Morgunblaðið - 18.09.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.09.2001, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 35 STÓRÚTSALA Skipholti 35 - sími 553 5677 Opið kl. 11-18 Opið laugardagakl. 10-14 Gardínuefni frá 100 kr. metrinn Rúmteppaefni á 995 kr. metrinn Stórísar, blúndur, vóal og kappar 20-70% afsláttur Leiðsögunám Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra ferðamanna á ferð um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntmálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.  Helstu námsgreinar:  Ferðalandafræði Íslands. Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, atvinnuvegir, stjórnmál, bókmenntir og listir.  Mannleg samskipti og hópasálfræði.  Skipulagðar ferðir, afþreyingaferðir og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Kennt er 3 kvöld í viku, en auk þess er farið í vettvangsferðir á laugardögum. Bíldshöfða 18, sími 567 1466 Opið til kl. 22:00 SÁ ÓFRIÐUR sem magnaður hefur verið á hendur Austfirðing- um að undanförnu í sambandi við fyrir- hugaða stóriðju eystra er vafalítið eitt athygl- isverðasta fyrirbrigðið í íslenskum þjóðmál- um á síðari áratugum og verður að teljast einsdæmi. Tiltölulega lítill hópur afturhald- samra öfgamanna hef- ur skorið upp herör gegn öllum fyrirætl- unum um stóriðju austanlands og hefur þar með snúist gegn farsælli þróun atvinnumála í land- inu. Undir þennan málflutning hafa heilu stjórnmálasamtökin tekið og hvergi látið sitt eftir liggja í þeirri aðför; vinstrisinnaðir pólitíkusar hafa farið mikinn með brauki, bramli og orðsins brandi gegn öll- um hugmyndum um uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi og hafa líka verið dyggilega studdir til dáða af fjölmiðlum. Virkjunaráformum austanlands er fundið allt til for- áttu, uppbygging stóriðju þar eystra stimpluð sem algjört glap- ræði og sjálfumglaðir andófsmenn hafa æ ofaní æ fordæmt þær að- gerðir sem gætu leitt til fjölbreytt- ara atvinnulífs og aukinnar hag- sældar á landsbyggðinni. Þeir hafa í leiðinni bent Austfirðingum á þá lífsbjörg sem helst sé við þeirra hæfi, nefnilega að tína fjallagrös í vaðmálspoka eða annars bara að éta skít – það fari þeim kannski best. Menntað sunnlenskt baráttu- lið elskar á hinn bóginn innilega og ofurheitt öll hrjóstrin norðan Vatnajökuls, sandauðnirnar ferlegu og endalausu,uppblásnu grjótholt- in, alla stórskornu jökulruðn- ingana, örfoka melöldurnar, fallegu hreindýrin og grágæsirnar sem alltaf eru á hrakhólum með varp- stöðvar á hálendinu og eru stund- um ófleygar, aumingja greyin! Dýralífið er mun þýðingarmeira en mannlífið í fjórðungnum. Þvílíkt reginslys ef lítill hluti þeirrar víð- lendu kaldrana-eyðimerkur á vest- uröræfum hyrfi undir lón við stór- virkjun á Austurlandi! Fólkið bara fyrir Áhrifamesta aðgerðin til að friða öræfin væri þó ef unnt yrði að losa allan fjórðunginn við fólkið sem enn hímir þar eystra við rýran kost, í stað þess að hypja sig bara burt: Allt handa mér, ekkert handa þér, er boðskapurinn. Fróm ósk andófsmannanna er að þetta land- svæði verði eitt allsherjar spáss- érsvæði, helst handa útlendingum ef unnt reynist að lokka þá þangað inn á ískalda auðnina. Að nýta þetta kuldalega eyðimerkurland og óbeislaða vatnsorku á svæðinu í þágu íbú- anna, það finnst „nátt- úruelskendum“ hrein fásinna og sóun. Þeim þykir það ósvinna að til svo gífurlegra fjár- festinga komi á Aust- urlandi ef virkjað yrði í Fljótsdal – „alias“ við Kárahnjúka – og stórt álver reist í Reyðar- firði. Sú fjárfesting væri í alröngum