Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÁ Apótekin Fyrir meltinguna og maga með GMP gæðastimpli 100% nýting H á g æ ð a fra m le ið sla ALLIR sýningarsalir Hafnar- borgar eru fullir af málverkum Bjarna Sigurbjörnssonar. Það er langt síðan sést hefur jafn stór einkasýning hér á landi, bæði hvað varðar fjölda verka sem og flat- armál sýningarsvæðisins. Meira að segja stærstu yfirlitssýningar hér- lendis gerast varla jafn stórar og þessi er. Það er margt sem gaman er að velta fyrir sér í sambandi við sýn- inguna. Í fyrsta lagi hefur Bjarni kosið að nefna sýningu sína Ekk- ert, sem er mótsögn þar sem sýn- ingin er í raun margt og mikið. Í veglegri sýningarskrá vísar Bjarni í kínverska speki sem segir að hvít- ur pappírinn sé tóm, ekkert, sem er svo skilgreint með örfáum strok- um og segir einnig að verkin séu í raun skuggar af engu, þ.e. hvítum veggnum á bak við myndirnar. Þessi heimspeki lýsir verkum listamannsins vel. Málverkin eru öll unnin á tjáningarríkan máta með vatni og olíu ofan í glærar plexigler skúffur. Síðan hengir listamaðurinn verkin upp með rönguna út, þ.e. málningin sjálf er á bakhlið plexiglerplötunnar og endurkastið frá veggnum lætur myndina birtast. Sums staðar hefur flöturinn verið þakinn nær algjör- lega þannig að hvergi sést í glært glerið en annars staðar er málað þunnt og þá aðeins yfir hluta glers- ins. Bjarni lýsir vinnunni við mál- verkin sem mjög líkamlegri vinnu, átökum, ræktun á gróðri, og finnur maður vel fyrir nánd listamannsins í verkunum. Hann velur sér það hlutskipti að hafa aðeins takmark- aða stjórn á lokaútkomunni og vill að málverkið máli sig að einhveru leyti sjálft, en það er nokkuð sem kemur mörgum málurum mjög spánskt fyrir sjónir. Að því leyti vinnur Bjarni eins og vísindamaður í tilraunastofu. Hann er sá sem kemur einhverju ferli af stað og fylgist svo með hvernig lokanið- urstaðan verður. Myndirnar eru í ótal stærðum, ílangar, ferkantaðar og frístand- andi á gólfinu. Ég hafði sérstaka unun af því að horfa á stærstu myndirnar sem eru gríðarstórar eða 205 x 810 sm að stærð. Það er ekki oft sem maður sér svo stór verk hér á landi og áhrifin eru svipuð og þegar maður kemst í stór erlend söfn og sér t.d. verk banda- rísku abstrakt-expressíónistanna í allri sinni dýrð, verk sem maður hafði aðeins séð í bókum og aldrei upplifað hina raunverulegu stærð til að sjá hve miklu það breytir að sjá myndlistarverk augliti til aug- litis. Fjólubláu myndirnar sem eru hvað mest gegnsæjar eru einnig mjög fallegar og lifandi, en þær minna sterklega á það þegar maður horfir í smásjá á frumur á milli glerja. Og fyrst að maður er byrj- aður að lesa út úr myndunum og skoða hvað hægt er að sjá út úr þeim þá minna mörg verkin sterk- lega á loftmyndir af hálendi Ís- lands, jöklum, söndum, ám og fjallshlíðum, eins og t.d. myndir númer 22, 23, og 26. Verkin sem eru frístandandi úti á gólfi í stóra salnum eru sístu verkin á sýningunni og ná ekki al- veg því hlutverki sínu að brjóta upp sýninguna svo vel sé. Þó skil ég vel að Bjarna hafi vantað eitt- hvað á gólfið þar sem verkin standa til að ná jafnvægi í salinn. Önnur form hefðu jafnvel komið betur út á gólfinu. Líking við bandarísku málarana sem nefndir voru hér á undan er ekki svo fjarri lagi og margt er líkt með vinnubrögðum sumra þeirra og Bjarna. Þegar maður les um það hvernig Bjarni vinnur, að hann standi jafnvel ofan í plexiglerskúff- unum og vinni með litina, kemst maður ekki hjá því að hugsa til Jacksons Pollocks og „slettumál- verka“ hans en hann lagði myndir sína á jörðina, rétt eins og Bjarni gerir, gekk í kring um þær með litadollur, pensla og prik, og jafn- vel ofan á þeim, og byggði myndina þannig upp í „rólegheitunum“. Öll verk Bjarna hafa sama tit- ilinn, Unidentified, eða Óþekkt, Sá titill vísar til þess að Bjarni vilji að þau lifi sjálfstæðu lífi og hafi orðið til af sjálfu sér, rétt eins og lista- maðurinn hafi fundið þau á víða- vangi og hengt upp til að fólk gæti borið á þau