Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 20
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 20 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush hvatti í gær stjórnvöld í hinum 50 ríkjum Banda- ríkjanna til að kalla út sveitir þjóð- varðliða til að halda uppi öryggis- gæslu á flugvöllum landsins. Bush lét þessi orð falla á O’Hare-flugvelli í Chicago en á engum öðrum flug- velli vestra er viðlíka umferð. For- setinn leggur þessa dagana ríka áherslu á að sannfæra þjóðina um að gerðar hafi verið viðhlítandi örygg- isráðstafanir varðandi innanlands- flug í Bandaríkjunum. Hefur enda dregið stórlega úr flugumferð þar frá því að fjöldamorðin voru framin í New York og Washington 11. þessa mánaðar. Forsetinn hvatti almenning til að taka á ný að nota sér flugsamgöngur í Bandaríkjunum, á þann veg yrði unnt að sýna hryðjuverkamönnun- um fram á að bandaríska þjóðin myndi ekki gefast upp frammi fyrir ógninni. „Drífið ykkur um borð í flugvélarnar. Farið allra ykkar er- inda um öll Bandaríkin, farið í frí með fjölskyldunni og njótið Banda- ríkjanna,“ sagði Bush. Þjóðvarðliðar til öryggisgæslu Forsetinn kvað nauðsynlegt að þjóðvarðliðar bættust í hóp þeirra sem önnuðust öryggisgæslu á flug- völlum á meðan unnin yrði áætlun um framtíðarskipan þeirra mála. Drög forsetans gera ráð fyrir að al- ríkisstjórnin verði framvegis ábyrg fyrir öryggisgæslu og eftirliti á flug- völlum í Bandaríkjunum. Til þess þarf samþykki þingheims að liggja fyrir. Bandaríkjaforseti hyggst einnig setja á stofn 500 milljóna dala sjóð sem ætlað verður að létta á kostnaði flugfélaga vegna breytinga á far- þegaþotum. Er þá einkum horft til þess að stjórnklefar farþegaflugvéla verði þannig úr garði gerðir að ill- eða ómögulegt verði fyrir ræningja eða hryðjuverkamenn að brjóta sér leið inn í þá úr farþegarýminu. Einnig sagði forsetinn að alls kyns nýrri tækni yrði beitt. Stefnt yrði að því að menn á jörðu niðri gætu yf- irtekið stjórn flugvéla, sem rænt hefði verið eða lent hefðu í erfiðleik- um. Sjónvarpskerfi yrði komið fyrir í flugvélum þannig að flugmenn gætu séð það sem fram færi í far- þegarýminu. Samráð yrði haft við flugmenn og flugfélög. Vopnaðir óeinkennisklæddir „flugverðir“ um borð Í tillögum Bush-stjórnarinnar er einnig gert ráð fyrir að vopnaðir, óeinkennisklæddir „flugverðir“ á vegum alríkisstjórnarinnar verði framvegis um borð í farþegaflugvél- um. Þá mun alríkisstjórnin verða gerð ábyrg fyrir öryggi og eftirliti á flugvöllum en fram til þessa hafa flugfélögin haft það starf með hönd- um. Alríkisstjórnin mun þannig stjórna eftirliti með farþegum og farangri auk rannsókna á ferli þeirra sem veljast til starfa á sviði flugöryggis. Tengt þessu er ákall forsetans um að þjóðvarðliðar verði kallaðir út til að auka enn á örygg- isgæsluna. Mun alríkisstjórnin standa undir kostnaði þessu sam- fara. Flugvélum breytt til að halda aftur af illvirkjum Hlutur alríkisstjórnarinnar á sviði flugöryggis aukinn stórlega Chicago. Washington. AP. TVÆR íslamskar konur á úti- samkomu í Peshawar í Pakistan í gær. Pakistanar hafa samþykkt að veita Bandaríkjamönnum full- an stuðning í leitinni að hinum meinta hryðjuverkamanni Osama bin Laden, og var samkoman í Peshawar haldin til að fagna þessari yfirlýsingu Pakistan- stjórnar. AP Stuðningur í Pakistan     !"#$%! & %'(                                   !"  ! "     # $%   &  ' " % ! #$    %"   ()  " (   !& &   ! & "  ' " " (   & ! $     !" *"   '   (  )    (& & ! $ !" +&, &'   ' (& "   *   $    %"  #& - & & -   & -  & -  # & ,,, !"   & #  #  & +     )       . & &     & ! $ !" /$ "  (   Á SAMA tíma og Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, vinnur hörðum höndum að því að mynda alþjóðlegt bandalag gegn hryðjuverkaógninni og Osama bin Laden hafa ýmsir bandarískir íhaldsmenn lýst yfir stríði á hendur honum. Í huga þessara manna hef- ur ráðherrann sér það til óhelgi unnið að hafa mildað þau harkalegu viðbrögð við árásinni, sem George W. Bush forseti og hinir herskárri innan ríkisstjórnar hans boðuðu strax eftir fjöldamorðin í New York og Washington. Þessi sjónarmið koma nú fram í viðtalsþáttum í Bandaríkjunum, sem hægrisinnaðir þingmenn koma fram í auk þess sem tölvupósti og faxtækjum er óspart beitt. Fjendur utanríkisráðherrans segja að sú áhersla, sem