Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KONA á sjötugsaldri, sem ákærð er
fyrir að hafa blekkt á sjötta tug millj-
óna króna út úr 10 rosknum og öldr-
uðum mönnum á síðastliðnum ára-
tug, neitaði sök þegar skýrsla var
tekin af henni við aðalmeðferð máls-
ins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Sonur hennar, sem er um þrítugt, er
einnig ákærður fyrir fjársvik og fyrir
hylmingu með því að taka við um níu
milljónum af ávinningi móður sinnar.
Hann neitar einnig sök.
Nokkrir þeirra manna sem af-
hentu konunni fé, sem alls er um 56
milljónir króna, báru vitni fyrir dómi
í gær og sögðu að kynni þeirra af
ákærðu hefðu hafist með þeim hætti
að hún hefði einfaldlega hringt í þá
og síðar hafi beiðni um fjárhagsað-
stoð fylgt. Þeir litu svo á að um lán
væri að ræða og ákærða myndi end-
urgreiða þeim síðar. Hinu sama hélt
ákærða fram og endurgreiddi einum
þeirra tæpa milljón á sínum tíma.
Nokkrir bændur eru í þessum hópi
og sögðu þeir að ákærða hefði í fyrstu
spurt hvort þá vantaði ráðskonu.
Þegar þeir sögðu svo ekki vera, hefðu
málin eigi að síður æxlast þannig að
hún hefði tjáð þeim fjárhagsvand-
ræði sín og þeir lánað henni fé. Varð-
andi upplýsingar þeirra um greiðslu-
getu hennar, sagðist hún aldrei hafa
svarað þeim ranglega um fjárhags-
stöðu sína, en þeir hefðu heldur aldr-
ei spurt út í hana. Allir sögðust þeir
myndu hafa tekið fyrir slíkar lánveit-
ingar hefðu þeir vitað að ákærða var í
sambandi við fleiri menn á sama tíma
í þessum tilgangi. Upplýst var að
ákærða sagði mönnunum lygasögur
um að hún ætti veik börn sem þyrftu
læknismeðferð erlendis og að tvö
þeirra hefðu látist, auk þess sem hún
sagðist vera að missa húsnæði sitt.
Þá sagðist hún hafa annast heimilis-
aðstoð hjá einum mannanna úr hópn-
um, sem lét hana hafa rúmar 23 millj-
ónir króna. Upplýsti ákærða að hún
hefði kynnst honum árið 1996 og að
hún hefði komið til hans einu sinni
viku til að ræsta hjá honum og færa
honum mat.
Enginn afgangur af fénu
Enginn afgangur er af því fé sem
ákærða fékk hjá mönnunum og sagði
hún tugmilljónirnar hafa farið í „hitt
og þetta“. Þá sagðist hún hafa ráð-
stafað fjárhæðunum í að greiða
skuldir sínar og viðgerðir á húsnæði
sínu.
Einn sonur ákærðu bar fyrir dómi
að hún hefði verið undir miklum
þrýstingi frá þremur börnum sínum,
sérstaklega meðákærða, syni sínum,
um að láta þau fá fé. Sagði hann að
ákærði hefði „lifað eins og kóngur“
þrátt fyrir að hann hefði ekki unnið
neitt að ráði um ævina. Upplýst var
að ákærði hefur síðastliðin 12 ár haft
samtals 1.800 þúsund krónur í tekjur.
Vitnið sagði ákærða t.a.m. hafa eytt
yfir 200 þúsund krónum í flugelda ein
áramótin, keypt sér leðurklæddan
Volvo fyrir 3,5 milljónir króna og
mætt í afmælisveislur á limúsínum
og farið í utanlandsferðir. Aðspurt af
Sveini Andra Sveinssyni hrl., verj-
anda ákærða, sagðist vitnið þó ekki
vita um fjármál ákærða. Sjálf sagði
ákærða meðákærða, son sinn, ekki
hafa beitt sig umræddum þrýstingi.
Aðspurð af saksóknara sagðist
ákærða hafa valið mennina af tilvilj-
un e.t.v úr símaskránni og hefði hún
ekki haft nein gögn um þá fyrirfram.
