Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 9 Stórkostlegt hausttilboð 15% afsláttur Dragtir, dress og yfirhafnir Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Laugavegi 95 og Kringlunni, 2. hæð Bolir 690 Skyrtur & bolir 990 Gallabuxur 1.290 Gallabuxur 1.490 TILBOÐ      Til sölu eru margskonar jólavörur til gjafa og skreytinga. Ennfremur mikið af efni í jólaföndur. Gjafavörur úr gleri og leir í miklu úrvali. Einnig silkiblóm, kerti, kertastjakar og servíettur. Opið er virka daga frá kl. 13 til 19 en 11 til 17 um helgar. Tökum bæði debit og kredit kort. Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus. Sími okkar er 567 1210. LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 ER Í FULLUM GANGI HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR TILBOÐ www.oo.is Tilboð á kerrum og kerru- vögnum Úrvalið er hjá okkur ALLS óvíst er hvort mikil lækkun olíuverðs á heimsmörkuðum und- anfarna daga verður til þess að verðið hér á landi breytist um mán- aðamótin. Það kemur til af því að þrátt fyrir lækkunina er meðalverð mánaðarins hærra en meðalverðið í ágústmánuði, auk þess sem Banda- ríkjadalur hefur hækkað nokkuð gagnvart krónu að undanförnu. Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá Olíufélaginu hf., sagði að mikil lækkun olíu á heimsmarkaði að undanförnu hefði komið á óvart, þó svo að öll rök hafi hnigið að því að olíuverð myndi fara lækkandi. Olíuverð á heimsmarkaði var um 21,50 Bandaríkjadalir í gær og í fyrradag, en var fyrir miðjan mán- uðinn um 29-30 dalir fyrir tunnuna. Magnús sagðist reikna með því að verðið yrði áfram svipað og það hefði verið síðustu dagana þar til ljóst yrði hvort af hernaðarað- gerðum yrði eða ekki. Helstu skýr- ingarnar væru minni almenn eft- irspurn eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum vegna ótta við efnahagssamdrátt, auk þess sem meira hefði verið flutt út af olíu frá Írak í síðustu viku en búist hafi verið við. Þá væru olíufram- leiðsluríkin búin að lýsa því yfir að þau myndu halda framleiðslunni óbreyttri alla vega fram í nóvem- bermánuð. Aðspurður hvort eitthvað væri vitað um verðbreytingu á eldsneyti hér á landi um mánaðamótin sagði Magnús svo ekki vera. Meðalverðið í september væri hærra en það hefði verið í ágúst þrátt fyrir þessa lækkun og skýringin væri sú að verðið hefði verið hátt framan af septembermánuði, auk þess sem gengi Bandaríkjadals gagnvart ís- lensku krónunni hefði hækkað. Þannig væru engar skýrar línur í þessum efnum ennþá, en meðal- verðið væri alla vega hærra en í ágúst og litlar líkur á að það myndi breytast. Olíuverð hefur lækkað mikið á heimsmarkaði             !           ! "         #$  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.