Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EINAR Sveinbjörnsson, bæj-
arfulltrúi Framsóknarflokks í
Garðabæ, segir rangt að
skipulag geri ráð fyrir því að
uppbygging Arnarneslandsins
hefjist fyrst árið 2005. Hann
segir hið rétta að samkvæmt
skipulaginu eigi uppbyggingu
að vera lokið á þeim tíma.
Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að Jón Ólafsson, eigandi
landsins, hyggðist hefja sölu
einbýlishúsalóða á svæðinu á
næstunni og vonaðist hann til
að framkvæmdir á svæðinu
gætu hafist á næsta ári. Ásdís
Halla Bragadóttir bæjarstjóri
sagði hins vegar að slíkt myndi
fara í bága við skipulag bæj-
arins sem gerði ráð fyrir að
uppbygging svæðisins myndi
ekki hefjast fyrr en árið 2005.
Einar Sveinbjörnsson, bæj-
arfulltrúi Framsóknarflokks,
segir þetta rangt. „Það virðist
vera svolítill misskilningur hjá
bæjarstjóranum um að þetta
svæði sé á skipulagi 2005. Það
er bara vitleysa því samkvæmt
aðalskipulagi átti uppbygg-
ingu þarna að vera lokið árið
2005, þarna verði byggðar upp
385 íbúðir með 2300 íbúum.
Þetta tvennt er í greinargerð-
inni með aðalskipulaginu
þannig að hún les þetta bara
svona vitlaust.“
Deiliskipulagið
tilbúið árið 1994
Hann segir deiliskipulag
Arnarneslandsins hafa legið
fyrir strax árið 1994 og að til
hafi staðið að hefja uppbygg-
ingu svæðisins þá þegar. „Þá
náðust ekki samningar um
landakaupin og þegar ljóst var
að það gengi ekki árið 1997 var
ákveðið í skyndingu að fara að
skipuleggja Ásahverfið sem er
verið að byggja upp núna.“
Einar segist vera þeirrar
skoðunar að mikilvægt sé að
þarna verði byggt upp á næstu
árum. „Þetta svæði liggur
mjög vel við stofnbrautum og
gatnakerfi á höfuðborgar-
svæðinu, það fellur vel að bæj-
armynd Garðabæjar og í
þriðja lagi myndu fleiri íbúar á
þessu svæði styrkja þá þjón-
ustu sem er til staðar í bænum.
Þetta hefur verið stefna bæj-
arins og í mínum huga væri
það mjög slæmt ef menn næðu
ekki samkomulagi og þessu
yrði frestað einhver ár fram í
tímann því íbúahverfin þarna í
kring eru hægt og bítandi að
verða að grónum hverfum.“
Bæjarfulltrúi Framsóknarflokks segir ekki rétt að uppbygging
Arnarneslandsins megi ekki hefjast fyrr en 2005
„Misskilningur hjá
bæjarstjóranum“
Garðabær
að undirstrika mikilvægi
vináttu og samvinnu en
hringirnir eru tákn þessara
eiginleika. Þannig sýndu
börnin einnig samstöðu sína
með þeim sem eiga um sárt
að binda vegna hryðjuverk-
anna í Bandaríkjunum.
Tilefni verkefnisins var
dagur stærðfræðinnar sem
var í gær og notuðu krakk-
arnir síðustu viku til æfinga
auk þess sem þeir útbjuggu
hatta sem þeir skrýddust
við tækifærið.
Er ekki annað að sjá en
hringirnir hafi verið með
slíkum glæsibrag að hvaða
ólympíuþjóð sem er hefði
getað verið stolt af.
ÞEIM sem áttu leið hjá
Digranesskóla í gærmorgun
hefur kannski flogið í hug
að þar væri verið að setja
ólympíuleikana með pomp
og prakt. Svo var þó ekki
heldur röðuðu nemendur
skólans, 500 að tölu, sér
upp í ólympíuhringina á
skólalóðinni í þeim tilgangi
Morgunblaðið/Ásdís
500 skólabörn
sýna samstöðu
Kópavogur
BÆJARSTJÓRN Kópavogs
hefur samþykkt deiliskipulag
fyrir Vatnsendahvarf sem
gerir ráð fyrir uppbyggingu
athafnasvæðis. Skipulags- og
bygginganefnd Reykjavíkur
hafði gert athugasemdir við
skipulagið, sem og hverfis-
samtök Vatnsenda „Sveit í
borg“, en 170 íbúar skrifuðu
undir undirskriftalista til að
mótmæla deiliskipulaginu.
