Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 45 púsluspil að koma þessum göngu- ferðum saman og venjulegast tekið fleiri mánuði að samræma sumarleyfi og dagsetningar. Daglegar göngur hafa verið yfirlýst aðalatriði en guða- veigar og góður matur að kvöldi talin nauðsynleg sakir örvunaráhrifa og endurheimt líkamsþróttar. Við vor- um búin að ákveða að á næsta ári skyldum við ganga svonefnda víský- slóð í Skotlandi og vorum þegar farin að hlakka til. Ekki flögraði það að neinum að svo skammt væri til skapadægurs nokkurs okkar. Ásbjörn hef ég þekkt frá fyrstu tíð, frá því áður en ég man eftir mér, allt frá því að hann sat uppi í barnavagni og þeytti frá sér snuðinu. Ég var nokkrum mánuðum eldri og tifaði kringum vagninn og rétti honum snuðið aftur. Þannig var okkur sagt að fyrstu kynnin hefðu verið. Æsku- og uppvaxtarárunum vörðum við svo saman. Það er vísast hvorki til það prakkarastrik né heimskulegt upp- átæki sem við reyndum ekki eða prófuðum. Ásbjörn var rólyndur og hægur þar sem ég var ör og bráður. Eftir á að hyggja var þetta líkast til góð blanda þar sem hann var stund- um nánast eins og hemill og kom stundum þannig í veg fyrir mestu vit- leysurnar. Við ólumst upp á Hamrinum í Hafnarfirði og Hamarinn var líka að- alleikssvæðið hvort heldur smíðaðir voru kofar, grafin jarðhús eða þá endurleiknar bíómyndir með sverð- um eða byssum. Þar bjuggum við hlið við hlið, og þegar foreldrar okkar beggja fóru svo út í húsbyggingar vildi svo til að þau hús risu upp hlið við hlið uppi á Hrauni og þar bjugg- um við fram yfir tvítugt. Við vorum ákaflega samrýmdir og það er hálf skoplegt að hugsa til þess að báðir vorum við rétthendir, skrifuðum með hægri hendi, en báðir köstuðum við bolta eða þá grjóti með vinstri hend- inni. Báðir bárum við fyrir okkur hægri fót ef hoppa þurfti á öðrum fæti í leik, en báðir spörkuðum við fótbolta með vinstra fæti. Við sátum aðeins saman í bekk þrjá vetur í allri okkar skólagöngu. Þetta gerði að verkum að stundatöfl- ur okkar féllu ekki saman nema í undantekningartilfellum. Það skipti þó ekki öllu máli því að við gátum ver- ið samferða í skólann og svo hittumst við í frímínútum. Einn veturinn kom upp hjá okkur metingur í reikningi. Systurnar í Kató leyfðu okkur að reikna heima eins og við vildum og fara fram úr heimaverkefnum ef svo háttaði og ef við lukum við einhverja reikningsbók frá Ríkisútgáfu náms- bóka afhentu þær okkur einfaldlega nýja bók með Talnadæmum. Meting- urinn byrjaði eiginlega með því að annar reiknaði ef til vill einni síðu meira en heimaverkefnið hljóðaði uppá. Hinn svaraði þá kannske með því að fara tvær síður umfram næst – og þagði vandlega um það þangað til komið var í kennslustundina. Ein- hverju sinni lá ég veikur heima í um vikutíma. Á sama tíma var Ásbjörn eldhress og reiknaði eins og honum væri borgað fyrir það og var kominn nánast heilli bók á undan mér þegar ég mætti í skólann aftur. Það tók langan tíma að ná honum og gekk ekki almennilega fyrr en hann leyfði það með því að hætta að reikna heima. Við gengum í skátahreyf- inguna sjö eða átta ára gamlir pattar og áttum fjölmörg ár í þeirri hreyf- ingu, nánast fram undir tvítugt þótt þátttakan væri ef til vill óhefðbundin á seinni árum. Á unglingsárunum höfðum við félagslegt athvarf í skáta- heimilinu Hraunbyrgi og vorum þar í nokkuð stórum hópi sameiginlegra vina og kunningja. Þannig séð skipti því ekki svo miklu máli hvort við vor- um saman í bekk eða ekki. Við sótt- um hvorugur mikið í það félagslíf sem skólalífið bauð uppá en þeim mun meira í frjálslegt félagslíf skáta- heimilisins. Það var ekki fyrr en kom að háskólaárunum að við fórum að