Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 52
Morgunblaðið/Júlíus Gestir Hótels Lindar fengu skjól í strætisvagni meðan á slökkvistörfum stóð. ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins var kallað út í gær- kvöldi þegar eldur kom upp í djúp- steikingarpotti í eldhúsi veitinga- hússins Carpe diem á 1. hæð Hótels Lindar við Rauðarárstíg. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:49. Eldur- inn læsti sig í gufugleypi og leiddi þaðan í loftræstistokk sem liggur upp á þak hótelsins. Hátt í hundrað gestir voru skráðir á hótelið, þar af um 20 á sjúkrahóteli Rauða krossins, en ekki var unnt að fá nákvæmar upplýsingar um heildar- tölu gesta í gærkvöldi. Urðu allir að yfirgefa hótelið. Strætisvagn var fenginn sem bækistöð fyrir fólkið á meðan unnið var að slökkvistörfum en farið var með 15 manns á Land- spítala í Fossvogi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins var einungis grunur um reykeitrun í einu tilfelli. Búið var að ráða niðurlögum elds- ins um tíuleytið í gærkvöldi. Ekki þótti óhætt að láta gesti gista á hót- elinu í nótt og var þeim útveguð gist- ing á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju en ljóst þótti að sumum yrði fundinn staður á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Fengu gestir að fara í lögreglu- fylgd til herbergja sinna að ná í nauð- synlegar föggur. Verið að elda kjúkling Verið var að djúpsteikja kjúkling þegar eldurinn kom upp. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs var enn eld- ur í djúpsteikingarpottinum þegar slökkvilið bar að. Greiðlega tókst að slökkva eldinn en fljótlega kom upp eldur í millilofti yfir borðsalnum sem loftstokkarnir liggja um. Kom eldur- inn upp vegna hitans frá loftstokkn- um. Greiðlega gekk að slökkva þann eld. Hins vegar reyndist erfiðara að slökkva eldinn í loftstokknum en hann var kominn efst í stokkinn í risi hússins og í blásarabúnað í loftræsti- kerfi í risi. Þaðan barst síðan reykur um loftræstikerfið niður á neðri hæð- ir hótelsins. Slökkviliðsmenn áttu erf- itt um vik vegna þrengsla en tókst að lokum að slökkva eldinn með því að dæla froðu inn í stokkinn. Lögð áhersla á að koma fólki út Að sögn Jóns Viðars Matthías- sonar varaslökkviliðsstjóra á vett- vangi í gær var mikill reykur í and- dyri hótelsins þegar slökkvilið bar að þannig að áhersla var lögð á að koma fólki út sem fyrst. Mestur reykur var í anddyri og á fjórðu hæð hótelsins sem hýsir sjúkrahótel Rauða krossins. Að sögn Jóns Viðars varð að reykræsta ganginn áður en hægt var að hleypa fólkinu út úr herbergjunum. „Þess vegna tók dálítinn tíma að koma sjúk- lingunum út. Þetta var aðallega fólk sem átti erfitt með gang þarna uppi.“ Ragna Guðmundsdóttir er gestur á sjúkrahótelinu á Hótel Lind. Hún var að lesa blöðin frammi í setustofu á fjórðu hæð þegar brunabjallan fór í gang. „Við fórum strax að horfa svona og fundum ekki neitt strax en svo sáum við að reykurinn kom eins og út úr þvottaherbergi sem er uppi.“ John og Rae Waller frá Ástralíu eru búin að vera að ferðast um landið en voru nú í herbergi sínu á annarri hæð að undirbúa för af landi brott í morgun. „Við heyrðum viðvörunar- bjölluna hringja í um það bil fimm sekúndur, svo þagnaði hún. Þá hringdi hún einu sinni eða tvisvar og þagnaði aftur. Loks hringdi hún í kringum 10 sekúndur og þagnaði enn. Þannig að allir voru að kíkja út úr herbergjunum, spyrjandi sig hvað um væri að vera.“ John sagðist þá hafa fundið brunalykt sem líktist því þegar plast brennur. „Á þeirri stundu slokknaði á einhverjum ljósum og það kviknaði á neyðarlýsingunni. Á þeim tímapunkti ákváðum við að það borg- aði sig að koma sér út, og í þann mund sem við gerðum það fylltist gangur- inn á annarri hæð af reyk.“ Hátt í 100 gestir urðu að yfirgefa hótelið Allt tiltækt slökkvilið kallað að Hótel Lind í gærkvöldi vegna eldsvoða MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. STJÓRN Flugleiða kom saman til langs fundar í gær, þar sem ákvarð- anir um niðurskurð, uppsagnir og að- haldsaðgerðir voru teknar. Jafn- framt var ákveðin allt að 10% hækkun flugfargjalda frá og með 1. október. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur verið ákveðið að um 300 starfsmönnum Flugleiða verði sagt upp nú um mánaðamótin og taka uppsagnirnar gildi á mánu- daginn kemur, 1. október. Uppsagnir ná jafnt til starfsmanna félagsins hér á landi sem erlendis og taka bæði til flugliða og annarra starfsmanna fé- lagsins. Starfsmenn Flugleiða eru nálægt því að vera 2.500. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins verður ferðum félagsins til og frá Bandaríkjunum fækkað um þriðjung, eða úr 27 ferðum á viku í 18. Enginn áætlunarstaður í Banda- ríkjunum verður felldur niður, en ferðum til Boston fækkar úr sjö á viku í fjórar, til New York úr sjö í fimm, til Minneapolis úr sex í fjórar og til Baltimore úr sjö í fimm. Þetta jafngildir 32% samdrætti í Banda- ríkjaflugi Flugleiða. Eins og áður hefur verið greint frá hefur einnig verið tekin ákvörðun um að hætta áætlunarflugi Flugleiða til Halifax í Kanada. Þá hefur stjórn Flugleiða ákveðið samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins að fækka áætlunarferðum sínum til áfangastaða í Evrópu um- talsvert, þótt samdrátturinn þar verði ekki jafnmikill og í Bandaríkja- fluginu. Flugferðum til Amsterdam í Hol- landi verður fækkað um tvær í viku. Hætt verður að fljúga síðdegisflug til London. Þá verða áætlunarferðir til Óslóar í Noregi og Stokkhólms í Sví- þjóð sameinaðar í eitt áætlunarflug á laugardögum og sunnudögum. Hætt að bjóða heitan mat Niðurskurður í áætlunarflugi til Bandaríkjanna og Evrópu þýðir að Flugleiðir þurfa ekki á jafnmörgum flugvélum að halda og verður einni Boeing 757-200 skilað. Þá mun hafa verið ákveðið að skera verulega niður þjónustu og kostnað í áætlunarferðum Flugleiða til Evrópu, hvað varðar veitingar. Þannig mun ekki verða boðið lengur upp á heitan mat á Evrópuleiðunum, heldur einungis samlokur og þess háttar. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að miklar áhyggjur hafi komið fram á stjórnarfundinum í gær með stöðu félagsins, stöðu bókana hjá flugfélögum yfirleitt og að vissra efa- semda hafi gætt, um að hér væri nóg að gert. Niðurstaða fundarins mun hafa verið sú, að stjórnin var sam- mála um að ráðast þegar í þessar að- gerðir, en þess var jafnframt getið, að hér kynni að vera um fyrstu að- gerðir að ræða, því ef þær dygðu ekki til, þá yrði þegar að undirbúa frekari niðurskurð og aðhaldsaðgerðir. Stjórn Flugleiða ákveður aðhaldsaðgerðir, niðurskurð og hækkun fargjalda Um 300 starfsmönn- um verður sagt upp 30% fækkun á ferðum til og frá Bandaríkjunum. Minni fækkun ferða til Evrópu en flugleiðir sameinaðar TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli stöðvaði síðdegis í gær 36 ára gamlan Austurríkismann, sem var á leið með Flugleiðavél frá Amster- dam í Hollandi til New York í Bandaríkjunum, með að talið er á bilinu 40 til 60 þúsund e-töflur. Markaðsvirði þessara fíkniefna á svonefndu götuverði er áætlað 140 til 160 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru það hinar hertu eft- irlits- og öryggiskröfur á Keflavík- urflugvelli sem gegndu lykilhlut- verki í því hvernig tókst að upplýsa um þessa bíræfnu smygltilraun. Fór í nákvæma gegnumlýsingu Austurríkismaðurinn fór inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar, eftir að vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, eins og aðrir farþegar, sem voru á leið vestur um haf. Hann vakti athygli tollvarða á Keflavíkurflugvelli og í framhaldinu var farangur hans gegnumlýstur í sérstakri bifreið sem embættið á Keflavíkurflugvelli er með að láni frá Tollgæslunni í Reykjavík. Við fyrstu gegnumlýs- ingu taldist innihaldið vera grun- samlegt og því var farangurinn lát- inn í nákvæmari gegnumlýsingu og þá uppgötvaðist hið gríðarlega magn af e-töflum, eins og áður greinir. Til samanburðar má geta þess, að e-töflufjöldinn sem Kio Briggs var talinn reyna að smygla inn til lands- ins var 2 þúsund töflur. Austurríkismaðurinn er í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og frekari rannsókn málsins verður í höndum rannsóknardeildar lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli. Reiknað var með því að lögreglumenn þyrftu að telja e-töflur fram eftir nóttu enda skiptu þær tugum þúsunda. Útlendingur stöðvaður af Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli Tekinn með 40– 60 þúsund e-töflur ALVARLEGT umferðarslys varð við Æsustaði í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu um klukkan 23.30 í gærkvöldi. Fólksbíl, sem kom að norð- an, var ekið á hross með þeim afleiðingum að bifreiðin stór- skemmdist. Fernt var í bílnum og slas- aðist karlmaður alvarlega. Maðurinn var það mikið slas- aður að læknir taldi að hann þyldi ekki flutning til Akur- eyrar og flaug þyrla Land- helgisgæslunnar af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan hálfeitt í nótt til að sækja hann og flytja til Reykjavíkur. Aðrir sem voru í bílnum slösuðust ekki, að sögn lög- reglunnar á Blönduósi. Þyrlan sótti slas- aðan mann í Langadal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.