Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 43 með okkur að eilífu. Komið er að kveðjustund og viljum við biðja guð að vaka og veita Úlfari, Helgu, Herði og fjölskyldu styrk á þessari sorg- arstund. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syng- ið, með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu.“ Kjartan Þór, Hildur Ása og fjölskyldur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með örfáum orðum langar okkur að minnast elskulegs vinar okkar, Vilbergs Úlfarssonar, sem borinn verður til grafar í dag langt um aldur fram. Ótal margar minningar streyma fram í hugann og þá kannski flestar tengdar ferðalögum. Fyrir rúmu ári tókum við okkur saman lítill hópur og skelltum okkur saman til Spánar. Þar var hann Villi með okkur og við áttum saman þrjár frábærar vikur. Villi var einstaklega skemmtilegur ferðafélagi, skapgóður og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og að sjálf- sögðu leigðum við okkur mótorhjól í nokkra daga og þvældumst um. En ferðirnar voru fleiri, bæði í sumarbú- staði og allt síðastliðið ár höfum við ferðast þónokkuð mikið um hálendi Íslands og ekki var síðra að hafa Villa með sér í þeim ferðum. Minn- ingar um hann brunandi yfir snjó- breiðuna með Rammstein í botni eða skælbrosandi, pikkfastan í krapa- pytti, alltaf hló hann bara að öllu saman. Þegar heim var komið hittist hópurinn svo hjá Villa og horfði á af- rakstur ferðarinnar á vídeói. Vina- hópurinn hittist mjög oft heima hjá Villa í Flétturimanum ef eitthvað stóð til, Eurovision, grímuball, grill- veisla eða bara til að spjalla. Það er dapurlegt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að koma þar saman aftur og að næst þegar við komum saman verði Villi ekki á meðal okkar. Villi hefur skilið eftir sig stórt skarð í vinahópnum sem aldrei verður fyllt en minning um ljúfan dreng mun ávallt lifa. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Elsku Úlfar, Helga, Hörður og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Minningin um Villa mun ávallt lifa með okkur. Róbert og Lára. Í dag kveðjum við einn af okkar bestu vinum. Að setja eitthvað niður á blað sem lýsir því hve stór hluti af lífi okkar þú varst er ekki hægt. Söknuðurinn er mikill þegar svona góður vinur eins og þú hverfur á braut. Við munum ávallt minnast þín. Sama hvað við gerðum, þú varst alltaf til í allt og með í öllu.Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig eins og við svo oft gerðum. Framundan var góð- ur vetur með mörgum jeppaferðum sem átti að fara og er það mikill missir að hafa þig ekki með í þeim. Eftir að þú fluttir í sömu götu og við varstu orðinn einn af fjölskyldunni enda daglegur gestur á heimili okk- ar. Þegar fyrra barn okkar fæddist varstu strax kallaður „Villi frændi“ og stóðst þig vel í því hlutverki og varð Harpa Rós strax mjög hænd að þér. Eftir að við fluttum í sveitina fannst þér nú ekki mikið mál að skjótast þennan klukkutíma akstur til að heimsækja okkur. Einnig varst þú alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd og fengum við að njóta þess þegar þú, eins og svo oft áður, komst og aðstoðaðir okkur við að undirbúa skírn yngri dóttur okkar. Hvern hefði grunað að það yrðu okkar síð- ustu stundir saman, enda kvaddir þú með þeim orðum: „Þið hringið bara á morgun ef ykkur vantar eitthvað.“ Við þökkum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Megi Guð vera með fjölskyldu og vinum á þessari erfiðu stundu. Jón, Guðný, Harpa Rós og Telma Rut. