Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VELTA Kaffitárs ehf. hefur aukist verulega á hverju ári þau ellefu ár sem fyrirtækið hefur starfað og svo verður einnig í ár. Kemur þetta fram í samtali við Aðalheiði Héð- insdóttur framkvæmdastjóra. Kaffiár er með kaffibrennslu í Njarðvík þar sem svonefnt eð- alkaffi er brennt og malað. Auk þess rekur fyrirtækið kaffihús í Kringlunni og Bankastræti í Reykjavík og þau eru jafnframt helstu útsölustaðir fyrir fram- leiðsluvörur fyrirtækisins. En auk þess eru vörur frá því til sölu í flestum stærri matvöruverslunum landsins. Lóð við Reykjanesbrautina Starfsemin hefur lagt undir sig alla aðra hæðina að Holtsgötu 52 í Njarðvík en það hefur ekki reynst nóg, ýmis varningur er í geymslum og gámum annars staðar. Þá segir Aðalheiður óþægilegt að vera með starfsemina á annarri hæð í hús- inu. Stjórnendur fyrirtækisins hafa lengi haft hug á að bæta úr hús- næðismálunum með byggingu nýs sérhannaðs húsnæðis á lóð sem Kaffitár hefur fengið úthlutað við Reykjanesbrautina. Búið er að teikna húsið en framkvæmdum hefur verið frestað, meðal annars vegna óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Aðalheiður vill hafa fast land undir fótum þegar hún ræðst í þessa miklu framkvæmd. Stefnir hún þó að því að hefjast handa við byggingu hússins á nýju ári. Við flutning í nýtt húsnæði verð- ur einnig gert átak í að vélvæða framleiðsluna til að létta störfin. Ekki er þó hægt að koma við sjálf- virkni í þessari framleiðslu, nema að vissu marki, vegna þess hversu fjölbreytt hún er. Kaffitegundirnar eru 37 um þessar mundir og vöru- númerin skipta hundruðum. Það eru kaffibaunir frá ýmsum löndum, kaffiblöndur og bragðbætt kaffi. Aðalmarkaðurinn fyrir afurðir Kaffitárs er á höfuðborgarsvæð- inu. Aðalheiður segir að til greina hafi komið að byggja nýju kaffi- brennsluna á höfðuborgarsvæðinu en niðurstaðan hafi orðið sú að halda sig við Reykjanesbæ. Hún telur að vinnuafl sé stöðugra á Suð- urnesjum og þar sé stutt í alla þjón- ustu. Þá megi ekki vanmeta heima- markaðinn sem þar er. Reykja- nesbær og margar stórar stofnanir og fyrirtæki kaupi kaffi af Kaffi- tári og fái þar alla þjónustu á því sviði. Aðalheiður er bjartsýn á fram- tíðina þótt hún treysti sér ekki til að spá jafn góðum vexti á næstu ár- um og verið hefur til þessa „Ég hef alltaf átt von á því að nú fari að hægja á en það hefur enn ekki gerst. Það drekka allir kaffi. Að vísu er drukkið minna af því en fyrir nokkrum árum en fólk vill betra kaffi. Það er hugsjón okkar og starf að bæta kaffimenninguna hér á landi. Kaffi er í tísku, það er skemmtilegt,“ segir Aðalheiður. Hún telur raunar að ekkert lát sé á þeirri eðalkaffibyltingu sem hófst fyrir 20 árum í Bandaríkjunum og breiddist þaðan út um heiminn. Kaffitár hefur sprengt utan af sér húsnæðið og undirbýr nýja byggingu Vivian Osei Helgason vinnur við að bragðbæta og pakka kaffi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Aðalheiður Héðinsdóttir framkvæmdastjóri og Ragnheiður Sævars- dóttir brennslumeistari við ofninn þar sem kaffibaunir eru brenndar. Starfsemin eykst á hverju ári Njarðvík BÖRN verða tekin inn í leik- skóla Reykjanesbæjar eftir aldri en ekki aldursröð um- sókna, þegar nýjar reglur um úthlutun leikskólaplássa taka gildi. Bæjarráð hefur samþykkt tillögur skóla- og fræðsluráðs um breyttar reglur um úthlut- un leikskólaplássa. Forgangsreglur eru óbreytt- ar. Börn einstæðra foreldra, börn sem búa við fötlun og/eða veikindi og börn sem búa við fé- lagslega erfiðleika njóta for- gangs, einnig börn þar sem báðir foreldrar eru í fullu dag- námi. Hins vegar verður leikskóla- rýmum ekki úthlutað eftir ald- ursröð umsókna, eins og verið hefur, heldur verður þeim