Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 18
LANDIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Starfsgreinasambands Ís-
lands fundaði í Stykkishólmi
um helgina. Sambandið var
stofnað 13. október í fyrra af
Verkamannasambandi Ís-
lands, Þjónustusambandi Ís-
lands og Landssambandi
iðnverkafólks. Í stjórn sam-
bandsins eru 13 forystu-
menn úr stéttarfélögunum
sem eiga aðild að Starfs-
greinasambandinu og 11
menn til vara. Þessir hópur
hittist í Stykkishólmi á
vinnufundi þar sem var farið
yfir helstu mál sem uppi eru
hjá sambandinu. Samtökin
eru ung og því ástæða til þess að
taka á þeim málum sem upp hafa
komið varðandi hin nýju samtök í
þeim tilgangi að mynda samstöðu
innan þeirra.
Halldór Björnsson, formaður
Starfsgreinasambands Íslands,
sagði í viðtali við fréttaritara að
fundurinn í Stykkishólmi hefði verið
mjög gagnlegur og að honum lokn-
um má segja að sameining þessara
þrennu samtaka hafi heppnast full-
komlega. Á fundinn kom Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
og ræddi um efnahagsmál og horf-
urnar í þeim málum í dag. Halldór
segir að miðað við hækkun vísitölu á
síðustu mánuðum þurfi mikið að ger-
ast ef ekki reynir á uppsagnar-
ákvæði kjarasamninga í febrúar á
næsta ári. Það séu engin teikn um að
verðbólgan hjaðni á næstum mánuð-
um og er alveg ljóst að sögn Halldórs
að menn tala ekki verðbólguna niður.
Hættan sé sú þegar verðbólgan sé
komin á þetta stig að hún fari að lifa
sjálfstæðu lífi.
Vilja halda stöðugleika
Hann segir að verkalýðsforystan
hafi í febrúar sýnt mikla ábyrgð með
gerð kjarasamninga og því miður
hafi ekki allir aðilar sýnt sömu
ábyrgð. Síðan skrifað var undir
samninga hafi orðið gífurlegt launa-
skrið og ríkissjóður í mörgum tilfell-
um gengið á undan og ekki með góðu
fordæmi. Halldór segir að fólk innan
sinna samtaka leggi gífurlega mikið
upp úr að halda stöðugleika. „Við er-
um tilbúin að leggja okkar lóð á þá
vogarskál að stöðugleikinn náist aft-
ur, en við gerum það ekki ein, það er
alveg ljóst.“ Honum finnst ríkis-
stjórnin sýna lítinn vilja til þess að
hafa samstarf við ASÍ til að leysa
þennan vanda. Hann vonast til að
hægt verði að ná einhverju sam-
komulagi um breytingar á núverandi
samningi svo að ekki þurfi að koma
til uppsagna. „Óbreyttur samningur
eins og ástandið er í dag gengur ekki
upp,“ segir Halldór.
Á fundinum voru einnig rædd
innri mál sambandsins. Halldór seg-
ir að fyrstu spor samtakanna hafi
verið svolítið völt og upp komu deilur
varðandi samningana í febrúar og
þing ASÍ. Stærsta málið sem rætt
var á fundinum var ágreiningur um
menn og málefni. Halldór sagðist
hafa kviðið fyrir þeirri umræðu. Sá
ótti reyndist ástæðulaus. Umræð-
urnar hefðu farið fram af hreinskilni
og menn náð sáttum og deilurnar
heyrðu nú fortíðinni til. Eftir fund-
inn í Stykkishólmi væru forystu-
menn innan Starfsgreinasambands-
ins samstiga sem vonandi staðfestist
á ársfundi samtakanna í október.
Óbreyttir samn-
ingar eftir 1.
febrúar koma
ekki til greina
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Halldór Björnsson, formaður samtak-
anna, og Einar Karlsson, verkalýðsfor-
maður í Stykkishólmi, um síðustu helgi.
Stykkishólmur
Formaður framkvæmdastjórnar
Starfsgreinasambandsins
ÞESSI tröllkarl sem rekur út úr
sér tunguna framan í heiminn
hefur einhverntíma í fyrndinni
orðið of seinn til að bjarga sér
frá sólinni, trúlega gleymt sér við
að horfa á það fallega og fjöl-
breytta umhverfi sem sést í allar
áttir. Hann hefur steinrunnið
uppi á Arnarstakksheiði í Mýrdal
en þar má víða sjá svona
skemmtilegar steinmyndir í um-
hverfinu.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Tröllkarl dagar uppi
Fagridalur
HINAR árlegu umhverfisviður-
kenningar Blönduósbæjar voru af-
hentar fyrir skömmu. Það voru hjón-
in Greta Arelíusdóttir og Zophonías
Zophoníasson á Húnabraut 8 og
kaffihúsið Við árbakkann sem hlutu
viðurkenningar að þessu sinni.
Hjónin Greta og Zophonías fengu
viðurkenningu fyrir „virkilega vel
hirtan, fjölskrúðugan og gróskumik-
inn garð“ eins og segir í umsögn um-
hverfisnefndar. Í garði þeirra hjóna
er að finna gullregn sem líkast til er
það eina sinnar tegundar á Blöndu-
ósi og blómstraði sem aldrei fyrr í
sumar. Þau voru sammála um það að
mikil vinna liggi í því að halda garð-
inum í góðu lagi. Kaffihúsið Við ár-
bakkann sem þau hjón Erla Evensen
og Guðmundur Haraldsson reka
fengu viðurkenningu fyrir „vel
heppnaða endurgerð á gömlu húsi
svo og að skapa heillegt, hlýlegt og
menningarlegt umhverfi jafnt úti
sem inni“. Í sumar var allt kapp lagt
á að ganga frá lóðinni og stækka sól-
pall við kaffihúsið. Jafnframt því að
reka þarna kaffihús þá stöðugt í
gangi hvers konar myndlistarsýn-
ingar og lætur nærri að haldnar séu
12 sýningar á ári.
Viðurkenningarnar sem nú eru af-
hentar í fimmtánda sinn voru veittar
í kaffisamsæti sem bæjarstjórn og
umhverfisnefnd Blönduósbæjar
efndu til af þessu tilefni.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Greta Arelíusdóttir og Zophonías Zophoníasson á Húnabraut 8 fengu
viðurkenningu fyrir gróskumikinn garð.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Erla Evensen og Guðmundur Haraldsson, eigendur kaffihússins Við ár-
bakkann, fengu viðurkenningu fyrir vel heppnaða endurgerð gamals
húss og hafa skapað menningarlegt umhverfi.
Umhverf-
isverðlaun
veitt á
Blönduósi
Blönduós