Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 47
Sýnd kl. 6.
Ísl tal. Vit265.
Sýnd kl. 6
íslenskt tal. Vit 245
www.sambioin.is
Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 8. Vit265.
Sýnd kl. 10.15.
Sýnd kl. 8 og 10.15.
X-ið
Sími 461 4666 samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 8.
B.i. 16. Vit 251
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6. Ísl
tal. Vit 245
www.sambioin.is
Sýnd kl. 5.40, og 10. Vit270
Sýnd kl. 8 og 10.
X-ið
FRUMSÝNING
Að falla inní hópinn getur
reynst dýrkeypt.
Naglbítandi og „sexí“
sálrænn tryllir í anda
„Cruel Intentions“.
betra en nýtt
Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12.
Sprenghlægileg mynd frá sama manni og
færði okkur Airplane og Naked Gun
myndirnar. Hér fara á kostum Rowan
Atkinson, hinn eini sanni Mr. Bean, og
John Cleese, úr Monty Python,
ásamt fleiri frábærum leikurum.
Sýnd kl. 6, 8 og 12.20 e miðn.
Kvikmyndir.com
Nýr og glæsilegur salur
FRUMSÝNING
MAGNAÐ
BÍÓ
Sýnd. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd. 6, 8, 10 og 12.
aknightstale.com
Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger
(Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og
geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the
Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt!
FRUMSÝNING
Það þarf
þorpara
til að negla
þjóf.
Frábær
gamanmynd með
stórleikurunum
Martin Lawrence
og Danny
DeVito
Allir þeir sem kaupa miða á
miðnætursýninguna fá bol. Fyrstir koma fyrstir fá.
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Sprenghlægileg
mynd frá sama
manni og færði
okkur Airplane og
Naked Gun
myndirnar. Hér
fara á kostum
Rowan Atkinson,
hinn eini sanni Mr.
Bean, og John
Cleese, úr Monty
Python, ásamt fleiri
frábærum leikurum.
Kvikmyndir.com
RadioX
FRUMSÝNING
Ath engar sýningar kl. 6 vegna einkasamkvæmis.
Það þarf
þorpara
til að negla þjóf.
Frábær
gamanmynd
með
stórleikurunum
Martin Lawrence
og Danny
DeVito
Sýnd kl. 8, 10.10 og 12.20 eftir miðnætti.
Sýnd kl. 8, 10.10 og
12.20 eftir miðn.
Allir þeir sem kaupa miða á miðnætursýninguna
fá bol. Fyrstir koma fyrstir fá.
HIN kvikláta kanína úr
Hljómalindinni, Kiddi, er nú
búinn að rúlla upp hinni væn-
ustu vetrardagskrá þar sem
von er á fjölda erlendra au-
fúsugesta.
Amerískir straumar
Herlegheitin byrja fimmtu-
daginn 11. október á Gauki á
Stöng. Þá heimsækja landann
gamlir félagar, bandaríska
nýrokksveitin Trans Am.
Með þeim verður San Franc-
iscosveitin The Fucking
Champs og íslenska ungsveit-
in Kuai. Kvöldið eftir er stefnt
að menntaskólatónleikum en
þá munu Úlpa og Singapore
Sling leika ásamt erlendu
sveitunum. Ekki liggur enn
fyrir hvaða menntaskóli verð-
ur fyrir valinu en eins og sjá
má er hugmyndin að hafa
ávallt tvenna tónleika; á veit-
ingastað og svo í framhalds-
skóla.
Hinn 18. og 19. október
mun hin kraftmikla rokksveit
The Dismemberment Plan
leika. Fyrra kvöldið verður á
veitingastað í Reykjavík en
síðara kvöldið verður í MH.
Harðkjarnasveitin Mínus
mun spila með í MH og svo
verða Fidel og Sofandi einnig
með. Ekki er þó enn búið að
taka ákvörðun um hvaða
kvöld þær hreppa.