Fleiri vitni koma fyrir dóminn í
dag þegar aðalmeðferð verður haldið
áfram.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
er fjölskipaður í málinu. Dóms-
formaður er Guðjón St. Marteinsson
og meðdómendur eru héraðsdómar-
arnir Hjörtur O. Aðalsteinsson og
Gréta Baldursdóttir. Helgi Magnús
Gunnarsson sækir málið af hálfu
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra og verjandi ákærðu er Örn
Clausen hrl.
67 ára gömul kona ákærð fyrir að blekkja 56 milljónir króna út úr 10 karlmönnum
Féð fór í „hitt og
þetta“ og skuldir
FRAMKVÆMDIR við nýja bygg-
ingu Íslenskrar erfðagreiningar í
Vatnsmýrinni í Reykjavík eru
samkvæmt áætlun að sögn Páls
Magnússonar upplýsingastjóra
fyrirtækisins. Framkvæmdir hóf-
ust fyrir tæpu ári en ætlunin er
að starfsemi ÍE flytji í nýja hús-
næðið um áramótin. Um sex
hundruð manns vinna hjá fyr-
irtækinu sem hefur aðstöðu í
fimm byggingum á tveimur stöð-
um á höfuðborgarsvæðinu, í Árbæ
og Kópavogi.
Byggingin, sem stendur sunnan
við nýtt Náttúrufræðihús Háskóla
Íslands, er um 15.000 fermetrar
að stærð og er áætlaður heild-
arkostnaður við verkið um 2 millj-
arðar króna. Byggingin er mynd-
uð af þremur meginhlutum,
skrifstofuhúsnæði og rannsókn-
arbyggingu, sem tengjast um mið-
rými með glerþaki en göngugata
undir glerþakinu er eftir endi-
langri rannsóknarbyggingunni og
skiptir henni í tvo meginhluta.
Aðkoma bíla verður frá Sturlu-
götu og bílastæði verða við
Sturlugötu og Njarðargötu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir við nýja byggingu Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni eru samkvæmt áætlun.
Fram-
kvæmdir
samkvæmt
áætlun
15 þúsund fermetra hús
ÍE rís í Vatnsmýrinni
KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélags Ís-
lands, sagði í samtali við
Morgunblaðið síðdegis í gær
að svo virtist sem allt stefndi í
þrjú þriggja daga verkföll
sjúkraliða sem starfa hjá rík-
inu og tveimur sjálfseignar-
stofnunum, Grund og Ási í
Hveragerði, en þau hafa sem
kunnugt er verið boðuð frá og
með 1. október nk.
Takist ekki að leysa kjara-
deilu sjúkraliða munu um átta
hundruð sjúkraliðar leggja
niður vinnu aðfaranótt mánu-
dagsins en auk þess munu
uppsagnir um hundrað sjúkra-
liða hjá ríkinu taka gildi.
Þegar Morgunblaðið hafði
samband við Kristínu síðdegis
var nýlokið samningafundi
sjúkraliða með fulltrúum rík-
isins en fundinum hafði verið
frestað til kl. 13 í dag. „Það
eru bara búnar að vera þreif-
ingar í gangi um það hvað
hægt væri að gera. Það liggur
hins vegar ekkert fyrir og því
allt útlit fyrir verkfall,“ sagði
hún.
Formaður Sjúkra-
liðafélagsins
„Allt
stefnir í
verkfall“
FJÖGURRA manna fjölskylda með
tvö börn, eins og þriggja ára, þar sem
annað foreldri er í námi, gæti haft 1,7
milljónum kr. meira til ráðstöfunar á
ári með sýndarskilnaði en ef þau eru
áfram í hjónabandi, vegna mismun-
andi skattareglna, tekjutengingar
námslána og niðurgreiddrar barna-
gæslu. Þetta kemur fram í útreikn-
ingum sérfræðings sem gerðir hafa
verið fyrir málefnanefnd Sjálfstæðis-
flokksins er vann að undirbúningi að
stefnumörkun í fjölskyldumálum fyr-
ir landsfund flokksins í næsta mánuði.
