Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FRIÐRIK J. Arngrímsson,framkvæmdastjóri LÍÚ,segir að fyrstu niðurstöð-ur hagfræðilegrar athug-
unar, sem unnin er að á vegum LÍÚ
á áhrifum auðlindagjalds í sjávarút-
vegi, bentu til þess að 11 árum eftir
að gjaldið er lagt á fari það að hafa
neikvæð áhrif á tekjur ríkissjóðs af
sjávarútvegi. Betra sé fyrir ríkissjóð
að geyma auðlindagjaldið í fyrir-
tækjunum sjálfum og láta fjármagn-
ið vaxa þar sem aftur skili sér til
baka í ríkissjóð í formi almennra
skattgreiðslna. Þetta kom fram á
morgunverðarfundi Verslunarráðs
Íslands um sjávarútvegsmál sem
haldinn var í gær.
Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra lýsti á fundinum tillögum end-
urskoðunarnefndarinnar. Hann
sagði mikilvægt að hafa í huga að
markmið nefndarstarfsins hefði ver-
ið að ná sem víðtækastri sátt um
fiskveiðistjórnkerfið, en þó þannig
að ekki væri fórnað markmiðum um
skynsamlega nýtingu og bætta um-
gengni um auðlindir sjávar né held-
ur að raska hagkvæmni og stöðug-
leika í greininni. Hann minnti á að
auðlindanefnd hefði aldrei gert upp
á milli veiðigjalds og fyrningarleiðar.
Við val á milli þessara tveggja leiða
þyrftu menn að hafa í huga þau
markmið sem ráðherra hefði sett
nefndinni í upphafi.
„Meirihluti endurskoðunarnefnd-
arinnar hefur að mínu mati valið leið
stöðugleikans. Stöðugleikinn er
jafnframt sú leið sem veitir byggð-
unum meira öryggi. Það má deila um
hagkvæmni þessarar leiðar, en ég
tel að óstöðugleiki leiði sjaldan til
hagkvæmari reksturs og því sé stöð-
ugleikaleiðin jafnframt leið meiri
hagkvæmni,“ sagði sjávarútvegsráð-
herra.
Árni sagði ljóst að ákvörðun um
að sjávarútvegurinn greiddi auð-
lindagjald hlyti að leiða til þess að
aðrar greinar greiddu jafnframt
auðlindagjald. Slík gjaldtaka í sjáv-
arútvegi leiddi hins vegar til enn
meiri hagræðingar, fækkunar
starfa, frekari samþjöppunar í út-
veginum og þar með að einhverju
leyti veikara atvinnulífs á lands-
byggðinni. Þess vegna hefði nefndin
lagt til að 350-500 milljónum verði
árlega varið til að efla atvinnulíf á
landsbyggðinni. Nefndin hefði hins
vegar ekki gert tillögu um byggða-
kvóta enda hefði auðlindanefnd ekki
gert það. Að mati meirihluta nefnd-
arinnar þyrfti hins vegar að auka
frjálsræði í greininni til þess að hún
ætti möguleika á að greiða hærra
auðlindagjald og þess vegna væru
gerðar tillögur um að lyfta þaki á há-
markshlutdeild fyrirtækja í kvóta á
einstökum tegundum. Breyting á
takmörkun á veiðiskyldu miðaði að
því sama.
Árni sagði að fram kæmi í nefnd-
arálitinu að rökin fyrir því að miða
afkomutengda hluta veiðigjaldsins
við 20% framlegð væri sú að hagn-
aður í greininni myndaðist yfirleitt
ekki fyrr en framlegðin væri orðin
a.m.k. 20%. Tölur um hagnað og
framlegð í sjávarútvegi á síðustu 20
árum sýndu þetta mjög
vel. Ef það væri enginn
hagnaður í greininni
væri enginn grundvöllur
fyrir greiðslu auðlinda-
rentu.
Það mætti ekki
gleyma því að þó að fyrirtækin hefðu
20% framlegð ættu þau eftir að
greiða vexti af lánum, reikna af-
skriftir, fjárfestingar og arð til eig-
enda. Auk þess gerðu tillögur meiri-
hlutans ráð fyrir því að fyrirtæki
gætu áfram keypt sér kvóta, m.a. til
þess að hagræða og þau kaup þyrfti
að greiða með framlegðinni.
Árni sagði að tilgangur nefndar-
starfsins hefði ekki endilega verið að
nefndarmenn næðu sátt sín á milli
hvort þetta væri sú fram
sem menn vildu sjá. Hann
bátaflotinn ætti í miklum
um og hann væri t.d. nær a
horfinn frá Húsavík, stærst
gerðarhöfn landsins. Eitt
vopn sjávarútvegsins hefð
verið aðlögunarhæfni ha
hæfni hans til að bregðast
um. Steingrímur kvaðst
sjávarútvegurinn væri a
þessu ef þróunin héldi áf
þeim hætti sem verið hefði.
