Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 29
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 29 ÍSKÓLA Helgu Sigurjónsdótt-ur er m.a. börnum 4–6 áraboðið upp á lestrarkennsluauk þess sem lestraraðstoð við skólabörn er hluti af verkefnum skólans. Helga stofnaði skólann í Kópavogi fyrir ári þar sem hún hafði lengi vitað að þörf á lestrarstuðningi við skólabörn var brýn. Eftir að skólinn var stofnaður kom í ljós að þörfin fyrir þessa kennslu og áhug- inn var jafnvel meiri en hún hafði gert ráð fyrir. Helga hefur víða látið til sín taka í menntamálum allt frá því hún lauk kennaranámi árið 1957. Viðhorf hennar í þeim málum hafa ekki alltaf fallið að þeim viðhorfum og venjum sem ríkja í kennsluaðferðum menntamálayfirvalda og hefur Helga ekki farið leynt með skoðanir sínar á menntakerfinu og annmörk- um þess. Hún hefur skrifað fjölda greina og haldið fyrirlestra og svo hefur hún einnig samið flestar þær kennslubækur sem hún notar í eigin skóla. Í hugmyndum þeim sem liggja að baki starfi hennar á þessu sviði segir m.a.: „Þegar skólaganga hefst á að ganga út frá heilbrigði barna og eðlilegum, meðfæddum hæfileikum þeirra. Þó að hæfileik- arnir séu mismiklir bendir margt til þess að munurinn sé minni en nið- urstöður á þekkingar- og hæfileika- prófum gefa til kynna. Erfiðleikar í námi eru því ekki merki um vöntun eða afbrigði. Þeir eru eðlilegur og sjálfsagður hluti mannlífsins.“ Læra að tala og stafa Upphaf lestrarkennslunnar má rekja til blaðagreinar sem Helga las fyrir um þrjátíu árum en þar var lagt til að börnum væru kenndir stafir um leið og þau byrjuðu að tala. Helgu fannst málið áhugavert og sannreyndi þetta á yngsta barni sínu en lagði hugmyndina svo á hilluna. Fyrir þremur árum rakst hún á bók um sama efni, Early Reading eftir Máire Mullarney, og ákvað að gera sjálf eitthvað í málinu. Þá fór hún af stað með tilraunakennslu í lestri á Laufásborg með góðum árangri. Nú býður hún upp á átta vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 4–6 ára og kennir þeim fjórum sinnum í viku, hálftíma í senn. Einnig eru fram- haldsnámskeið og er þá kennt þrisv- ar í viku. Lestrarkennslan hjá Helgu fer þannig fram að 4–5 börn koma í hana í fylgd með foreldri eða aðstand- anda. Helga segir mikilvægt að for- eldrar fylgist með kennslunni þann- ig að þau geti lært aðferðina og haldið áfram að þjálfa barnið heima. Kennsluefnið hefur Helga hannað sjálf, en það eru bækur sem ná yfir alla stafi stafrófsins með tilheyrandi lestraræfingum. Hún segir gaman að sjá hvað afar og ömmur eru dug- leg að hvetja börnin og koma með þau í lestrartímana. Helga telur að þessi kennsla eigi í raun heima inni í leikskólum og velt- ir upp spurningunni hvort það hljóti ekki að vera einfaldara fyrir grunn- skólakennara sem taka á móti stórum hópi barna í fyrsta bekk að meirihluti þeirra kunni að lesa. Hún segir börnin vera opin fyrir náminu þó að ung séu og því fyrr sem þau byrja á að læra að lesa þeim mun fyrr sé hægt að sjá hvaða börn eru lesblind og aðstoða þau í kjölfar þess. „Það gefur þeim tækifæri á að vinna tíma og fá þá aðstoð strax sem í boði er í grunnskólunum.