„Auðvitað erum við mjög
svekkt að ekki var tekið tillit
til athugasemda okkar í
neinu, en samt sem áður
koma þessi vinnubrögð okkur
ekkert á óvart,“ segir Rut
Kristinsdóttir íbúi við Vatns-
enda. „Þeir gera ekki neitt
nema það verði allt vitlaust,
það er hálfgert sýndarlýð-
ræði hér í hverfinu. Reglum
samkvæmt verða þeir að aug-
lýsa skipulagstillögur og
kalla eftir athugasemdum, en
svo er aldrei farið eftir þessu,
nema það komi einhverjar 11
þúsund undirskriftir og sé
farið að hitna verulega í kol-
unum,“ segir Rut. Þarna vís-
ar hún til þess að árið 2000
söfnuðu hverfissamtökin 11
þúsund undirskriftum þegar
íbúðabyggð á Vatnsenda-
svæðinu var mótmælt. Rut
segir að þá hafi aðeins sára-
lítið tillit verið tekið til at-
hugasemda hverfissamtak-
anna.
Hvað varðar athafnasvæðið
gerðu hverfasamtökin at-
hugasemd við að fyrirhuguð
byggð væri of háreist og að
hún væri í hrópandi ósam-
ræmi við staðsetningu svæð-
isins og byggðina í kring. Þá
bentu samtökin á að breyt-
ingar myndu verða á rennsli
ofanvatns á svæðinu, sem þau
höfðu efasemdir um að búið
væri að rannsaka nægjanlega
vel.
Aldrei boðað til fundar
með Reykjavík
Árni Þór Sigurðsson, for-
maður skipulags- og bygging-
arnefndar Reykjavíkur, segir
að það hafi komið sér á óvart
að Kópavogsmenn hafi sam-
þykkt deiliskipulagið án þess
að eiga fund með borgar-
fulltrúum í Reykjavík. Sam-
vinnunefnd um svæðisskipu-
lag höfuðborgarsvæðisins
hafði óskað eftir því að deili-
skipulag Vatnsendahvarfs
yrði rætt á breiðari grunni.
Árni segir að í Kópavogi hafi
menn ekki talið ástæðu til að
ræða málið á vettvangi sam-
vinnunefndarinnar allrar, en
sagt að rétt væri að málið
yrðirætt milli Kópavogs og
Reykjavíkur. „Ég átti satt að
segja von á því að þeir myndu
vilja ræða við okkur sérstak-
lega um þetta mál, en þeir
hafa greinilega ákveðið að
gera það ekki, sem kom okk-
ur á óvart,“ segir Árni Þór.
Rut segir að hverfissam-
tökin hafi ekki rætt hvort og
hvernig brugðist verði við því
að deiluskipulagið hafi verið
samþykkt og segir að það sé
spurning hvort það væri ekki
bara eyðsla á pappír að senda
bréf. Hún segir að hverfis-
samtökin hafi verið stofnuð í
fyrra því bærinn vildi koma á
formlegri samskiptum í
skipulagsmálum. Samtökun-
um hafi þó aldrei verið kynnt
deiliskipulag Vatnsenda-
hvarfs. Nú fer deiliskipulagið
fyrir Skipulagsstofnun ríkis-
ins til samþykktar og segist
Rut vonast til að stofnunin
muni gera athugasemdir við
deiliskipulagið. „Það er síð-
asta hálmstráið sem við höf-
um,“ segir hún.
Bæjarstjórn Kópavogs sam-
þykkir umdeilt deiliskipulag
Íbúar segja
ekkert tillit
tekið til at-
hugasemda
Vatnsendahvarf
þessu ári. Á sýningunni kynna
um 30 fyrirtæki í Garðabæ sig
og starfsemi sína.
