Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ROBIN Marshall, framkvæmda- stjóri hjá JP Morgan í London, seg- ir að atburðirnir í Bandaríkjunum muni hafa áhrif til skamms tíma á hlutabréfamarkaði. Eðlilegt sé að hlutabréf hafi lækkað í verði á Wall Street í gær þar sem markaðir hafa verið lokaðir frá því áður en árásin var gerð á þriðjudag. „Í Evrópu og Asíu kom lækkunin strax sama dag en hún er fyrst að koma fram í Bandaríkjunum nú. Eins hafa hlutabréf lækkað mjög í verði í Bandaríkjunum og jafnvel enn meira í Evrópu undanfarið ár. Ef svo væri ekki þá held ég að fallið hefði orðið enn meira núna en raun ber vitni. En þar til við vitum hver verða viðbrögð bandarískra stjórn- valda og hvernig árásinni verður svarað er hætta á að verð hluta- bréfa verði fremur lágt. En við megum ekki tala okkur í kreppu. Þetta er allt annað ástand hernað- arlega séð en þegar Persaflóastríð- ið var. Því megum við ekki gera ráð fyrir að afleiðingarnar verði jafn- miklar fyrir efnahagsástandið og þá.“ Ekki nauðsynlegt fyrir Ísland að taka upp evruna Marshall segir að ekki sé hægt að spá fyrir með einhverri vissu um hvað eigi eftir að gerast í banda- rísku efnahagslífi á næstunni. „Það hafa vissulega verið vísbendingar um samdrátt í Bandaríkjunum und- anfarið sem og í Evrópu og Asíu. Ef fólk fer að óttast um atvinnu sína og dregur úr neyslu þá er augljóst að við eigum eftir að sjá lægð í efna- hagslífinu áður en það fer upp aftur. En það eru miklar hugmyndir um skattalækkanir í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Bæði skattalækk- anir og vaxtalækkanir munu ýta undir að jafnvægi náist aftur í efna- hagsumhverfi Evrópu og Banda- ríkjanna og ég spái því að það muni gerast á síðari hluta næsta árs.“ Aðspurður segir Robin Marshall ekki nauðsynlegt fyrir Íslendinga að taka upp evruna þrátt fyrir að krónan hafi lækkað mjög að und- anförnu. Til þess að taka upp evru þurfi Íslendingar að ganga í Evr- ópusambandið. Hann segist telja að núgildandi gengisstefna Seðlabank- ans sé af hinu góða og mikilvægt að Seðlabankinn hafi öðlast fullt sjálf- stæði. „Er upptaka evrunnar það mikilvæg fyrir Íslendinga að þeir eru tilbúnir að fórna pólitísku sjálf- stæði sínu með inngöngu í ESB? Ég spyr. Mín skoðun er sú að svo sé ekki þar sem Ísland er hluti af evr- ópska efnahagssvæðinu og hefur því óheftan aðgang að innri markaði ráðsins,“ segir Marshall. Robin Marshall, framkvæmdastjóri hjá JP Morgan í London Skammtíma- sveifla á markaði HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, telur að það muni draga úr þeirri of- þenslu sem hefur verið í íslensku efnahagslífi undanfarið og því muni vextir verða lækkaðir á næstunni enda sé það þróunin hjá þeim ríkjum sem við horfum til. Íslenskur hlutabréfamarkaður sé búinn að ná botninum og á næstu 12 mánuðum eigi Úrvalsvísitala aðallista eftir að hækka, úr 1.030 stigum í 1.150–1.200 stig. Þetta kom fram í erindi sem Halldór flutti á ráðstefnu um vöxt og auk- inn fjölbreytileika íslenska hag- kerfisins sem bankinn stóð fyrir í gær fyrir erlenda fjárfesta. Að sögn Halldórs er útlit fyrir að gengisvísitala krónunnar muni standa í 134–138 stigum eftir eitt ár sem er heldur lægra en nú er. Verðbólgan muni fara niður í 3,5– 4,5% úr 7,8% og stýrivextir muni lækka um tvö prósentustig, úr 11,01% í 9%. Jafnframt muni vext- ir af langtímaskuldabréfum lækka lítillega. Að sögn Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra