Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um starfsmannaráðningar Ráðningar morgundagsins HINN 20. septem-ber heldur Mann-auðslína IMG ráðstefnu á Grand Hóteli og hefst hún klukkan 9 ár- degis og lýkur klukkan 13. Undir Mannauðslínu heyrir Mannafl, Liðsauki og Vinna.is. Ingibjörg Óð- insdóttir, ráðgjafi í starfs- mannaráðningu hjá Mannafli, hefur haft um- sjón með undirbúningi ráðstefnunnar. Hún var spurð hvað þarna ætti að fjalla um. „Yfirskrift ráðstefn- unnar er Ráðningar morgundagsins. Síbreyti- legur vinnumarkaður kallar á nýjar og nýjar að- ferðir við að finna og ráða hæft starfsfólk. Sú að- ferðafræði sem er notuð í dag gæti verið úrelt á morgun. Á ráð- stefnunni verður fjallað um allt það nýjasta sem er að gerast í starfsmannaráðningum úti í heimi og rætt um þær breytingar sem orðið hafa á vinnumarkaði hér og hvernig fyrirtæki í ólíku starfsumhverfi hafa tekist á við þær.“ – Hverjir halda fyrirlestra? „Við köllum til þrjá erlenda fyrirlesara sem hver um sig er sérhæfður á sínu sviði. Fyrstan ber að nefna Petri Kujala sem kemur frá StepStone sem er mjög þekkt alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í starfsmanna- ráðningum á Netinu. Hann ætlar að fjalla um evrópska vinnu- markaðinn, nýjar og hefðbundn- ar leiðir til að ráða fólk og net- ráðningar og áhrif þeirra. Morten Lunde kemur frá Horton International sem er ráðgjafar- fyrirtæki sem starfar í fjörutíu löndum og sérhæfir sig í stjórn- endaleit og stjórnunarráðgjöf. Hann ræðir um hvernig eigendur og stjórnendur fyrirtækja geta þróað fyrirtæki sín þannig að þau standi undir framtíðarkröfum mannauðsins og hvernig stjórn- endur geta tekist á við það að finna og laða að besta fólkið. Loks talar Rudi Myrvang frá SHL sem að sérhæfir sig í gerð sálfræðilegra mælitækja tengdra vinnuumhverfinu. SHL býður upp á áreiðanleg og réttmæt próf og ráðgjöf til að auðvelda ákvarð- anatöku á sviði ráðninga og starfsþróunar. Það fyrirtæki starfar í yfir fjörutíu löndum og eru mælitæki þeirra notuð á yfir þrjátíu tungmálum. Rudi fjallar um aukið gildi þess að nota próf við ráðningar og hvernig best sé að nota þau til að ná sem mestum árangri við val á starfsfólki.“ – Eru ráðningamál að breytast mikið núna hér? „Já, vinnumarkaðurinn hefur tekið breytingum á þann veg að núna er meira framboð af hæfu fólki en verið hefur lengi. Við þessu þarf að bregðast. Markmið ráðstefnunn- ar er að auðvelda fyr- irtækjum að takast á við þessar breytingar.“ – Verða íslenskir fyrirlesarar? „Já, það koma þrír íslenskir fyrirlesarar fram á ráðstefnunni frá fyrirtækjum sem eru í ólíkum rekstri. Þeir fjalla m.a. um hvernig þeir hafa brugðist við breyttum vinnumarkaði. Hvort ímynd fyrirtækja hefur áhrif á áhuga fólks á að starfa hjá fyr- irtækinu og hvort ráðningar við opinber fyrirtæki eru frábrugðn- ar hinum. Erna Arnardóttir, starfsmannastjóri Huga, fjallar um hvernig tölvugeirinn hefur tekið breytingum með auknu framboði af hæfu fólki. Margrét Guðmundsdóttir frá Skeljungi fjallar um áhrif ímyndar fyrir- tækja á ráðningar. Birgir Björn Sigurjónsson, skrifstofustjóri á starfmannaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, ræðir um ráðning- ar í opinbera geiranum. Gísli Marteinn Baldursson verður ráð- stefnustjóri hjá okkur.“ – Verða umræður um fyrir- lestrana? „Já, í lok hvers fyrirlesturs er ráðstefnugestum gefinn kostur á að spyrja fyrirlesara um erindið og eigum við von á að þar skapist skemmtilegar umræður um nútíð og framtíð starfsmannamála sem allir þeir sem ráða starfsfólk ættu að vera þátttakendur í.“ – Hver er markhópur ráð- stefnunnar? „Allir þeir sem ráða starfsfólk inn í fyrirtæki og þegar hafa margir starfsmannastjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja skráð sig. Ráðstefnan er öllum opin.“ – Eru próf af því tagi sem þú nefndir áðan mikið notuð við ráðningar á Íslandi? „Þau hafa verið notuð hjá Mannauðslínu IMG í einhvern tíma en við höfum verið að þróa prófin og bæta og komum í fram- tíðinni til með að bjóða upp á sér- hæfð próf sem henta í hverju til- viki fyrir sig. Má þar nefna persónuleikapróf sem oft er lagt fyrir stjórn- endur eða fólk sem ráða á inn í stjórnun- arstöður, bæði við ný- ráðningar og við starfsþróun. Einnig bjóðum við upp á tungumálapróf, tölvupróf og önnur sérhæfð próf. Segja má í stuttu máli að notkun svona prófa sé að aukast þar sem breyttur vinnumarkaður kallar á nýjar aðferðir við að finna hæf- asta einstaklinginn. Það eru ekki endilega prófgráður sem skera úr um hve hæft fólk er til tiltek- inna starfa. Þessi próf geta þrengt þann hóp einstaklinga sem koma til greina hverju sinni. Ingibjörg