fjarlægjast aðeins. Við lásum þó sam- an í hátíðarsal háskólans heilan vet- ur. Þar var fyrirferðarmestur hópur fyrsta árs læknanema, sem Ásbjörn tilheyrði. Fulltrúar annarra greina voru svo færri og hljóðlátari. Það var dálítið einkennilegt þá að horfast í augu við að þarna var Ásbjörn að eignast fullt af nýjum kunningjum og vinum og að við vorum að færast utar á jaðarinn hvor hjá öðrum því að ég var jú líka að mynda mín eigin kunn- ingjasambönd. Í miðju læknanáminu flutti Ás- björn svo á Garð og ég fór í fram- haldsnám til útlanda. Þegar við hitt- umst svo næst voru makar okkar komnir til sögunnar og vináttan end- urnýjaðist í formi fjölskyldna. Rétt eftir heimkomuna til Íslands fékk ég svo heldur betur að njóta Ásbjörns þegar hann kom mér í skyndi í hend- ur kollega sinna á Landakoti til lækn- inga. Meðan sú meðferð varði fylgd- ist hann með, studdi og huggaði fjölskyldu mína. Það var löngu fyrir daga Heimahlynningar. Hann sagði mér eftir á að ég hefði verið erfiður sjúklingur, frekur og leiðinlegur. Ég hafði að sjálfsögðu allt aðrar skýring- ar, taldi mig hafa sumpart verið hant- eraðan eins og eitthvert sálarlaust númer líkast því sem ég hefði verið til fyrir læknana en ekki þeir fyrir mig. Þetta entist okkur sem umræðuefni nokkuð lengi. Ekki veit ég hvort allir læknar sækja sýni í sjálfa sig í skyni fróðleiksöflunar eða reyna á sjálfum sér þau próf og prufutökur sem sjúk- lingar þurfa að gangast undir. Færi líkast til sumt betur ef þeir gerðu það fleiri. Það mundi þá ef til vill stundum gera meðferð sjúklinga markvissari. Ásbjörn sótti sýni í sjálfan sig þegar honum þótti henta og einhverju sinni þræddi hann sjálfan sig með svo- nefndri magasondu í því skyni að sækja sýni úr skeifugörn vegna ein- hverrar rannsóknar sinnar fremur en að velja úr einhvern sjúkling sem fórnarlamb. Frá unga aldri var Ás- björn rökviss og rökfastur og var fljótur að sjá kjarnann í hverju máli. Stundum tók það á taugarnar þegar hann var að flysja skoðanir mínar og álit nánast eins og lauk þar sem hann tók hvert lagið utan af þar til kannske ekkert stóð eftir. Hann var góður kennari og hafði sínar eigin aðferðir þar við. Ásbjörn starfaði á rann- sóknastofu Landsspítalans í ónæm- isfræði en það starf fullnægði honum engan veginn. Hann fékk því útrás í störfum sínum með Heimahlynningu og á þeim vettvangi fengu hans bestu eðliskostir notið sín. Hann var góður drengur og afar traustur þótt hlýjan væri samt hans aðalsmerki. Eru þeir vísast orðnir nokkuð margir sem hafa fengið að njóta sálarstyrks hans og nærveru á erfiðum stundum. Mikill harmur er kveðinn þeim Jó- hönnu, Ástu og Huldu, systkinum Ásbjörns og fjölskyldum þeirra. Við Sigríður og Iðunn Elsa sendum þeim öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessari raunastund. Farðu vel, bróðir og vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristinn. Með Ásbirni Sigfússyni er fallinn frá góður drengur og mikill maður. Hvernig er vinur og félagi til áratuga sem fellur frá langt fyrir aldur fram best kvaddur? Við þeirri spurningu eru engin góð svör, okkur er flestum orðs vant. Einhvers staðar segir að silfurkerin sökkvi í sjó en soðbollarn- ir fljóti og það virðist enn sannast hér, prýðisfólkið verður stundum skammlíft. Hópurinn sem braut- skráðist frá læknadeild 1975 var um margt sérstakur. Þar var margt hæfileikafólk, sterkir og áberandi einstaklingar sem náðu að mynda traustan hóp og samstæðan á 7 ára námsferli í læknadeild. Ýmsir kynnt- ust þar, aðrir höfðu kynnst í mennta- skóla og nokkrir höfðu kynnst í bernsku. Menn voru í „erfiðu námi“ eins og það hét, unnu mikið á nám- skeiðum, í tímum og á lesstofu. Í