Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÍÐUSTU misserin hefurfarið fram margvíslegendurskoðun á öryggis-málum á hinu borgara- lega flugsvæði Keflavíkurflugvall- ar, aðgangsheimildum um svæðið og milli þess og varnarsvæðisins. Á flugvallarsvæðinu fer fram margbrotin starfsemi og síbreyti- leg. Hún fer fram á öllum tímum sólarhrings, um tuttugu aðilar eru með rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nálægum bygg- ingum, svo sem fraktmiðstöðvun- um, flugeldhúsinu og viðhaldsstöð Flugleiða og um 1,5 milljónir manna fara um bygginguna á ári hverju eða um 4.100 á sólarhring. Með öryggismál á vellinum fara Flugmálastjórn á Keflavíkurflug- velli, en flugvallarstjóri er Björn Ingi Knútsson og starfsmenn hans eru alls um fimmtíu, og sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- velli, sem er Jóhann R. Bene- diktsson, en við embættið starfa rúmlega níutíu manns. Þeir Jó- hann og Björn Ingi greindu Morgunblaðinu frá ýmsum þátt- um sem varða öryggismálin sem eru ekki síst í brennidepli nú eftir árásirnar í Bandaríkjunum og hertar reglur sem Bandaríkja- menn setja. Snerta þær annars vegar undirbúning flugvéla sem stefnt er þangað og koma frá bandarískum loftferðayfirvöldum, FAA, og hins vegar snerta þær bandarískar herstöðvar innan sem utan Bandaríkjanna og koma frá hernum. Aðgangsstjórnun um einstök starfssvæði Flugvellinum er skipt í starfs- svæði og þarf að stjórna aðgangi um einstök svæði til að koma í veg fyrir að óviðkomandi komist þar um og til að koma í veg fyrir að vopnum, efni eða tækjum sem unnt er að nota til ólögmætra að- gerða sé komið inn í flugstöðina. Helstu svæði eru flughlöð, flug- vélaakbrautir og flugbrautir, og utan um þetta svæði hefur nýlega verið komið upp svonefndri innri girðingu. Hún liggur að svo- nefndu þjónustusvæði þar sem eru ýmsar byggingar er tengjast flugstarfseminni og utan um það er síðan varnargirðingin. Þriðja svæðið er síðan áningarsvæðið (transit) í Leifsstöð. Krafist er heimildar yfirvalda fyrir aðgangi að þessum svæðum og er að- gangsstjórnun inn á svæðin á ábyrgð sýslumanns og flugvall- arstjóra. Hún fer fram með skír- teinum sem sýslumaður gefur út og er auk persónuupplýsinga og myndar tilgreint um hvaða svæði viðkomandi starfsmanni er heim- ilt að fara. Þar fyrir utan bera menn önnur aðgangskort til að komast um læstar dyr og er unnt að breyta slíkum aðgangi starfs- manna fyrirvaralaust. Með nýrri reglugerð, sem stutt er í að gefin verði út, verða heim- ildir til að sekta við brotum á reglugerðinni og getur sýslumað- ur einnig svipt leyfishafa aðgangi tímabundið eða varanlega. Meðal hertra aðgerða sem snerta varnarstöðina og gripið var til í kjölfar árásanna í Banda- ríkjunum fyrir viku nefnir sýslu- maður að allri umferð um stöðina er nú beint um eitt hlið í stað tveggja áður, persónuskilríki eru könnuð og tekin úrtaksleit í far- angri manna og á vakt í hliðinu eru bæði íslenskir og bandarískir lögreglumenn sem bera vopn. Þá eru þrír lögreglubílar frá sýslu- mannsembættinu á stöðugri vakt og fara um varnarsvæðið en þeir eru bæði mannaðir íslenskum og erlendum lögreglumönnum. Lögreglumenn vopnaðir og leit aukin Í flugstöðinni hefur allt eftirlit einnig verið hert og leit í farangri flugfarþega er einnig meiri en verið hefur. Nokkrir lögreglu- menn á hverri vakt eru vopnaðir og lögreglan og öryggisverðir Flugmálastjórnar velja farþega af handahófi úr hópi innritunarfar- þega til að