Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENSKUSKÓLI Enskuskóli á Suður-Englandi. Frábært tækifæri að læra ensku. Viðurkenndur skóli, 100 kennslustundir á mánuði, fæði og húsnæði innifalið. Uppl. í síma 862 6825 Jóna María, eftir kl. 17. FJÖGUR leikrit verða á vetrardag- skrá Leikfélags Akureyrar á kom- andi vetri, tvö íslensk og tvö erlend. Þá verður boðið upp á gestasýningu fyrir börn, Leikhúskórinn sýnir gam- anóperu og Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir söngleik í Sam- komuhúsinu. Einnig verður bryddað upp á þeirri nýjung í vetur að bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir alla aldurshópa. Fyrsta sýning vetrarins verður 19. október næstkomandi þegar ærsla- fulli gleðileikurinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson verður frumsýndur. Leikstjóri er Þráinn Karlsson en ellefu leikarar taka þátt í uppfærslunni. Um er að ræða eitt vinsælasta gamanleikrit allra tíma á Íslandi, en það var sett upp í Iðnó fyr- ir rúmum 20 árum og sló þá öll að- sóknarmet. „Við ætlum af stað með pompi og prakt og sýna nú loks á ný þennan geysivinsæla gamanleik, en hann vakti mikla lukku á sínum tíma,“ sagði Sigurður Hróarsson leikhússtjóri þegar hann kynnti vetr- ardagskrána í vikunni. Næsta verkefni er Slavar eftir Tony Kushner í leikstjórn Halldórs E. Laxness en það verður frumsýnt 18. janúar næstkomandi. Yrkisefni þess er fall Sovétríkjanna og skipbrot sósíalismans í Austur-Evrópu, en sögusviðið er Moskva vorið 1985 og Síbería árið 1992. Leikritið hefur far- ið sigurför um Bandaríkin og verið sett upp í flestum stórborgum Evr- ópu. Um er að ræða frumflutning verksins hér á landi, en Sigurður Hróarsson þýddi verkið. Tony Kushnes er bandarískur og hefur hlotið fjölda merkra verðlauna fyrir leikrit sín, m.a. Pulitzer-verðlaunin og Tony-verðlaunin. Leikrit þetta er kraftmikið, ögrandi og nýstárlegt að allri gerð og byggingu. Gullbrúðkaup í Græna hattinum Þriðja verkefni vetrarins er ein- þáttungurinn Gullbrúðkaup eftir Jökul Jakobsson í leikstjórn Skúla Gautasonar. Það verður sýnt í Græna hattinum og er áætlað að frumsýna í febrúar næstkomandi. Áhorfendum býðst á þessari sýningu að kaupa mat fyrir sýningu. Saga af pandabirni sögð af saxó- fónleikara sem á kærustu í Frankfurt er heiti á fjórða og síðasta leikriti vetrarins og verður það frumsýnt 12. apríl næsta vor. Það er eftir Matéi Visniec, Sigurður Hróarsson er leik- stjóri og þýddi hann jafnframt leik- ritið. Þetta verður frumflutningur þessa verks á Íslandi, en það var frumsýnt í París árið 1994 og hefur verið sýnt við góðan orðstír um Evr- ópu. Ástin og lífið á mörkum draums og veruleika er yrkisefni þessa ljóð- ræna leikrits, sem hlaut heiðursverð- laun franska rithöfunda- og tón- skáldafélagsins strax eftir frum- flutning þess. Helena fagra og Hárið En það verður ýmislegt fleira um að vera í Samkomuhúsinu í vetur. Leikhúskórinn sýnir í samvinnu við Leikfélag Akureyrar gamanóperuna Helenu fögru eftir Jacques Offen- bach í leikstjórn Skúla Gautasonar, en Roar Kvam er tónlistarstjóri. Frumsýning er áætluð skömmu fyrir páska og verður sýnt alla páskahelg- ina. Leikbrúðuland kemur með gesta- sýninguna Prinsessan í hörpunni næsta vetur, en þetta verk var frum- flutt á Listahátíð í Reykjavík á síð- asta ári og er fyrir börn á öllum aldri. Efni