kennsl. Litapalletta Bjarna samanstend- ur aðallega af rauðum skala, gulum og blágrænum út í fjólublátt. Bjarni hefur greinilega kortlagt sýningarsvæðið mjög gaumgæfi- lega við undirbúning sýningarinnar því að hann virðist hafa „málað inn í salina“ ef svo má að orði komast: Engu er ofaukið og allt er gert eft- ir kúnstarinnar reglum. Í rauninni hefði Bjarni getað haldið svona áfram og fyllt hvern salinn á fætur öðrum af verkum sínum án þess að það yrði þreytandi. Gott samræmi er á milli verka. Sterkur heild- arsvipur og vel hugsað upphengi gerir það að verkum að sýningin í heild sinni gengur nær fullkomlega upp. Verk Bjarna eru hrein tjáning sem höfðar sterklega til fegurð- arskyns áhorfandans og heimsókn á sýninguna er góð skemmtun. Mikið af engu Morgunblaðið/ÞóroddurFrá sýningu Bjarna Sigurbjörnssonar í Hafnarborg. MYNDLIST M á l v e r k Opið frá 11–17 alla daga nema þriðjudaga. Til 24. sept. HAFNARBORG BJARNI SIGURBJÖRNS- SON Þóroddur Bjarnason FYRSTU tónleikarnir á 45. starfs- ári Kammermúsíkklúbbsins, sem haldnir voru fyrir þétt setinni Bú- staðakirkju, sl. sunnudag, vöktu hugrenningar varðandi tónleikahald og það sem breyst hefur á starfstíma klúbbsins. Fyrir hálfri öld voru flest- ir tónleikar bornir uppi af erlendum flytjendum, tónleikar sem Tónlistar- félagið, Kammermúsíkklúbburinn og fleiri aðilar skipulögðu. Í dag hef- ur þetta á sér allt annað snið og er það til marks um aflmikið tónlistar- líf, að nú eru flestir og nær því allir tónleikar bornir uppi af „innlendum“ flytjendum og erlendir gestir fátíðir á ferð, nema helst á Listahátíð, sem haldin er annað hvert ár. Það má einnig óska stofnendum Kammermúsíkklúbbsins til ham- ingju með góðan árangur, því það er orðinn stór hópur, sem lætur sig skipta miklu, að sækja tónleika klúbbsins og hlusta á kammertónlist, leikna af innlendu listafólki, sem fyrrum þótti ekki eins fínt og þegar erlendir listamenn voru á ferð. Tónleikarnir hófust á strengja- tríói, Divertimento í Es-dúr, fyrir fiðlu, lágfiðlu og selló, K. 563, eftir meistara Mozart. Þetta syngjandi fallega verk meistarans er eina verk hans af þessari tegund, þótt sagn- fræðingar hafi bent á hugsanlegt til- hlaup í Divertimentói K. 205 og í prélúdíunum að Bachfúgunum en þó helst í tríó-broti, sem merkt er K, Anhang-66 og er í G-dúr. Þetta „Divertimento“ er ekki léttvæg skemmtitónlist, heldur viðamikið verk að innihaldi og formskipan. Það hefst á brotnum Es-dúr hljómi og er í raun byggt á einu stefi, sem sækir sitt í þennan Es-dúr hljóm. Hægi þátturinn er í sónötuformi en á eftir honum kemur hressilegur ekta menúett. Fjórði þátturinn, Andante, er tilbrigðaþáttur, sem byggður er á sérlega alþýðlegu lagi og þar eftir kemur annar og hægferðugur men- úett, með tveimur tríóþáttum, sem eru í sama stíl og svo nefndir „þýskir“ dansar. Lokakaflinn er svo fjörugt „rondó“, sem þó er haldið í við með grípandi og viðkvæmu lagi, er minnir á vögguvísu. Leikur félaganna úr SÍ (Leiðarakvartettinum) var á köflum nokkuð yfirdrifinn í styrk, því þótt vissulega eigi að taka til hendinni í þesu margslungna verki er öðrum þræði um að ræða sérlega fínlega tónlist og átökin oftar bundin í hröðu tónferli en miklum krafti, sterkum áherslum, og samfelldum styrk, sem einum of einkenndi leik Sigrúnar Eð- valdsdóttur, Helgu Þórarinsdóttur og Bryndísar Höllu Gylfadóttur. Lokaverkið var svo sellókvintett- inn op.163, eftir Schubert. Til leiks bættust í hópinn Zbigniew Dubik og Richard Talkowsky. Kvintettinn er stórbrotin tónsmíð, fyrsti kaflinn býr yfir sérkennilegu samspili tvíradd- aðs stefs, sem er leikið í samstígum sexundum og þríundum og er eins konar mótvægi við margbrotinn vefnað verksins. Þessu syngjandi tví- raddaða stefi (takti 60) var haldið einum of til hlés, þótt leika eigi það „píanissimo“ vantaði að dreginn væri fram „kanóninn“, sem fyrst birtist á milli 1. fiðlu og lágfiðlu í takti 100 og kemur reyndar aftur fram í ítrekun- inni. Þessi stefjaleikur er söngurinn í verkinu og það má aðeins