Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 LEGSTEINAR Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Elsku Villi minn, ég get ekki lýst því hversu mikill söknuður er í hjarta okkar allra sem þekktu þig. Þegar ég fékk þá frétt að þú værir dáinn hugsaði ég að það gæti ekki verið satt, því ég hafði talað við þig nokkrum tímum áður. Ég vona að þú sért kominn á góðan stað og þér líði vel elsku Villi minn, það hlýtur að vera satt sem sagt er, „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Ég kveð þig elsku vinur með þessum orðum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við Jón Óli vottum foreldrum Villa, Hödda og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð og megi guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma. Þín vinkona, Margrét. Eitt sinn sagði mér félagi að ekki ætti að skrifa minningargrein til hins látna, heldur um, en í þetta skiptið ætla ég að brjóta þá reglu, því Villi, elsku fallegi vinur minn, allur minn söknuður og sársauki beinist að þér. VILBERG ÚLFARSSON ✝ Vilberg Úlfars-son fæddist í Reykjavík 11. mars 1971. Hann lést af slysförum 8. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar Vilbergs eru Úlfar Örn Harðar- son, f. 9.5. 1947, og Helga Magnúsdóttir, f. 3.4. 1945. Bróðir Vilbergs er Hörður Rúnar, f. 3.6. 1966, dóttir hans og Krist- ínar Sigurðardóttur er Pálína Guðrún, f. 20.12. 1985. Eftirlif- andi föðurafi Vilbergs er Hörður Runólfsson, f. 7.4. 1911. Vilberg starfaði alla sína starfs- ævi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Útför Vilbergs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vildi óska þess að ég gæti farið aftur í tím- ann og faðmað þig og varið þig fyrir öllum hættunum, ég vildi óska þess að ég gæti hrist gáleysið og frekj- una úr umferðinni. Þegar ég kvaddi þig síðast óraði mig ekki fyrir því að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn. Þú sem varst búinn að berjast svo hetjulega fyrir lífi þínu og heilsu eftir mótorhjólaslysið ’97. Ég man hræðsluna í andlitum foreldra þinna og bróður þegar ég kom niður á spítala eftir að hafa fylgt þér í sjúkrabílnum, hvern- ig er hægt að leggja þetta á þig, fólk- ið þitt og okkur vinina aftur? Aum- ingja foreldrar þínir og bróðir sem þurfa að læra á lífið upp á nýtt án þín, og Óli, hvað hann missir mikið, hann sem var óbrjótanlega stoðin þín þegar erfiðast var og vonin sem minnst. Elsku stóri fallegi vinur minn, ég man hvað ég varð hrædd um þig þegar þú keyptir Shadowinn, ég taldi þig brjálaðan! En þetta var þitt hlutverk, að hjóla og njóta frels- isins, ég taldi almættið vera búið að leggja nóg á þig og myndi leyfa þér að eignast góða konu, börn og verða gamall settlegur maður, þú hefðir orðið yndislegur eiginmaður og góð- ur faðir. Mér þykir leitt að framtíð- arplön þín rætast ekki, þú sem ætl- aðir með strákunum upp á Hveravelli um áramótin, eins og þið hafið svo oft gert áður, síðast eydd- um við áramótum þar saman ’98/’99. Mikið verður leiðinlegt að hitta þig aldrei aftur og eiga aldrei aftur stund í návist þinni, allt sem við höf- um brallað saman í gegnum tíðina, hjólatúrana, bjórkvöldin með vinnu- félögum þínum, Týsgötu-partíin þar sem þið Óli tókuð hið ógleymanlega Wham show, keiluferðirnar, lands- mótin þar sem þú fórst alltaf á kost- um og öll kvöldin sem þið félagar komuð til okkar Jóu bara til að spjalla. Við Baldvin vorum svo til nýbúin að setja Mögnuna á götuna og við ætluðum að njóta síðustu haustdaganna í hópi góðra félaga, við náðum þó að fara saman í kaffi til foreldra Smára heitins og að leiðinu hans á afmælisdaginn hans eins og við erum vön að gera, mikið vildi ég að Óli hefði komist með! Og