Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KUNNINGI minn fyrir norðan hef- ur ekki hreyft bílinn sinn lengi enda er hann farinn að hjóla. Ég hitti hann í kaupfélaginu um daginn. Hann leit vel út, hafði lagt dálítið af og var rjóður í kinnum. Hann sló á létta strengi og sagðist vera að hugsa um að gefa mér bílinn. Þar var hann óbeint að vísa til þess þeg- ar ég gaf Löduna mína hér um árið eftir að samstarfsmenn mínir við Kennaraháskólann voru svo rausn- arlegir að gefa mér hjól í afmæl- isgjöf. Ég reyndi að vera skemmtilegur líka og tjáði kunningja mínum að ég hefði sagt við sameiginlegan vin okkar á dögunum: „Fáðu þér hjól, Barði.“ Í sumar hefur viðrað óvenju- lega vel til hjólreiða í Reykjavík og nágrenni og það skal viðurkennt að þeim hefur fjölgað sem fara út að hjóla á sunnudögum með börnin sín. En fáir hafa hjólað til vinnu virka daga og sparað bílinn enda hefur bílaumferð aukist með hverjum deg- inum sem líður. Ég gerði árlega athugun á fjölda reiðhjóla við þrjá skóla nú við upp- haf skólaárs. Niðurstaðan var svipuð og hún hefur verið síðustu þrjú árin: Þessa góðviðrisdaga reyndust fjögur hjól vera við Menntaskólann við Sund. Við Sjómannaskólann voru fimm hjól en sex við Kennaraháskól- ann og hafði fjölgað þar um eitt frá í fyrra. En í hverju bílastæði stóð bíll og talsvert var um bíla utan merktra stæða. Það stefnir í sama ófremdar- ástand við þessa skóla og verið hefur við Verzlunarskóla Íslands undan- farin haust: Þar hafa bílar nemenda verið fjarlægðir með þar til gerðum krönum við lítinn fögnuð aðstand- enda bílabarnanna. Í harðorðum les- endabréfum hafa þeir heimtað stærri og fleiri bílastæði og meira malbik börnum sínum til handa og endað á setningu um fjárútlátin vegna þessa ólukku bíladráttar. Ég hef sparað stórfé þau þrjú ár sem ég hef hjólað í vinnuna. Ég hugsa stundum til fyrri ára. Þá var ég fátækur kennari á Lödu. Nú er ég ríkur prófessor á hjóli. BALDUR HAFSTAÐ, Snekkjuvogi 3, Reykjavík. Fáðu þér hjól, Barði Frá Baldri Hafstað: HINN 14. ágúst s.l. greinir Morg- unblaðið frá prédikun Karls Sig- urbjörnssonar biskups á Hólahátíð út af guðspjalli dagsins, úr Lúk- asarguðspjalli, um rangláta ráðs- manninn. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Karl Sigurbjörnsson biskup á Hólahátíð. Erindi kristinnar kirkju að boða fyrirgefningu.“ Biskup vík- ur að viðbrögðum þjóðarinnar gagnvart þeim sem misfara með opinbert fé og segir: „Slíkum mönnum er ekki hrósað. Þeir eru fordæmdir, já þjóðin öll fyllist heil- agri reiði og vandlætingu þegar fréttir berast af óheiðarleika í op- inberu lífi, svindli og svikum. Við hrósum ekki slíku, við dæmum. En dæmisagan minnir okkur á, að Jes- ús hneykslast ekki á fólki, og býsn- ast ekki á syndinni. Hann tekur mannfólkið eins og það er. Og hann harmar syndina, en smjattar ekki á henni.“ Biskup sagði fleira um syndina: „Markaðurinn fyrir barnaklám og annan öfuguggahátt þrífst hér eins og nýlegar fréttir herma. Það er fyrirlitlegt og óverjandi með öllu. Við skulum ekki láta það líðast! ... Jú, þetta er syndin, ruglið, firr- ingin, hið illa og ljóta.“ Hér er nú heldur betur hneyksl- ast og býsnast yfir syndinni. Og öðru nær en að haldið sé uppi vörn- um af nokkru tagi fyrir syndarana eða biðlað um miskunn almennings fyrir þá. En mér er spurn: Ber ekki að áminna fólk um það að fyr- irgefa líka þessar syndir í Jesú- nafni og taka blessað mannfólkið bara eins og það er – eins og bisk- upi þóknast um þá sem misfara með opinbert fé? Ætli þeim sem leiðast út í barnaklámsgláp veiti nokkuð af kristilegri fyrirgefn- ingu? Hverjum meira? En biskupinn minnir ekki á mildi og fyrirgefningu gagnvart þessum syndurum. Þvert á móti. Synd þeirra er nefnilega ekki nógu fín. Ekki eins og sú synd að misfara með opinbert fé. Eðli málsins sam- kvæmt hafa þeir sem ,,svíkja og svindla“ í opinberu lífi komið ár sinni nokkuð vel fyrir borð og haf- ist til áhrifa í stjórnkerfinu. Ein- mitt þess vegna fer mikið fé um hendur þeirra. Það má því segja að þeir tilheyri ,,yfirstétt“ þjóðfélags- ins, elítunni. Þar liggur hundurinn grafinn. Í prédikun sinni á Hólahá- tíð var biskupinn einfaldlega að veita yfirstéttinni eins konar aflát fyrir syndir hennar þegar hún sukkar og svallar fyrir almannafé. Þau mörgu tilefni þegar umkomu- lausir smælingjar brjóta lög og eru sendir beint á Hraunið, án þess að nokkur biðji þeim miskunnar, hafa hins vegar aldrei verið notuð af biskupi á fínum hátíðum til þess að boða fagra fyrirgefningu. Þegar biskup rýkur nú til að boða fyr- irgefningu syndanna sérstaklega þegar menn „svíkja og svindla“ í opinberu lífi er það þannig fjarri því að vera kristilegur siðaboð- skapur. Það er ósköp einfaldlega yfirstéttarmórall sem settur er fram til þess að efla samstöðu og bæta ímynd yfirstéttarinnar, auka vald hennar og sjálfstraust til þess að fara sínu fram. Það er hneisa að slíkum biskupsboðskap fyrir kristna þjóð. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON Skúlagötu 68, 105 Reykjavík. Yfirstéttar- mórall Frá Sigurði Þór Guðjónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.