Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur miklar áhyggjur af 100 milljóna króna tapi Flugleiða sem áætlað er að fyrirtækið hafi orðið fyrir vegna röskunar á flugi í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum. Fyrir hefur fyrirtækið átt í rekstrarerfiðleikum, sérstaklega vegna verðhækkana á eldsneyti. Sturla er staddur á Grænlandi þar sem hann sækir Vestnorden- ferðakaupstefnuna og segist hann gera ráð fyrir því að funda með for- svarsmönnum Flugleiða strax eftir komuna til landsins, en hann er væntanlegur hingað til lands á fimmtudag. Sturla segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort rík- ið muni hlaupa undir bagga með fé- laginu. Flugleiðir þurftu að aflýsa 26 flugferðum og varð röskun á sjö ferðum til viðbótar dagana 11.–14. september. Alls áttu 4.000 farþegar bókað sæti í þessum ferðum. Þá féll umtalsverður kostnaður á fyrirtæk- ið vegna hótelgistingar og aksturs með farþega sem ekki komust til Bandaríkjanna fyrstu dagana eftir hryðjuverkin þar í landi. „Það er auðvitað ljóst og hefur verið ljóst síðustu daga að flugfélög- in munu verða hart úti í þessum al- varlegu atburðum. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Flugleiðir verði fyrir skelli, en það er auðvitað mjög alvarlegt í þeirri kröppu stöðu sem félagið hefur verið í vegna olíu- verðshækkana,“ segir samgöngu- ráðherra. Þjónusta Flugleiða undirstaða ferðaþjónustunnar hérlendis Hann segir ekkert hægt að segja fyrir um til hvaða ráða verði gripið að svo komnu máli, það muni skýr- ast þegar sjái fyrir endann á þessari þróun og flugið verði komið í meira jafnvægi. „Á þessu stigi er ekkert hægt að segja til um hvort ríkisvald- ið muni koma með einhverjum hætti til móts við félagið, en það er alveg ljóst að við eigum mikið undir því að Flugleiðir standi sig í þessum hremmingum sem nú ríða yfir, því flutningar til landsins og frá því eru svo þýðingarmiklir og þjónusta fé- lagsins hefur verið undirstaða upp- byggingar ferðaþjónustunnar á Ís- landi,“ segir Sturla. Hlutabréf í Flugleiðum lækkuðu um 10,5% í einum viðskiptum í gær og var gengi bréfanna í lok dagsins 1,7. Flugleiðir tilkynntu milliupp- gjör í ágúst sl. og reyndist tap fé- lagsins fyrstu sex mánuði þessa árs nema 1.593 milljónum króna. Tap Flugleiða vegna hryðjuverkanna 100 milljónir Samgönguráðherra fundar með stjórn- endum Flugleiða  Flugleiðir hafa tapað/10 Á TVEIMUR árum hafa um fimm þúsund fuglar verið skotnir hvort ár á og við flugvallarsvæðið í Keflavík. Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri Keflavíkurflug- vallar, segir fuglalíf í nágrenni vallarins hafa verið rannsakað undanfarin ár í samvinnu við Pál Hersteinsson prófessor og fleiri en brýnt hafi verið orðið að grípa til aðgerða til að draga úr hættu á því að fuglar lendi á flugvélum við völlinn. Starfsmenn slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa gegnum árin fylgst með fugli innan flug- vallarsvæðisins og annast fækkun vargfugls þar. Björn Ingi segir ekki óeðlilegt að nokkurt fuglalíf sé við völlinn þar sem hann sé um- luktur sjó á þrjá vegu. Eftir að fugl lenti í hreyfli einnar þotu Flugfélagsins Atlanta sumarið 1999 var hert á aðgerðum vegna þessarar hættu og tók Flugmála- stjórn þá að sér að huga að fækk- un vargfugls utan vallarsvæðisins. Var einkum hugað að fugli sem heldur sig norður og vestur af vellinum á svæði sem er í