út- hlutað eftir aldri barna þannig að eldri börn ganga fyrir yngri. Þessi regla tekur gildi 1. nóv- ember næstkomandi. Eldri börn ganga fyrir Reykjanesbær ÆTTFRÆÐIGRÚSKARAR á Suðurnesjum eru að fara að hefja vetrarstarf sitt, en þeir hittast einu sinni í mánuði yfir vetrartímann í Bókasafni Reykjanesbæjar. Fyrsti fund- ur vetrarins verður mánudag- inn 1. október nk. kl. 20. Hópurinn byrjaði að hittast reglulega á safninu sl. vetur og náðist strax saman 10–12 manna kjarni. Á fundunum er rætt og rabbað vítt og breitt um ættfræði. Safnið hefur komið til móts við þennan hóp, m.a. í innkaup- um og pantað filmur af kirkju- bókum frá svæðinu. Búið er að setja upp sérstakt ættfræði- horn með bókum í eigu safnsins um ættfræði og strax og film- urnar berast verður sett upp vinnuaðstaða með filmulesvél í tengslum við ættfræðihornið. Vetrarstarf ættfræði- grúskara að hefjast Reykjanesbær HÚSAFRIÐUNARNEFND telur heppilegast að sleppa því að byggja við Gömlu búð, eins og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja nauðsynlegt svo þar sé hægt að koma upp aðstöðu fyrir ungt fólk. Gamla búð er elsta hús Kefla- víkur. Það er friðað en skemmd- ist illa að innan í bruna. Reykja- nesbær á húsið og datt mönnum í hug að nýta það fyrir menning- ar- og þróunarsetur ungs fólks. Við athugun kom í ljós að húsið er of lítið fyrir slíka starfsemi. Húsafriðunarnefnd vekur at- hygli á því í svari til Reykjanes- bæjar að óheimilt sé að breyta húsinu að innan, hvað varðar herbergjaskipan og burðarþol, nema leita álits húsafriðunar- nefndar. Hið sama gildi um út- litsbreytingar og viðbyggingar. Í lok bréfsins segir: „Ekki er tekin afstaða til viðbyggingar við húsið en heppilegast væri að henni væri sleppt. Hins vegar, ef ný notkun hússins krefst við- byggingar, er sjálfsagt að skoða slíkt með jákvæðum huga.“ Óheppi- legt að byggja við Gömlu búð Keflavík SANDGERÐISHÖFN verður dýpkuð í vetur og sprengt fyrir stál- þili vegna lagfæringa og lengingar á Norðurgarði. Er þetta gert til að bæta aðstöðu fyrir loðnu- og síldar- skip. Hafnarráð Sandgerðis og Sigl- ingastofnun bjóða út framkvæmd- irnar í Sandgerðishöfn. Að sögn Björns Arasonar hafnarstjóra felast þær í dýpkun á 3.800 fermetra svæði við Norðurgarð og sprengingum fyr- ir stálþili. Til stendur að lengja Norðurgarð um 25 metra og endur- bæta stálþilið á hluta núverandi garðs. Vaxtarbroddur í uppsjávarfiski Hafnarráð Sandgerðis hefur mót- að þá stefnu að vaxtarbroddur hafn- arinnar liggi í uppsjávarfiski. Barðs- nes hf. sem er að mestu í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur aukið verulega við rekstur fiskimjölsverksmiðju sinnar í Sand- gerði. Hins vegar er erfitt fyrir stærri síldar- og loðnuskip að at- hafna sig í höfninni. Hafnarfram- kvæmdirnar í vetur eru liður í að bæta úr því. Hluti dýpkunarinnar er í 8,5 metra dýpi og hluti í 6 metra. Björn Arason segir að innsiglingin muni áfram takmarka möguleika hafnarinnar. Djúprist loðnuskip komist ekki þangað inn við vissar að- stæður. Tilboð í vinnu við dýpkun hafnar- innar og sprengingar fyrir stálþili verða opnuð í byrjun október og á verktakinn að ljúka vinnu sinni fyrir 1. febrúar í vetur. Skip staðarins Meginhluti kvóta Sandgerðinga hefur verið fluttur í önnur bæjar- félög með sölu skipa og sameiningu við önnur útgerðarfélög. Heilmiklum afla er eftir sem áður landað á staðn- um. Björn segist líta á þau fiskiskip sem landi meginhluta síns afla í Sandgerðishöfn sem skip staðarins þótt þau eigi heimahöfn annars stað- ar. Nefnir hann í því sambandi loðnuskipin sem landa hjá Barðsnesi og báta Nesfisks hf. í Garði. Dýpkun Sandgerðishafnar boðin út Bætt aðstaða fyrir loðnuskipin Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.