Í útreikningunum er tekið dæmi af
hjónum þar sem annað er í fullu starfi
og hitt í 9 mánaða lánshæfu námi en
vinnur í 2 mánuði á ári. Árslaun
þeirra nema alls um 4,4 milljónum kr.
en skuldir vegna húsnæðiskaupa eru
5 milljónir kr. Greiða þau 350 þús. kr.
á ári í vexti og verðbætur vegna hús-
næðisskulda. Börnin eru eins og
þriggja ára, annað hjá dagmömmu en
hitt í leikskóla 8 klst. á dag.
205 þúsund kr. lægri kostnaður
vegna barnagæslu á ári
Leikskólagjöld foreldranna vegna
eldra barnsins nema 206.400 kr. á ári
ef þau eru í hjónabandi en 140.400 kr.
ef þau eru skilin. Áætlaður kostnaður
vegna vistunar yngra barns hjá dag-
móður nemur alls 360 þús. kr. á ári en
niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar á
gjöldum dagmæðra nemur 120 þús.
kr. ef um hjón er að ræða en 259.200
kr. ef um einstætt foreldri er að ræða.
Alls greiða þau því 446.400 kr. vegna
daggæslu tveggja barna sinna ef þau
eru í hjónabandi en 241.200 kr. ef þau
eru skilin. Mismunurinn nemur
205.200 kr. á ári, skv. þessum for-
sendum.
Heildarskattgreiðslur hjónanna
nema alls 1.007.898 kr. á ári en lækka
í 670.584 kr. ef þau skilja. Mismunur-
inn stafar fyrst og fremst af því að
hjónin fá mun minni barnabætur
vegna tekjuskerðingar bótanna og
engar vaxtabætur í þessu tilviki af
sömu ástæðu. Heildarmismunur á
skattgreiðslum foreldranna nemur
því 337.314 kr. á ári eftir því hvort þau
eru í hjónabandi eða eru skilin. Alls
halda hjónin því eftir 542.514 kr.
meiri ráðstöfunartekjum á ári eftir
greiðslu skatta og kostnaðar vegna
barnagæslu ef þau skilja skv. þessum
útreikningum.
Það foreldri sem stundar nám á
ekki kost á neinu námsláni vegna
tekna maka ef þau eru í hjónabandi
en getur fengið alls 1.173 þús. kr.
námslán án nokkurrar tekjuskerðing-
ar sem einstætt foreldri tveggja
barna ef þau skilja.
Að öllu samanlögðu geta þessi hjón
haft 1.716.239 meira til ráðstöfunar ef
þau skilja en í hjónabandi skv. þeim
forsendum sem útreikningarnir
byggjast á.
Hjón geta aukið fjárráð sín verulega með sýndarskilnaði, skv. útreikningum
1,7 milljónum meira er
til ráðstöfunar á ári
LÖGREGLAN í Kópavogi áminnti
200 ökumenn á miðvikudag fyrir að
gefa ekki stefnuljós í hringtorgum
og afhenti þeim upplýsinga- og leið-
beiningamiða um notkun stefnuljósa
í hringtorgum.
Lögreglan fylgist um þessar
mundir með stefnuljósanotkun öku-
tækja í hringtorgum í bænum, en
þeim hefur fjölgað mikið á síðustu
árum, ekki síst í Fífuhvammi og
Dalsvegi við verslunarmiðstöðina í
Smáralind.
Lögreglan segir að þrátt fyrir að
gert hafi verið átak í slíkum málum
með umræðu um umferðarreglur í
hringtorgum í fjölmiðlum fyrir
tveimur árum virtist það ekki hafa
skilað sér og verði fylgst með umferð
ökutækja um hringtorg næstu daga.
Fyrst um sinn verða þeir ökumenn,
sem brjóta umferðarreglur, áminnt-
ir með umræddum miðum, en síðan
mun lögreglan beita sektum, en sekt
fyrir að brjóta umferðarreglur í
hringtorgi er fimm þúsund krónur.
Ökumenn
áminntir í
hringtorgum