lands- fjórðungi; atvinnuskapandi á röngu landshorni. Afstaða sem minnir heldur óþægilega á viðhorf herra- þjóðarinnar forðum til mörlandans tómláta – til fjarlægrar og snauðr- ar nýlenduþjóðar úti í hafsauga. Þögnin Til þess að gera aðförina að Austfirðingum ennþá sértækari koma nú fram óskir álframleiðanda í Hvalfirði um bráðnauðsynlega helmingsstækkun iðjuversins þar, frá öðrum álframleiðanda innan bæjarmarka Hafnarfjarðar ósk um bráðnauðsynlega stækkun þeirrar „fabrikku“ um helming – 400 ný störf þar, 800 ný störf hér. Og viti menn! Allt dettur þá skyndilega í dúnalogn hjá náttúruvinum og vinstrisinnuðum hagspekingum, engin hávær gagnrýni, engin vand- læting! Það er skyndilega orðið ein- staklega gott mál þetta ál, gott, fagurt og indælt í alla staði og vinstri fylkingar gegn uppbyggingu stóriðju á Austurlandi steinþegja, hafa bara alls ekki neitt við þessi risavöxnu stækkunaráform að at- huga. Engin hættuleg mengun, engin náttúruspjöll né taprekstur: Allt í þessu stakasta lagi, því þarna er víst um að ræða beina hagsmuni fólksins í langfjölmennustu kjör- dæmunum og það væri pólitískt sjálfsmorð að ætla sér að styggja það fólk með ógætilegu tali eða mótmælaaðgerðum gegn stóriðju. Skuldaskil Nú er langt til næstu alþingis- kosninga, tæp tvö ár, og forystu- menn þeirra stjórnmálahreyfinga sem hvað einarðast hafa barist gegn öllum virkjunaráformum og stóriðju á Austurlandi þykjast þess fullvissir að alþýða manna gleymi fljótt því sem gerðist í fyrra og hittiðfyrra. Árið 2003 þegar flokk- arnir þurfa næst að leita eftir stuðningi kjósenda til að koma út- völdum fulltrúum sínum á þing og treysta áhrif sín á landsvísu, þá stíga frambjóðendur Samfylkingar og Vinstri grænna í pontu, biðla til austfirskra og norðlenskra kjós- enda og biðja um atkvæði þeirra sér til handa. Þeir munu þá vit- anlega ekki lengur hvetja Austfirð- inga og Norðlendinga til að tína fjallagrös í atvinnuskyni, prjóna lopapeysur og hneigja sig fyrir út- lendum ferðamönnum. Nei, vissu- lega ekki; þá verður tónninn orðinn allur annar, þýðari og til muna áheyrilegri: Norðlendingum og Austfirðingum víst lofað skíragulli í hvers manns vasa, betri búsetu og auðugra mannlífi eftir alveg splúnkunýrri sósíalískri töfraform- úlu. Og auðtrúa fólk er vísast til að kjósa þessa tungulipru frambjóð- endur yfir sig eina ferðina enn – minnið er svo stutt. Að kosningum loknum er svo hlegið dátt að fáráð- lingunum. „Jæja, það tókst þá aft- ur!“ Við þeirri dæmalausu herferð gegn framtíðarþróun Austurlands og Norðurlands eystra, við þessari aðför að lífskjörum og búsetu fólks sem býr á þessum slóðum, er ein- ungis til eitt rökrétt pólitískt svar: Ætli þetta fólk ekki að láta troða framar á sér á sama hátt og gert hefur verið svo óhikað og blygð- unarlaust tvö undanfarin ár af nafngreindum pólitískum aðilum, þá verða íbúarnir að svara fyrir sig svo um munar og verja hendur sín- ar með ótvíræðu pólitísku svari við næstu kosningar til Alþingis – svari sem eftir yrði tekið – og hrista þar með af sér þá óværu sem lagst hef- ur á fjórðunginn í mynd tilgerð- arlegra „náttúruelskenda“, tæki- færissinnaðra pólitíkusa og skefja- lausra eiginhagsmunaseggja. Svarið þarf að vera algjört rot- högg; „a knock-out“. Upphlaupsmenn gegn Austfirðingum Halldór Vilhjálmsson Öfgamenn Auðtrúa fólk er vísast til að kjósa þessa tungu- lipru frambjóðendur, segir Halldór Vil- hjálmsson, yfir sig eina ferðina enn – minnið er svo stutt. Höfundur er menntaskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.