Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 21 TÍMABUNDIÐ húðflúr, með svokölluðum svörtum hennalit, hefur verið vinsælt undan- farin ár. Nú hefur hins vegar komið í ljós að ekki er með öllu óhætt að fá sér slíkt húðflúr. Í nýjasta hefti danska neytendatímaritsins Tænk + Test er varað við svörtum henna- húðflúrum eftir að í ljós kom að þau geta verið ofnæmisvaldandi. Talið er að ofnæmisvaldurinn sé tilbúna lit- arefnið para-phenylendiamin, PPD. Efnið framkallar ertingu á húð, brunasár og önnur útbrot og hefur vísindanefnd Evrópusam- bandsins varað við svörtum hennahúðflúrum. Náttúruleg hennahúðflúr hafa verið notuð í níuþúsund ár í Miðausturlöndum, Indlandi og Norður-Afríku til skreytinga. Náttúrulegt henna er rautt að lit en það tilbúna henna sem gjarnan er notað í húðflúr á Vesturlöndum og inniheldur PPD er svart að lit. Vísindanefnd Evrópusambandsins, um- hverfisnefnd og neytendaráð þess hafa varað neytendur við slíkum húðflúrum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er lítið um að svört hennahúðflúr séu seld hér á landi. Hins- vegar hafa þau verið vinsæl víða um heim og sérstaklega á fjölförnum ferðamannastöðum. Níels Jónsson, sérfræðingur hjá Holl- ustuvernd, segir að stofnunin hafi ekki orðið vör við dæmi af þessu tagi svo ekki hefur verið talin ástæða til þess að bregð- ast við aðvörunum Evrópusambandsins hérlendis. Náttúrulegt henna krabbameinsvaldur? Til að bæta gráu ofan á svart er nátt- úrulega hennaplantan sjálf einnig til rann- sóknar, en litarefni úr henni hefur gjarnan verið notað til hárlitunar auk húðflúrgerð- ar. Í tilraun á músum og rottum reyndist náttúrulega efnið lawsone, sem henna- plantan inniheldur og dregur nafn sitt af (Lawsonia Inermis), krabbameinsvaldandi. Vísindanefnd Evrópusambandsins varar við notkun hennahárlitar en frekari rannsóknir á áhrifum lawsone á menn standa yfir. Varað við svörtum hennahúðflúrum Svart hennahúðflúr inniheldur tilbúið litar- efni sem talið er valda ofnæmi. DUKA er heitið á nýrri verslun sem verður opnuð í Kringlunni nú í byrjun október í húsnæði sem áður hýsti Bílabúð Benna. Sænska verslanakeðjan DUKA er þekktasta keðjan í Svíþjóð sem selur heimilis- og gjafavöru. Í Sví- þjóð er nú á annað hundrað DUKA- verslana starfrækt vítt og breitt um landið og í fyrra voru DUKA-versl- anir opnaðar bæði í Noregi og Dan- mörku. Í fréttatilkynningu frá DUKA kemur fram að mikil breidd er í vöruvali og hægt að fá allt frá ódýr- um eldhúsáhöldum upp í handgerð glerlistaverk. Flestar vörurnar sem seldar eru í verslununum eru fram- leiddar sérstaklega fyrir DUKA og þær seldar undir merki fyrirtæk- isins. Ennfremur fást í verslunun- um vörur frá þekktum framleið- endum á Norðurlöndum, t.d. leir- vörur frá Höganäs og eldhúsáhöld frá Boda Nova. Eigendur DUKA eiga og reka glerfyrirtækin Steningeslott, Linds- hammar og norska glerfyrirtækið Hadeland. Sænska verslanakeðjan DUKA verður opnuð í Kringlunni um næstu mánaðamót. Sænska keðj- an DUKA opnuð í Kringlunni NÝR rúmlega 400 síðna Pand- uro-föndurlisti er kominn hjá heild- versluninni B. Magnússon hf. Í pöntunarlistan- um er að finna úr- val föndurefnis af ýmsu tagi, svo sem úr tré, gleri, taui og garni, perl- um til skartgripagerðar, litum og leir og öllu þar á milli. Einnig er úrval af efni til jólaskreytinga, bæði tilbúið og fyrir föndur. Nýr fönd- urlisti Nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.