Hinn 6. og 7. nóvember er
svo von á góðum gesti. Um er
að ræða sjálfan Will Oldham
en þessi bandaríski einyrki
hélt afar eftirminnilega tón-
leika á Gauki á Stöng í byrj-
un árs 1999. Ekki er staðfest
hvort hann taki með sér
hljómsveit eður ei.
Í sömu viku, eða 9. og 10.
nóvember, mun svo sænska
hljómsveitin Pär Lindh Pro-
ject spila en sveitin sú einbeit-
ir sér að rokki í stíl við sveitir
eins og ELP, King Crimson
og Yes. Þeim til halds og
trausts verða Dúndurfréttir.
Dagskránni lýkur svo 15. og
16. nóvember. Þá mun banda-
ríska angurrokksveitin Low
leika, en hún gerði garðinn
frægan í Háskólabíói hér um
árið, hvar andaktugir gestir
áttu vart orð yfir leik sveitar-
innar. Með Low verða sveit-
irnar Lúna og Náttfari.
Nánari upplýsingar verða
svo birtar er nær dregur.
Útgáfa
Hugsanlegt er að Hljóma-
lind muni að einhverju leyti
koma að útgáfu á nýrri ís-
lenskri tónlist í haust. Kiddi
sjálfur hefur orðið:
„Við ætlum að blanda okkur
í útgáfu á plötu með Kuai og
vonandi að við getum hjálpað
einhverjum fleiri böndum. Sof-
andi eru líka inni í myndinni.“
Kiddi áréttar þó að þessi
þáttur sé á algeru frumstigi.
„Eigum við ekki bara að
segja að Hljómalind sé að fara
að seilast aðeins inn á útgáfu-
sviðið og fyrsta verkefnið er að
aðstoða hljómsveitina Kuai í
útgáfu á sinni fyrstu plötu. Í
kjölfarið fylgja vonandi fleiri
bönd, það eru viðræður í gangi
við nokkrar sveitir í bænum
sem eru búnar að vinna alveg
geysilega gott efni.“
Vetrardagskrá Hljómalindar afhjúpuð
Oldham,
Low og
Trans
Am spila
TENGLAR
...........................................
www.hljomalind.is
Hljómsveitin Low
heimsótti Ísland
haustið 1999 og
vakti mikla
athygli.
Will Oldham
Í KVÖLD verður hinum
svokallaða Föstudagsbræð-
ingi Hins hússins ýtt úr vör
í Geysi-kakóbar. Um er að
ræða vikulegan viðburð
sem fram verður haldið út
veturinn og gefst þar ung-
um og efnilegum tónlist-
armönnum af öllu tagi kost-
ur á að spreyta sig á
„lifandi“ spilamennsku.
Það eru unggruggsveit-
irnar Coral og Noise sem
ríða á vaðið og hafði Morg-
unblaðið samband við Andr-
és, bassaleikara Coral.
Sveitin var stofnuð fyrir
um tveimur árum upplýsir
Andrés, ekki af vinahópi
eins og títt er, heldur af
slarkfærum tónlist-
armönnum, víðs vegar að.
„Við þekktumst ekkert
áður en við stofnuðum
bandið, heldur söfnuðum
bara saman liði sem við
vissum að gæti spilað. Við
erum engir svaka vinir utan
við bandið en það var all-
tént þétt þegar við byrj-
uðum.“
Coral hefur eðlilega hug
á útgáfu eins og svo marg-
ar aðrar ungsveitir.
„Við erum búnir að gera
prufuupptöku og þrykkja á
disk,“ segir Andrés. „En við
höfum ekki farið í hljóðver
ennþá.“
Bræðslan hefst kl. 20.00
og að sjálfsögðu er frítt inn.
Aldurstakmark er 16 ára.
Föstudagsbræðingur Hins hússins
Gruggið
kallar
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Noise spilar á Geysi-kakó-
bar í kvöld ásamt Coral.