Grinda- víkurrúnturinn, ég sat hjá þér af því að ég treysti ekki Mögnunni, mér leið svo vel hjá þér, að aldrei hvarfl- aði að mér að þetta yrði síðasta skiptið sem ég settist upp á mótor- hjól með þér, allir innanbæjarrúnt- arnir og hópkeyrslan upp á völl. Villi, þú varst yndislegur og besti vinur sem hugsast gat, svo góður, glettinn og stríðinn, manstu þegar þú hrekkt- ir mömmu þína þegar þú lást uppi á spítala, þú hlóst og hlóst, en aum- ingja mamma þín fékk hálfgert taugaáfall. Þú varst hrókur alls fagn- aðar hvar sem þú varst og öllum þótti vænt um þig. Ég veit að Smári hefur tekið vel á móti þér og hjálpað, ég vona að þið félagarnir hjólið sam- an í sumarlandinu, þú á fallega Shadownum og Smári á Kawanum, kastaðu á hann kveðju fyrir mig og segðu honum að ég sakni hans, og ég bið ykkur að hafa auga með okkur hinum í umferðinni. Yndislegi vinur, ég þakka þér fyr- ir öll árin og góðu stundirnar, takk fyrir rúntana sem þú tókst mig með á þegar ég var hjóllaus og takk fyrir að hafa komið í brúðkaupið mitt. Ég fylli skarðið sem varð við fráfall þitt með fallegum og yndislegum minn- ingum um þig, mér þykir vænt um þig og ég gleðst yfir því hversu dug- leg ég var að segja þér það. Með þessu kveð ég þig kæri vinur og við sameinumst aftur á ný í draumum mínum. Elsku Helga, Úlfar, Höddi, Óli og aðrir vinir og ættingjar, við Baldvin vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum guð og æðri máttarvöld að gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Þín vinkona, Inda Björk. Kæri vinur, það er erfitt að setja þetta niður á blað, en ég verð að skrifa þér og kveðja þig elsku vinur. Laugardagurinn 8. september var mjög góður dagur þangað til Baldvin hringdi í mig og sagði mér þá sorg- arfrétt að hann Villi, eini og sanni vinur okkar, væri farinn yfir móðuna miklu. Ég bara trúi þessu ekki, mað- ur í blóma lífsins og á besta aldri, það er greinilegt að þín, elsku vinur, var þörf annars staðar. Ég vil þakka þér elsku Villi minn fyrir allar þær stundir sem við áttum saman í góðra vina hópi, þær eru mér dýrmætar, þín er sárt saknað og þú átt stóran stað í hjarta mínu og munt alltaf eiga. Ég get voðalega lítið skrifað elsku vinur, en ég geymi allar mínar minningar um okkur í hjarta mínu. Ég vil að lokum segja þér elsku Villi minn að ég elska þig af öllu hjarta og ég vænti endurfunda. Ég votta aðstandendum hans alla mína samúð og megi guð gefa ykkur styrk til að halda áfram. Þín vinkona, Jóhanna. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram vinur minn og félagi Vilberg Úlfarsson eða Villi eins og hann var oftast kallaður. Það er stórt skarð sem Villi skilur eftir og minningar um góðan dreng streyma fram. Þegar maður hugsar til baka þá var alltaf líf og fjör í kringum Villa, hvort sem um er að ræða minningar frá Ölduselsskóla, úr jeppaferðum, útilegum, mótorhjólaferðum, utan- landsferðum eða einhverjum öðrum uppákomum. Alltaf var Villi hvata- maðurinn eða skipuleggjandinn. Villi var mikill áhugamaður um mótorsport allskonar. Hann var mik- ill jeppamaður, átti góðan og vel bú- inn fjallajeppa, var félagi í Ferða- klúbbnum 4x4, og var búinn að ferðast víða um hálendið hvort sem var að vetri eða sumri. Mótorhjól voru einnig í miklu upp- áhaldi hjá honum og var hann í Bif- hjólasamtökum lýðveldisins, Snigl- unum. Rallý og rallýkross voru meðal áhugamála hans og hafði hann keppt í þessu tvennu. Núna var hann hins- vegar í átta manna viðgerðarliði hjá félaga sínum og vini og hafði gaman af. Þær voru margar jeppaferðirnar og útilegurnar sem við fórum í sam- an og alltaf var Villi hrókur alls fagn- aðar. Ef Villa fannst vera deyfð yfir mannskapnum átti hann alltaf eitt- hvert