Óðinsdóttir  Ingibjörg Óðinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 19. janúar 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1986 og tók BSc-próf í fjölmiðlafræði frá Ohio University í Athens í Bandaríkjunum. Hún starfaði sem blaðamaður við DV en hefur unnið við starfsmannaráðningar frá 1997, nú hjá Mannafli. Ingi- björg er gift Lárusi Elíassyni sem er með masterspróf í véla- fræði og MBA. Þau eiga þrjú börn. Breyttur vinnumark- aður kallar á nýjar aðferðir KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Umbi sf. vinnur um þessar mundir að gerð kvikmyndar um íslensku sauð- kindina. Guðný Halldórsdóttir, for- svarsmaður félagsins, segir að í myndinni verði leitast við að sýna hve mikilvægu hlutverki sauðkind- in hefur gegnt fyrir þjóðina allt frá landnámsöld. Án sauðkindarinnar hefði þjóðin ekki lifað í þessu landi, segir Guðný. Hún segir að of nei- kvæð umræða sé hjá mörgum um þessa mikilvægu skepnu og þeirri umræðu þurfi að snúa til betri veg- ar. Tekin verða upp margs konar vinnubrögð sem tengjast sauð- fjárbúskap og framleiðslu á því sem sauðkindin gefur af sér. Guðný og kvikmyndatökulið hennar var að taka upp atriði frá fjallferð Hruna- manna nú á dögunum þegar sauðfé af afréttinum var smalað til byggða. Gert er ráð fyrir að lengd myndarinnar verði um klst. Ætl- unin er að sýna myndina í sjónvarpi og skólum landsins. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Guðný Halldórsdóttir og myndatökulið hennar við afréttarhlið á Hrunamannaafrétti. Unnið að gerð heimildarmynd- ar um íslensku sauðkindina Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. OPINBER heimsókn forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Grikklands hefst í dag. Hann mun eiga fund með forseta Grikklands, Constantinos Stephano- poulos, fyrir hádegi í dag en að þeim tíma loknum halda þeir sameiginleg- an blaðamannafund í forsetahöllinni í Aþenu. Þá mun forsetinn funda með forseta gríska þingsins, Apostolos Kaklamanis. Eftir hádegi mun forseti Íslands heimsækja miðbæjarmatvörumark- að Aþenu en þar verður kynning á ís- lenskum sjávarafurðum á vegum Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda – SÍF. Síðdegis verður forsetinn síðan við opnun á sýningu sem helguð er Hall- dór K. Laxness í menningarmiðstöð Aþenu. Mun forsetinn opna sýn- inguna formlega með ávarpi og af- henda borgarstjóra Aþenu bókagjöf að því búnu. Hittir stjórnmálaleiðtoga Síðla dags fundar forseti Íslands og föruneyti, þ.á m. Sólveig Péturs- dóttir dóms- og kirkjumálaráðherra með leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Grikklandi, K. Karamanlis. Einnig funda þau með aðalritara gríska kommúnistaflokksins, A. Papariga og með formanni Bandalagsflokks- ins, N. Constantopoulos. Að auki mun Sólveig Pétursdóttir eiga fund með samstarfsráðherra sínum í Grikklandi. Í kvöld heldur forseti Grikklands hátíðarkvöldverð í forsetahöllinni til heiðurs forseta Íslands. 20 manna föruneyti Dagskrá forseta Íslands er einnig þéttskipuð á morgun. Þá mun hann m.a. eiga fund með íslenskum og grískum viðskiptaaðilum í Grikk- landi, borgarstjóra Aþenuborgar, D. Avramopoulos og forsætisráðherra Grikklands, Constantinos Simitis. Með Ólafi Ragnari Grímssyni í för er auk heitkonu hans, Dorrit Mouss- aieff, 20 manna fylgdarlið. Það eru: Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Páls- son, sendiherra Íslands í Grikklandi, og Ingibjörg Rafnar, eiginkona hans, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Guðný Aðalsteinsdóttir, eiginkona hans, Stefán Lárus Stefánsson for- setaritari og Guðrún Bryndís Harð- ardóttir, eiginkona hans, Örnólfur Thorsson, sérstakur ráðgjafi forseta Íslands, og Margrét Þóra Gunnars- dóttir, eiginkona hans, Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri á skrif- stofu forseta, og Ragna Þórhallsdótt- ir, deildarstjóri á skrifstofu forseta. Þá eru með í för Ingvi Hrafn Ósk- arsson, aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra, og Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, Hannes Heimisson, skrifstofustjóri upplýsinga- og menningarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, Halldór Guðmundsson, formaður stjórnar Listahátíðar Reykjavíkur og for- stjóri Eddu-útgáfu og miðlunar, og Anna V. Gunnarsdóttir, eiginkona hans, Sigurður A. Magnússon, rithöf- undur og varaformaður Grikklands- vinafélagsins Hellas, Constantin Lyberopoulos, aðalræðismaður Ís- lands í Grikklandi, Emilía Kofoed- Hansen vararæðismaður og Sturla Birgisson matreiðslumeistari. Forseti Íslands í opinberri heimsókn í Grikklandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.