Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um málfar í opinberum skjölum Lagamál – tæki valds og réttlætis MÁLÞING um mál-far í opinberumskjölum verður haldið á morgun í fundar- sal Þjóðarbókhlöðu klukk- an 13.10 til 15.40. Málþing- ið er haldið á vegum Íslenskrar málstöðvar og er helsti hvatamaður þingsins Ari Páll Kristins- son, forstöðumaður henn- ar. Á málþinginu verða fimm frummælendur og er einn þeirra Hjördís Há- konardóttir, héraðsdómari í Reykjavík. Hún var spurð hvað hún ætlaði að fjalla um í sínum fyrir- lestri. „Fyrirlestur minn heitir Lagamálið – tæki valds og réttlætis. Málþing þetta snýst um það tungutak sem notað er á opinberum vett- vangi. Og sérstaklega um það hversu skýrt það er – hvort al- menningur skilji það til fullnustu. Og hve gott vinnutæki þetta tungutak er fyrir þá sem vinna með það.“ – Er lagamálið mikið frábrugð- ið hinu mælta máli eða ritmáli í landinu? „Hér á landi í dag er það ekki mjög frábrugðið en ef við lítum til sögunnar þá hefur það á stundum verið það. Jafnvel í dag ber laga- málið ennþá keim af fortíðinni. Það er staðreynd að bæði mennta- fólk og almenningur staldrar stundum við og er ekki visst um hvað lögfræðingar eru að segja. Hins vegar ef við lítum til annarra landa, sérstaklega enskumælandi landa, þá er munurinn á lagamáli og hinu almenna tungutaki tölu- verður og mun meira áberandi en gerist hér. Enda hafa umræður verið í gangi lengi bæði á Eng- landi og í Bandaríkjunum um tungutak lögfræðinnar. Menn eru alls ekki á eitt sáttir um hvaða stefnu sé rétt að taka í þessum efnum. Sumir vilja varðveita þetta dálítið forna og þunglamalega málfar en aðrir telja að það bæði tefji fyrir störfum lögmanna og dómara og almenningur skilji það ekki nógu vel og það slævi þannig réttarvitund hans.“ – Hefur lagamáli verið mark- visst breytt? „Já, t.d. hafa í Bandaríkjunum verið sett lög sem mæla fyrir um að mál sem varða neytendur séu á alþýðumáli. Opinbert mál hefur líka tekið markvissum breyting- um á Norðurlöndum og norræna málnefndin hefur fjallað um þetta efni. Í Svíþjóð er sérstök ríkis- nefnd sem hefur það að verkefni að skoða málfar á lögum og öðrum opinberum gögnum.“ – Hvaða lagabálkar hér eru á elsta málinu? „Það eru nokkur ákvæði úr Jónsbók í Lagasafninu sem sjald- an er gripið til en kemur þó fyrir. Elsta ákvæðið í íslenskum lögum er frá 1265 og er úr kristnirétti Árna biskups Þorlákssonar, en það er auðskilin íslenska á því. Nefna má rekabálk úr Jónsbók og mannhelg- isbálk – málfar á þess- um bálkum er talsvert fornt en vel skiljanlegt, a.m.k. fyrir lögfræð- inga.“ – Hvað einkennir lagamál? „Þegar talað er um lagamál í neikvæðri merkingu er eitt ein- kennið að notuð séu forn orð sem ekki höfða til almennings í dag. Annað einkenni er tökuorð eins og latínuslettur. Við erum með nokk- ur slík sem eru notuð ennþá, svo sem; in solidum og in fine. Tilgerð er eitt einkenni á lagamáli og langar setningar með mörgum aukasetningum.