Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 22
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 22 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DANINN Peter Luke var einn þeirra mörgu sem vann í World Trade Center í New York, skrifstofu- byggingunni miklu sem hermdar- verkamenn lögðu í rúst í liðinni viku. Luke er verkfræðingur, 31 árs að aldri, kvæntur og á eitt barn. Hann starfar hjá hafnaryfirvöldum borgar- innar sem létu á sínum tíma reisa húsasamstæðuna en turnarnir tveir voru 110 hæðir og þar störfuðu tug- þúsundir manna. Skrifstofa Luke var á 72. hæð í nyrðri turninum. Hann lýsti í samtali við blaðamann Berl- ingske Tidende því sem gerðist. „Ég tók lyftuna upp á mína hæð og var kominn á skrifstofuna um hálf- níu-leytið,“ segir Luke. „Veðrið var dásamlegt, himinninn næstum heið- skír og greina mátti örlítinn keim af hausti sem fór í hönd. Þetta var góður dagur. Ég byrjaði á því sem maður gerir venjulega fyrst á morgnana, hlustaði á skilaboð á símsvaranum, las tölvupóstinn og opnaði bréf. Þá vissi ég ekki hvað klukkan var þegar það gerðist en veit núna að það var 12 mínútur fyrir níu. Það heyrðist óskaplegur hvellur. Ekki heill hvell- ur, ekki fullskapaður hvellur heldur meira í ætt við inngang og síðan lauk honum skyndilega. Boooooooooom! Turninn byrjaði að svigna. Ég stóð upp og beið eftir því að turninn sveifl- aðist aftur í samt far vegna þess að ef hann gerði það myndi allt vera í lagi, engin hætta á ferð. Hafnarmálaskrif- stofan stóð á sínum tíma fyrir bygg- ingu World Trade Center og á skrif- stofunni minni starfa nokkrir af verkfræðingunum sem tóku þátt í að hanna húsasamstæðuna. Þess vegna veit ég að gert er ráð fyrir að turninn geti svignað. Það gerist oft í roki að efsti hlutinn sveiflast um hálfan ann- an metra en hann á að þola allt að sjö metra sveiflu. En ef hann sveiflaðist nú ekki til baka? Það gerði turninn og ég slakaði á. Hvað sem öðru leið vorum við ekki að hrynja, hugsaði ég með mér. Ég gekk inn í annað skrifstofuher- bergi og við sáum að flygsur og bútar, ryk og annað drasl, féll úr loftinu en við gerðum okkur enn ekki grein fyr- ir því hvað mikið gekk á. Einhver hrópaði að flugvél hefði rekist á turn- inn. Litlar Piper-flugvélar og þyrlur eru daglega á sveimi og stundum hringsóla þær um húsið. Við höfum oft talað um að það væri allt að því kraftaverk ef ekki kæmi einhvern tíma að því að ein þeirra rækist á hús- ið.“ Undarlega róleg stemmning Luke tíndi nú saman nokkra mik- ilvæga hluti í tösku og og yfirgaf skrifstofuna. „Til allrar hamingju er ég vel kunnugur stigunum í húsinu. Yfirleitt er óralöng bið eftir lyftunum og þess vegna notaði ég oft stigana. Stigarnir eru, voru, eitt helsta umkvörtunar- efni þeirra sem störfuðu í húsinu vegna þess að þeir voru brattir eins og skíðastökkpallar og því fáir sem notuðu þá. En ég leit svo á að þeir flýttu fyrir mér og auk þess væri stigagangan eins konar líkamsrækt. Ég sá einn af yfirverkfræðingun- um, sem hafði tekið þátt í að byggja turninn, opna stigadyrnar. Þykkur reykur valt út og lyktin var eins og af gömlum steinolíuofni. Kæfandi, óheillavænlegur þefur. Ég fór að öðr- um stigadyrum og tók í húninn. Þar var enginn eldur. Ég blístraði hátt og benti fólki á að koma að dyrunum. Og síðan byrjaði gangan niður á við. Stemmningin var undarlega róleg, stundum brá fyrir gálgahúmor. Við