Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 24
LISTIR/KVIKMYNDIR 24 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýningar What’s The Worst Thing That Could Happen? Laugarásbíó, Stjörnubíó, Borgarbíó Akureyri The In Crowd Sambíóin Isn’t She Great Háskólabíó. AI Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Spiel- berg. Handrit: Spielberg o.fl. Aðalleikendur: Haley Joel Osment, Jude Law, Frances O’Connor, William Hurt. Mjög spennandi og áhrifarík kvikmynd með sterkri ádeilu. End- inum er þó algerlega ofaukið.  Bíóhöllin, Kringlubíó, Háskólabíó, Nýja bíó Keflavík, Nýja bíó Akureyri. Shrek Bandarísk. 2001. Leikstjórar Andrew And- erson, Vicky Jenson: Handrit: Ted Elliott, o.fl. Teiknimynd. Fjörug og væmnislaus ævintýra- mynd um hressari teknimyndafígúrur en menn eiga almennt að venjast. Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna.  ½ Bíóhöllin Crazy/Beautiful Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Stockwell. Handrit: Phil Hay og Matt Manfredi. Aðalleik- endur: Kirsten Dunst, Jay Hernandes, Bruce Davidson. Skynsamlega gerð og alvarleg en fyrst og fremst vel leikin unglingamynd um stúlku sem veit enga leið úr sálarþrengingum sínum þar til hún kynnist vænum dreng.  Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó Akureyri Tilsammans Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Tragi- kómedía frá lauslátum tímum kommúna, blómabarna og frjálsra ásta í pipraðri Gauta- borg. Leikur, handrit, leikstjórn í óvenju góð- um höndum.  Háskólabíó The Tailor of Panama Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Boorman. Handrit: John Le Carré o.fl. Aðalleikendur: Pierce Brosnan, Geoffrey Rush, Jamie Lee Curtis. Vel úthugsað og sniðugt pólitískt drama sem kemur á óvart án þess að vera hnökralaust.  Bíóborgin Hedwig Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: John Cameron Mitchell. Aðalleikendur: John Cameron Mitchell, Andrea Martin, Michael Pitt. Grófgerð en áhugaverð kvikmyndun á samnefndum söngleik. Sagan er átakanleg en tónlistin leiðinleg.  Regnboginn Rugrats in Paris Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Bergquist, Paul Demyer. Handrit: J. David Stem of. Ísl. leikraddir: Edda Heiðrún Backmann, Inga María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Dofri Hermannsson ofl. Skemmtileg en full fyrirsjáanleg mynd um káta krakkaorma í leit að mömmu handa vini sínum.  Kringlubíó, Háskólabíó, Nýja bíó Akureyri Heartbreakers Bandarísk. 2001. Leikstjórn: David Mirkin. Handrit: Robert Dunn o.fl. Aðalleikendur: Sigourney Weaver, Jennifer Love Hewitt, Gene Hackman, Ray Liotta. Dægilegasta svikahrappamynd þar sem Gene Hackman sérstaklega fer á kostum en Weaver og Hew- itt eru líka góðar sem svikapar. Myndin er of lengi að ljúka sér af en er annars fín skemmt- un.  Stjörnubíó, Regnboginn. Planet of the Apes Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: William Broyles o.fl. Aðalleikendur: Mark Wahlberg, Tim Roth, Helena Bonham Carter. „Endursköpun“ Burtons tekst ágæt- lega að slepptum endinum en hefur ekki sömu vigt og fyrri myndin. Wahlberg ágætur í Heston-rullunni en bestur er þó Tim Roth sem sérstaklega úrillur api.  Bíóborgin, Regnboginn, Borgarbíó Akur- eyri. Bridget Jones’s Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent. Sagan um ástamál Bridget verð- ur að hæfilega fyndinni, rómantískri gam- anmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlut- verkinu.  ½ Háskólabíó The Fast and the Furious Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Bob Cohen. Handrit: Del Monte. Aðalleikendur: Vin Dies- el, Paul Walker, Jordana Brewster. Kappakst- ursmynd sem heldur manni við efnið og verð- ur á endanum sæmilegasta sumarafþreying.  ½ Bíóhöllin Jurassic Park III Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Johnston. Handrit: Peter Buchman, o.fl. Aðalleikarar: Sam Neill, Villiam H. Macy, Téa Leoni. Fanta- góð della sem slær hátt upp í fyrstu myndina að gæðum. Fátt nýtt en allt er fagmannlega gert, spennan góð og leikararnir fínir.  ½ Háskólabíó Rush Hour 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Brett Ratner. Handrit: Jeff Nathanson. Aðalleikendur: Jac- kie Chan, Chris Tucker, John Lone. Þeir ná vel saman, bardagajaxlinn og vélbyssukjaftur- inn, annað skiptir ekki máli í grín- og spennumynd þar sem þeir endasendast frá Hong Kong til Vegas.  Laugarásbíó Rat Race Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Jerry Zucker. Handrit: Andrew Breckman. Aðalleikendur: John Cleese, Rowan Atkinson, Whoopi Gold- berg, Cuba Gooding. Gamanmynd hlaðin bröndurum og skondnum karakterum sem keppa um hver er fyrstur að finna tvær millj- ónir dollara. Dellumynd, sannarlega, en má hlægja að henni. Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak- ureyri A Knight’s Tale Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Bri- an Helgeland. Aðalleikendur: Heath Ledger, Rufus Sewell, Mark Addy. Rokkað feitt á burt- reiðum? Undarleg samsuða af miðalda- gamni og nútímarokki sem erfitt er að sjá að hafi mikinn tilgang en Helgeland reynir hvað hann getur að láta taka sig alvarlega. Stjörnubíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akur- eyri Cats & Dogs Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Gut- erman. Handrit: John Rena. Aðalraddir: Alec Baldwin, Sean Hayes, Susan Sarandon. Ein- föld saga og spennandi fyrir krakka. Annars ósköp klisjukennd og illa leikstýrð. Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó Swordfish Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Dominic Sena. Handrit: Skip Woods. Aðalleikendur: John Travolta, Hugh Jackman og Halle Berry. Flott mynd með góðu gengi og fínum hasar en gengur ekki nógu vel upp. Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin, Nýja bíó Akureyri Down to Earth Bandarísk. 2001. Leikstjórar: Paul og Chris Weitz. Handrit: Chris Rock o.fl. Aðalleikend- ur: Chris Rock, Regina King, Mark Addy, Chazz Palminteri. Þessi endurgerð endur- gerðar hefur fjarska lítið nýtt fram að færa en leggur allt sitt traust á grínistann Chris Rock. Háskólabíó Town and Country Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Chelsom. Handrit: Michael Laughlin og Buck Henry. Aðalleikendur: Warren Beatty, Diane Keaton og Goldie Hawn. Ósmekkleg kvikmynd um óáhugavert fólk. Sóun á fínum leikurum.  Háskólabíó Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir LEIKKONAN Jacqueline Susann (Bette Midler) á ekki sjö dagana sæla þegar umboðsmaður hennar og eig- inmaður, Irving Mansfield (Nathan Lane), fær þá hugmynd að hún skrifi skáldsögu. Það skipti ekki máli þótt hún hafi aldrei skrifað nokkurn skap- aðan hlut áður. Hugmyndin er að hún skrifi um það sem hún þekkir best, líf kvikmyndastjarnanna. Vinkona Susann, Florence (Stock- ard Channing), styður ráðagerðina og Susann sest niður við skriftir. Út- koman er The Valley of the Dolls, sem varð heimsfræg metsölubók. Bandaríska gamanmyndin Isn’t She Great, sem frumsýnd er í dag í Háskólabíói, segir sögu Jacqueline Susann og hvernig hún gerðist rit- höfundur. Með helstu hlutverk fara Bette Midler, Nathan Lane, Stock- ard Channing, David Hyde Pearce, Amanda Peet og John Cleese. Leik- stjóri er Andrew Bergman. Handritið er byggt á grein um Susann í blaðinu New Yorker. And- rew