ráð til í pokahorninu. Á síðasta landsmóti Sniglanna fannst honum einhver værð yfir liðinu svo hann dró fram diskógalla og afróhárkollu og hristi aðeins upp í mannskapnum. Villi var alltaf brosandi og sá björtu hliðarnar á hlutunum og átti þar af leiðandi stóran og góðan vina- hóp sem sást best þegar hann hélt uppá þrítugsafmælið sitt í mars síð- astliðnum, þar voru saman komnir yfir 100 af vinum og kunningjum og skemmtu sér konunglega eins og Villa var einum lagið. Elsku Helga, Úlfar, Hörður og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Minning um góðan dreng mun alltaf lifa með okkur. Ólafur W. Stefánsson. Haust og síðustu mótorhjólatúr- unum austur fyrir fjall lokið, einnig lífi vinar míns og vinnufélaga. Vil- berg Úlfarsson lést af slysförum 8. september 2001 og var nú skollið á daprasta haust sem ég man … og vorar seint. Fyrir mörgum árum, h.u.b. fjórtán, réðst Villi til starfa hjá Vatnsveitu Reykjavíkur, síðar Orku- veitu Reykjavíkur, og vann þar fram á síðasta dag. Vilberg hafði einstaka lund, létt skap og kímnigáfu í sér- flokki, þessir eiginleikar komu sér vel fyrir okkur öll sem unnum með Villa, en ekki síst fyrir hann sjálfan í því mótlæti og slysum sem hann lenti í, en alltaf stóð Villi upp aftur með tár í augum og bros á vör, og bráð- fyndna athugasemd við hæfi. Og ef þurfti að halda skemmtun og gleð- skap til að létta skapið og bjarga móralnum taldist Villi þungavigtar- maður. Vilberg var hjálpsamur og bón- góður, óhóflega stundum, og virtist alltaf hafa tíma fyrir aðra og naut ég meðal annarra góðs af bæði til sjós og lands. Síðastliðin sex sumur stóðum við í rallýútgerð og var Villi þar fremstur meðal jafningja í 8 manna viðgerðar- og þjónustuliði og taldi í okkur kjark og bjartsýni þegar illa gekk og var manna glaðastur þegar vel gekk, fljótur í förum og úrræðagóður. Undanfarin ár starfaði Villi sem verkfæravörður en seinustu mánuði var hann verkstjóri, með erfitt verk- efni, vatnslögn yfir Kollafjörð, bæði líkamlega og andlega krefjandi, og þegar Villa var bent á að hann væri farinn að haltra mikið, brosti hann og sagðist ekki hafa tekið eftir því! En seiglan og harkan virtist vera takmarkalaus hjá þessum annars mjúka manni. Veiðiferðir, sólarferð- ir, utanlandsferðir og fjallaferðir með Villa urðu alltaf ógleymanlegar og þrítugsafmæli Villa síðastliðinn vetur var menningarviðburður. Mörg orð mætti hafa um mann- kosti Villa en óhemjustór vinahópur segir meira en mörg orð. Samúðar- kveðjur sendi ég foreldrum og bróð- ur, vinum og vandamönnum, og nú er ráð að feta í fótspor Villa, seiglast áfram og brosa í gegnum tárin. Sigurður Óli Gunnarsson. Fréttin af því að hann Villi hefði lent aftur í slysi virkaði óraunveru- leg en samt ekki. Hann var búinn með sinn skammt en vissi kannski manna best hvað gat gerst, þetta er spurning um að njóta þess að lifa þrátt fyrir hætturnar sem því geta fylgt. Það eru sem betur fer alltaf ákveðnar perlur sem lífga upp á til- veruna og hann Villi var ein af þeim, maður minnist hans fyrir húmorinn og glettin tilsvör sem komu manni sí- fellt á óvart. Það að sjá broslegu hlið- ina á vonlausri stöðu var hans sér- grein og þar sem við störfuðum saman við sameiginlegt áhugamál, rallakstur, komu oft upp vonlausar stöður sem gott var að geta brosað að svona eftir á. Rallakstur er liða- keppni og rallylið Sigurðar Óla missti nú skapléttasta félagann og hefur rýrnað mikið við þetta fráfall. Til að við sem í keppnisbílnum sitj- um getum leikið okkur reiðum við okkur á hjálpsemi og vinnu manna eins og Villa sem kunna að hafa gam- an af hlutunum og óbilandi áhuga. Þau eru ófá broslegu augnablikin sem upp hafa komið í þessu brölti