hefur undanfarinn áratugur verið áratugur framfara hér á landi. Möguleikar íslensku þjóðarinnar til að takast á við verkefni framtíðarinnar hafa aldr- ei verið betri. „Saga okkar greinir frá því að þá hafi landinu farnast best þegar viðskiptin við útlönd voru sem mest. Þessi staðreynd er ofarlega í huga okkar Íslendinga. Við vitum að hagvöxtur og velmeg- un framtíðarinnar er fólgin í nánu samstarfi við umheiminn og það er okkar hagur að vera fullur þátt- takandi í hinu alþjóðlega viðskipta- umhverfi. Þess sér enda merki hvar sem litið er á Íslandi þessa dagana. deCODE, líftæknifyrir- tæki sem skráð er á Nasdaq, hefur nær alla starfsemi sína hér á landi, erlend álfyrirtæki vilja stækka verksmiðjur sínar hér og önnur vilja byggja nýjar, íslenskir bank- ar hafa hafið starfsemi erlendis og fjölmörg íslensk fyrirtæki í sjávar- útvegi, upplýsingatækni og heil- brigðisgeiranum hafa verið að auka mjög umsvif sín á erlendri grund. Þessi þróun getur af sér öflugt og fjölbreytilegt athafnalíf, athafnalíf sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að blómstra og þjóðinni allri mögu- leika á velmegun og öryggi,“ kom fram í erindi forsætisráðherra á ráðstefnunni. Dregið úr ríkisafskiptum Hann rakti þær breytingar sem orðið hafa í íslensku efnahagslífi undanfarinn áratug en áður hefði hið opinbera verið mjög virkur þátttakandi í efnahagslífinu. Rík- isrekin fyrirtæki voru fjölmörg og störfuðu í ýmsum atvinnugreinum. Bankakerfinu var ríkisstýrt og pólitísk úthlutun á fjármagni til at- vinnurekstrar var algeng og stundum æði tilviljanakennd. „Rík- issjóður var rekinn með umtals- verðum halla og erlendar skuldir hins opinbera voru alvarleg ógn við velferð þjóðarinnar. Það var því mikið verk sem hófst 1991 við að gera íslenska efnahagslífið sam- bærilegt við það sem best gerist hjá þeim þjóðum sem hafa þróað hagkerfi sín með sem mestum ágætum. Rekstur ríkissjóðs var tekinn föstum tökum, fjármála- og hlutabréfamörkuðum var gert kleift að starfa, umfangsmikilli einkavæðingu var hrundið af stað og Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Horfið var frá sértækum aðgerðum í hagstjórn en í stað þess var beitt almennum efnahagsaðgerðum sem miðuðu að því að draga jafnt og þétt úr áhrif- um hins opinbera á efnahagslífið en treyst þeim mun meira á hinn frjálsa markað. Með öðrum orðum, beita sömu efnahagsstjórnun og best hafði heppnast annars staðar í hinum vestræna heimi. Og ár- angurinn hefur ekki látið á sér standa. Hagvöxtur á Íslandi hefur verið umtalsvert hærri en í lang- flestum löndum Evrópubandalags- ins, kaupmáttur almennings hefur aukist, ríkissjóður hefur verið rek- inn með myndarlegum afgangi, er- lendar skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar hratt niður og öll um- gjörð efnahagslífsins er nú önnur og betri en áður.“ Forsætisráðherra segir að um- breyting efnahagslífsins krefjist stöðugar vinnu sem aldrei ljúki. „Efnahagskerfið er í stöðugri þró- un og nauðsynlegt að aðlaga það jafnóðum breyttum aðstæðum. Slík aðlögun verður best tryggð með því að færa sem mest efna- hagslegt vald út á markaðinn, frá hinu opinbera. Stjórnvöld, sama hversu góð þau annars eru, skynja ekki alltaf hrynjandi tímans eða þau öfl sem móta hið gríðarlega flókna regluverk hins frjálsa markaðar. Íslensk stjórnvöld munu því halda áfram að treysta undirstöður markaðsbúskapar og búa þannig í haginn að efnahags- kerfi landsins sé öflugt og virkt.