Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 15 KFUM og K á Akureyri er að byrja með TTT-deild fyrir krakka á aldr- inum 10 til 12 ára, drengi og stúlkur. Fyrsti fundur vetrarins verður næstkomandi mánudag, 1. október og hefst hann kl. 17 í félagsheimilinu í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, 2. hæð, og er gengið inn að sunnan. Á fundinum fá börnin að kynnast Guði og Jesú með söng, bæn og hug- leiðingu út frá frásögnum í Bibl- íunni. Auk þess verður margt skemmtilegt á dagskránni, leikir og uppákomur. Húsið er opnað kl. 16.30 og verður á staðnum dót og leiktæki til að leika sér að þar til fundurinn byrjar. TTT-deild fyrir krakka VETRARSTARF Akureyrar- kirkju hefst formlega á sunnu- dag, 30. september. Fjöl- skylduguðsþjónusta verður með prestum kirkjunnar kl. 11 sem og nýráðnum djákna sókn- arinnar, Ingunni Björk Jóns- dóttur. Opið hús verður í Safnaðar- heimili eftir guðsþjónustuna þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og safnaðar- starfið í vetur verður kynnt. Börnin fá afhent efni sem notað verður í sunnudagaskólanum og hægt verður að skrá sig á námskeið á vegum kirkjunnar. Þá munu ýmis sjálfstæð félög og hópar sem aðstöðu hafa í húsakynnum kirkjunnar kynna starfsemi sína. Meðal þess sem kynnt verður á opna húsinu er sunnudagaskólinn, æskulýðs- félagið, TTT-starf, fermingar- fræðsla, biblíulestrar, mömmu- morgnar, Samhygð, Sjálfs- hjálparhópur foreldra, tónlist- arstarfið, samverur eldri borgara, vinaheimsóknir kirkj- unnar, Kvenfélag Akureyrar- kirkju, Bræðrafélag Akureyr- arkirkju og djáknaþjónusta á FSA. Kór Akureyrarkirkju syngur á opna húsinu og Kross- bandið leikur undir fjöldasöng. Akureyrarkirkja Fjölbreytt safnaðar- starf kynnt á opnu húsi ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur- eyrar hefur óskað eftir því við rekstrarstjórn Skautahallarinnar að settar verði reglur um almenna notkun öryggishjálma í Skautahöll- inni. Þetta er gert í kjölfar fyrir- spurnar frá bæjarbúa um reglur vegna notkunar öryggishjálma í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrir- spurnin var send íþrótta- og tóm- stundafulltrúa sem ekki kannaðist við að slíkar reglur væru fyrir hendi. Í kjölfar þessa hefur ráðið einnig mælst til þess að slíkar reglur verði settar á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli fyrir komandi vetur. Því má gera ráð fyrir að öll börn verði með hjálma þegar þau bregða sér á skauta eða skíði í vetur. Hjálmar á skautum og skíðum INGILEIFUR Jónsson verktaki á Svínavatni í Grímsnesi og menn hans vinna nú að því að leggja 40 mm plaströr frá Vatnsfelli í Rang- árvallasýslu þvert yfir hálendið, að Þormóðsstöum í Sölvadal í Eyja- fjarðarsveit og þaðan áfram til Ak- ureyrar. Fyrirtækið Ljósvirki ehf. í Reykjavík sér svo um að leggja ljós- leiðara í rörið. Bjarni Magnússon frá Selfossi sagði að lagning plaströrsins hefði gengið mjög vel og að þeir hefðu náð að plægja rörið niður á 20 km kafla á einum degi þegar best gekk. Á hálendinu var það hins vegar víða nokkuð erfitt, þar sem yfir urð og grjót var að fara. Þar sem aðstæður voru hvað verstar var gripið til þess ráðs að hylja rörið með jarðvegi. Verkið er unnið fyrir Fjarska, dótturfyrirtæki Landsvirkjunar, og sagði Ingileifur að áætluð verklok væru 15. október nk. Ljósleiðari lagður yfir hálendið Eyjafjarðarsveit Morgunblaðið/Benjamín Plaströr fyrir ljósleiðarann lögð eftir eystri bökkum Eyjafjarðarár, í landi Ytri-Tjarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.