Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 21 TÍMABUNDIÐ húðflúr, með svokölluðum svörtum hennalit, hefur verið vinsælt undan- farin ár. Nú hefur hins vegar komið í ljós að ekki er með öllu óhætt að fá sér slíkt húðflúr. Í nýjasta hefti danska neytendatímaritsins Tænk + Test er varað við svörtum henna- húðflúrum eftir að í ljós kom að þau geta verið ofnæmisvaldandi. Talið er að ofnæmisvaldurinn sé tilbúna lit- arefnið para-phenylendiamin, PPD. Efnið framkallar ertingu á húð, brunasár og önnur útbrot og hefur vísindanefnd Evrópusam- bandsins varað við svörtum hennahúðflúrum. Náttúruleg hennahúðflúr hafa verið notuð í níuþúsund ár í Miðausturlöndum, Indlandi og Norður-Afríku til skreytinga. Náttúrulegt henna er rautt að lit en það tilbúna henna sem gjarnan er notað í húðflúr á Vesturlöndum og inniheldur PPD er svart að lit. Vísindanefnd Evrópusambandsins, um- hverfisnefnd og neytendaráð þess hafa varað neytendur við slíkum húðflúrum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er lítið um að svört hennahúðflúr séu seld hér á landi. Hins- vegar hafa þau verið vinsæl víða um heim og sérstaklega á fjölförnum ferðamannastöðum. Níels Jónsson, sérfræðingur hjá Holl- ustuvernd, segir að stofnunin hafi ekki orðið vör við dæmi af þessu tagi svo ekki hefur verið talin ástæða til þess að bregð- ast við aðvörunum Evrópusambandsins hérlendis. Náttúrulegt henna krabbameinsvaldur? Til að bæta gráu ofan á svart er nátt- úrulega hennaplantan sjálf einnig til rann- sóknar, en litarefni úr henni hefur gjarnan verið notað til hárlitunar auk húðflúrgerð- ar. Í tilraun á músum og rottum reyndist náttúrulega efnið lawsone, sem henna- plantan inniheldur og dregur nafn sitt af (Lawsonia Inermis), krabbameinsvaldandi. Vísindanefnd Evrópusambandsins varar við notkun hennahárlitar en frekari rannsóknir á áhrifum lawsone á menn standa yfir. Varað við svörtum hennahúðflúrum Svart hennahúðflúr inniheldur tilbúið litar- efni sem talið er valda ofnæmi. DUKA er heitið á nýrri verslun sem verður opnuð í Kringlunni nú í byrjun október í húsnæði sem áður hýsti Bílabúð Benna. Sænska verslanakeðjan DUKA er þekktasta keðjan í Svíþjóð sem selur heimilis- og gjafavöru. Í Sví- þjóð er nú á annað hundrað DUKA- verslana starfrækt vítt og breitt um landið og í fyrra voru DUKA-versl- anir opnaðar bæði í Noregi og Dan- mörku. Í fréttatilkynningu frá DUKA kemur fram að mikil breidd er í vöruvali og hægt að fá allt frá ódýr- um eldhúsáhöldum upp í handgerð glerlistaverk. Flestar vörurnar sem seldar eru í verslununum eru fram- leiddar sérstaklega fyrir DUKA og þær seldar undir merki fyrirtæk- isins. Ennfremur fást í verslunun- um vörur frá þekktum framleið- endum á Norðurlöndum, t.d. leir- vörur frá Höganäs og eldhúsáhöld frá Boda Nova. Eigendur DUKA eiga og reka glerfyrirtækin Steningeslott, Linds- hammar og norska glerfyrirtækið Hadeland. Sænska verslanakeðjan DUKA verður opnuð í Kringlunni um næstu mánaðamót. Sænska keðj- an DUKA opnuð í Kringlunni NÝR rúmlega 400 síðna Pand- uro-föndurlisti er kominn hjá heild- versluninni B. Magnússon hf. Í pöntunarlistan- um er að finna úr- val föndurefnis af ýmsu tagi, svo sem úr tré, gleri, taui og garni, perl- um til skartgripagerðar, litum og leir og öllu þar á milli. Einnig er úrval af efni til jólaskreytinga, bæði tilbúið og fyrir föndur. Nýr fönd- urlisti Nýtt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.