Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
! !
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FJÁRHAGSVANDI langflestra
íþróttafélaga er mikill. Illa gengur
að ná endum saman í rekstrinum
og skuldabagginn fer stækkandi.
Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af
björgunaraðgerðum einstakra fé-
laga og bágri stöðu annarra.
Víðast hvar er vandinn fyrst og
fremst vegna afreksíþróttamanna
og meistaraflokka félaganna, eink-
um í boltaíþróttum. Barna- og ung-
lingastarfið stendur undir sér og
víða er það svo, að ýmiss konar
mótahald fyrir börn og unglinga
skilar hagnaði sem fer í að halda
annarri starfsemi á floti.
Skuldasöfnun afreks- og meist-
araflokka getur sett allt félagið á
hausinn, enda þótt bróðurpartur-
inn af íþróttaiðkun innan félagsins
standi undir sér. Allar eignir fé-
lagsins eru að veði fyrir skuldum
meistaraflokka og áratugaupp-
bygging er í hættu ef fjármál
meistaraflokka fara úr böndunum.
Framundan er erfiður tími.
Harðnað hefur í ári hjá atvinnulíf-
inu og hinu opinbera og minni
styrkir og auglýsingapeningar fást.
Ólíklegt er að aðsókn að kappleikj-
um og mótum vaxi nægilega til að
vega upp á móti þessum samdrætti
tekna. Því er tímabært – og þótt
fyrr hefði verið – að bregðast við
með breyttum vinnubrögðum. Hér
á eftir fara nokkrar tillögur til úr-
bóta:
Aðskilinn fjárhagur
og ábyrgð
Afreks- og meistaraflokkar verði
með aðskilinn fjárhag frá íþrótta-
félögunum. Þeir geti þó áfram
keppt undir merki félags, en „leigi“
af því aðstöðuna. Fjárhagsleg
ábyrgð hvíli á meistaraflokkum
sjálfum og aðstandendum þeirra
og ekki verði unnt að láta eignir fé-
lagsins standa að veði.
Agavald sérsambanda
Afreks- og meistaraflokkum
verði bannað að taka þátt í mótum
nema þeir uppfylli kröfur um fjár-
hagsstöðu við upphaf leiktíðar og
fullnægjandi eftirlit með fjármál-
um og rekstri á leiktíðinni. Refsað
verði fyrir frávik frá settum
reglum um fjármál, t.d. með svipt-
ingu stiga eða falli í neðri deildir
að erlendri fyrirmynd.
Fækkun
meistaraflokka
Unnið verði að því, með sam-
starfi sérsambanda og sveitarfé-
laga (sem víðast hvar kosta upp-
byggingu æfinga- og
keppnisaðstöðu fyrir íþróttafólk),
að fækka afreks- og meistaraflokk-
um með sameiningu eða samstarfi.
Rökstuðningur
Íþróttafélög og sérsambönd hafa
mörg hver reist sér hurðarás um
öxl á undanförnum árum. Þau hafa
dregist inn á braut atvinnu- eða
hálfatvinnumennsku sem getur
ekki borið sig við íslenskar aðstæð-
ur.
Með þessum tillögum er hvatt til
þess að stíga skrefin til baka –
langleiðina til hreinnar áhuga-
mennsku. Annarra kosta er ekki
völ – óbreytt skipan mun á skömm-
um tíma leggja uppbyggingarstarf
margra áratuga í rúst.
Vafalaust eru ýmsir ósáttir við
þær tillögur sem hér eru kynntar.
Setjum sem svo að það beri góðan
árangur að róa á mið styrkja og
auglýsinga til að halda meistara-
flokki á floti. Er þá ekki allt í lagi?
Nei, reynslan sýnir að þá verður
minna aflögu hjá fyrirtækjum og
hinu opinbera til að styrkja barna-
og unglingastarfið. Er réttlætan-
legt að greiða 15–20 fullorðnum
mönnum í félagi laun fyrir að iðka
íþróttina á meðan mörg hundruð
börn og unglingar borga sjálfir all-
an sinn rekstur og tugir/hundruð
sjálfboðaliða verja miklum tíma í
að reka félagið? Svari hver fyrir
sig.
Án efa eru margir ósáttir við
hugmyndir um fækkun meistara-
flokka og óttast áhrif slíkrar
ákvörðunar á starf íþróttafélags í
heild. Það er skoðun okkar, að ekki
sé nauðsynlegt að hafa meistara-
flokk í hverri deild eða hverju fé-
lagi til að ná árangri í barna- og
unglingastarfi. Ekki verður séð að
það sé óviðunandi að starfrækja
mörg félög fyrir æskuna en færri
félög fyrir afreksmenn.
Margt bendir til þess að í fjölda
íþróttafélaga sé hljómgrunnur fyr-
ir þeim tillögum sem hér eru born-
ar fram. Brýn þörf er á opinni um-
ræðu og skoðanaskiptum um þessi
mál innan íþróttahreyfingarinnar
og niðurstöðu sem allir geta unnið
eftir. Nú þarf að taka af skarið og
taka höndum saman til að beina
rekstri félaganna í farveg sem fær
staðist til lengdar.
Þorbergur Halldórsson,
form. ÍR
Einar Hafsteinsson,
form. skíðadeildar ÍR
Gissur Jóhannsson,
form. knattspyrnudeildar ÍR
Hólmgeir Einarsson,
form. handknattleiksdeildar ÍR
Stefán Halldórsson,
form. frjálsíþróttadeildar ÍR
Þorgeir Einarsson,
form. körfuknattleiksdeildar ÍR
Úrbætur í fjár-
málum afreks-
íþróttaflokka
Frá formönnum aðalstjórnar og
deilda í ÍR: