Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 25 Á FÖSTUDAG, 28. september, rennur út frestur til að gera at- hugasemdir við breytt deiliskipulag á Skóla- vörðuholti. Ég skora á foreldra í Austurbæj- arskóla að kynna sér þetta skipulag og mót- mæla strax þeirri breytingu sem til stendur að gera á gönguleið barnanna um holtið með því að opna akstursleið milli Barónsstígs og Njarð- argötu með tveimur ak- reinum þvert yfir göngustíginn. Forsagan Þegar nýtt deiliskipulag var gert að Skólavörðuholti á árunum 1995 og 1996 fóru fram miklar umræður um öryggi þeirra barna sem þurfa að fara yfir Eiríksgötu, Njarðargötu og bílastæði Iðnskólans og Vörðuskóla til að komast í skólann sinn. Þetta er áreiðanlega hátt í helmingur af um 600 börnum í skólanum, hinn helm- ingurinn þarf að fara yfir Barónsstíg og Bergþórugötu. Foreldrum var mikið í mun að tryggja örugga gönguleið í þessu nýja skipulagi og mér er minnisstætt að á einum fundinum kom fram í fullri alvöru tillaga um þyrlupall vestan Njarðargötu til að ferja börn- in yfir holtið, enda töldu skipuleggj- endur þá að merktar gangbrautir væru úreltar og ómerktar upphækk- anir það sem koma skyldi. Í deili- skipulagi sem var samþykkt í borg- arráði 1996 voru þó settar inn a.m.k. 6 gangbrautir, m.a. vegna þrýstings for- eldra, ásamt lokuðum og þar með öruggum göngustíg frá Vitastíg yfir að gangbraut við Mímisveg yfir Eiríks- götu. Þannig náðist sátt um skipulagið. En margir foreldrar voru þó ekki ánægðir, m.a. vegna þess að í skipulaginu var felld út sérmerkt gangbraut yfir Njarðargötu neðan við innkeyrsluna á Iðn- skólastæðið og engin gangbraut sett yfir innkeyrsluna sjálfa. Gamla gangbrautin er þó enn á sínum stað og ætti skilyrðislaust að fara inn á skipulag nú, ekki siður en inn- og út- keyrsla fyrir Hótel Leif Eiríksson sem sett var niður beint ofaní eina gangbrautina yfir Njarðargötu og eykur ekki á öryggi barna. Þá er fyr- irhugað skv. gamla og nýja skipulag- inu að skerða lóð Austurbæjarskóla við Bergþórugötu og setja þar 24 bílastæði en á þessu svæði er gróskumikill gróður sem veitir gott skjól fyrir leikvöllinn. Þessi bíla- stæði þurfa að hverfa af teikniborð- inu. Ný akstursleið opnuð Hið eina jákvæða við breytinguna nú er gangbraut yfir innkeyrsluna á Iðnskólastæðið. Með nýju tillögunni er göngustígurinn yfir Skólavörðu- holt hins vegar eyðilagður og honum breytt í gangbraut yfir tvær akrein- ar inni á bílastæði fyrir mörg hundr- uð bíla. Með breytingunni er líka opnuð akstursleið milli Barónsstígs og Njarðargötu um þetta sama bíla- stæði og yfir göngustíginn. Svo veigamikil breyting á umferð- arskipulagi krefst að mínu viti sér- stakrar auglýsingar og fráleitt að lauma henni inn í tillögu sem er sett fram vegna óska frá Landspítala o.fl. „um fjölgun bílastæða“. Þeir nemendur Vörðuskóla og Iðnskóla sem eru á bílum skipta hundruðum og aksturslag þeirra á morgnana þegar þeir eru að verða of seinir í skólann um þröngar götur umhverfis Austurbæjarskóla er vandamál útaf fyrir sig, því á nám- kvæmlega sama tíma eru börnin að tínast uppá og yfir holtið í grunn- skólann sinn. Það