Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 22
LISTIR
22 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ er líklega erfitt fyr-
ir þá sem fæddir eru
eftir 1970 að ímynda
sér sjálfsmynd ís-
lenskrar þjóðar fyrir
daga Kristnihalds undir Jökli.
Varla hefur svo verið lagt á kaffi-
borð síðan að ekki hafi fallið um-
sagnir um skort eða ofgnótt á
hnallþórum og pokaprestar hafa æ
síðan átt bakhjarl í Jóni prímusi
sem aldrei messaði, skírði aldrei
börn í sinni sókn og jarðaði heldur
ekki þá sem geispuðu golunni; þá
sjaldan að þörf var fyrir prest var
hann sóttur í næstu sókn. Jón
prímus var hins vegar ómissandi
fyrir sveitunga sína því hann járn-
aði hross, gerði við öll tæki og tól
og sinnti því viðhaldi sem nauð-
synlegt var til að lífið gæti haldið
áfram snurðulaust. Bergur Þór
Ingólfsson, leikstjóri sýningar
Kristnihaldsins, er af þeirri kyn-
slóð sem ekki þekkir veröldina fyr-
ir Kristnihaldið. „Ég sá ekki þessa
frægu sýningu Leikfélagsins þar
sem ég var bara eins árs á þeim
tíma og foreldrum mínum þótti
óþarfi að ég sæi hana,“ sagði hann
þegar við hittumst í vikunni og
ræddum um kynni hans af þessu
tímamótaverki. Hann hefur því
enga vanmetakennd gagnvart
frumuppfærslunni, segist ekki vera
að fara aðra leið,„...ég er bara að
fara þá leið sem mér finnst eðli-
legt að fara, ég hef engan sam-
anburð um annað. Mér finnst
þetta gott leikrit, frábærar persón-
ur, sterkt andrúmsloft og góð
saga.“ Hann er fljótur að afgreiða
spurninguna um hvort hægt sé að
færa skáldsögu sem þessa í við-
unandi leikbúning. „Þetta er leik-
rit, en ekki skáldsaga. Megnið af
henni er samtöl og síðan eru nátt-
úru- og mannlífslýsingar sem
þjóna ágætlega tilgangi sínum sem
innblástur til túlkunar verkinu.
Bókmenntafræðingar sem eru
mótfallnir því að gerð sé leikgerð
eftir sögunni eru á villigötum.
Þetta er leikrit.“ Kristnihald undir
Jökli (útg. 1968) var einnig fyrsta
skáldsagan frá hendi Laxness í
nokkur ár, eða frá því Para-
dísarheimt kom út 1960. Þar á
milli hafði hann skrifað leikritin
Strompleikinn, Prjónastofuna Sól-
ina og Dúfnaveisluna svo ekki er
undarlegt þótt Kristnihaldið hafi á
sér svo sterkt yfirbragð leikrits. Í
einhverjum plöggum mun hann
einmitt vísa til þess sem „Snæ-
fellsnessleikritsins“, þótt líklega sé
rétt að taka ekki þá nafngift mjög
bókstaflega.
Við erum reyndar sammála um
að frekari vangaveltur um þetta
þjóni litlum tilgangi. Ég spyr hann
því úr hvaða átt hann hafi nálgast
verkið.
„Þetta er verk þroskaðs skálds.
Laxness var kominn hátt á sjö-
tugsaldur þegar hann skrifaði það
og hafði reynt ýmislegt. Lífsskiln-
ingur hans og umburðarlyndi
gagnvart lífinu umlykur verkið. Ég
er hins vegar ungur maður og finn
mig fremur í sporum Umba. Þess
vegna hef ég valið þá leið að fara
inn í verkið í gegnum hann. Þetta
er hans manndómsvígsla, eins kon-
ar Ódysseifsferð þar sem margar
freistingar og hættur eru á leið-
inni. Ég hef reyndar á minni frem-
ur stuttu ævi komið víða við og
gekk lengi vel með Bókina um
Lífið er ekki æfing
Morgunblaðið/Þorkell
Séra Jón prímus og Umbi. Árni Tryggvason og Gísli Örn Garðarsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Godman Sýngmann og Jón prímus. Pétur Einarsson og Árni Tryggvason.
Leikfélag Reykjavíkur
frumsýnir í kvöld á
stóra sviði Borgarleik-
hússins Kristnihald
undir Jökli eftir Halldór
Laxness. Hávar Sig-
urjónsson ræddi við
leikstjórann Berg Þór
Ingólfsson að lokinni
æfingu í fyrradag.
Kristnihald undir Jökli.
Höfundur: Halldór Laxness.
Leikgerð: Sveinn Einarsson.
Leikarar: Árni Tryggvason,
Gísli Örn Garðarsson, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Þorsteinn
Gunnarsson, Edda Heiðrún
Backman, Eggert Þorleifsson,
Hanna María Karlsdóttir,
Theodór Júlíusson, Ellert
Ingimundarson, Pétur Ein-
arsson, Ólafur Darri Ólafsson.
Leikstjóri:
Bergur Þór Ingólfsson.
Tónlist: Quarashi.
Leikmynd:
Árni Páll Jóhannsson.
Búningar:
Elín Edda Árnadóttir.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Leikarar og
listrænir
stjórnendur