Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRN Starfs- greinasambands Íslands (SGS) sam- þykkti um helgina ályktun þar sem lýst er eindregnum stuðningi við uppbyggingu atvinnulífs á Austur- landi með þeim virkjunar- og stór- iðjuframkvæmdum sem þar eru áætlaðar á næstu árum. Halldór G. Björnsson, formaður sambandsins, segir að þetta sé mikið hagsmuna- mál fyrir félagsmenn SGS. Hann hvetur til þess að lífeyrissjóðirnir gerist eignaraðilar að álveri ef í ljós komi að það sé hagkvæmt eins og flest bendi til. Starfsgreinasambandið er lang- stærsta aðildarfélag ASÍ. Í fram- kvæmdastjórninni eiga sæti 24 ein- staklingar og samþykktu þeir ályktunina samhljóða en þrír sátu hjá. Starfsgreinasambandið hefur ekki áður ályktað um þessar tilteknu framkvæmdir en á síðasta þingi Verkamannasambandsins var sam- þykkt stuðningsyfirlýsing við álver á Austurlandi. Halldór sagði að það hefði verið full eining innan framkvæmda- stjórnarinnar um að SGS ætti að hafa skoðun á uppbyggingu atvinnu- lífs á Austurlandi enda snerti það hagsmuni félagsmanna. „Við sjáum ekki í hendi okkar ann- an kost til atvinnuuppbyggingar á þessu svæði. Sjórinn er ekki fullur af fiski, að því er manni er sagt. Við er- um sannfærð um að þetta hefur mik- ið gildi fyrir byggð í landinu. Auðvit- að nýtur allt landið góðs af þessu ef þetta tekst vel sem ég hef fulla trú á. Það er mjög alvarlegt mál ef menn eru komnir í þá stöðu að aðalatvinnu- vegir þjóðarinnar megi helst hvergi vera,“ sagði Halldór. Hefði mikla grósku í för með sér á Austurlandi Í greinargerð með ályktuninni segir að þróun atvinnu- og efnahags- mála hafi verið dapurleg á Austur- landi undanfarin ár. Lítil nýsköpun hafi átt sér stað á svæðinu undanfar- ið, atvinnuvegir einhæfir, kjör oft slæm og fólksflótti mikill. Ljóst sé að mikið þurfi til að snúa þeirri óheillaþróun við. Til að svo megi verða sé nauðsynlegt að auka fjöl- breytni í atvinnulífi á Austurlandi og gera landshlutann eftirsóknarverð- ari í augum íbúanna og annara lands- manna með aukinni eftirspurn eftir vinnuafli í ólíkum greinum atvinnu- lífsins, bæði í grunnatvinnugreinum svo og hvers konar þjónustugrein- um. „Samkvæmt framangreindu er fullljóst að fyrirhuguð virkjunar- og stóriðjuáform á Austurlandi munu hafa mikil og jákvæð áhrif á upp- byggingu atvinnulífs í fjórðungnum og þjóðfélagið allt. Fram hefur kom- ið að við framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun muni ársverkum á Austurlandi fjölga um 3%. Einnig hefur komið fram að samhliða bygg- ingu virkjunarinnar verði ráðist í að reisa tvær háspennulínur á Austur- landi sem muni krefjast 180 árs- verka, sem dreifast á þrjú ár. Þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrsta áfanga álvers við Reyðarfjörð á árunum 2003-2006, gerð jarðganga og bygging íbúðar- og atvinnuhús- næðis. Áætlað er að um 450 störf verði til við rekstur fyrsta áfanga ál- versins, og alls um 600 störf þegar það er fullbyggt. Þá er einnig áætlað að tvöfalt fleiri störf til viðbótar skapist á landsvísu vegna margfeld- isáhrifa, þar af tæpur helmingur á Austurlandi. Ljóst er að umræddar framkvæmdir myndu hafa í för með sér mikla grósku í atvinnumálum á Austurlandi og störfum myndi fjölga til mikilla muna. Jafnframt mun