leita í farangri þeirra sem fer í farangurslestar flugvél- anna. Þá hefur leit verið aukin í handfarangri því auk gegnumlýs- ingar er einnig handleitað. Þessu til viðbótar fer fram sérstök skoð- un á skilríkjum áhafna og áhöfn- um og starfsmönnum er einnig gert að sæta vopnaleit. Þá er meira eftirlit með öllum mannaferðum á flughlöðum og starfsmenn eiga að hafa skilríki sín sýnileg og áberandi og þeir sem fengið hafa einkennisbúning eða föt merkt fyrirtæki sínu skulu bera þau. Öryggisbifreið frá Flugmálastjórn er á ferðinni allan sólarhringinn en var áður á ferð hluta sólarhrings. „Við gátum gripið til þessara hertu aðgerða með litlum fyrir- vara og tilkynnt bandarískum yf- irvöldum að þær væru komnar í gagnið aðeins tveimur klukku- stundum eftir að þeirra var kraf- ist,“ segir Jóhann R. Benedikts- son. „Það gátum við vegna þess að hér hefur farið fram mikil vinna við endurskoðun öryggis- mála sem byggist á þeirri stefnu- mótun sem utanríkisráðuneyti markaði fyrir tveimur árum, að öryggismál á Keflavíkurflugvelli skuli verða eins og best gerist.“ Björn Ingi Knútsson segir að til þess að uppfylla þessi markmið hafi verið komið á vinnuhópi um nýja flugverndaráætlun handbók um flugvernd stigi. Með flugvernd er á Ný reglu smíðum um og dvöl á v svæðinu í K Margs konar reglur og aðgangstakm ýmsu svæði á Keflavíkurflugvelli í Tómasson komst að því að þær hafa skeið í kjölfar stefnumörkunar ut Bílar lögreglu, tollgæslu og flugvallarstjóra hafa nú sams kona lögregluembættanna á vellinum Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri (t.v.) og Jóhann R Magnús Kristinsson aða aði þar sem s ÓPERAN Á NÝJUM GRUNNI Með samningi þeim, sem und-irritaður hefur verið ámilli Íslenzku óperunnar og ríkisins, hefur nýr grunnur ver- ið lagður að starfsemi Óperunnar og er það mikið fagnaðarefni og verulegur áfangi í því að byggja hér upp menningarlíf, sem stendur undir nafni. Gert er ráð fyrir, að tvöfalda framlag úr ríkissjóði til Óperunnar á tveimur árum, úr 65,1 milljón í ár í 130 milljónir að tveimur árum liðnum og síðan árlega til loka samningstímabilsins sem nær til ársins 2005. Við undirritun samningsins sagði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra m.a.: „Ég vona að Óperan sýni það í verki að það er verðugt að gera við hana þennan samning og að við getum öll verið áfram stolt af þeirri starfsemi, sem hér fer fram.“ Við sama tilefni sagði Bjarni Daníelsson óperustjóri m.a.: „Samningurinn mun þegar fram líða stundir geta þýtt verulega aukna starfsemi hjá Íslenzku óp- erunni. Þá er ekki sízt mikilvægur sá skilningur á fjárhagsstöðu Óp- erunnar, sem fram kemur í ákvæð- um samningsins, þannig að Óper- unni gefist samtímis kostur á að vinna sig út úr þeim skuldum, sem hún hefur verið í. Að því loknu mun samningurinn koma að fullum not- um til aukningar á starfseminni. Ég vona og trúi því, að með þessum samningi hafi verið stigið gæfu- skref fyrir framtíð íslenzkrar menningar.