“ – Gætir enn danskra áhrifa á lagamálið? „Ekki í dag, en áhrifin voru mikil um tíma. Ég fjalla m.a. um hinn sögulega bakgrunn. Það var þannig um tíma að lagamálið var mjög dönskuskotið og þetta jókst gífurlega mikið á 17. og 18. öld. Í byrjun 19. aldar var lagamálið orðið nánast danskt. Það er tilgáta mín að danskan í lagamáli hafi haft áhrif á réttar- vitund Íslendinga og gert þá tor- tryggnari gagnvart réttarkerfinu. Það er þó ekki aðeins danskan sem þarna er um að ræða heldur líka hátíðleikinn og tilgerðin sem gætir í lagamáli frá þessum tíma. Í Danmörku varð til hinn svokall- aði kansellístíll sem bar sterk ein- kenni þessa opinbera málfars. Hann barst að sjálfsögðu hingað til lands og það eimir jafnvel enn eftir af honum í bréfaskriftum op- inberra aðila þótt þetta hafi allt færst til betri vegar á síðustu ár- um.“ – Eru uppi umræður eða jafn- vel áætlanir um að breyta laga- málinu enn meira? „Það eru nokkrir áhugasamir aðilar, m.a. Íslensk málstöð, sem hafa áhuga á því að koma af stað samstarfsverkefni til þess að skoða nánar málfar á lögum og op- inberum ákvörðunum en það hef- ur ekki neinn opinber aðili tekið á þessu máli hér á landi og að því ég best veit hafa íslensku- fræðingar ekki verið kallaðir til að fara yfir lagasetningar til að færa málfar í lögum til skýrari vegar.“ – Teldir þú eftirsjá í gamla lagamálinu? „Tilgangur laga- málsins er að koma á hegðunar- reglum til að fara eftir og skýra frá niðurstöðum dómstóla um hvort slíkum reglum hafi verið fylgt. Það er þýðingarmikið fyrir samfélagið að þessi skilaboð séu skýr og tvímælalaus, það skiptir meiru en málfegurð.“ Hjördís Hákonardóttir  Hjördís Hákonardóttir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1964 og prófi í lögfræði frá lagadeild Há- skóla Íslands 1971. Hún stundaði framhaldsnám í réttarheimspeki á Englandi og í Bandaríkjunum. Starfsferil sinn hefur hún átt innan dómskerfisins. Hún varð dómarafulltrúi árið 1974 og var skipuð sýslumaður 1980 í Strandasýslu. Árið 1983 var hún skipuð borgardómari í Reykjavík og varð héraðsdómari 1992. Hjördís á tvö börn. Það er þýðing- armikið fyrir samfélagið að skilaboð séu skýr og tvímælalaus Hver heldurðu að kaupi þetta, geturðu ekki blaðrað eitthvað af viti, Sólon minn? SAMBÍÓIN munu í byrjun næsta mánaðar opna nýjan lúxusbíósal þar sem áhorfendur geta látið fara vel um sig í sérhönnuðum raf- drifnum leðurstólum með fót- skemli. Að sögn Alfreðs Árnasonar eru stólarnir gerðir sérstaklega fyrir slíka bíósali og segir hann Warner-bíóin nota eingöngu slíka stóla í sínum lúxusbíósölum. Lúx- usstólarnir líkjast helst „Lazy-boy“- stólunum og kosta um 200 þúsund krónur stykkið. Verið er að innrétta nýja lúxus- bíósalinn í Bíóhöllinni við Álfa- bakka og verða 30 sæti í salnum, þar sem áður voru 130 sæti. Alfreð segir því augljóst að rúmt verði um bíógesti og verða m.a. borð á milli sæta. Þar að auki geta bíógestir í lúxussalnum fengið sér kók og popp að vild í salnum, en bíómiðinn í lúxussalinn mun kosta 1.600 krón- ur, að sögn Alfreðs. Salurinn verð- ur opnaður 4. október nk. og al- mennar sýningar hefjast daginn eftir. Íburður í bíósal hjá Sam- bíóunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Alfreð Árnason lætur fara vel um sig í einum af nýju stólunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.