hann leggi á myndun alþjóðlegs bandalags og tregða hans við að ráðast beint gegn rótum vandans í Afganistan og Írak, muni verða til þess að Bandaríkjunum mistakist ætlunar- verk sitt. Hið sama hafi gerst þegar Bandaríkjamenn, með föður núver- andi forseta í broddi fylkingar, létu nægja að frelsa Kúveit úr höndum Íraka árið 1991 en létu ógert að halda inn í landið í því augnamiði að steypa Saddam Hússein Íraksfor- seta. Einn þeirra, sem ráðist hefur op- inberlega gegn Powell og stefnu hans, er William nokkur Kristol. Hann er ritstjóri hins íhaldssama vikurits Weekly Standard. Kristol segir í bréfi sem hann hefur dreift til „stefnumótandi aðila“ og fjöl- miðla að Powell fari fyrir þeim, sem reyni að draga úr áhrifamætti her- hvatar forsetans. Því sjónarmiði er einnig haldið á lofti að sum þeirra ríkja, sem taka þátt í alþjóðlega bandalaginu gegn hryðjuverkaógninni, muni misnota aðstöðu sína til að ganga á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni í viðkomandi löndum. Aukinheldur sé hætta á því að öll yfirstjórn að- gerða verði þunglamaleg og óskil- virk komi margar þjóðir nærri skipulagningu þeirra. Herskáir bandarískir íhaldsmenn hafa raunar lengi haft litlar mætur á Powell eða allt frá Persaflóastríð- inu. Segja þeir að Powell, sem þá var forseti bandaríska herráðsins og fjögurra stjörnu hershöfðingi, hafi þá líkt og nú reynst úr hófi fram tregur til að beita herstyrk Bandaríkjanna. Innan stjórnar Bush forseta er talið að helstu and- stæðingar þeirrar „samvinnu- stefnu“, sem Powell vill fylgja, séu þau Donald Rumsfeld varnarmála- ráðherra, aðstoðarmaður hans, Paul D. Wolfowitz, Dick Cheney varaforseti og Codoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafi. Þetta fólk telur að Bandaríkjamenn eigi að beita herstyrk sínum af fullum þunga gegn hryðjuverkaleiðtogan- um Osama bin Laden og þeim, sem skjóta yfir hann skjólshúsi sem og Saddam Íraksforseta. Hægrimenn í stríð við Powell Utanríkisráð- herrann sagður tregur til að beita heraflanum Washington. The Los Angeles Times. STÆRSTA flugfélag Evrópu, British Airways (BA), skýrði í gær frá því að ákveðið hefði verið að draga mjög saman seglin í rekstrinum. Verður vikulegum ferðum fækkað um 190 en áður hafði verið skýrt frá því að um 7.000 störf yrðu lögð niður. Af áætlunarferðum sem leggjast af eru 36 til Banda- ríkjanna. Talsmaður fyrirtæk- isins, David Spurlock, sagði að hagnaður hefði þegar minnkað um 40 milljónir punda, um sex milljarða króna, vegna truflana á flugi og aukins kostnaðar vegna ör- yggismála í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum. Um 56.000 manns starfa hjá British Airways. BA dreg- ur saman seglin London. AP. BANDARÍKJASTJÓRN skoraði í gær á skæruliða í Tsjetsjníu að slíta öll tengsl við hryðjuverkamenn, sér- staklega Osama bin Laden. Tals- menn skæruliða neita, að þeir hafi samband við hann en vilja þó ekki útiloka, að svo hafi verið áður. Áskorun Bandaríkjastjórnar, sem þótti nokkuð harðorð, kemur eftir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti yfir miklum stuðningi við bar- áttu Bandaríkjamanna við hryðju- verkasamtök en talsmaður Hvíta hússins neitar þó, að þarna sé eitt- hvert samband á milli. Rússar fagna „Leiðtogar Tsjetsjena verða að fara að dæmi allra annarra ábyrgra leiðtoga og slíta öll tengsl við alþjóð- leg hryðjuverkasamtök á borð við al- Qaeda, samtök Osama bin Ladens,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins. Sergei Jastrzhemskí, talsmaður Rússlandsstjórnar í málefnum Tsjetsjníu, fagnaði í gær auknum skilningi Bandaríkjastjórnar á því, að lausn Tsjetsjníudeilunnar væri „órjúfanlega tengd baráttunni gegn hryðjuverkum“. Sagði hann, að tsjetsjneskir skærliðar hefðu bein tengsl við alþjóðleg hryðjuverka- samtök og alveg sérstaklega við bin Laden. Talsmaður eins helsta skæruliða- hópsins í Tsjetsjníu neitaði í gær, að hann hefði nokkurt samband við bin Laden en viðurkenndi, að hann hefði „stjórnmálaleg“ tengsl við talibana- stjórnina í Afganistan. Hann útilok- aði þó ekki, að tengsl hefðu verið við bin Laden áður fyrr en fullyrti, að þau væru engin nú. Kveður við nýjan tón í afstöðu Bandaríkjanna til tsjetsjneskra skæruliða Skorið verði á tengsl við bin Laden Washington, Moskvu. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.