Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 13
Ráðstefna um almannavarnir liður í áhættumati fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið HÆTTULEG efni og áhætta í dag- legu lífi var meðal þess sem rætt var á ráðstefnu um almannavarnir sem haldin var í Ráðhúsinu í gær. Ráð- stefnan var liður í áhættumati sem verið er að gera fyrir allt höfuðborg- arsvæðið. Ráðstefnan var skipulögð af al- mannavarnanefndum höfuðborgar- svæðisins sem til stendur að sameina í eina. Að sögn Hrólfs Jónssonar slökkviliðsstjóra var ráðstefnan hluti af áhættumati sem verið er að gera fyrir allt svæðið. „Við erum að skoða þá áhættu sem skapast af okkar dag- lega lífi, ekki vegna náttúruhamfara, stríðs eða einhvers slíks heldur fyrst og fremst vegna flutnings hættulegs varnings, geymslu hans, framleiðslu og þess háttar. Síðan förum við að- eins í fræðilegar skilgreiningar á því hvað áhætta í rauninni er og hvort við getum sett einhver mörk um það hvaða áhætta er ásættanleg í okkar samfélagi.“ Misjafnt hversu vel er staðið að flutningum hérlendis Hann segir að þegar talað sé um flutning á hættulegum efnum hér- lendis sé að mestu leyti um eldsneyt- isflutninga að ræða. „Hættulegur varningur er skilgreindur sam- kvæmt alþjóðlegum reglum í átta flokka og allur sá varningur sem undir það fellur þarf að flytjast með sérstökum hætti.“ Efnin sem um ræðir eru að sögn Hrólfs sprengifim og eldfim efni, eitruð efni, geislavirk efni, loftteg- undir sem geta valdið hættu, efni sem geta valdið sjálfíkveikju og efni sem geta myndað eldfimar loftteg- undir ef þau komast í snertingu við vatn, ætandi efni og loks eldnærandi efni en það eru að sögn Hrólfs efni sem ekki er hægt að slökkva í ef kviknar í þeim á annað borð því þau framleiða sjálf súrefni og brenna út í eitt. Hann telur ærið misjafnt hvernig staðið er að flutningum á þessum efnum hérlendis. „Ég held að olíufé- lögin og öll stærri fyrirtækin hafi mjög góða stjórn á þessu en ég er ansi hræddur um að oft sé pottur brotinn varðandi stykkjavöru sem fer með almennum flutningabílum.“ Þarf hugsanlega að breyta lögum fyrir sameiningu Hrólfur telur nauðsynlegt að auka eftirlit og fræðslu til að tryggja að farið sé eftir þeim reglum sem gilda. „En auðvitað er þetta stöðugt í vinnslu því það er alltaf verið að skoða flutningsleiðirnar og unnið að því að fá betri yfirsýn yfir það líka.“ Hann nefnir í því sambandi erindi sem Árni Þór Sigurðsson hélt um möguleika á að koma á fót gagna- banka um þau efni sem kæmu til landsins, hvar þau væru geymd, hvert þau færu og svo framvegis. „Ég held að það væri mikið fram- faraskref ef það væri unnt að koma slíkum gagnabanka í gagnið.“ Aðspurður hvenær samruni al- mannavarnanefnda höfuðborgar- svæðisins verði að veruleika segir hann að það sé óljóst. „Það er búið að samþykkja þetta í öllum sveitar- félögunum en það þarf að kanna hvort hugsanlega þurfi að breyta lögum. Þar segir að það skuli vera al- mannavarnanefnd í hverju lögsagn- arumdæmi og þetta svæði nær yfir þrjú lögsagnarumdæmi. Og ef það þarf að breyta lögum þá tekur þetta einhvað lengri tíma en ella.“ Hættu- leg efni í brenni- depli Morgunblaðið/Júlíus Fjöldi fagfólks sótti ráðstefnuna í gær, þar á meðal lögreglumenn. Höfuðborgarsvæðið HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 13 Barnafatnaður Verslunin hættir með barnafatnað Allar buxur kr. 500 Allir gallar frá kr. 1.000 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.