Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 35 STÓRÚTSALA Skipholti 35 - sími 553 5677 Opið kl. 11-18 Opið laugardagakl. 10-14 Gardínuefni frá 100 kr. metrinn Rúmteppaefni á 995 kr. metrinn Stórísar, blúndur, vóal og kappar 20-70% afsláttur Leiðsögunám Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra ferðamanna á ferð um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntmálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.  Helstu námsgreinar:  Ferðalandafræði Íslands. Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, atvinnuvegir, stjórnmál, bókmenntir og listir.  Mannleg samskipti og hópasálfræði.  Skipulagðar ferðir, afþreyingaferðir og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Kennt er 3 kvöld í viku, en auk þess er farið í vettvangsferðir á laugardögum. Bíldshöfða 18, sími 567 1466 Opið til kl. 22:00 SÁ ÓFRIÐUR sem magnaður hefur verið á hendur Austfirðing- um að undanförnu í sambandi við fyrir- hugaða stóriðju eystra er vafalítið eitt athygl- isverðasta fyrirbrigðið í íslenskum þjóðmál- um á síðari áratugum og verður að teljast einsdæmi. Tiltölulega lítill hópur afturhald- samra öfgamanna hef- ur skorið upp herör gegn öllum fyrirætl- unum um stóriðju austanlands og hefur þar með snúist gegn farsælli þróun atvinnumála í land- inu. Undir þennan málflutning hafa heilu stjórnmálasamtökin tekið og hvergi látið sitt eftir liggja í þeirri aðför; vinstrisinnaðir pólitíkusar hafa farið mikinn með brauki, bramli og orðsins brandi gegn öll- um hugmyndum um uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi og hafa líka verið dyggilega studdir til dáða af fjölmiðlum. Virkjunaráformum austanlands er fundið allt til for- áttu, uppbygging stóriðju þar eystra stimpluð sem algjört glap- ræði og sjálfumglaðir andófsmenn hafa æ ofaní æ fordæmt þær að- gerðir sem gætu leitt til fjölbreytt- ara atvinnulífs og aukinnar hag- sældar á landsbyggðinni. Þeir hafa í leiðinni bent Austfirðingum á þá lífsbjörg sem helst sé við þeirra hæfi, nefnilega að tína fjallagrös í vaðmálspoka eða annars bara að éta skít – það fari þeim kannski best. Menntað sunnlenskt baráttu- lið elskar á hinn bóginn innilega og ofurheitt öll hrjóstrin norðan Vatnajökuls, sandauðnirnar ferlegu og endalausu,uppblásnu grjótholt- in, alla stórskornu jökulruðn- ingana, örfoka melöldurnar, fallegu hreindýrin og grágæsirnar sem alltaf eru á hrakhólum með varp- stöðvar á hálendinu og eru stund- um ófleygar, aumingja greyin! Dýralífið er mun þýðingarmeira en mannlífið í fjórðungnum. Þvílíkt reginslys ef lítill hluti þeirrar víð- lendu kaldrana-eyðimerkur á vest- uröræfum hyrfi undir lón við stór- virkjun á Austurlandi! Fólkið bara fyrir Áhrifamesta aðgerðin til að friða öræfin væri þó ef unnt yrði að losa allan fjórðunginn við fólkið sem enn hímir þar eystra við rýran kost, í stað þess að hypja sig bara burt: Allt handa mér, ekkert handa þér, er boðskapurinn. Fróm ósk andófsmannanna er að þetta land- svæði verði eitt allsherjar spáss- érsvæði, helst handa útlendingum ef unnt reynist að lokka þá þangað inn á ískalda auðnina. Að nýta þetta kuldalega eyðimerkurland og óbeislaða vatnsorku á svæðinu í þágu íbú- anna, það finnst „nátt- úruelskendum“ hrein fásinna og sóun. Þeim þykir það ósvinna að til svo gífurlegra fjár- festinga komi á Aust- urlandi ef virkjað yrði í Fljótsdal – „alias“ við Kárahnjúka – og stórt álver reist í Reyðar- firði. Sú fjárfesting væri í alröngum lands- fjórðungi; atvinnuskapandi á