þess er sótt í Völsungasögu en Böðvar Guðmundsson skrifaði hand- ritið. Leikfélag Menntaskólans á Akur- eyri sýnir hinn vinsæla söngleik Hár- ið í Samkomuhúsinu í apríl næstkom- andi í leikstjórn Hrafnhildar Hafberg. Loks má nefna að síðar í vetur mun Íslenski dansflokkurinn bjóða upp á gestasýningu. Leiklistarnámskeið verða í boði í vetur, en um er að ræða nýjung í starfsemi Leikfélags Akureyrar. Alls verða í boði sjö mismunandi nám- skeið fyrir alla aldursflokka, allt frá 3ja ára aldri og til eldri borgara. Þau fyrstu hefjast í byrjun nóvember næstkomandi. Metnaðarfull dagskrá „Það verður eitthvað skemmtilegt um að vera í Samkomuhúsinu í allan vetur. Við bjóðum upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá en ekki síst skemmtilega,“ sagði Sigurður. Sala áskriftarkorta er hafin, en þau er hægt að nálgast í miðasölu leik- félagsins eða hjá Pennanum-Bókval. ÁRLEG Ljóðaganga Gilfélagsins og Skógræktarfélags Eyfirðinga verð- ur farin í Vaðlaskógi á morgun, laugardaginn 29. september. Farið verður með rútu frá Deigl- unni kl. 13:30 og kostar farið 500 kr. Gengið verður um Vaðlaskóg und- ir leiðsögn Hallgríms Indriðasonar og Aðalsteins Svans Sigfússonar. Áð verður á nokkrum stöðum og lesin upp ljóð og aðrar bókmenntir og hlýtt á tónlist, auk þess sem Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga býður upp á ketilkaffi að hætti skógarmanna. Meðal annars verða lesin ný ljóð eftir Sigmund Erni Rúnarsson, ljóð eftir Erling Jón Valgarðsson og fleiri munu koma fram. Þátttakend- ur mega gjarnan stíga á stokk og fara með kvæði að eigin vali. Áætlað er að gangan taki tvo og hálfan til þrjá tíma og þátttakend- um er bent á að klæða sig eftir að- stæðum og vera vel búnir til fót- anna. Gilfélagið og Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga Ljóðaganga um Vaðlaskóg ÞRJÁR ríkisskipaðar nefndir komu saman til fundar á Jafnréttisstofu í vikunni en þar var fjallað um jafnrétti kynjanna. Nefndirnar sem um ræðir eru nefnd um jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun, nefnd um konur og efnahagsleg völd, en þær starfa á vegum forsætisráðuneytis- ins, og jafnréttisráð sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytis. Nefndarmenn báru saman bækur sínar og lögðu á ráðin um samstarfs- verkefni og hvernig best mætti ná markmiðum um samþættingu jafn- réttis- og kynjasjónarmiða í opin- berri stefnumótun og stjórnsýslu. Fundurinn þótti heppnast vel, að sögn Valgerðar H. Bjarnadóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, og kom fram að nefndirnar þrjár gætu grætt mikið á samstarfi og sam- ræðum. Aðalumræðuefni fundarins var kynbundinn launamunur og hvernig stjórnvöld, háskólar og hinn almenni vinnumarkaður gætu í sameiningu unnið að því að uppræta þann mun. Þá skiptist nefndarfólk á skoðunum um hversu mikill árangur hefði náðst í jafnréttismálum, m.a. hvaða árangri framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar hefði skilað. Nefnd um jafnrétti kynja við op- inbera stefnumótun hélt í framhald- inu fund þar sem rætt var um sam- þættingu jafnréttismála í opinbera kerfinu, um aðferðir við að flétta kynjasjónarmið inn í fjárlagagerð og gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Loks var rætt um leiðir til að upp- ræta kynbundna fordóma í kerfum og meðal almennings. Á sérstökum