Steingrímur sagði að
hreyfingin styddi að farin y
ingarleið, en vildi ekki að s
til einhverrar kollsteypu. Þ
legði flokkurinn til fyrningu
um. Jafnframt vildi flokk
sveitarfélög fengju yfirráð
hluta af fyrndum veiðiheim
að hluti leigutekna rynni til
Samfylkingin lagði til s
Jóhann Ársælsson, þi
Samfylkingarinnar, en h
sæti í endurskoðunarnefnd
eindreginni andstöðu við
meirihluta nefndarinnar. Þ
lögur, sem nytu stuðnings S
isflokksins og líklega m
Framsóknarflokksins, væru
sátt við LÍÚ en í andstöðu
ina. Tillögurnar fælu í sér
ástand, þ.e. að valin fyrirtæ
framfæri ríkisins. Önnur
þyrftu að heyja vonlausa
vegna þess að þau fengju
hlutað. Samfylkingin he
vegna lagt áherslu á að v
ildir yrðu innkallaðar á
Skapaður yrði virkur leigum
þar sem veiðiheimildirn
leigðar til 5 ára í senn. And
ar þessarar hugmyndar h
vegar sagt að innköllun veið
anna fæli í sér þungan skat
gerðina semhún myndi ekk
Jóhann sagðist þess ve
lagt til að á næstu sex ár-
um yrðu 5% kvótans inn-
kölluð á ári. Þessar veiði-
heimildir yrðu seldar á
markaði og að útgerðar-
menn fengju leigutekj-
urnar fyrstu 5 árin.
Hann sagðist hafa talið að þ
í sér einfalda leið til sátta,
hefði verið hafnað. Meirihlu
arinnar hefði ekki viljað ræ
Jóhann sagði mikilvægt
huga að í áliti meirihluta en
unarnefndarinnar fælist vi
ing á rétti þjóðarinnar til
þessi réttindi gegn gjaldi.
leiddi jafnframt að einhve
en þeir sem hefðu farið m
réttindi síðustu ár ættu r
heldur að að nefndarstarfið leiddi til
meiri sáttar meðal þjóðarinnar um
sjávarútvegsmálin. Reynslan sýndi
að útgerðarmenn og sjómenn berð-
ust hart fyrir sínum hagsmunum og
væru ekki tiltakanlega sáttfúsir.
Stjórnmálamenn í ólíkum flokkum
hefðu heldur ekki neinn sérstakan
hag af því að skapa sátt um þau mál
sem þeir væru að berjast fyrir.
Menn mættu því ekki láta stóryrði
stjórnmálamanna og aðila í sjávar-
útvegi villa sér sýn því aðalatriðið
væri að þjóðin væri sáttari við nið-
urstöðuna.
Gjaldtaka ekki aðalatriði
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar, sagði að
nú væru bráðum liðin 18 ár frá því að
lög voru sett um kvótakerfi í sjávar-
útvegi. Lögin hefðu verið sett til eins
árs til að bregðast við þeirri alvar-
legu stöðu sem menn stóðu þá
frammi fyrir. Lögin hefðu fyrstu ár-
in aðeins verið framlengd til eins árs
í einu vegna þess að kvótakerfið
hefði alltaf verið hugsað sem bráða-
birgðaaðgerð. Um kerfið hefði alla
tíð ríkt mikið ósætti. Þess vegna
væru sér það mikil vonbrigði að end-
urskoðunarnefndin skyldi ekki hafa
komist að sameiginlegri niðurstöðu.
Starf sem unnið hefði verið að í tæp
3 ár hefði í raun ekki skilað neinu.