röngu landshorni. Afstaða sem minnir heldur óþægilega á viðhorf herra- þjóðarinnar forðum til mörlandans tómláta – til fjarlægrar og snauðr- ar nýlenduþjóðar úti í hafsauga. Þögnin Til þess að gera aðförina að Austfirðingum ennþá sértækari koma nú fram óskir álframleiðanda í Hvalfirði um bráðnauðsynlega helmingsstækkun iðjuversins þar, frá öðrum álframleiðanda innan bæjarmarka Hafnarfjarðar ósk um bráðnauðsynlega stækkun þeirrar „fabrikku“ um helming – 400 ný störf þar, 800 ný störf hér. Og viti menn! Allt dettur þá skyndilega í dúnalogn hjá náttúruvinum og vinstrisinnuðum hagspekingum, engin hávær gagnrýni, engin vand- læting! Það er skyndilega orðið ein- staklega gott mál þetta ál, gott, fagurt og indælt í alla staði og vinstri fylkingar gegn uppbyggingu stóriðju á Austurlandi steinþegja, hafa bara alls ekki neitt við þessi risavöxnu stækkunaráform að at- huga. Engin hættuleg mengun, engin náttúruspjöll né taprekstur: Allt í þessu stakasta lagi, því þarna er víst um að ræða beina hagsmuni fólksins í langfjölmennustu kjör- dæmunum og það væri pólitískt sjálfsmorð að ætla sér að styggja það fólk með ógætilegu tali eða mótmælaaðgerðum gegn stóriðju. Skuldaskil Nú er langt til næstu alþingis- kosninga, tæp tvö ár, og forystu- menn þeirra stjórnmálahreyfinga sem hvað einarðast hafa barist gegn öllum virkjunaráformum og stóriðju á Austurlandi þykjast þess fullvissir að alþýða manna gleymi fljótt því sem gerðist í fyrra og hittiðfyrra. Árið 2003 þegar flokk- arnir þurfa næst að leita eftir stuðningi kjósenda til að koma út- völdum fulltrúum sínum á þing og treysta áhrif sín á landsvísu, þá stíga frambjóðendur Samfylkingar og Vinstri grænna í pontu, biðla til austfirskra og norðlenskra kjós- enda og biðja um atkvæði þeirra sér til handa. Þeir munu þá vit- anlega ekki lengur hvetja Austfirð- inga og Norðlendinga til að tína fjallagrös í atvinnuskyni, prjóna lopapeysur og hneigja sig fyrir út- lendum ferðamönnum. Nei, vissu- lega ekki; þá verður tónninn orðinn allur annar, þýðari og til muna áheyrilegri: Norðlendingum og Austfirðingum víst lofað skíragulli í hvers manns vasa, betri búsetu og auðugra mannlífi eftir alveg splúnkunýrri sósíalískri töfraform- úlu. Og auðtrúa fólk er vísast til að kjósa þessa tungulipru frambjóð- endur yfir sig eina ferðina enn – minnið er svo stutt. Að kosningum loknum er svo hlegið dátt að fáráð- lingunum. „Jæja, það tókst þá aft- ur!“ Við þeirri dæmalausu herferð gegn framtíðarþróun Austurlands og Norðurlands eystra, við þessari aðför að lífskjörum og búsetu fólks sem býr á þessum slóðum, er ein- ungis til eitt rökrétt pólitískt svar: Ætli þetta fólk ekki að láta troða framar á sér á sama hátt og gert hefur verið svo óhikað og blygð- unarlaust tvö undanfarin ár af nafngreindum pólitískum aðilum, þá verða íbúarnir að svara fyrir sig svo um munar og verja hendur sín- ar með ótvíræðu pólitísku svari við næstu kosningar til Alþingis – svari sem eftir yrði tekið – og hrista þar með af sér þá óværu sem lagst hef- ur á fjórðunginn í mynd tilgerð- arlegra „náttúruelskenda“, tæki- færissinnaðra pólitíkusa og skefja- lausra eiginhagsmunaseggja. Svarið þarf að vera algjört rot- högg; „a knock-out“. Upphlaupsmenn gegn Austfirðingum Halldór Vilhjálmsson Öfgamenn Auðtrúa fólk er vísast til að kjósa þessa tungu- lipru frambjóðendur, segir Halldór Vil- hjálmsson, yfir sig eina ferðina enn – minnið er svo stutt. Höfundur er menntaskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.