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Villi. Mig langar að minnast þín með fáeinum orðum. Þú varst yndislegur vinur, alltaf reiðubúinn að hjálpa öllum. Ég þakka fyrir þol- inmæðina, hjálpina og öll ferðalögin og fyrir að fá að kynnast þér. Ég kveð þig með sorg í hjarta. Ég mun aldrei gleyma þér. Ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð og guð veri með ykkur í þessum miklu erfiðleikum. Þín vinkona, Gerða. Ég ætla að minnast Villa vinar, einsog ég var vanur að kalla hann, með nokkrum orðum. Mín fyrstu kynni af Villa voru í Ölduselsskóla í Breiðholti. Við þekktumst lítið í yngri bekkjunum er BMX-æðið stóð sem hæst. En þegar leið á skóla- gönguna og í efri bekki kom uxum við strákarnir upp úr BMX-hjólun- um og fengum áhuga á skellinöðrum, þ.á m. Villi vinur. Þá fyrst kynntist ég Villa um 15 ára gamall. En eftir grunnskólann skildi leiðir í nokkur ár. Það var ekki fyrr en upp úr tví- tugu er við Villi misstum sameigin- legan vin að vináttan hófst. Þá vorum við strákarnir komnir í jeppasportið og var Villi ekki lengi að fá sér einn slíkan. Var víða farið á þeim áum en oftar en ekki urðu Þórsmörk og Hveravellir fyrir valinu. Villi hafði áhuga á flestöllu mótorsporti og þeg- ar vinirnir fóru að fikta í stóru mót- orhjólunum kviknaði áhuginn fljótt. Fórum við á sama sumrinu í bifhjóla- prófið og keyptum okkur stór hjól. Eignaðist ég nokkra kunningja á mínum hjólaárum, en Villi kynntist að ég held, flestöllum sem hjóluðu reglulega. Villi var mjög vinamargur og átti auðvelt með að kynnast fólki því lundin var létt, t.a.m. kynntist hann Grétu minni mánuðum á undan mér og eru um 5 ár síðan. Er maður hugsar til baka til sælla minninga standa ofarlega í huga mínum þrjár Spánarferðir sem við vinirnir fórum saman í árin ’92, ’98 og 2000. Villi stundaði áhugamálin af krafti og var einmitt að því er hann lést langt fyrir aldur fram af slysförum. En svona í lokin viljum við Gréta segja að góðs vinar verður sárt sakn- að og vottum við þeim Úlfari og Helgu foreldrum Villa og Herði bróður hans okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Guð geymi ykkur. Davíð og Gréta.  Fleiri minningargreinar um Vil- berg Úlfarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ' &   (    (     (   :A $B9!?? " ( . C          /" #   3 #  $(( " - %     $((       6" #   " 7"70" 8  (    2   2             3#  $(( " )- 8    D )- %) - ' " & E  )- %) )   )- %) "  %  )    $ )- %) " . $ '( %  -%  )- %) $  '    )- %) ! & 9  .  . (  6  .  .  .           (   (   4::?:: 'F &E'   G " -  HI       +       6" #   " ,"00" 1          <     =   0  +%)1  $ ' & 0  %)1  *'( "  0  %)1   +0   1    0J  1  :      > 8)    +?-(      (  (  $K?!:*9!??9;J       0" #         +       6" #   " 7"70" )-  , % F      !&9)  % F ? 8)  > % % F  ' >    5+    % F !&  *  .  .  (( .   ' &   (    (    (  4:$/;A9!?? 9  <      3#  $((    :" #   @ "    "      . 8 ' %) 4  @   " & -% E %) E @ 4     (    (    (  8!I$9!?? " <L  '        ( )     >" #   - %     ?  @       /0" #   " ,"00"   >  $ ')     > ' %)   8   > %+ %) >-%    %) >  %  %) .  .    2  &  %  ; ( *     ( ;   ( * % %   %   (  9K8 F) )- ( (<C    )   2     %   ( *         &  %,%)   8   )       %,8       )  8       8.  8          %,                             !"#!$ !$ %&' ! &   $$! ! & $ ( ' ! &   $$   ! &   &)  *+ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.