“ Sjálfstæði Seðlabankans eykur kjölfestuna í efnahagslífinu Davíð nefndi sem dæmi breyt- ingu á lögum um Seðlabanka Ís- lands sem hann kynnti á ársfundi Seðlabankans í lok mars. Lögum sem veita Seðlabankanum fullt sjálfstæði. Vikmörk þau sem bank- anum var gert að halda íslensku krónunni innan voru afnumin og bankanum sett verðbólgumarkmið. „Það er enginn vafi í mínum huga að þessi ráðstöfun mun til lengri tíma litið reynast þjóðinni heilla- drjúg. Sjálfstæður Seðlabanki eyk- ur kjölfestuna í íslenska efnahags- lífinu og þrátt fyrir nokkurn óróleika á gjaldeyrismarkaðinum undanfarið mun þessi aðgerð styrkja íslensku krónuna og gera hana að öruggari gjaldmiðli.“ Tekjuskattslækkun fyrirtækja kynnt á næstu misserum Að sögn Davíðs þurfa Íslend- ingar að bjóða jafngott og helst betra viðskiptaumhverfi en þær þjóðir sem þeir bera sig saman við til þess að halda framsæknum ís- lenskum fyrirtækjum og til að laða að erlendar fjárfestingar. „Ríkis- stjórnin leggur á það mikla áherslu að stjórnkerfið og lagaum- hverfið séu í takt við þarfir at- vinnulífsins og vinni með því að sköpun sem mestra verðmæta. Þrátt fyrir að Ísland hafi fullan og óhindraðan aðgang að innri mark- aði Evrópubandalagsins stendur það utan bandalagsins sjálfs og hefur því rýmri tækifæri til að sníða lagaumhverfi sínu þann stakk sem best hentar fyrirtækj- um sem hér starfa en þarf ekki að hlíta tilskipunum Evrópubanda- lagsins í einu og öllu, svo sem í skattamálum. Ríkisstjórnin mun á næstu misserum lækka tekju- skatta fyrirtækja umtalsvert og þannig gera Ísland að vænlegum kosti fyrir fjárfestingar. Einnig má nefna að verið er að undirbúa lagasetningu um að fyrirtækjum verði heimilt að gera upp reiknina sína og greiða skatta sína í mynt að eigin vali. Þar með dregur úr þeirri áhættu sem að íslensku myntinni snýr og ætti það að auð- velda mjög erlendum fjárfestum að vega og meta kosti þess að fjár- festa hér á landi,“ sagði Davíð Oddsson. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á ráðstefnu um íslenskt efnahagslíf Dregur úr ofþenslu næstu mánuði Íslenskt efnahagslíf var helsta umræðuefni á ráðstefnu sem Landsbankinn stóð fyrir í gær fyrir erlenda fjárfesta. Guðrún Hálfdánardóttir sat ráðstefnuna þar sem bankastjóri Landsbankans sagðist telja að vextir myndu lækka um 2% á næstu 12 mánuðum og forsætisráðherra boðaði breytingar á skattalögum. Morgunblaðið/Ásdís Davíð Oddsson forsætisráðherra: Verið er að undirbúa lagasetningu um að fyrirtækjum verði heimilt að gera upp reiknina sína og greiða skatta sína í mynt að eigin vali. Þar með dregur úr þeirri áhættu sem að íslensku mynt- inni snýr og ætti það að auðvelda mjög erlendum fjárfestum að vega og meta kosti þess að fjárfesta hér á landi. guna@mbl.is GÓÐRI síldveiði og afar háu verði á síld upp úr sjó hefur verið líkt við gullæði í Noregi. Bátarnir hafa verið að fá allt að 60 krónum á kíló af síld. Það er meira en helmingi hærra en í fyrra. Norski nótabáturinn Gunnar Klo gerði það heldur betur gott á dögunum, er hann fékk 150 tonn á átta tím- um og fékk alls um 8 milljónir króna fyrir síldina. Þá fékk Trönderbas 25 milljónir króna fyrir 500 tonna afla. Íslenzk skip, hafa landað síld í Noregi hafa notið góðs af þessu gullæði, en þau eru á veiðum úr norsk- íslenzku síldinni innan lögsögu Noregs samkvæmt samningi land- anna þar að lútandi. Gullæði í síldinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.