel.is 75.600 13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alber- te@islandia.is FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13. ágúst. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.–fim. kl. 8.15–22, föst. kl. 8.15-19, lau. 9–17, sun. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð sunnud. og handritadeild lokuð laugard. og sunnud. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Op- ið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internet- inu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu- daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/ E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykja- vik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–mið- vikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí– september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið dag- lega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575-7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gam- alt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eld- horn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/ Elliðaár. Frá 1. sept. - 31. maí er opið á sun. kl. 13–17. Hægt er að panta leiðsögn á öðrum tímum í síma 567 9009 eða á netfang: rafheimar@or.is MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 13-17. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrif- stofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp://www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn- @natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin kl. 14-16 þri.-föst. til 15. maí. STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 13–18 nema mánud. er lokað. Opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir samkomulagi. Maríukaffi býður upp á gómsætar veitingar á opnunartíma. Til sölu steinar, minjagripir og íslenskt handverk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pant- að leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861- 0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14– 18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: „Þingflokkur VG mótmælir harð- lega fyrirætlunum um sölu Lands- síma Íslands. Fjarskipti og gagna- flutningar eru grunnþjónusta sem allir landsmenn eiga að hafa jafnan aðgang að. Með því að halda Lands- símanum í ríkiseign er hægt að tryggja jöfnuð í þjónustu og gjald- skrá og jafnframt beita styrk fyrir- tækisins til áframhaldandi uppbygg- ingar á fjarskiptakerfi landsmanna. Landssíminn hefur sinnt vel sínu hlutverki og auk þess skilað miklum fjármunum í ríkissjóð. Nú er ríkinu ætlað að afsala sér arðinum af starfsemi Landssímans en standa eftir sem áður undir þeirri þjónustu sem ekki skilar arði. Til að bæta gráu ofan á svart er fyrirhugað að selja stofnunina við mjög óhag- stæðar aðstæður í viðskiptaheimin- um. Sala á Landssímanum nú gengur þvert á loforð um að fyrirtækið verði áfram í meirihlutaeigu Íslendinga. Þess í stað á nú að afhenda erlendum fjárfesti meirihlutavald í stjórn og forgang að meirihlutaeign síðar. Þannig er erlendum aðilum veitt lykilstaða í fyrirtæki sem í raun hef- ur einokunarstöðu á markaði hér- lendis. Þingflokkur VG skorar á ríkis- stjórnina og stuðningsflokka hennar að endurmeta allar hugmyndir sínar um sölu Landssímans.“ Mótmæla áætlunum um sölu Landssímans UMHVERFISMÁLASTOFA Landverndar og Umhverfisstofnun- ar HÍ verður haldinn í stofu 101 í Odda þriðjudaginn 18. september kl. 17. Fjallað verður um stór uppi- stöðulón og áfok. Í fréttatilkynningu segir: „Um- hverfisáhrif stórra uppistöðulóna eru oft nefnd til sögunnar þegar metin eru áhrif stórra vatnsaflsvirkj- ana á hálendinu. Umhverfisáhrif stórra lóna geta verið víðtæk, en áhrif á áfok og eyðingu gróðurs vekja sérstakar áhyggjur þar sem slík áhrif eru yfirleitt óafturkræf.“ Á málstofunni mun Ólafur Arn- alds, sérfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, flytja fram- söguerindi. Fulltrúi Landgræðslu ríkisins, Guðmundur Hagalín stöðv- arstjóri í Búrfellsvirkjun, Matthías Loftsson, jarðverkfræðingur, og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor, munu sitja við pallborð ásamt frum- mælanda til að fjalla frekar um mál- ið. Fjallað um stór uppistöðulón og áfok OPINN umræðufundur Félags stjórnmálafræðinga í samstarfi við Borgarleikhúsið og vefritið Kist- an.is verður á á þriðju hæð Borg- arleikhússins þriðjudaginn 18. september kl. 20. Rætt verður um árásirnar á Bandaríkin, ástæður og afleiðingar. Frummælendur verða: Jón Ólafsson, heimspekingur, for- stöðumaður Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Brynhildur Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur, fréttamaður á Stöð 2, Magnús Stefánsson, alþingismaður Fram- sóknarflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþing- ismaður Samfylkingarinnar sem á sæti í utanríkismálanefnd Alþing- is. Í pallborði verða auk frummæl- enda: Baldur Þórhallsson, stjórn- málafræðingur, lektor við Háskóla Íslands, og Jón Ormur Halldórs- son, stjórnmálafræðingur, dósent við Háskólann í Reykjavík. Umræðu- fundur um ástæður og afleiðingar Árásin á Bandaríkin Í LJÓSI frétta um að ráðstefnum og fundum hafi verið frestað á Íslandi í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum er rétt að árétta að slíkt er ekki algilt. Fyrsta alþjóðlega ráð- stefnan um ál, sem halda á 25. til 28. september næstkomandi, er t.d. enn á dagskrá en þangað hafa 130 er- lendir gestir frá 35 álverum tilkynnt komu sína auk fjölda íslenskra gesta og fyrirlesara, segir í frétt frá ráð- stefnuhaldara. Álráðstefnu ekki frestað AÐALFUNDUR Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður haldinn mánudaginn 24. sept- ember kl. 18 í Valhöll við Háaleit- isbraut 1. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Hægt er að skila framboðum til stjórnar félagsins á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins eða til formanns Heimdallar, Björgvins Guðmunds- sonar, og verða þau að berast fyrir kl. 18 laugardaginn 22. september. Aðalfundur Heimdallar EKIÐ var á bifreiðina NJ-271, sem er Daihatsu rauð fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus á bifreiðastæði við Lindargötu gegnt Þjóðleikhúsinu 16. sept. sl. milli kl. 22.30 um kvöldið og kl. 1.30 um nóttina. Sá sem það gerði fór af vettvangi án þess að tilkynna óhappið til lögreglu eða hlutaðeig- anda. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Auglýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ NÝLEGA veitti Siglufjarðarkaup- staður hin árlegu umhverfis- verðlaun. Sú leið hefur verið far- in á undanförnum árum að veita ekki eingöngu verðlaun fyrir fal- legar lóðir heldur horfa á heild- arumhverfi húsnæðisins. Þá hefur verið litið til þess að á undanförnum tveimur árum hefur orðið mikil vakning varðandi end- urbyggingu gamalla húsa á Siglu- firði. Hafa bæjaryfirvöld m.a. komið að því máli með stuðningi við aðila sem viljað hafa forða gömlum húsum frá niðurrifi, sem illa hafa verið farin. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt tveimur aðilum: hjónunum Birni Jónassyni og Ásdísi Kjartansdóttur fyrir glæsilega, vel hirta lóð og um- hverfi hússins á Suðurgötu 56, og Sigurbirni Pálssyni og Sigrúnu Þór Björnsdóttur fyrir vel heppn- aða endurbyggingu hússins við Lindargötu 9b, auk þess sem allt umhverfi hússins væri til fyr- irmyndar. Verðlaunagripurinn er hannaður með það í huga að hann sé unnt að festa á vegg ut- anhúss en hönnun hans annaðist listakonan Brynja Baldursdóttir á Siglufirði. Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Siglufirði, afhendir Birni Jón- assyni og Ásdísi Kjartansdóttur verðlaunin. Umhverfisverðlaun afhent Siglufirði. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.