Bergman og framleiðandinn Mike Lobell lásu greinina þar sem þeir voru staddir í Miami að kvik- mynda Striptease. Lobell og Berg- man hafa lengi unnið saman við gerð gamanmynda (The Freshman, Ho- neymoon In Vegas) og þegar um- boðsmaður þeirra hringdi og spurði hvort þeir hefðu áhuga á að kvik- mynda sögu Susann jánkuðu þeir því. „Mér fannst saga hennar bara frá- bær,“ er haft eftir Bergman. „Hún er mjög fyndin og hún snertir mann líka. Susann var ákaflega hugrökk kona; hún var með brjóstakrabba- mein sem enginn vissi um og hún átti einhverft barn sem enginn vissi um og hún var harðákveðin að sigrast á öllum erfiðleikunum.“ Það kom engin önnur til greina í aðalhlutverkið en gamanleikkonan Bette Midler, að sögn framleiðend- anna. Og Midler leist strax vel á hlut- verkið. „Ég get svo vel skilið hana sem persónu. Ég skil hvað það er sem rekur hana áfram og þessa hug- mynd eða þrá að vilja skilja eitthvað eftir sig sem er eftirminnilegt. Ég held að flestum líði eins og henni í rauninni. Ég held að Jackie Susann hafi endurnýjað sig daglega. Og hún þurfti spennu í líf sitt.“ Nathan Lane fer með hlutverk umboðs- og eiginmanns Jackie Sus- ann. „Hann elskaði hana fölskvalaust og fórnaði sér algerlega fyrir hana,“ segir gamanleikarinn. Breski háðfuglinn John Cleese leikur útgefandann Henry Marcus, sem gaf út Valley of the Dolls. Cleese, sem leikið hefur undanfarið í bandarískum gamanmyndum, segist hafa litist vel á hópinn sem stendur að myndinni og slegið til. „Þetta lið virkaði allt saman vel á mig,“ er haft eftir honum. Leikarar: Bette Midler, Nathan Lane, Stockard Channing, David Hyde Pearce, Amanda Peet og John Cleese. Leikstjóri: Andrew Bergman (Striptease, Honey- moon in Vegas, It Could Happen to You). Leikkona gerist rithöfundur Bette Midler og Nathan Lane í gamanmyndinni Isn’t She Great. Háskólabíó frumsýnir bandarísku gam- anmyndina Isn’t She Great með Bette Midler og Nathan Lane. KEVIN Caffrey (Martin Lawrence) er innbrotsþjófur að atvinnu, sem hefur smekk fyrir dýrum hlutum. Max Fairbanks (Danny DeVito) er milljarðamæringur sem er vanur því að fá það sem hann vill. Þegar Kevin brýst inn í sumarhöll millans og truflar hann í baði með Ungfrú sept- ember verður allt vitlaust, löggan er kölluð til og Kevin er færður í fang- elsi. En það nægir ekki Max. Á meðan Kevin er handjárnaður nær hann af honum gullhring, happagrip miklum að áliti Kevins sjálfs, og lýgur að löggunni að hann eigi hringinn. Þannig nær Max fram hefndum og stelur í leiðinni frá þjófnum. En þetta er aðeins upphafið að langri og strangri baráttu þeirra tveggja. Bandaríska gamanmyndin What’s the Worst That Could Happen? er frumsýnd í þremur kvikmyndahús- um í dag og er með Martin Lawr- ence, Danny DeVito, John Leguiz- amo, Glenne Headly, William Fichtner og Carmen Ejogo í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Sam Weis- man. Myndin er byggð á bók með sama nafni eftir spennusagnahöfundinn Donald E. Westlake. Hún er í flokki svokallaðra Dortmunder-bóka höf- undarins, sem hann hefur sent frá sér undanfarna þrjá áratugi og hafa sumar þeirra verið kvikmyndaðar. Einn af framleiðendum myndar- innar er Lawrence Turman en hann var búinn að ráða DeVito í hlutverk millans áður en nokkur annar var ráðinn við myndina. „Ég fór til De- Vitos meira að segja áður en við vor- um búnir að finna mótleikara hans vegna þess að hlutverkið var eins og sniðið á hann. Hann getur verið bæði grófur og viðkvæmur í senn.“ Um persónu sína í myndinni segir DeVito: „Hann getur verið þverhaus og vill hafa hlutina eftir sínu eigin höfði en hann er líka viðkunnalegur og það er kraftur í honum.