“ Helga segist hafa mjög gaman af að vinna með ungum börnum. „Það er ekki bara gaman heldur veitir ekki af að vanda til byrjendakennslu í lestri, miðað við öll þau lestrarvandamál sem börn eiga við að glíma í grunn- skólum í dag,“ segir Helga, en í skóla hennar er ennfremur boðið upp á námsaðstoð við nemendur á grunn- skólaaldri sem eiga við lestrar- eða stærðfræðiörðugleika að stríða. Börnin þurfa hvatningu Hún segir aðstæður í grunnskól- um víða óviðunandi, sé horft til líð- anar þeirra barna sem af einhverj- um ástæðum eiga erfitt með einbeitingu og lærdóm. „Kennarar fara í verkfall út af launum. Hefur þeim aldrei dottið í hug að fara í verkfall vegna óviðunandi að- stæðna? Að barn búi við ákjósanleg- ar aðstæður getur haft áhrif á fram- tíð þess og sálarheill þegar til lengri tíma er litið,“ segir Helga. Hún segir algengt að börn sem eigi erfitt með nám eigi einnig í félagslegum erf- iðleikum. „Börnin þurfa hvatningu og kennarinn þarf að geta byggt nemendur sína upp. Ekki má efast eina mínútu um getu nemandans. Þegar hann finnur traustið og fær trú á sjálfan sig þá fer hann líka að ná árangri.“ Helga segir mikilvægt að kenn- arinn missi aldrei móðinn og líti aldrei svo á að þessir erfiðleikar nemandans séu varanlegir. „Þeir eru einungis tímabundnir og því þarf nemandinn töluverðan stuðning til þess að komast yfir þennan erfið- leikaþröskuld,“ segir Helga Sigur- jónsdóttir kennari. Lestur/ Ekki má efast eina mínútu um getu nemandans. Ef hann finnur traustið og fær trú á sjálfan sig birtist árangurinn, segir Helga Sigurjónsdóttir sem rekur lestrarskóla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnur Björk fremst til vinstri, Margrét, Birta Dögg, Alexandra Rós, Kristín, Alma og Felix stunda nám í lestri í Skóla Helgu Sigurjónsdóttur, Meðalbraut 14 í Kópavogi. Trúin á eigin getu mikilvæg  Afar og ömmur dugleg að hvetja börnin í lestrarkennslunni.  Ætti ef til vill að kenna börnum að lesa í leikskólum? „H.C. Andersen, Winston Churchill, Albert Einstein, Charles Darwin, Selma Lag- erlöf og Pablo Picasso voru öll skapandi og höfðu sérstaka hæfileika. Auk þess áttu þau við mikla les- og skriftarerfiðleika að stríða á skólaárum sín- um. U.þ.b. 10% nemenda eiga erfitt með lest- ur og skrift. Miklir leserfið- leikar hrjá u.þ.b 5% nem- enda, oftar drengi en stúlkur. Sumir eiga erfitt með lestur, aðrir staf- setningu, sumir hvort tveggja,“ stendur á heimasíðu Heimils og skóla, www.heimiliogskoli.is en þar er að finna ráðleggingar undir fyrisögninni: „Hvað á ég að gera ef barninu mínu gengur illa með lestur?“ Hér eru dæmi:  Gerðu það sem foreldrar hafa gert í gegnum tíðina með börn- um sínum. Lestu upphátt, syngdu, farðu með þulur eða gerðu hvað annað sem vekur áhuga barnsins á móðurmálinu. Bæði kennarar og aðrir sér- fræðingar eru sammála um að rím- og orðaleikir þjálfi máltil- finningu barnsins og börn með leserfiðleika þurfa að þjálfa hana miklu betur en önnur börn.  Sættu þig við að það er ekki alltaf hægt að laga les- og skrift- arerfiðleika að fullu. Sjálfs- traust og heilsteypt sjálfsmynd einstaklingsins skipta meira máli um hvernig honum farnast í lífinu. Langflestir komast vel til manns þrátt fyrir leserfið- leika og það er liðin tíð að tengja lestrargetu við greind eða gáf- ur.  Ef til er tölva á heimilinu er hægt að fá sérstök forrit sem þjálfa lestur og ritun. Kannaðu málin í skólanum og í Skóla- vörubúðinni.  Reyndu að finna lesefni sem höfðar til barnsins. Fyrirsagnir í blöðum, íþróttafréttir, skrýtl- ur, teiknimyndasögur, auglýs- ingar, hvað sem er gerir gagn ef barnið sýnir því áhuga. Ágætt er að spyrja barnið um eitthvað sem stendur í dagblaði og láta það leita uppi svörin.  