fjöl- breytni starfa aukast, eftirspurn yrði eftir mannafla í flestum iðn- greinum, einnig almennum verka- mannastörfum og fjölmörgum þjón- ustugreinum. Þá mun álverið tryggja fjölda tiltölulega vel laun- aðra starfa um ókomin ár og aug- ljóslega verða mikil lyftistöng fyrir sveitarfélög og samfélagið í heild m.a. vegna aukinna útsvarstekna, fasteignaskatta, hafnar- og vöru- gjalda o.fl.,“ segir í ályktuninni. Halldór sagðist vera eindregið þeirrar skoðunar að lífeyrissjóðirnir ættu að taka þátt í byggingu álvers. „Okkur í stjórn lífeyrissjóðanna ber auðvitað að gæta fyllstu varkárni í fjárfestingum sjóðanna, en mér finnst skynsamlegra að fjárfesta í fyrirtæki á Íslandi en að við séum að kaupa hlutabréf vítt og breitt um heiminn,“ sagði Halldór og bætti við að hlutabréf hefðu almennt verið að lækka í verði, ekki síður erlendis en hér heima. Starfsgreinasamband Íslands samþykkir ályktun um virkjanamál á Austurlandi Styður eindregið stóriðju og virkjanir MIKIÐ veiðiskot kom í Vatna- mótunum fyrir helgina og var t.d. tveggja daga holl sem lauk veið- um á hádegi föstudagsins með 50 sjóbirtinga, eða kvótann. Að sögn Birgis Sumarliðasonar, sem hefur áralanga veiðireynslu á þessu svæði, hafa hann og félagar hans ekki séð svona lífleg Vatnamót í tuttugu ár. „Hluta af tímanum voru miklir vatnavextir og mikið í Skaftánni, en þegar vatnsborðið lækkaði komu fín skot og hvert af öðru. Einn í hópnum tók t.d. eitt skiptið tíu fiska í beit. Mest voru þetta fjögra til sjö punda fiskar og margir þeirra grálúsugir,“ sagði Birgir. Á sama tíma hefur verið treg veiði í bergvatnsánum í kring um Klaustur, Geirlandsá, Gren- læk, Hörgsá og Fossálum. Það er hins vegar mál manna að miðað við gönguna í Skaftá sé aðeins tímaspursmál hvenær fer að glæðast í bergvatnsánum. Bleikjureytingur í Eldvatni Eitthvað á annað hundrað bleikjur hafa verið færðar til bók- ar í Eldvatni á Brunasandi, einnig nokkrir sjóbirtingar og einn sjö punda lax. Bleikjan er víða í ánni og hafa menn helst fengið hana á flugu. Eitt hollið var með mjög at- hyglisverðan afla, á þriðja tug fiska, þar af 12-14 stykki á bilinu fjögur til sex pund. Sjóbirtingarn- ir eru fáir, flestir í kring um fjög- ur pund og veiddir neðarlega, í ár- mótunum við Hverfisfljót. Stóra Laxá komin í gang Segja má að haustveiðin sé byrjuð í Stóru Laxá, eitt holl á svæðum 1-2 var með 17 laxa og annað með 15 stykki. Um líkt leyti settu menn í níu laxa á svæði 3 og náðu sex þeirra. Áberandi er hve mikið af laxinum er á bilinu 10 til 16 pund. Sá stærsti til þessa veiddist á föstudaginn, 20,5 punda hængur sem veiddist á hvítan Tóbíspón í Kvíslamótum á svæði 1. Í sama holli var einn 17 punda í Flatastreng, en annars er a.m.k. helmingur af veiðinni þessa dag- anna tekin í Kálfhagahyl. Stór- rigningar hafa gert ána illveiðandi tímabundið og hafa sum hollin misst út vaktir að meira og minna leyti vegna þessa. Slangur hefur einnig verið af birtingi í ánni, margt af þeim fiski hefur verið 3-4 pund og ágætis viðbót við laxinn. Með 15 laxa hollinu voru komnir 102 laxar á land á svæðum 1-2. SVFR með Leir- vogsá til 2008 Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur framlengt leigu sína á Leirvogsá til loka ver- tíðarinnar 2008, en fyrri samning- urinn