hópnum myndaðist sérstæður andi og samkennd, sem flestir þekkja er reynt hafa. Ýmislegt fleira en lækn- isfræði tók hugann, við höfðum hug- sjónir sem ekki hafa enn glatast, lét- um skoðanir í ljósi, bættum veröldina með ýmsum uppákomum, sem sumar voru umdeildar, en náðu allar mark- miðum sínum. Gleði og bjartsýni réð ríkjum í hópnum þrátt fyrir puð og próf, okkur voru allir vegir færir. Í þessum hópi naut Ásbjörn sín vel, hann kom þar fram sem leiðtogi, og sýndi alla þá kosti sem prýddu hann um ævina. Hann var á margan hátt sérstök manngerð, hann hafði til að bera hnífskarpa greind, mikla álykt- unarhæfni, mikla og stundum kald- hæðna kímnigáfu, hann var vinur vina sinna og knár maður og kvikur til orðs og æðis. Í sál hans þá og síðar rákust á bjartsýni, kjarkur, ótrúleg hjálpsemi og fórnfýsi og á stundum sorg og sút, eins og í sálum margra. Ásbjörn var maðurinn sem fór yfir torskilið efni með félögum sínum rétt fyrir próf, hvatti þá til dáða, og studdi þá líka þegar verulega kreppti að. Hann var einbeittur, stundum ein- þykkur og jafnvel þver, eiginleiki sem fylgdi honum til hinsta dags. Hann var þúsundþjalasmiður á vinnustað, ef eitthvað fór úrskeiðis, tæki, tól eða aðferð, var hann kall- aður til og kippti í liðinn. Einhvern tíma á lífsleiðinni áttuðum við okkur á því hvað má prýða góðan lækni. Hann þarf að hafa faglega þekkingu byggða á vísindalegum grunni, góða þjálfun, og rétt viðbrögð við hvers kyns vanda á hraðbergi. Hann þarf ekki síður að geta sýnt samhygð, samúð, geta talað við fólk án yfirlæt- is, geta tjáð sig um tilfinningar þess og sínar eigin, geta tekið ákvarðanir sem byggjast á siðrænum grunni. Ásbjörn var góður læknir og samein- aði þetta tvennt flestum mönnum betur. Hann var í hópi bestu klín- ískra lækna sem ég hef starfað með, og kannski var það hans Akkilesar- hæll að gefa þeim hæfileikum sínum ekki meiri gaum. Ég átti þess einnig kost að vinna með honum að vísinda- rannsóknum, og þar nutu ályktunar- hæfni, sköpunargáfa og greind hans sín vel. Ásbjörn var maður fjölskyldu sinnar, hann skildi mikilvægi sam- vistanna, og var raunverulegur vinur barna sinna og félagi, eiginleiki sem margir foreldrar mættu taka sér til fyrirmyndar. Þau Jóhanna höfðu fundið sér samastað í sumarhúsi skammt frá Reynisdröngum, þar sem þau leituðu skjóls frá amstri daganna. Þar nutu þau lífsins og samvistanna og þar var dægurþrasið léttvægt. Fyrir einhverja gráglettni örlaganna lést hann þar af slysförum. Í Hávamálum segir: „Veistu ef vin þú átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft.“ Við hefðum eins og fleiri mátt hlusta betur á höfund Hávamála í þessu efni, samskiptastundir utan vinnustaðar urðu of fáar á seinni ár- um. Við höfum nú minningarnar ein- ar um góðan dreng. Ég er þakklátur fyrir viðkynnin og samfylgdina. Við vottum Jóhönnu og dætrunum tveimur djúpa samúð okkar, okkar missir er mikill, þeirra enn meiri. F.h. lækna brautskráðra 1975, Sigurður Guðmundsson. Ásbjörn Sigfússon var einhver sá hæfasti en jafnframt hógværasti maður sem ég hef kynnst. Nokkru eftir að hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands með frábærum árangri árið 1975 hringdu í mig með stuttu millibili til London, þar sem ég starfaði um þær mundir, tveir reyndir læknar, sem hann vann þá með. Spurðu hvort ég gæti greitt götu Ásbjörns Sigfússonar, sérlega efnilegs unglæknis sem hygðist sér- hæfa sig í ónæmisfræði. Þetta fund- ust mér góðar fréttir því að ég hafði þá þegar nokkrum sinnum átt orða- stað við Ásbjörn á læknisfræðilegum fundum og þótt mikið til þess koma hversu skarpur og íhugull hann var, gagnrýninn en jákvæður. Ásbjörn hóf sérfræðinám