„Ég sé ekki að þessi niðurstaða
meirihlutans sé líkleg til að skapa
víðtækari sátt um þetta kerfi nema
aðeins að einu leyti og þá á ég við
gagnvart þeim hópi sem fyrst og
fremst hefur horft á það sem grund-
vallaratriði að það væri einhver
táknræn greiðsla fyrir aðgang að
auðlindinni. Þeir menn, sem aldrei
hafa haft áhyggjur af neinu öðru í
sambandi við þróun sjávarútvegsins,
geta fagnað sigri. Ég er ekki og hef
aldrei verið í þeirra hópi. Gjaldtakan
gjaldtökunnar vegna hefur aldrei
verið aðalatriði þessa
máls í mínum huga held-
ur það hvert greinin
væri að þróast, hvernig
henni bæri að tryggja
stöðu þeirra aðila sem
þarna þurfa og eiga að
vinna saman, þ.e. útgerðar, sjó-
manna, fiskvinnslu, verkafólks, íbúa
sjávarbyggðanna og annarra sem
eiga hagsmuna að gæta.“
Steingrímur sagði að ef sú þróun
sem hefði verið í sjávarútveginum
héldi áfram yrði þess ekki langt að
bíða að fimm stærstu sjávarútvegs-
fyrirtækin á Íslandi yrðu komin með
70% kvótans og að frá Íslandi yrðu
gerðir út 50 stórir frystitogarar og
500 trillur. Hann spurði fundarmenn
Morgunverðarfundur Verslunarráðs um s
Engin samstað
tillögur nefnda
Skiptar skoðanir komu fram á fundi Verslu
ráðs um sjávarútvegsmál í gærmorgun þar
fjallað var um tillögur endurskoðunarnefnd
breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjá
útvegsráðherra lagði áherslu á að við breyt
á kerfinu mætti ekki fórna stöðugleikanu
Morgunbla
Framsögumenn á fundinum voru Jóhann Ársælsson (lengst t.v
rik J. Arngrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Árni Mat
Fundarstjóri var Bogi Pálsson, formaður Verslunarráðs Ísla
Aðrar
atvinnugreinar
greiði líka
auðlindagjald
TÆKIFÆRI FYRIR BOTNI
MIÐJARÐARHAFS
SKATTAR OG TEKJUR
RÍKISSJÓÐS
Undanfarna mánuði hafa ráðamennlandsins ítrekað greint frá því íviðtölum að á döfinni sé að lækka
skattálögur í landinu. Skattar hafa hins
vegar síst verið að lækka á liðnum árum
og hafa tekjur ríkissjóðs sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu reyndar verið að
aukast. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins
í gær er greint frá því að frá árinu 1990 til
ársins 2000 hafi þetta hlutfall hækkað úr
35,8 af hundraði upp í 42 af hundraði, eða
um 6,2 prósentustig, sem samsvarar 17,3
af hundraði á einum áratug. Árið 1990
var hlutfall tekna ríkissjóðs af vergri
landsframleiðslu örlítið undir meðaltali
aðildarríkja OECD, en tíu árum síðar
hafði ríkissjóður komist rækilega fram
úr svo munaði 3,8 prósentustigum. Mest
jukust tekjur ríkisins á seinni hluta síð-
asta áratugar. Hlutfall tekjuskatta ein-
staklinga af skatttekjum hefur einnig
hækkað. Það fór úr 20,5 af hundraði upp í
21,9 af hundraði á tímabilinu 1990 til
2000, en náði 24,5 af hundraði ef einnig er
talinn fjármagnstekjuskattur einstak-
linga. Tekjuskattshlutfallið hefur reynd-
ar lækkað ívið frá 1991, en á móti kemur
að persónuafslátturinn hefur ekki fylgt
vísitölubreytingum eins og flest annað í
þjóðfélaginu og þýðir það að skattstofn-
inn hefur breikkað á undanförnum árum.
Persónuafslátturinn var 23.376 krónur
árið 1991 og var 24.211 krónur í fyrra, en
hefði verið 29.913 krónur hefði hann fylgt
vísitölu.
Það er sterk vísbending um að skatt-
lagning er á villigötum í landinu þegar ís-
lensk stjórnvöld eru komin verulega yfir
meðaltal OECD í skattheimtu. Það hefur
aldrei verið ódýrt að búa á Íslandi og
verða landsmenn oft og tíðum að sætta
sig við sýnu hærra verðlag en í löndunum
í kring og teljast mörg þeirra þó síður en
svo skara framúr í kaupmætti. Kemur
þessi munur einna helst fram í verðlagi á
mat og drykk, sem oft og tíðum er svo
hátt að undrum sætir. Einangrun lands-
ins og hár flutningskostnaður er vissu-
lega einn sá þröskuldur, sem veldur háu
verðlagi, en ætla mætti að það væri hlut-
verk yfirvalda að nota þau tæki, sem
þeim standa til boða, til að reyna að jafna
þann aðstöðumun, sem er milli Íslands
og grannríkjanna.
Þessar auknu tekjur ríkissjóðs hafa að
einhverju leyti verið notaðar til að
grynnka á skuldum þjóðarinnar og er
það vel. Skuldir á hvert mannsbarn eru
um þessar mundir um ein milljón króna
og þykir ýmsum ugglaust nóg um. Oft er
hins vegar ekki auðséð að verið sé að
nota skattféð til að efla hag þeirra, sem
búa í landinu. Það er ein af kennisetn-
ingum hagfræðinnar að ekki skuli slaka á
skattaklónni í góðæri og þenslu. Hér á
landi hefur hún hins vegar aukist við þær
aðstæður.
