Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRN Starfsgreinasambands Ís- lands fundaði í Stykkishólmi um helgina. Sambandið var stofnað 13. október í fyrra af Verkamannasambandi Ís- lands, Þjónustusambandi Ís- lands og Landssambandi iðnverkafólks. Í stjórn sam- bandsins eru 13 forystu- menn úr stéttarfélögunum sem eiga aðild að Starfs- greinasambandinu og 11 menn til vara. Þessir hópur hittist í Stykkishólmi á vinnufundi þar sem var farið yfir helstu mál sem uppi eru hjá sambandinu. Samtökin eru ung og því ástæða til þess að taka á þeim málum sem upp hafa komið varðandi hin nýju samtök í þeim tilgangi að mynda samstöðu innan þeirra. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagði í viðtali við fréttaritara að fundurinn í Stykkishólmi hefði verið mjög gagnlegur og að honum lokn- um má segja að sameining þessara þrennu samtaka hafi heppnast full- komlega. Á fundinn kom Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og ræddi um efnahagsmál og horf- urnar í þeim málum í dag. Halldór segir að miðað við hækkun vísitölu á síðustu mánuðum þurfi mikið að ger- ast ef ekki reynir á uppsagnar- ákvæði kjarasamninga í febrúar á næsta ári. Það séu engin teikn um að verðbólgan hjaðni á næstum mánuð- um og er alveg ljóst að sögn Halldórs að menn tala ekki verðbólguna niður. Hættan sé sú þegar verðbólgan sé komin á þetta stig að hún fari að lifa sjálfstæðu lífi. Vilja halda stöðugleika Hann segir að verkalýðsforystan hafi í febrúar sýnt mikla ábyrgð með gerð kjarasamninga og því miður hafi ekki allir aðilar sýnt sömu ábyrgð. Síðan skrifað var undir samninga hafi orðið gífurlegt launa- skrið og ríkissjóður í mörgum tilfell- um gengið á undan og ekki með góðu fordæmi. Halldór segir að fólk innan sinna samtaka leggi gífurlega mikið upp úr að halda stöðugleika. „Við er- um tilbúin að leggja okkar lóð á þá vogarskál að stöðugleikinn náist aft- ur, en við gerum það ekki ein, það er alveg ljóst.“ Honum finnst ríkis- stjórnin sýna lítinn vilja til þess að hafa samstarf við ASÍ til að leysa þennan vanda. Hann vonast til að hægt verði að ná einhverju sam- komulagi um breytingar á núverandi samningi svo að ekki þurfi að koma til uppsagna. „Óbreyttur samningur eins og ástandið er í dag gengur ekki upp,“ segir Halldór. Á fundinum voru einnig rædd innri mál sambandsins. Halldór seg- ir að fyrstu spor samtakanna hafi verið svolítið völt og upp komu deilur varðandi samningana í febrúar og þing ASÍ. Stærsta málið sem rætt var á fundinum var ágreiningur um menn og málefni. Halldór sagðist hafa kviðið fyrir þeirri umræðu. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Umræð- urnar hefðu farið fram af hreinskilni og menn náð sáttum og deilurnar heyrðu nú fortíðinni til. Eftir fund- inn í Stykkishólmi væru forystu- menn innan Starfsgreinasambands- ins samstiga sem vonandi staðfestist á ársfundi samtakanna í október. Óbreyttir samn- ingar eftir 1. febrúar koma ekki til greina Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Halldór Björnsson, formaður samtak- anna, og Einar Karlsson, verkalýðsfor- maður í Stykkishólmi, um síðustu helgi. Stykkishólmur Formaður framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins ÞESSI tröllkarl sem rekur út úr sér tunguna framan í heiminn hefur einhverntíma í fyrndinni orðið of seinn til að bjarga sér frá sólinni, trúlega gleymt sér við að horfa á það fallega og fjöl- breytta umhverfi sem sést í allar áttir. Hann hefur steinrunnið uppi á Arnarstakksheiði í Mýrdal en þar má víða sjá svona skemmtilegar steinmyndir í um- hverfinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tröllkarl dagar uppi Fagridalur HINAR árlegu umhverfisviður- kenningar Blönduósbæjar voru af- hentar fyrir skömmu. Það voru hjón- in Greta Arelíusdóttir og Zophonías Zophoníasson á Húnabraut 8 og kaffihúsið Við árbakkann sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni. Hjónin Greta og Zophonías fengu viðurkenningu fyrir „virkilega vel hirtan, fjölskrúðugan og gróskumik- inn garð“ eins og segir í umsögn um- hverfisnefndar. Í garði þeirra hjóna er að finna gullregn sem líkast til er það eina sinnar tegundar á Blöndu- ósi og blómstraði sem aldrei fyrr í sumar. Þau voru sammála um það að mikil vinna liggi í því að halda garð- inum í góðu lagi. Kaffihúsið Við ár- bakkann sem þau hjón Erla Evensen og Guðmundur Haraldsson reka fengu viðurkenningu fyrir „vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi svo og að skapa heillegt, hlýlegt og menningarlegt umhverfi jafnt úti sem inni“. Í sumar var allt kapp lagt á að ganga frá lóðinni og stækka sól- pall við kaffihúsið. Jafnframt því að reka þarna kaffihús þá stöðugt í gangi hvers konar myndlistarsýn- ingar og lætur nærri að haldnar séu 12 sýningar á ári. Viðurkenningarnar sem nú eru af- hentar í fimmtánda sinn voru veittar í kaffisamsæti sem bæjarstjórn og umhverfisnefnd Blönduósbæjar efndu til af þessu tilefni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Greta Arelíusdóttir og Zophonías Zophoníasson á Húnabraut 8 fengu viðurkenningu fyrir gróskumikinn garð. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Erla Evensen og Guðmundur Haraldsson, eigendur kaffihússins Við ár- bakkann, fengu viðurkenningu fyrir vel heppnaða endurgerð gamals húss og hafa skapað menningarlegt umhverfi. Umhverf- isverðlaun veitt á Blönduósi Blönduós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.