“ Þegar framleiðendurnir voru bún- ir að tryggja sér DeVito fóru þeir að leita að þjófnum og grínleikarinn Martin Lawrence varð fyrir valinu. „Mér fannst þetta vera áhugaverð saga,“ er haft eftir leikaranum. „Og ég taldi að með góðu leikaraliði gæt- um við gert eitthvað sem væri svolít- ið öðruvísi.“ Lawrence gerðist einnig einn af framleiðendum myndarinn- ar. Hann var ánægður með samstarf- ið við leikstjórann, Sam Weisman. „Hann hefur lag á að laða hið besta fram í hverjum leikara,“ segir Law- rence. Og hann var einnig ánægður með leikarana sem Weisman fékk til liðs við myndina. „Þetta er allt mjög hæfileikaríkt fólk,“ segir hann. „Ég naut þess að starfa með því vegna þess að hvert og eitt kom með nýja vídd inn í söguna.“ Leikarar: Martin Lawrence, Danny De- Vito, John Leguizamo, Glenne Headly, William Fichtner og Carmen Ejogo. Leikstjóri: Sam Weisman (George of the Jungle). Atriði úr bandarísku myndinni What’s the Worst That Could Happen! Þjófurinn og millinn Laugarásbíó, Stjörnubíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna bandarísku gam- anmyndina What’s the Worst That Could Happen? ADRIEN Williams (Lori Heuring) hefur dvalið á geðsjúkrahúsi en lækni hennar (Daniel Hugh Kelly) þykir tími til kominn að hún útskrifist af sjúkrahúsinu og hún fær vinnu í fín- um sveitaklúbbi þar sem meðlimirnir eru moldríkir. Adrien þráir ekkert frekar en að falla í fjöldann þegar hún snýr aftur til samfélagsins en hún er falleg og vekur athygli ákveðinnar klíku í klúbbnum. Foringi hennar er Britt- any Foster (Susan Ward). Brittany tekur Adrien undir sinn verndarvæng og leiðir hana um heima forréttindastéttarinnar og kynnir hana fyrir öðrum meðlimum klíkunn- ar m.a. Matt Curtis (Matthew Settle), kærasta Brittany. Þegar Matt fer að sýna Adrien meiri áhuga en Brittany sættir sig við tekur hún til sinna ráða og brátt gerast ógnvænlegir atburðir. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku spennumyndinni The In Crowd, sem frumsýnd er í Sambíóunum. Með helstu hlutverk fara Lori Heuring, Daniel Hugh Kelly, Susan Ward og Matthew Settle en leikstjóri er Mary Lambert. „Við fengum þessa hugmynd,“ seg- ir stofnandi framleiðslufyrirtækisins Morgan Creek, James G. Robinson, „að staðsetja sögu í heimi þar sem út- litið og framkoman skiptir öllu máli. Okkur fannst að það gæti verið áhugavert að búa til sögu í umhverfi þar sem allt virðist fullkomið og sér- staklega fólkið en við nánari skoðun kæmi í ljós að ekki er allt sem sýnist.“ „Mér fannst að þessi mynd gæti orðið skemmtileg,“ segir leikstjórinn Lambert, sem áður gerði hrollvekj- una Pet Sematary, „vegna þess að hún er sálfræðilegur tryllir um frá- bærlega fallegt fólk. Þig langar helst til þess að halda með þeim öllum en þú veist að í það minnst einn í hópnum hefur ekkert gott í huga og ég vildi byggja á þeirri spennu.“ Það eru ungir og efnilegir leikarar í öllum helstu hlutverkum. Lori Heur- ing hefur áður leikið í sjónvarpsþátt- unum Sunset Beach. Hún segir að boðskapur myndarinnar sé án efa sá að ekki sé allt gull sem glóir. Hún seg- ir einnig að myndin fjalli um þrýsting sem fólk getur orðið fyrir frá öðrum. „Fljótlega kemst persóna mín að því að hlutirnir eru ekki eins og hún taldi í fyrstu og kemst að því að það að vera tekin í hópinn er alls ekki eins og hún hélt að það væri.“ Leikarar: Lori Heuring, Daniel Hugh Kelly, Susan Ward og Matthew Settle. Leikstjóri: Mary Lambert. Tekin í hópinn Aðalleikararnir í bandarísku spennumyndinni The In Crowd. Sambíóin frumsýna bandarísku spennu- myndina The In Crowd með Susan Ward og Lori Heuring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.