draga línur hans betur fram, án þess að skemma heildarskipan þáttarins. Í hæga þættinum eru andstæðurn- ar hljómbundið stef í 2. fiðlu, lágfiðlu og 1. sellói á móti sársaukafullu stef- broti sem fær hrynrænt mótvægi í staccato-línu sellósins, þarna mætist tregafullur söngurinn, sársaukafull- ur ekki og órólegur hjartsláttur. Miðþáttur hæga kaflans er átaka- mikill sorgaróður, þar sem stefið er leikið í áttundum af 1. fiðlu og 1. sellói en á 2. selló eru leiknar þungar stunur, sem áður fyrr var líkt við stunur og umbrot hins særða hjart- ar, sem féll vel að veiðiferðum aðals- ins á tímum Schuberts. Aftur er horfið til upphafsstefsins, sem þarf að draga vel fram á móti hröðum víxlleik 2. sellós og 1. fiðlu. Í þennan kafla vantaði að draga fram þessar andstæður hjá Schubert, þótt margt væri vel gert í þessum sérstæða sorgaróð meistarans. Menúettinn var of gróft leikinn og það er svo með styrkleikann, að hann er afstæður. Tvöfalt forte á ekki að ná ystu mörkum hljómgetunnar, heldur markast samanburðurinn af því hvaða styrkur er valinn fyrir ein- falt forte, en nær allan menúettinn á að leika sterkt og sumstaðar með mjög sterkum áherslum, svo að það skal höfð gát á því, að ofgera ekki hljómstyrk hljóðfæranna. Lokakaflinn, Allegretto, var fal- lega leikinn, þar sem hið lagræna samspil og margbrotinn tónvefnaður verksins var glæsilega mótaður og endaði með eldfjörugum Allegro- og Presto-tilþrifum. Þar hefðu flytjend- ur átt að eiga eitthvað eftir í styrk, því Schubert fer fram á að styrkur- inn sé þrefalt forte. Það er ekki svo, að flytjendur vanti tækni til að út- færa svona listaverk með glæsileg- um leik, heldur er það hin listræna nálgun, sem er allt annars eðlis og þar hefði mátt gera ýmislegt með öðrum hætti, hvert svo sem viðhorf manna er til vandaðs leik eða list- rænnar túkunar. Þessi tvennd tækni og túlkunar er hið eilífa vandamál og var skemmtilega orðuð af stórsöngv- aranum Carreras, því á endanum er það ekki tæknin sem skiptir máli heldur það sem persónan, flytjand- inn, gefur og áheyrendur finna, án þess að kunna að skilgreina í hverju galdurinn er fólginn, upplifa hann aðeins í öllu sínu veldi. Vandaður leikur Jón Ásgeirsson TÓNLIST B ú s t a ð a k i r k j a Kvartett leiðara úr Sinfóníu- hljómsveit Íslands flutti tríó eftir Mozart og sellókvintettinn eftir Schubert. Sunnudagurinn 16. september 2001. KAMMERTÓNLEIKAR VÆNTANLEGT er á vegum bókaútgáfu Vöku-Helgafells ljóðasafn Matthíasar Johannes- sen. Þar velur Silja Aðalsteins- dóttir úr öllum útgefnum bók- um hans, frá bókinni Borgin hló, sem út kom 1958, til Ætt- jarðarljóð á atómöld, sem kom út 1999. Alls hefur Matthías sent frá sér 18 ljóðabækur, þar af eina með ljóðabálki sem hann end- urvann og lengdi (Sálmar á atómöld 1966/1991). Bókinni fylgir diskur þar sem Matthías les hluta af Hólmgönguljóðum, alla Sálma á atómöld og nokk- ur ljóð úr Vötn þín og vængur. Silja ritar einnig ýtarlegan formála um ljóðagerð Matth- íasar þar sem segir meðal ann- ars: „Matthías Johannessen hefur alltaf lifað og hrærst í sínum samtíma og ort eins og sá samtími blés honum í brjóst. Þó ekki vélrænt þannig að hann hafi fylgt tískusveiflum, þvert á móti er hann frumlegt skáld og óvenju fjölbreytt í efnisvali og formi, eins og ljóðaúrvalið ber með sér. Hann hefur fundið til í stormum sinn- ar tíðar en reynt að bera sam- ferðamönnum þann boðskap að ekki dugi að láta undan svart- sýni og þunglyndi; sagan og bókmenntirnar segi okkur að það sé alltaf von, hversu von- laust og svart sem virðist fram- undan. Ástin er það afl sem hann trúir mest á manneskj- unni til gæfu og hins lífsnauð- synlega unaðar, og sjaldgæf eru þau skáld í íslenskri bók- menntasögu – og þótt víðar væri leitað – sem hafa ort feg- urri og næmari ljóð um sam- skipti kynjanna. Ljóð hans sem heild undirstrika mátt hins góða ef við berum gæfu til að hafa það með í för.“ Ljóðaúrval Matthíasar Johannessen væntanlegt Matthías Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.