náði út vertíðina 2003. Að sögn Bergs Steingrímssonar, framkvæmdastjóra SVFR, er mikil ánægja með þennan samn- ing í herbúðum félagsins, enda sé Leirvogsá með bestu laxveiðiám landsins. Á fimmtudag voru komnir 420 laxar á land úr ánni, en veitt er á tvær stangir. Að sögn Bergs er ekki mikill kostnaðar- auki á ferðinni, en sá sem er, fer í aukna fiskrækt í ánni og er það að frumkvæði bænda við ána. Kjartan Sigurðsson og Árni Eyjólfsson veiddu þessa tvo 17 og 5 punda laxa á Breiðunni í Soginu fyrir landi Alviðru fyrir skömmu. Þeir fengu gesti, 7. bekk úr Hlíðarskóla sem var í námsferð í Al- viðru og var að leggja í kynnisferð í Öndverðarnes. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mok í Vatnamótunum INGVI Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dóms- og kirkjumálaráð- herra, var kjörinn formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna (SUS) til næstu tveggja ára á 36. þingi sambandsins sem haldið var á Seltjarnarnesi um helgina. Ingvi Hrafn var einn í framboði og naut stuðnings 83% þeirra þingfulltrúa sem atkvæði greiddu. Hefur hann því tekið við formennsku af Sigurði Kára Kristjánssyni. Varaformaður var kjörinn Haf- steinn Þór Hauksson laganemi en hann var sömuleiðis einn í kjöri til embættis varaformanns. Þá var á þinginu kjörin aðalstjórn SUS en í henni sitja 25 manns úr öllum kjör- dæmum landsins auk formanns og varaformanns. Ingvi Hrafn hefur á síðustu árum gegnt starfi fyrsta varaformanns SUS en hann var for- maður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á ár- unum 1998 til 1999. Ingvi Hrafn segir í samtali við Morgunblaðið að þingið hafi farið vel fram en mun meiri átök voru á þinginu fyrir tveimur árum þegar Sigurður Kári Kristjánsson og Jónas Þór Guðmundsson tókust á um for- mannsembættið. „Það voru mikil átök fyrir tveimur árum. Þetta þing fór fram með mun friðsamari hætti. Ég held því að það sé hægt að álykta sem svo að það sé ágætis sátt í sam- tökunum núna,“ segir Ingvi Hrafn. Aðspurður kveðst hann ekki búast við neinum meiriháttar áherslu- breytingum í stjórn sambandsins þótt hann hafi tekið þar við forystu en hann tekur þó fram að nýjum mönnum fylgi alltaf einhverjar breytingar í áherslum. Ingvi Hrafn ítrekar að þing SUS nú um helgina hafi verið tileinkað skattamálum og ríkisútgöldum – enda yfirskrift þingsins: Lægri skatta! – og bendir á að í stjórnmála- ályktun þingsins leggi ungir sjálf- stæðismenn höfuðáherslu á að tekju- skattur á einstaklinga og fyrirtæki verði lækkaðir verulega og að stimp- ilgjöld, stór hluti vörugjalda, eign- arskattar, erfðafjárskattar og sér- stakur tekjuskattur verði aflagðir með öllu sem fyrst. Þá bendir Ingvi Hrafn á að lands- fundur Sjálfstæðis- flokksins verður hald- inn 11. til 14. nóvember nk. og segir mikilvægt að ungir sjálfstæðis- menn „komi þar inn sterkir með sínar hug- myndir,“ eins og hann orðar það. „Ennfremur mun kjörtímabil mitt mótast af sveitar- stjórnarkosningum sem verða haldnar næsta vor og alþingis- kosningum sem verða ári síðar. Ungir sjálf- stæðismenn munu leggja sitt af mörkum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum góða útkomu í þeim kosningum.