fundi jafnréttisráðs var fjallað um skýrslu um kynbund- inn launamun á Íslandi sem Ingólfur V. Gíslason, ritari ráðsins og sérfræð- ingur á Jafnréttisstofu, er að vinna. Rætt um árangur í jafnréttismálum UPPBYGGINGU brekkunnar neð- an við Sigurhæðir, hús skáldsins sr. Matthíasar Jocumssonar, er að mestu lokið en undanfarin þrjú ár hafa staðið þar yfir umfangsmiklar framkvæmdir, sem kostað hafa um 15 milljónir króna. Hönnuður verksins er Halldór Jóhannsson landslagsarikitekt en það hefur verið unnið af starfsfólki umhverfisdeildar bæjarins. Tryggvi Marinósson, umhverf- isstjóri Akureyrarbæjar, sagði að bæjarbúar hefðu látið í ljós mjög já- kvæð viðbrögð við þessari fram- kvæmd, enda brekkan tekið hreint ótrúlegum breytingum frá því að framkvæmdir hófust. Þar hafa verið byggðir timb- urveggir, pottar sem gróðri hefur verið plantað í og tröppur, auk þess sem þar hefur verið útbúinn lækur úr miðri brekkunni. Brekkan neðan Sigurhæða tekur miklum breytingum Morgunblaðið/Kristján Félagarnir Viggó og Aðalsteinn að skoða lækinn í brekkunni neðan Sigurhæða. Fram- kvæmdum að ljúka UNGMENNI frá Humboldt- menntaskólanum í Ulm í Suður- Þýskalandi eru væntanleg til Akur- eyrar í kvöld, föstudagskvöld, en þau taka þátt í samskiptaverkefni ásamt félögum í skólafélaginu Hugin í Menntaskólanum á Akureyri. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu, þ.e. áætluninni „Ungt fólk í Evrópu“. Alls taka 27 Huginsfélagar þátt í verkefninu og 21 frá Humboldt-menntaskólanum. Verkefnið hefur hlotið nafnið Náttúrulegt! Umhverfi og umhverf- isvitund í evrópskum samanburði. Hér á landi verður vatnið, kalt og heitt til umfjöllunar, auk fiskveiða og fiskvinnslu. Í Þýskalandi verða líf- ræn ræktun, vatnshreinsun, skóg- fræði, loftmengun og flokkun sorps undir smásjánni. Samskiptamál verða enska og þýska. Í nógu að snúast Þjóðverjarnir koma til Akureyrar á föstudag, 28. september og verða til 5. október og munu Akureyring- arnir endurgjalda heimsókn þeirra 2. til 10. desember næstkomandi. Meðal þess sem ungmennin mun taka sér fyrir hendur er verkefna- vinna af ýmsu tagi, ratleikur um Ak- ureyri, íþróttakeppni í Kjarnaskógi, heimsókn í Norðurorku, viðtöl verða tekin við bæjarbúa, farið verður í Mývatnssveit með viðkomu í Kröflu, Laxárvirkjun verður heimsótt, Hveravellir í Reykjahverfi, Fiskiðju- samlag Húsavíkur og Hvalasafnið einnig. Þá verður eins konar þjóðhá- tíð með íslenskum mat og lokahóf á dagskránni. Þýsku ungmennin koma við í Bláa lóninu á leið norður og enda á Gullfoss- og Geysisferð á heimleiðinni. Um sjálfstætt verkefni innan ESB er að ræða þótt þátttakendur séu nemendur í tveimur skólum. Hóp- stjórar hér á landi eru Sigrún Að- algeirsdóttir og Harpa Sveinsdóttir, en margir starfsmenn MA taka einn- ig þátt í verkefninu auk þess sem stjórn Hugins hefur lagt hönd á plóginn. ESB styrkir samskiptaverkefni ungs fólks á Akureyri og í Ulm í Þýskalandi Umhverfi og umhverfisvitund í brennidepli Morgunblaðið/Kristján Nemendur Menntaskólans á Akureyri sem taka þátt í umhverfisverk- efni sem styrkt er af ESB. Í öftustu röð eru leiðbeinendurnir Sigrún Aðalgeirsdóttir t.v. og Harpa Sveinsdóttir. Leikfélag Akureyrar kynnir fjölbreytta vetrardagskrá Íslenskir gleðileikir og frum- flutningur erlendra leikrita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.