aðflugs- línu að tveimur flugbrautanna. Standa einnig yfir margháttaðar rannsóknir á hegðun fugla við flugvallarsvæðið. Björn Ingi segir tvo menn sinna fuglaveiðum utan við flugvallarsvæðið og að í fyrra og í ár hafi verið skotnir um fimm þúsund fuglar hvort ár. Flugslysaáætlun endurskoðuð Öryggismál á Keflavíkurflug- velli hafa verið til endurskoðunar síðustu misserin í framhaldi af stefnumörkun utanríkisráðuneyt- isins. Er verið að setja nýja reglu- gerð um umferð og dvöl manna á varnarsvæðunum, handbók um flugverndaráætlun er á lokastigi en hún snýst um fyrirbyggjandi aðgerðir til verndar gegn ólög- mætum aðgerðum, öryggisnefnd hefur verið sett á laggirnar og flugslysaáætlun endurskoðuð. Unnið að bættum öryggismál- um á Keflavíkurflugvelli Tíu þúsund fuglar skotnir  Ný reglugerð/30 VERSLUNARRÁÐI Íslands og sumum félagsmönnum þess hefur á undanförnum vikum borist vafasam- ur tölvupóstur frá Afríku, þar sem óskað er eftir viðskiptasamböndum við móttakendur. Í bréfunum er beð- ið um að móttakandi geymi fé, allt að tugum milljóna dollara, gegn ríflegri greiðslu. Sem dæmi má nefna að heitið er 1,8 milljónum dollara í þókn- un fyrir varðveislu 12,5 milljóna doll- ara. Að sögn Sigríðar Andersen, lög- fræðings Verslunarráðsins, hafa nokkur slík bréf borist undanfarnar fimm vikur, eftir nokkurt hlé. Talið að glæpamenn séu að koma þýfi úr landi Erindi bréfritara er oftast það að koma fé úr landi, yfirleitt Nígeríu, og í því skyni er beðið um að móttakandi tölvupóstsins láti millifæra umrædd- ar fjárhæðir inn á bankareikning sinn. Hjá Verslunarráði fengust þær upplýsingar að ekki væri vitað til þess að Íslendingar hefðu látið blekkjast og látið reikningsnúmer sín í hendur óþekktra aðila. Talið er að umræddar fjárhæðir sem getið er um í tölvupóstinum séu þýfi sem glæpa- menn eru að reyna koma úr landi og reyni í því skyni að fá grunlaust fólk til að hjálpa sér. Efni bréfanna er oft á þá leið að bréfritari segist vera erf- ingi svimandi fjárhæða en vilji ekki festa fé sitt í heimalandi sínu vegna slæms ástands heima fyrir. Að sögn Sigríðar Andersen hefur Verslunarráðið ítrekað varað við tölvubréfum af þessu tagi og segir hún að félagsmenn Verslunarráðs kunni að varast þau. Ríflegum greiðslum heitið í vafasömum tölvupósti TÓNLEIKAGESTIR í troðfullri Laugardalshöll risu ítrekað úr sætum og voru ósparir á fagn- aðarlætin á tónleikum José Carreras, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Kórs Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Davids Giménez í gærkvöldi. Hápunkti náðu fagnaðarlætin eftir hlé, eftir söng Carreras á Serenöðu eftir Toselli og Musica proibita eftir Gastaldon og eftir söng Diddúar á Il Bel sogno eftir Puccini. Fjölmörg aukalög voru sungin í tónleikalok og lauk tónleikunum með frægum dúett, Libiamo úr La Traviata, og var söngvurum, kór og hljómsveit innilega fagn- að. Jón Ásgeirsson gagnrýnandi segir í dómi sín- um í blaðinu í dag m.a.: „Í heild voru þetta sér- stæðir tónleikar og mörg viðfangsefni lítt þekkt hér á landi en á söng meistarans, Carreras, og Sigrúnar bar engan skugga.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngvararnir José Carreras og Sigrún Hjálmtýsdóttir voru ákaft hylltir í lok tónleikanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fagnaðarlæti í troðfullri Höll  Á sönginn bar/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.