Brynjar segir nokkur
hundruð manns tengjast sýn-
ingunni enda séu fyrirtækin í
bæjarfélaginu mörg hver mjög
öflug og vilji taka þátt í svo
stóru verkefni.
Að sögn Brynjars er eftir-
tektarvert hversu fyrirtækin
starfa í ólíkum greinum, allt
frá sérhæfðum fyrirtækjum í
rafeindaiðnaði og vélmenna-
gerð yfir í hefðbundnari þjón-
ustu- og framleiðslugreinar.
„Það er kraftur, metnaður
og framsýni sem einkennir
þessi fyrirtæki. Bæjarfélagið
hefur upp á margt að bjóða og
það er von okkar að sýningin
veki athygli Garðbæinga og
annarra á þeim möguleikum
sem hér bjóðast í atvinnulífinu
og hvaða vörur eru hér fram-
leiddar. Við viljum ná til fólks-
ins sem býr í bæjarfélaginu
um að hér séu störf til ráðstöf-
unar. Garðbæingar leita mikið
til nágrannasveitafélaganna
um vinnu þegar næga vinnu er
að hafa hér og það er vert að
minna á þessa staðreynd þar
sem stuttar vegalengdir til og
frá vinnu teljast til lífsgæða.“
Mörg rótgróin
fjölskyldufyrirtæki
Hann segir að ótrúlega
margir geri sér ekki grein fyr-
ir að hægt sé að sækja svo til
alla þjónustu innan bæjar-
félagsins. „Það eru að minnsta
kosti 300 fyrirtæki starfrækt
„ATVINNULÍF hefur eflst
mikið í bænum á undanförnum
árum og okkur fannst kominn
tími til að kynna bæjarbúum
þá grósku sem hér er í at-
vinnulífinu,“ segir Brynjar
Haraldsson, formaður at-
vinnuþróunarnefndar í Garða-
bæ en í hádeginu á morgun
verður sýningin Atvinnulíf í
Garðabæ opnuð á Garðatorgi.
Sýningin er liður í dagskrá
afmælisárs Garðabæjar sem á
25 ára kaupstaðarafmæli á
hér í þremur iðnaðarhverfum,
þ.e. Lyngási, Búðum og
Molduhrauni.“
Aðspurður segir Brynjar
undirbúning sýningarinnar
hafa tekið nokkra mánuði þar
sem atvinnuþróunarnefndin
sótti meðal annars heim hátt í
70 fyrirtæki en heimsóknirnar
voru liður í undirbúningnum.
„Það vakti alveg sérstaka at-
hygli okkar hversu mörg fyr-
irtæki í bænum eru rótgróin
fjölskyldufyrirtæki þar sem
meðlimir stórfjölskyldunnar
leggja hönd á plóg og mæður
og feður, börn og jafnvel ömm-
ur og afar koma að rekstrin-
um,“ segir Brynjar. „Þetta var
geysilega áberandi og mér er
til efs að svona sé háttað á
mörgum svæðum, en í bænum
eru atvinnusvæðin verulega
tengd við íbúahverfin. Okkur
fannst þessi greinilegu tengsl
því bæði sérstök og skemmti-
leg.“
Spurður hversu margra
gesta aðstandendur sýningar-
innar vænti segir Brynjar
ómögulegt að segja til um slíkt
en menn séu bjartsýnir á að
sem flestir mæti og eigi lífleg-
an og skemmtilegan dag á
Garðatorgi.
Í tengslum við atvinnusýn-
inguna er sögusýning í Kirkju-
hvoli þar sem eru munir,
myndir og teikningar sem
tengjast sögu Garðabæjar.
Meðal annars verða sýndir
skipulagsuppdrættir af Garða-
bæ í gegnum árin og gamlar
ljósmyndir úr bæjarlífinu.
Morgunblaðið/RAX
Undirbúningur sýningarinnar stendur sem hæst.
„Kraftur,
metnaður og
framsýni“
Garðabær
Sýning um atvinnulíf opnuð
á morgun á Garðatorgi