okkar félaganna, við gleymum seint ferðinni á RAC-rallið í Wales árið 2000; Villi með vídeóvélina í rigning- unni, haltur og blautur með bros á vör. Við viljum þakka þér Villi fyrir allan hláturinn og góða skapið, alla aðstoðina og fórnfýsina í gegnum ár- in. Við vottum aðstandendum samúð. Jóhannes og Linda, Wester- kappeln, Þýskalandi. Öll væntum við þess óvænta, en erum oftast óviðbúin þegar ógæfan dynur yfir. Fráfall vinar okkar og vinnufélaga Vilbergs Úlfarssonar var bæði ótímabært og ósanngjarnt, og sáu flest okkar Villa fyrir okkur fjör- gamlan akandi á Harley Davidson inn í sólarlagið, en svo varð ekki.Við hjá gömlu vatnsveitunni (Vatnsveita Reykjavíkur) söknum Villa sárt en hann var stór hluti af þeim sam- heldna hóp sem puðaði í gegnum súrt og sætt í misjöfnum veðrum, og stundum á framandi stöðum. Og margar voru uppákomurnar sem Villi stóð fyrir bæði í orði og verki, sem vöktu kátínu og hlátur en þægi- legri vinnufélaga er varla hægt að hugsa sér, ávallt reiðubúinn að tak- ast á við allt mögulegt og einnig hið ómögulega með glettni, bjartsýni og þægilegu brosi, en minningin um góðan dreng verður aldrei frá okkur tekin, og sú minning gerir okkur jafnvel kleift að brosa örlítið í sorg- inni og gæta að þeim sem eftir lifa. Biðjum við allt heilagt að blessa minningu Vilbergs og styrkja for- eldra hans og bróður á þessum erf- iðu tímum. Vinnufélagar. Elsku Villi okkar, þú kvaddir þennan heim alltof fljótt, alltaf var gleði og glaumur í návist þinni og fengum við faðmlag og koss á kinn þegar Villi gekk inn. Með söknuð og sorg í hjarta kveðjum við vininn bjarta. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá? Eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá; og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Látum því, vinir, vínið andann hressa, – og vonarstundu köllum þennan dag, og gesti vora biðjum guð að blessa og best að snúa öllum þeirra hag. Látum ei sorg né söknuð vínið blanda, þó senn í vinahópinn komi skörð, en óskum heilla og heiðurs hverjum landa, sem heilsar aftur vorri fósturjörð. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradöggvar falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna’ á einni hélunótt. Því er oss best að forðast raup og reiði og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss; en ef við sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss. Látum því, vinir, vínið andann hressa, og vonarstundu köllum þennan dag, og gesti vora biðjum guð að blessa og best að snúa öllum þeirra hag; því meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til. (Jónas Hallgrímsson.) Kæra fjölskylda, vinir og vanda- menn, við vottum ykkur samúð okk- ar. Sjáumst síðar, elsku Villi okkar. Þínar vinkonur, Fríða, Laufey og Guffa. Elsku besti vinur. Örlög okkar mannanna eru óút- skýranleg. Ótal margar minningar rifjast upp á svona stundu, og má þar nefna ævintýrin úr Akraseli, heim- sókn þína til Þýskalands og allar jeppaferðirnar sem við fórum saman í. Alltaf varstu þú sjálfur, glaður og kátur, tílbúin að hjálpa öllum ef þú mögulega gast. Í hörmulegu slysi lauk jarðvist þinni skyndilega.Við vottum foreldr- um þínum, bróður og öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Maggi Már, Hilda og Emilía Núr. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (I.S.) Elsku Villi okkar. Við kveðjum þig með trega og söknuði. Allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman og sú vinátta sem þú hefur ætíð sýnt er ómetan- legt veganesti um ókomin ár. Allt frá æsku í Seljahverfi til dagsins í dag höfum við safnað saman ógleyman- legum minningum sem munu lifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.