Fáðu lánaðar hljóðbækur á bókasafninu eða í skólanum þ.e. snældur með upplestri. Það eru til „venjulegar“ bækur með hljóðsnældu sem eru sérlega hentugar til æfinga í lestri. Barnið getur fylgst með prent- uðum texta um leið og það hlust- ar á frásögnina. Almenn ráð vegna lestrarkennslu Albert Einstein NÆSTI umsóknar- frestur um styrki til manna- og starfsmannaskiptaverkefna í Leon- ardóstarfsmenntaáætluninni verður 1. október nk. Svör við umsóknum fást strax í október og hægt verður að hefja skiptin þá þegar. Sérstök áhersla verður lögð á umsóknir frá verk- menntaskólum sem vilja senda nem- endur og kennara þeirra í kynnis- ferðir í erlenda skóla og/eða fyrirtæki sem tengjast náminu. Frekari upplýsingar eru veittar á Landsskrifstofu Leonardó í síma 525-4920 eða netfanginu thordise- @hi.is. Evrópurútan 2001 Dagana 10.–21. september nk. verður farið í öfl- ugt kynningar- átak á lands- byggðinni þar sem kynntir verða möguleikar Ís- lendinga í evrópsku samstarfi. Átak- ið, sem unnið er í samstarfi við Byggðastofnun og atvinnuþróunar- félög um land allt, gengur undir nafninu „Evrópurútan“. Fulltrúar 14 Evrópuáætlana og þjónustuskrif- stofa munu fara í hringferð um land- ið með viðkomu á Selfossi, Vík, Höfn, Egilsstöðum, Húsavík, Akur- eyri, Skagafirði, Borgarnesi, Ísafirði og Reykjanesbæ. Allir þeir sem hafa hugmyndir eða áhuga á að taka þátt í slíku samstarfi eru hvattir til að koma á fund og kanna möguleika sína. Fleiri frá EES-löndum sækja um störf á Íslandi Eftir að sett var upp rafrænt um- sóknareyðublað hefur umsóknum um störf sem auglýst eru í EES- vinnumiðlun fjölgað verulega. Flest- ar umsóknir eru sem fyrr frá hinum Norðurlöndunum, einkum Svíþjóð og Finnlandi. Auglýst störf eru einkum í landbúnaði, fisk- vinnslu, umönnun og hótelstörf. Helsta hindrunin í vegi at- vinnuumsækjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er húsnæðisskort- ur á höfuðborgarsvæðinu en margir sem vilja vinna þar eiga erfitt með að finna húsnæði. Atvinnurekendur eru í fæstum tilvikum tilbúnir að aðstoða við húsnæðisleitina. Í haust koma 60–70 starfsmenn frá hinum Norð- urlöndunum og Bretlandi til starfa í sláturhúsum víðs vegar um landið. Einnig hafa margir sótt um störf á komandi síldarvertíð á Austurlandi. Umsóknarfrestur í Sókrates Umsóknarfrestur til samstarfs- verkefna menntaáætlunar Sókrates- ar rennur út 1. nóvember nk.  SÓKRATES/Lingua – tungu- málanám og -kennsla. Samstarfs- verkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB-/EES-löndum. Verkefnin geta verið af ýmsum toga en miða að því að efla tungumálanám og -kennslu. Náms- gagnagerð, námskeiðsgerð o.fl.  SÓKRATES/Grundtvig – Full- orðinsfræðsla. Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB-/ EES-löndum. Verkefni felast í námsgagnagerð, námskeiðsgerð o.fl.  SÓKRATES/Mínerva – Opið nám og fjarnám. Samstarfsverkefni a.m.k. þriggja stofnana frá ESB-/ EES-löndum til eflingar opins náms og fjarnáms.  SÓKRATES/Comeníusarnet Net menntastofnana sem hafa tekið þátt í Comeníusarsamstarfi (þema- bundin net). Landsskrifstofa Sókr- atesar aðstoðar umsækjendur við leit að samstarfsaðilum. Styrkupp- hæðir eru að meðaltali 100.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.ask.hi.is. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.