Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 27
Haustferðir Heimsferða
hafa fengið ótrúlegar und-
irtektir og nú eru margar
ferðir uppseldar í október og nóvember til þessarar fögru borgar. Beint
flug í október og nóvember og nú kynnum við nýja frábæra gistivalkosti
í hjarta Prag, góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um
kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar
sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar einstöku
borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Fáðu bæklinginn sendan.
Verð kr. 32.100
Flugsæti til Prag, 11. október,
skattar kr. 2.870, ekki innifaldir.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.970
M.v. 2 í herbergi, Pyramida, 11.
október, 4 nætur, m.v. 2 í herbergi
með morgunmat. Skattar innifaldir.
Viðbótargisting
Aðeins 10 herbergi í boði
Helgarferð til
Prag
11. október
frá kr. 32.100
með Heimsferðum
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
Haustlínan er komin
Munið buxurnar
á kr. 1.990
VILJI EMMU er fjórða verk Dav-
ids Hare sem sviðsett er hérlendis:
Leikfélag Reykjavíkur sýndi Ofan-
ljós 1998 og Bláa herbergið 1999 og
Nemendaleikhúsið sýndi Fanshen
1978. Verkið er nýlegt (frumsýnt
1997) en innri tími þess spannar 16
ár og gerist fyrsti þátturinn árið
1979 en sá síðasti 1995. Aðalpersón-
ur verksins eru mæðgurnar Emma
(Elva Ósk Ólafsdóttir) og Esme
(Kristbjörg Kjeld) og Dominic unn-
usti Emmu (Baldur Trausti Hreins-
son). Esme er fræg leikkona en
Dominic upprennandi fjölmiðla-
stjarna, gagnrýnandi og kvikmynda-
gerðarmaður. Aðalátök verksins
kristallast í erfiðum samskiptum
þeirra tveggja sem spretta öðrum
þræði upp af ólíkum viðhorfum
þeirra til lífsins, leikhússins og list-
arinnar en kannski fyrst og fremst af
baráttu þeirra um „yfirráðin“ yfir
Emmu sem á þann draum heitastan
að þessir ástvinir hennar nái saman.
Titill verksins vísar meðal annars til
þessa „vilja“ hennar.
Erfitt samband tengdamóður og
tengdasonar er með kunnari klisjum
okkar tíma og kemur ekki á óvart að
David Hare leiti á slík mið. Deiluefni
þeirra tengdamæðgina sem tengist
mismunandi gildismati kynslóðanna
á listum og fjölmiðlum er einnig efni
sem lítið nýjabrum er á og bar fátt
nýtt á góma í þeim samtölum sem
um það efni snerust. Þau Esme og
Dominic eru hvort um sig hreinrækt-
aðir fulltrúar sinna viðhorfa og ekki
erfitt að sjá hvorum megin samúð
höfundar liggur (enda leikhúsmaður
eins og Hare varla hallur undir það
viðhorf að leikhúsið sé dautt list-
form).
Leikritið er í fjórum þáttum og
líða nokkur ár á milli þátta. Fyrstu
þrír þættirnir gerast á heimili Esme
og sá síðasti baksviðs í litlu leikhúsi.
Í fyrsta þætti er Emma að kynna
Dominic fyrir móður sinni sem líst
miður vel á hann af ástæðum sem
áhorfendur geta auðveldlega fallist
á. Í þeim næsta eru þau Emma og
Dominic í heimsókn hjá Esme sex
árum síðar og lýkur þeim þætti með
ósætti Dominics og Esme. Í þeim
þriðja kemur Emma í heimsókn til
móður sinnar og á milli þeirra á sér
stað uppgjör sem er illa undirbyggt
og skilur áhorfandann eftir hálf-
undrandi. Í þeim síðasta heimsækir
Dominic Esme í leikhúsið þar sem
hún vinnur og leitar sátta.
Styrkleiki verksins er fólginn í
persónusköpun Esme. Kristbjörg
Kjeld gerði hlutverkinu frábær skil
og leikur hennar einn og sér hélt ein-
faldlega sýningunni fyrir ofan með-
allag. Helsti veikleiki verksins er
hins vegar slöpp persónusköpun
Emmu og Dominics og þótt mjög
færir leikarar fari hér með hlutverk-
in tókst þeim ekki að gæða persón-
urnar nægilegu lífi til að hrífa áhorf-
andann með. Persóna Dominics er
flöt og einhliða; hér er á ferðinni
kuldalegur framagosi sem nýtur
þeirrar frægðar og valds sem sviðs-
ljós fjölmiðlanna færir honum. Erfitt
er að skilja skilyrðislausa ást Emmu
á honum og auðvelt að samsama sig
andúð tengdamömmu. Þótt hann
sýni á sér nýja hlið og „breyti rétt“ í
síðasta þætti nægir það ekki til þess
að persónan öðlist dýpt. En Emma
sjálf er mesta ráðgátan. Okkur er
sagt að hún sé manneskja sem elski
alla og vilji að allir séu vinir. Þetta
virðist vera hennar eina krafa og sú
sem aðrir eiga svo erfitt með að upp-
fylla. En hver er Emma? Starfar hún
eitthvað? Krefst hún einskis fyrir
sjálfa sig? Af hverju bregst hún við
eins og hún gerir í uppgjörinu við
móður sína? Af hverju sættir hún sig
við kúgun Dominics frá upphafi til
enda? Orð Emmu og athafnir eru svo
illa undirbyggð í texta verksins að
raun er á að horfa. Tilvísunin til
hennar í síðasta þætti, þar sem hún
virðist vera orðin einhvers konar
píslarvottur sem hefur verið fórnað
til þess að fjandmennirnir sjái að sér
og sættist, er ótrúverðug og meló-
dramatísk. En það verður að játast
að leikritið rís engu að síður hæst
hér vegna túlkunar Kristbjargar á
Esme.