“ Stofnun og starfsemi Íslenzku óperunnar fram til þessa hefur ver- ið kraftaverki líkust. Þar hefur far- ið saman áræði og þor og óbilandi bjartsýni brautryðjendanna. Hins vegar er ljóst, að þar hefur margt verið gert fremur af vilja en mætti. Nú hafa þeir Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra haft for- göngu um að leggja traustari fjár- hagsgrunn að starfsemi Óperunnar. Það er framtak af þeirra hálfu, sem ber að meta. Óperan hefur lengi átt á brattann að sækja í samskiptum við opinber stjórnvöld en nú hefur þeim samskiptum verið beint í nýj- an farveg og það svo um munar. Íslenzkar óperubókmenntir eru fjölbreyttari en flesta grunar eins og glögglega kom í ljós í athyglis- verðri úttekt Lesbókar Morgun- blaðsins fyrir skömmu á óperum, sem íslenzk tónskáld hafa samið. Sumar þeirra hafa verið sýndar með glæsibrag bæði í Íslenzku óp- erunni og í Þjóðleikhúsinu og raun- ar víðar. Vonandi eflast nú mögu- leikar Íslenzku óperunnar á að hlú að þessum nýja þætti í sköpun ís- lenzkra tónskálda. Það er ástæða til að fagna þess- um áfanga í starfi Íslenzku óper- unnar. Hún er nú að hasla sér völl, sem ein af meginstofnunum menn- ingarlífs íslenzku þjóðarinnar. MERKINGAR Á SÖGUSTÖÐUM Sturla Friðriksson náttúrufræð-ingur ritar grein í sunnudags- blað Morgunblaðsins, þar sem hann fjallar um varðveizlu fornminja og ber m.a. saman ástand þeirra mála í Færeyjum, á Hjaltlandi og á Ís- landi. Sturla segir m.a.: „Við Ís- lendingar eigum fágætar fornsög- ur, en við höfum gert lítið til að kynna sögustaði með ljósum og áþreifanlegum merkjum. Lítið er að sjá af táknrænum vegsummerkj- um, sem minna á söguna á Berg- þórshvoli eða Hlíðarenda, og ekki eru neinar upplýsingar um hetjuna á Borg á Mýrum, þegar komið er þar að stað. Hins vegar má nefna nokkur ágæt framtök í kynningu fornminja, eins og bæina í Þjórs- árdal, Eiríksstaði og Njálusýning- arnar á Hvolsvelli, nýreista Auð- unarstofu, safnið á Skógum, í Reykholti og önnur byggðasöfn, eða ýmsa varðveitta bæi og hús, sem hafa sögulegt gildi. Einhvern veginn finnst mér samt, að forn- minjar séu ekki gerðar eins sýni- legar almenningi og æskilegt væri.“ Sturla spyr: „Eru ekki ótal sögu- staðir víðsvegar um landið, sem þörf er á að merkja á einn eða ann- an hátt og gera augljóst samband staðarins við söguna, til dæmis með myndspjöldum og lýsingum af söguþáttum?“ Full ástæða er til að taka mark á þessum ábendingum. Sérhvert land hefur ákveðnum skyldum að gegna í umgengni við sögulega arfleifð sína; að viðhalda henni og miðla þekkingu um hana, ekki aðeins til eigin landsmanna heldur jafnframt til útlendinga, þess mikla fjölda ferðamanna sem hefur áhuga á og vill kynnast sögu og menningu þeirra landa, sem hann heimsækir. Sturla Friðriksson bendir réttilega á að margir erlendir ferðamenn komi til Færeyja og Hjaltlands til að skoða sögulegar minjar, „sér- stæðan húsakost í framandlegu um- hverfi“. Hér á landi er það einkum stórbrotin náttúra, sem hefur verið aðdráttarafl á ferðamenn, en telja má víst að sóknarfæri séu í menn- ingartengdri ferðamennsku, sem m.a. gengur út á að kynna sögu- staði fyrir ferðamönnum. Ekki skortir eingöngu víða grein- argóðar merkingar og fróðleik á spjöldum eða í bæklingum, heldur vantar víða upp á að við nútíma- menn höfum sýnt sögustöðum þann sóma sem vera ber, t.d. hvað varð- ar stíl og yfirbragð síðari tíma bygginga og umgengni yfirleitt. Þó er sums staðar vel gert og mætti nefna sem dæmi að bæði í Viðey og Skálholti hefur verið byggt af smekkvísi og myndarskap og gest- um gert auðvelt að átta sig á sögu og staðháttum með merkingum, kortum og bæklingum. Ætla verður að skilningur okkar á sögunni geti orðið betri ef okkur verður auðveldað að lifa okkur inn í sögulega atburði með því að skoða staðhætti þar sem þeir gerðust. Þess vegna er ástæða til að hvetja til átaks af því tagi, sem Sturla Friðriksson nefnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.