“ Í stjórnmálaályktun þingsins um lækkun tekjuskatta á einstaklinga og fyrirtæki segir m.a.: „Þegar til lengri tíma er litið myndu skatta- lækkanir leiða til þess að samkeppn- ishæfni og afkoma íslenskra fyrir- tækja myndi aukast og skatttekjur ríkisvaldsins sömuleiðis. Aukin starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi mun skila íslensku atvinnulífi þekkingu, viðskiptatækifærum og aukinni framlegð. Skattalækkanir veita okkur ekki aðeins skilvirkara ríkisvald heldur einnig sterkara og fjölbreyttara atvinnulíf. Nauðsyn- legt er að gera sér grein fyrir þeirri hindrum sem íslenska krónan er fyr- ir íslenskt efnahagslíf og möguleika okkar til að laða að erlent fjármagn. Til lengdar verður ekki hjá því kom- ist að taka upp sterkan gjaldmiðil í stað krónunnar.“ Í ályktuninni fordæmir SUS einn- ig „þau hrikalegu hryðjuverk sem beint var gegn bandarísku þjóðinni með árásunum á New York borg og Washington D.C.,“ eins og það er orðað í ályktuninni. „Árásum þess- um er beint gegn frelsi og lýðræði í heiminum og kallar á alþjóðlega samstöðu gegn hryðjuverkamönnum og aðilum sem skjóta skjólshúsi yfir þá eða hjálpa þeim á aðra lund. Lýsir SUS yfir stuðningi við allar þær að- gerðir sem notast verður við til að finna og refsa þeim sem bera ábyrgð á ódæðunum sem unnin voru gegn bandarísku þjóðinni og heiminum öllum þriðjudaginn 11. september 2001.“ Í stjórnmálaályktun- inni kemur einnig fram að SUS telji að rök standi ekki til þess að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusam- bandinu (ESB). Þá lýsir SUS í álykt- uninni yfir stuðningi við þann grundvöll sem núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi Íslend- inga byggir á. Þar segir SUS ennfremur: „SUS leggur engu að síður til að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt þannig að afla- heimildir verði skilgreindar sem bein eignarréttindi og framsal aflaheim- ilda gefið algjörlega frjálst. SUS skorar á ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar að fella alfarið niður úthlutun byggðakvóta og sjómannaafslátt. Fjárfestingar erlendra aðila í sjávar- útvegi eiga að vera heimilar. SUS hafnar sérstakri gjaldtöku á sjávar- útveginn. Einnig hafnar SUS öllum hugmyndum um svokallaða fyrning- arleið í greininni. Það verður aldrei sátt um sósíalisma á Íslandi.“ Kosið í nýja stjórn Kosið var í nýja aðalstjórn SUS. Í Reykjavík náðu eftirfarandi kjöri: Andrés Arndrésson, Arna Hauks- dóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Gísli Hauksson, Guðrún Inga Ingólfsdótt- ir, Gunnlaugur Jónsson, Haukur Örn Birgisson, Magnús Þór Gylfason, Margrét Leósdóttir og Sigurður Kjartan Hilmarsson. Í Suðvestur- kjördæmi náðu kjöri: Hafsteinn Þór Hauksson, Halldór Karl Högnason, Haukur Þór Hauksson, Magnús Örn Guðmundsson, Pétur Árni Jónsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir. Í Suðurkjördæmi náðu kjöri: Ein- ar Sigurðsson, Kjartan Ólafsson Vídó, Georg Brynjarsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Í Norðausturkjördæmi náðu kjöri: Jens Garðar Helgason, Páll Snorra- son og Þorvaldur Makan. Og í Vest- urkjördæmi náðu kjöri: Bergþór Óla- son, Kristján Jónsson og Magnús Jónsson. Ingvi Hrafn Óskarsson nýr formaður SUS Vilja lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga Ingvi Hrafn Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.