Morgunblaðið - 18.09.2001, Side 8

Morgunblaðið - 18.09.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um starfsmannaráðningar Ráðningar morgundagsins HINN 20. septem-ber heldur Mann-auðslína IMG ráðstefnu á Grand Hóteli og hefst hún klukkan 9 ár- degis og lýkur klukkan 13. Undir Mannauðslínu heyrir Mannafl, Liðsauki og Vinna.is. Ingibjörg Óð- insdóttir, ráðgjafi í starfs- mannaráðningu hjá Mannafli, hefur haft um- sjón með undirbúningi ráðstefnunnar. Hún var spurð hvað þarna ætti að fjalla um. „Yfirskrift ráðstefn- unnar er Ráðningar morgundagsins. Síbreyti- legur vinnumarkaður kallar á nýjar og nýjar að- ferðir við að finna og ráða hæft starfsfólk. Sú að- ferðafræði sem er notuð í dag gæti verið úrelt á morgun. Á ráð- stefnunni verður fjallað um allt það nýjasta sem er að gerast í starfsmannaráðningum úti í heimi og rætt um þær breytingar sem orðið hafa á vinnumarkaði hér og hvernig fyrirtæki í ólíku starfsumhverfi hafa tekist á við þær.“ – Hverjir halda fyrirlestra? „Við köllum til þrjá erlenda fyrirlesara sem hver um sig er sérhæfður á sínu sviði. Fyrstan ber að nefna Petri Kujala sem kemur frá StepStone sem er mjög þekkt alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í starfsmanna- ráðningum á Netinu. Hann ætlar að fjalla um evrópska vinnu- markaðinn, nýjar og hefðbundn- ar leiðir til að ráða fólk og net- ráðningar og áhrif þeirra. Morten Lunde kemur frá Horton International sem er ráðgjafar- fyrirtæki sem starfar í fjörutíu löndum og sérhæfir sig í stjórn- endaleit og stjórnunarráðgjöf. Hann ræðir um hvernig eigendur og stjórnendur fyrirtækja geta þróað fyrirtæki sín þannig að þau standi undir framtíðarkröfum mannauðsins og hvernig stjórn- endur geta tekist á við það að finna og laða að besta fólkið. Loks talar Rudi Myrvang frá SHL sem að sérhæfir sig í gerð sálfræðilegra mælitækja tengdra vinnuumhverfinu. SHL býður upp á áreiðanleg og réttmæt próf og ráðgjöf til að auðvelda ákvarð- anatöku á sviði ráðninga og starfsþróunar. Það fyrirtæki starfar í yfir fjörutíu löndum og eru mælitæki þeirra notuð á yfir þrjátíu tungmálum. Rudi fjallar um aukið gildi þess að nota próf við ráðningar og hvernig best sé að nota þau til að ná sem mestum árangri við val á starfsfólki.“ – Eru ráðningamál að breytast mikið núna hér? „Já, vinnumarkaðurinn hefur tekið breytingum á þann veg að núna er meira framboð af hæfu fólki en verið hefur lengi. Við þessu þarf að bregðast. Markmið ráðstefnunn- ar er að auðvelda fyr- irtækjum að takast á við þessar breytingar.“ – Verða íslenskir fyrirlesarar? „Já, það koma þrír íslenskir fyrirlesarar fram á ráðstefnunni frá fyrirtækjum sem eru í ólíkum rekstri. Þeir fjalla m.a. um hvernig þeir hafa brugðist við breyttum vinnumarkaði. Hvort ímynd fyrirtækja hefur áhrif á áhuga fólks á að starfa hjá fyr- irtækinu og hvort ráðningar við opinber fyrirtæki eru frábrugðn- ar hinum. Erna Arnardóttir, starfsmannastjóri Huga, fjallar um hvernig tölvugeirinn hefur tekið breytingum með auknu framboði af hæfu fólki. Margrét Guðmundsdóttir frá Skeljungi fjallar um áhrif ímyndar fyrir- tækja á ráðningar. Birgir Björn Sigurjónsson, skrifstofustjóri á starfmannaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, ræðir um ráðning- ar í opinbera geiranum. Gísli Marteinn Baldursson verður ráð- stefnustjóri hjá okkur.“ – Verða umræður um fyrir- lestrana? „Já, í lok hvers fyrirlesturs er ráðstefnugestum gefinn kostur á að spyrja fyrirlesara um erindið og eigum við von á að þar skapist skemmtilegar umræður um nútíð og framtíð starfsmannamála sem allir þeir sem ráða starfsfólk ættu að vera þátttakendur í.“ – Hver er markhópur ráð- stefnunnar? „Allir þeir sem ráða starfsfólk inn í fyrirtæki og þegar hafa margir starfsmannastjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja skráð sig. Ráðstefnan er öllum opin.“ – Eru próf af því tagi sem þú nefndir áðan mikið notuð við ráðningar á Íslandi? „Þau hafa verið notuð hjá Mannauðslínu IMG í einhvern tíma en við höfum verið að þróa prófin og bæta og komum í fram- tíðinni til með að bjóða upp á sér- hæfð próf sem henta í hverju til- viki fyrir sig. Má þar nefna persónuleikapróf sem oft er lagt fyrir stjórn- endur eða fólk sem ráða á inn í stjórnun- arstöður, bæði við ný- ráðningar og við starfsþróun. Einnig bjóðum við upp á tungumálapróf, tölvupróf og önnur sérhæfð próf. Segja má í stuttu máli að notkun svona prófa sé að aukast þar sem breyttur vinnumarkaður kallar á nýjar aðferðir við að finna hæf- asta einstaklinginn. Það eru ekki endilega prófgráður sem skera úr um hve hæft fólk er til tiltek- inna starfa. Þessi próf geta þrengt þann hóp einstaklinga sem koma til