Davíð Oddsson forsætisráðherra og
Geir Haarde fjármálaráðherra hafa báð-
ir gert skattamál að umtalsefni upp á síð-
kastið og boðað breytingar á skattalög-
um um áramót. Horfa þeir þar einkum til
lækkunar skatta fyrirtækja, lækkunar
eignaskatta fyrir einstaklinga og fyrir-
tækja og að hækka mörk hátekjuskatts,
sem eins og sakir standa er farinn að
leggjast á tekjur, sem vart teljast í með-
allagi. Í raun ætti að afnema eignaskatta
einstaklinga með öllu þar sem þar er ekki
verið að skattleggja verðmætasköpun
heldur fasta stærð, þannig að færa mætti
rök að því að um eignaupptöku væri að
ræða. Rökin fyrir lækkun skatta á fyr-
irtæki eru þau að íslensk fyrirtæki sitji
ekki við sama borð og keppinautar er-
lendis og þau eru gild. Í þeim efnum má
hins vegar ekki gleyma því að einstak-
lingar á Íslandi vilja einnig sitja við sama
borð og skattborgarar nágrannaríkj-
anna.
Fundur Yassers Arafat, forseta pal-estínsku heimastjórnarinnar, og
Shimonar Peres, utanríkisráðherra Ísr-
aels, vekur vonir, þótt veikar séu, um að
það takist að stilla til friðar í átökunum
milli Ísraela og Palestínumanna. Arafat
og Peres náðu samkomulagi um að hefja
á nýjan leik formlegt öryggismálasam-
starf og að vinna að varanlegu vopnahléi.
George W. Bush, forseti Bandaríkj-
anna, átti stóran þátt í því að fundi Ara-
fats og Peresar var komið á, en stjórn
Bush hefur að undanförnu þrýst mjög á
Ísrael að friðmælast við Palestínumenn.
Bush kann nú að hafa einstakt tækifæri
til að beita áhrifum Bandaríkjanna í
þágu friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Á
sínum tíma beitti faðir hans, George
Bush eldri, Ísraelsstjórn þrýstingi til að
setjast að samningaborðinu þegar hann
þurfti á stuðningi arabaríkja að halda
vegna stríðsins við Írak. Með sama hætti
mun Bush yngri nú þurfa á stuðningi
hófsamari afla í arabaheiminum að halda
í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum.
Þann stuðning fær hann hins vegar ekki
nema hann hætti að leyfa ísraelskum
stjórnvöldum að fara sínu fram í sam-
skiptunum við Palestínuaraba.
Yasser Arafat er mikið í mun að líta
ekki út fyrir að sýna stuðning við hryðju-
verkamennina, sem réðust á Bandaríkin
fyrr í mánuðinum. Hann er því líklegur
til að reyna að hafa hemil á herskárri öfl-
um á meðal Palestínumanna, sem m.a.
hafa stutt sjálfsmorðsárásir gegn Ísr-
aelum. Til þess þarf hann m.a. að þagga
niður í málgögnum heimastjórnarinnar,
sem hafa lofað sjálfsmorðsárásirnar.
Stefna Bandaríkjanna í málefnum
Mið-Austurlanda hefur löngum tekið
mið af því hversu valdamikill þrýstihóp-
ur gyðingar eru í Bandaríkjunum. Nú er
hins vegar þjóðarsamstaða þar vestra
um að berjast verði gegn hryðjuverkum
með öllum tiltækum ráðum. Jafnt
Bandaríkjamenn af gyðingaættum sem
aðrir skilja að til þess að sú barátta beri
árangur þarf að skapa víðtækt bandalag
ríkja heims og ein meginforsendan fyrir
árangri er að arabaríkin verði með í því
bandalagi.
Allt þetta þýðir að Bush og stjórn hans
hefur nú í höndum tækifæri, sem ekki má
glutra niður. Bandaríkin eru eina ríkið,
sem hefur það afl og trúverðugleika sem
til þarf að stilla til friðar í deilum Ísraela
og Palestínumanna. Það hefur alla tíð
verið brýnt verkefni, en nú hefur það öðl-
azt gífurlegt mikilvægi sem einn megin-
þráðurinn í þeim flókna vef, sem Banda-
ríkin þurfa nú að spinna til að klófesta og
uppræta öfgamennina sem unnu her-
virkið í New York og Washington.