sitt í London í ársbyrjun 1982 um það leyti sem vaxandi áhersla var lögð á það í breskum háskólasjúkrahúsum að þróa læknisfræðilega ónæmisfræði í sem nánustum tengslum við grunn- rannsóknir. Ásbjörn stundaði nám sitt í stofnun innan University Coll- ege-sjúkrahússins í London þar sem þessi þróun var þá komin einna lengst. Forstöðumenn þessarar stofnunar voru í allra fremstu röð á alþjóðlega vísu og kröfuharðir í sam- ræmi við það. Í þessu umhverfi blómstraði Ásbjörn, ég þekkti nokkra samstarfsmenn hans og þeir voru ósparir á að hrósa honum þegar ég hitti þá á förnum vegi eða á fund- um. Það kom mér því ekki á óvart að Ásbjörn fékk lektorsstöðu við Lund- únaháskóla og stofnunina á Univers- ity College eftir aðeins eitt ár, en slík viðurkenning var þó fágæt eftir svo skamman tíma. Ásbjörn flutti til Íslands fyrir 16 árum og kom þá jafnfram til liðs við nýstofnaða ónæmisfræðideild á Landspítalanum og þar starfaði hann óslitið þangað til hann lést af slysför- um hinn 8. september sl. einungis 52 ára gamall. Skerfur Ásbjörns í upp- byggingu og þróun ónæmisfræði hér- lendis er ómetanlegur. Hann varð frá byrjun einn af megin burðarásum ónæmisfræðideildar Landspítalans, afburða góður læknir, kennari og vís- indamaður, vitur, trygglyndur, ráð- hollur og hjálpsamur með afbrigðum. Ásbjörn lagði sig mjög fram um að leysa viðfangsefni sín sem best af hendi, hann var einkar metnaðar- gjarn í störfum sínum, bæði sem læknir og vísindamaður, en metorða- gjarn var hann ekki. Þannig munu nú vera um sex ár síðan þáverandi stjórn Landspítalans samþykkti að bjóða honum stöðu yfirlæknis m.a. vegna mikilvægrar starfsemi sem hann hafði byggt upp og stjórnað í samvinnu við blóðfræðinga sjúkra- hússins. Ásbjörn þurfti einungis að fullnægja því formsatriði að sækja um þessa stöðuhækkun en það hafði hann hins vegar ennþá ekki gert þeg- ar hann féll frá. Ég hnippti nokkrum sinnum í hann út af þessu máli, en hann sagðist einfaldlega meta það svo að þessi stöðuhækkun mundi ekki á nokkurn hátt hjálpa honum eða ónæmisfræðideildinni til þess að ná settum markmiðum og brosti góð- látlega þegar ég reyndi að malda í móinn. Svipuðu máli gegndi um há- skólavegtyllur. Ásbjörn var mjög góður og farsæll vísindamaður og jafnframt einstaklega skýr og skemmtilegur kennari, og engan þekki ég sem var hugkvæmari í að út- skýra flókin hugtök eða ferli með ein- földum samlíkingum sem hittu beint í mark. Ég hvatti hann nokkrum sinn- um til að sækja um kennarastöðu við læknadeild en hann kvaðst ekki verða neitt betri kennari eða vísinda- maður þótt hann fengi kennaratitil. Ég sakna Ásbjörns afar mikið og veit að það gerir allt samstarfsfólk hans á ónæmisfræðideild Landspít- alans. Það skarð sem hann skilur eft- ir sig verður seint bætt einfaldlega vegna þess hversu fágætlega ósér- drægur, hjálpfús og góðviljaður hann var. Við á ónæmisfræðideild Landspít- alans sendum þeim Jóhönnu, Ástu, Huldu og öðrum aðstandendum Ás- björns innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Helgi Valdimarsson.  Fleiri minningargreinar um Ás- björn Sigfússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.       (   ( 5> @$*B E  > 6)                2   A" #   " >"00" 1              <     )- > %) 5 " % 5. %E  B  2  &  % 2   ; ( * (     ( * %   (   % ( % !A;$;/ !9!??; 9F  ' ( ' :   23 )   2      (#        % ( ; "  $J %)  8! & ) J %) >$)  . ) %)         .  . .  .  .  ' &       (  9/A5$9!?? & >% %        8      /0" #   " ,"00"  % >    . $ ' %)      .  . .  .  .  B  2    2   ; ( *   (  % @;?*A; !"9!??;        <  +  %   7 " * " )   2      <    & %" .   % ' % % 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.