vissum ekki hvað hafði gerst. Höfðum ekki hugmynd um það. Enn var ljós í stigahúsinu og við gengum róleg og yfirveguð niður. Á stöku stað virkaði farsíminn og ég hringdi í eiginkonu mína, Marianne. Hún vinnur hjá Arla en var ekki komin í vinnuna og ég bað símastúlkuna um að segja henni að flugvél hefði rekist á World Trade Center, ég væri óskaddaður og á leið niður stigann. Þá var klukkan 8:58. Nokkrum mínútum síðar, ég veit núna að það var 9:02, heyrðist annar hvellur og turninn hristist á ný. „Jæja, nú gerist það. Nú veltur hann,“ hugsaði ég með mér. Ótal- margt kom samtímis upp í hugann. Hvað með Marianne? Ég var nýbúinn að hringja og segja að allt væri í lagi með mig. Hvað með Ellen, dóttur okkar sem er þriggja og hálfs? Hvað með barnið sem er væntanlegt í októ- ber? En turninn hrundi ekki. Stuttu síðar birtist í stiganum fyrir ofan okkur fólk sem hafði slasast og brennst. Kannski lítur þetta út eins og afskræmisleg líking en það leit út eins og teiknimyndafígúrur sem hafa lent í kolareyk – fólkið var kolsvart og lá við að reykjarslóði kæmi í kjölfar þess og lyktin af gömlum, súrum log- um fyllti stigann. Margir gengu eins og þeir væru lifandi lík og það var að- eins af því að þeir gáfu frá sér hræði- leg og óskiljanleg hljóð að við skildum að þarna var fólk sem dró andann. Þegar hinir slösuðu birtust námu margir hinna staðar. Ég myndaði lúð- ur með höndunum og kallaði hátt: „Slasaðir á leiðinni – haldið ykkur hægra megin.“ Það dugði, fólk vék úr vegi. Þarna var karlmaður sem gat varla gengið, ég tók undir handlegginn á honum og hjálpaði honum niður. Hann sagðist koma af 78. hæð. „Fjár- inn,“ hugsaði ég með mér, „ef fólk er svona illa farið á 78. hæð hvernig skyldi þá ástandið vera hjá vinum mínum á 82. hæð? Þeir hljóta að hafa orðið illa úti“. Nú fyrst fór ég að átta mig á því hvað þetta gæti verið slæmt. Ég hitti síðar vinnufélaga af 82. hæðinni og í ljós kom að flestir höfðu náð að komast niður. Flugvélin hafði lent á milli 96. og 103. hæðar og eld- urinn breiðst út til efri hæðanna en einnig niður á við. Allir sem voru ofar eða á hæðunum rétt fyrir neðan áttu sér enga undankomuleið. Fólkið í lyftunum Félagar mínir á 82. hæð komust niður um stiga en þegar þeir komu á 76. hæð komu þeir að læstum dyrum í stigahúsinu og urðu að fara aftur upp á næstu hæð fyrir ofan. En þar var eldur laus. Þeir fundu brunaslöngu og gátu slökkt og haldið síðan niður um annan stiga. Góðvinur minn einn og annar vinnufélagi urðu eftir vegna þess að þeir heyrðu fólk í lyftu hrópa á hjálp. Allar lyfturnar stöðvuðust við áreksturinn. Það voru alls 96 lyftur í World Trade Center og sennilega var fólk í þeim öllum. Vinur minn og fé- lagi hans reyndu að opna dyrnar að lyftuklefanum, þeir notuðu stóran heftara og tókst að þvinga ytri og innri hurðirnar til hliðar en ekki lengra en svo að þeir rétt gátu séð inn í klefann. Þar voru sex manns. Tveir voru frávita af skelfingu, tveir reyndu eftir mætti að opna dyrnar og loks tveir sem einfaldlega sátu og virtust „Þú átt lítil börn sem þarfnast þín“ Talið er að rúmlega fimm þúsund manns hafi látið lífið í World Trade Center. Danskur verkfræðingur, Peter Luke, var einn þeirra sem komust af en hann var staddur á 72. hæð. Segir hann að fólkið á leiðinni niður hafi verið samtaka um að halda stillingu sinni. Slasaðir voru látnir hafa forgang í stigunum. Reuters Borgarstjórinn í New York, Rudolph Giuliani (t.h.), var við útför slökkviliðsstjórans, Peter J. Ganci, á laug- ardag. Ganci var á meðal þeirra slökkviliðsmanna sem fórust þegar turnar World Trade Center hrundu skömmu eftir árásina 11. september. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hét því á sunnudag að blásið yrði til „krossferðar gegn illvirkjum í heiminum“. Jafnframt ítrekuðu for- setinn og aðrir æðstu stjórnendur Bandaríkjanna grunsemdir um að sádi-arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden hefði staðið að baki árásinni á þriðjudag auk þess sem þrýstingur var enn aukinn á stjórn talibana í Afganistan sem leyft hefur bin Laden að halda til þar í landi og reka m.a. þjálfunarbúðir. Bush forseti sagði á fundi með blaðamönnum í Camp David, orlofs- dvalarstað Bandaríkjaforseta, að „enginn vafi“ léki á því að bin Laden væri „efstur á lista yfir hina grunuðu“. Bush gaf og lítið fyrir fréttir sem borist höfðu þess efnis að bin Laden hefði ítrekað að hann hefði hvergi komið nærri árásinni á þriðjudag, sem virðist hafa kostað um 5.000 manns lífið. Bush hvatti bandarísku þjóðina til að gera hvað hún gæti til að taka upp eðlilegt líf á ný. Verðbréfamarkaðir voru opnaðir á ný í gær eftir að bún- aður hafði verið gangsettur í til- raunaskyni um helgina og Empire State-byggingin, sem nú er á ný orð- in helsta tákn New York eftir að turnar World Trade Center hrundu á þriðjudag, var lýst bláum, rauðum og hvítum ljósum á sunnudagkvöld. „Á morgun snúum við aftur til vinnu, þið leggið hart að ykkur eins og þið hafið alltaf gert,“ sagði forsetinn. Hann lýsti yfir því að ríkisstjórn hans myndi ekki heldur skorta verk- efni. „Ríkisstjórn mín hefur verk að vinna ... Við munum losa heiminn við illvirkja.“ Forsetinn ítrekaði fyrri yfirlýsing- ar um að Bandaríkjamenn ættu í stríði: „Þessi krossferð, þessi herför gegn hryðjuverkum mun taka nokk- urn tíma. Og bandaríska þjóðin má ekki missa þolinmæðina,“ sagði Bush. Talsmenn ríkisstjórnarinnar sögðu í viðtölum um helgina að þau ríki sem skytu skjólshúsi yfir hryðju- verkamenn myndu standa frammi fyrir „djúpstæðri reiði Bandaríkja- manna í öllum sínum myndum“. Þeir lögðu áherslu á að stríðið gegn hermdarverkamönnum yrði langt og ekki yrði einungis beitt her og vígtól- um; það tæki til samskipta við önnur ríki og efnahagsmála. Dick Cheney, varaforseti, sagði í viðtali í þættinum „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni að stjórn- völd í Afganistan yrðu að átta sig á stöðu sinni en talið er að bin Laden hafi verið í felum í Afganistan frá 1996 með vilja talibanastjórnarinn- ar, samtaka íslamskra hreintrúar- manna, sem ræður landinu. „Ríkisstjórn Afganistans verður að skilja að við teljum að hún hafi skotið skjólshúsi yfir mann sem ræð- ur yfir samtökum sem frömdu þetta hryllilega grimmdarverk,“ sagði varaforsetinn og bætti við að mikil- vægt væri að talibanar og aðrar rík- isstjórnir gerðu sér ljóst að leyfðu þær hryðjuverkamönnum að halda til í landi þeirra myndi „reiði Banda- ríkjamanna“ skella á þeim af fullum þunga. George Bush Bandaríkjaforseti ítrekar að bin Laden sé efstur á lista yfir hina grunuðu „Krossferð gegn ill- virkjum í heiminum“ AP Bush á fundi með ríkisstjórn og ráðgjöfum í Camp David sl. laugardag. Washington. Associate Press.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.