greina hverju sinni. Ingibjörg Óðinsdóttir  Ingibjörg Óðinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 19. janúar 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1986 og tók BSc-próf í fjölmiðlafræði frá Ohio University í Athens í Bandaríkjunum. Hún starfaði sem blaðamaður við DV en hefur unnið við starfsmannaráðningar frá 1997, nú hjá Mannafli. Ingi- björg er gift Lárusi Elíassyni sem er með masterspróf í véla- fræði og MBA. Þau eiga þrjú börn. Breyttur vinnumark- aður kallar á nýjar aðferðir KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Umbi sf. vinnur um þessar mundir að gerð kvikmyndar um íslensku sauð- kindina. Guðný Halldórsdóttir, for- svarsmaður félagsins, segir að í myndinni verði leitast við að sýna hve mikilvægu hlutverki sauðkind- in hefur gegnt fyrir þjóðina allt frá landnámsöld. Án sauðkindarinnar hefði þjóðin ekki lifað í þessu landi, segir Guðný. Hún segir að of nei- kvæð umræða sé hjá mörgum um þessa mikilvægu skepnu og þeirri umræðu þurfi að snúa til betri veg- ar. Tekin verða upp margs konar vinnubrögð sem tengjast sauð- fjárbúskap og framleiðslu á því sem sauðkindin gefur af sér. Guðný og kvikmyndatökulið hennar var að taka upp atriði frá fjallferð Hruna- manna nú á dögunum þegar sauðfé af afréttinum var smalað til byggða. Gert er ráð fyrir að lengd myndarinnar verði um klst. Ætl- unin er að sýna myndina í sjónvarpi og skólum landsins. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Guðný Halldórsdóttir og myndatökulið hennar við afréttarhlið á Hrunamannaafrétti. Unnið að gerð heimildarmynd- ar um íslensku sauðkindina Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. OPINBER heimsókn forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Grikklands hefst í dag. Hann mun eiga fund með forseta Grikklands, Constantinos Stephano- poulos, fyrir hádegi í dag en að þeim tíma loknum halda þeir sameiginleg- an blaðamannafund í forsetahöllinni í Aþenu. Þá mun forsetinn funda með forseta gríska þingsins, Apostolos Kaklamanis. Eftir hádegi mun forseti Íslands heimsækja miðbæjarmatvörumark- að Aþenu en þar verður kynning á ís- lenskum sjávarafurðum á vegum Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda – SÍF. Síðdegis verður forsetinn síðan við opnun á sýningu sem helguð er Hall- dór K. Laxness í menningarmiðstöð Aþenu. Mun forsetinn opna sýn- inguna formlega með ávarpi og af- henda borgarstjóra Aþenu bókagjöf að því búnu. Hittir stjórnmálaleiðtoga Síðla dags fundar forseti Íslands og föruneyti, þ.á m. Sólveig Péturs- dóttir dóms- og kirkjumálaráðherra með leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Grikklandi, K. Karamanlis. Einnig funda þau með aðalritara gríska kommúnistaflokksins, A. Papariga og með formanni Bandalagsflokks- ins, N. Constantopoulos. Að auki mun Sólveig Pétursdóttir eiga fund með samstarfsráðherra sínum í Grikklandi. Í kvöld heldur forseti Grikklands hátíðarkvöldverð í forsetahöllinni til heiðurs forseta Íslands. 20 manna föruneyti Dagskrá forseta Íslands er einnig þéttskipuð á morgun. Þá mun hann m.a. eiga fund með íslenskum og grískum viðskiptaaðilum í Grikk- landi, borgarstjóra Aþenuborgar, D. Avramopoulos og forsætisráðherra Grikklands, Constantinos Simitis. Með Ólafi Ragnari Grímssyni í för er auk heitkonu hans, Dorrit Mouss- aieff, 20 manna fylgdarlið. Það eru: Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Páls- son, sendiherra Íslands í Grikklandi, og Ingibjörg Rafnar, eiginkona hans, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Guðný Aðalsteinsdóttir, eiginkona hans, Stefán Lárus Stefánsson for- setaritari og Guðrún Bryndís Harð- ardóttir, eiginkona hans, Örnólfur Thorsson, sérstakur ráðgjafi forseta Íslands, og Margrét Þóra Gunnars- dóttir, eiginkona hans, Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri á skrif- stofu forseta, og Ragna Þórhallsdótt- ir, deildarstjóri á skrifstofu forseta. Þá eru með í för Ingvi Hrafn Ósk- arsson, aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra, og Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, Hannes Heimisson, skrifstofustjóri upplýsinga- og menningarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, Halldór Guðmundsson, formaður stjórnar Listahátíðar Reykjavíkur og for- stjóri Eddu-útgáfu og miðlunar, og Anna V. Gunnarsdóttir, eiginkona hans, Sigurður A. Magnússon, rithöf- undur og varaformaður Grikklands- vinafélagsins Hellas, Constantin Lyberopoulos, aðalræðismaður Ís- lands í Grikklandi, Emilía Kofoed- Hansen vararæðismaður og Sturla Birgisson matreiðslumeistari. Forseti Íslands í opinberri heimsókn í Grikklandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.