Þóra Friðriksdóttir, Arnar Jóns-
son og Bjarni Haukur Þórsson fara
með aukahlutverk í verkinu og skila
sínum hlut óaðfinnanlega. Sýningin í
heild fer hægt af stað, áherslan er
fyrst og fremst á samskipti hinna
þriggja aðalpersóna og sérstaklega á
orðaskiptum þeirra Esme og Dom-
inics. Samtöl þeirra tveggja eru víða
lipurlega skrifuð og sérstaklega lifn-
ar verkið í tilsvörum Esme. Sýningin
er fyrsta leikstjórnarverkefni Vig-
dísar Jakobsdóttur í atvinnuleikhúsi
og gætti nokkurs reynsluleysis í
sviðsetningunni sem kom fram í
nokkru úrræðaleysi í leiklausnum og
sviðshreyfingum. Yfirbragð sýning-
arinnar var á tíðum langdregið og
kyrrstætt og megnaði sú orðræða
sem fram fór ekki að gefa sýning-
unni slagkraft. Raunsæisleg sviðs-
mynd Hlínar Gunnarsdóttur hefur
yfirbragð hlutleysis og sama má
segja um lýsingu og tónlist; hvorugt
var eftirtektarvert.
Af ítarlegri kynningu á David
Hare í leikskrá þar sem ferill hans er
rakinn má sjá að hann hefur verið af-
kastamikill í bresku leikhúslífi síð-
astliðna þrjá áratugina og verk hans
hafa hlotið ýmsar viðurkenningar
þarlendis og erlendis. Að sögn er
Hare eitt virtasta samtímaskáld
Breta og hefur honum jafnvel verið
skipað á bekk með þeim Harold
Pinter og Tom Stoppard. Undirrituð
á bágt með að sjá að Hare verðskuldi
slíkan samanburð, ef miðað er við
þau verk sem hér hafa verið tekin til
sýninga. Hare kemst hvergi nærri
Pinter í frumleika eða nýsköpun og
leikfléttur hans er oft og tíðum veik-
ar og hallar undir kunnar klisjur.
Hins vegar má geta þess að 1998
skrifaði Hare leikritið Via Dolorosa
þar sem hann tekst á við menning-
arlega árekstra fyrir botni Miðjarð-
arhafs, átök Araba og gyðinga.
Verkið er skrifað, að sögn höfundar,
„fyrir þá sem halda að þeir viti eitt-
hvað um hvað þessi átök snúast, en
skilja þau ekki til fulls. Og að skilja
þau ekki til fulls er það sama að
botna ekkert í þeim“. Hér mætti
ímynda sér að væri á ferðinni verk
með brýnt erindi, sem varla er hægt
að segja um Vilja Emmu.
Hver er Emma?
LEIKLIST
Þ j ó ð l e i k h ú s i ð
Höfundur: David Hare. Íslensk
þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson.
Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir.
Leikarar: Arnar Jónsson, Baldur
Trausti Hreinsson, Bjarni Haukur
Þórsson, Elva Ósk Ólafsdóttir,
Kristbjörg Kjeld og Þóra Friðriks-
dóttir. Leikmynd og búningar: Hlín
Gunnarsdóttir. Lýsing: Ásmundur
Karlsson. Smíðaverkstæðið
15. september.
VILJI EMMU
Soff ía Auður Birgisdótt ir
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
„Yfirbragð sýningarinnar var á tíðum langdregið og kyrrstætt og
megnaði sú orðræða sem fram fór ekki að gefa sýningunni slagkraft.“
PÍANÓLEIKARINN Roman
Rudnytsky heldur píanótónleika í
Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðju-
dagskvöld, kl.
20. Á efnisskrá
eru verk eftir
Bach-Busoni,
Beethoven,
Copland, Gersh-
win, Ravel,
Chopin, Rudn-
ytsky, Wagner,
Liszt og Moszk-
owski.
Roman Rudn-
ytsky er af úkraínskum uppruna,
en fæddist í New York. Hann hef-
ur ferðast til meira en 75 landa til
þess að halda tónleika og er lík-
lega sá píanóleikari sem hefur
komið hvað víðast fram. Auk hefð-
bundinna tónleika í höfuðborgum
og virtum tónleikasölum ýmissa
landa ferðast hann oft á framandi
slóðir. Hann hefur hlotið viður-
kenningu gagnrýnenda víða um
heim. Rudnytsky útskrifaðist úr
hinum þekkta Juilliard-skóla í
New York og hlaut frekari fram-
haldsmenntun í Peabody-tónlist-
arskólanum í Baltimore.
Rudnytsky hefur fengið fjölda
verðlauna og má þar nefna verð-
laun hinnar alþjóðlegu Leventritt-
keppni í New York og J. S. Bach
keppninnar í Washington, en auk
þess vann hann til verðlauna í „F.
Busoni“ keppninni og „A. Casa-
grande“ alþjóðlegu píanókeppn-
inni á Ítalíu. Hann hefur leikið inn
á margar upptökur í Póllandi,
Ástralíu og Bandaríkjunum.
Auk þess að halda fjölda tón-
leika hefur Rudnytsky komið
fram sem einleikari með fjölmörg-
um hljómsveitum víða um heim.
Roman Rudnytsky hefur starfað
við Dana-tónlistarskólann við
Youngstown-háskólann í Ohio í
Bandaríkjunum síðan árið 1972 og
verið sæmdur viðurkenningu
skólans fyrir störf sín.
Víðförull píanó-
leikari í Salnum
Roman
Rudnytsky