er því full þörf á að auka ör- yggi barna á þessu svæði, ekki ógna því frekar. Öryggi skólabarna ógn- að á Skólavörðuholti Álfheiður Ingadóttir Skipulagsbreyting Ég skora á foreldra í Austurbæjarskóla að kynna sér þetta skipu- lag, segir Álfheiður Ingadóttir, og mótmæla strax þeirri breytingu sem til stendur að gera. Höfundur er bekkjarfulltrúi í Austurbæjarskóla. ÞAÐ er varla annað hægt en hafa samúð með framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyj- um, sem hefur rakið raunir sjávarútvegs- fyrirtækja í Morgun- blaðinu að undanförnu, jafnvel þótt ýmsir út- reikningar hjá honum séu vitlausir og hann segi greiðslugetu sjáv- arútvegsins 11-12 milljörðum minni en forsendur hans gefa til- efni til. Honum verður á að nota vitlausan grunn til að heimfæra afkomu skráðra fyrirtækja upp á heildina og tvídraga verðmæti innflutts hráefnis frá tekjum. Loks ofáætlar hann skuldir sjávarútvegsins. En mann- inum er nokkur vorkunn, því varla er það eintóm hamingja að taka við landsfrægu tapfyrirtæki og eiga að snúa rekstrinum við, trúlega án þess að gera á honum óvinsælar grund- vallarbreytingar svo sem að leigja út kvóta og segja upp fólki. Einmitt fyrir þær sakir er Vinnslustöðin sennilega með bráðhættulegustu fyrirtækjum landsins. Hún væri vís- ast löngu komin í þrot ef hún hefði ekki kvóta til að veðsetja. Vegna kvótans getur hún haldið áfram tap- rekstri ár eftir ár og hlaðið upp skuldum í erlendum gjaldeyri. Af hækkandi skuldum greiðast vaxandi vextir og þeir dragast frá gjaldeyr- istekjunum sem íslenskur almenn- ingur hefur til ráðstöfunar. Fyrir það væri ekki sanngjarnt að skamma framkvæmdastjórann, með því hefur hann engar reglur brotið. Ábyrgðin er hjá Alþingi, sem veitti leyfi til að pantsetja gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Með því grófu þingmenn undan afkomu þjóðarinnar, því gjaldeyristekjur sem fara í vexti af er- lendum skuldum er ekki hægt að nota til að borga fyrir þær nauð- synjavörur sem íslensk heimili þurfa á að halda. Þannig ógnar stjórnarstefnan lífs- kjörum almennings. Meginhættan Auðvitað er alveg jafnheimilt að skuld- setja stöndug gróða- fyrirtæki eins og hin sem ganga verr. Á landsvísu og til lengri tíma litið eru kannski hætturnar af gjafa- kvótakerfinu einmitt mestar ef hag- ræðingin og vinnusparnaðurinn verða mikil og framlegðin fín. Vænt- anlega finnst fleirum en mér þetta þversagnakennt, en til skýringar má vitna í annan ágætan útgerðarfor- stjóra sem talar gjarnan um að hægt sé að fækka fólki um helming í land- vinnslu og annað eins til sjós. Við það myndu launagreiðslur sjávarút- vegsins lækka en hagnaður aukast. Vitaskuld væri heimilt að taka lán út á slíkan hagnað fram í tímann og fjárfesta lánsféð þar á jarðarkringl- unni sem arðsvonin er mest. Menn geta þjarkað um hversu líkleg eða yfirvofandi slík þróun er, en ekki um hvort hún er samkvæm þeim reglum sem Alþingi hefur sett. Jafnóyggj- andi er að það er skynsamlegt fyrir þá sem ráða yfir fjármunum að koma þeim fyrir þar sem þeir gefa mest af sér. Það gerir heilbrigður kapitalismi. Ef afrakstur sjávarút- vegsins fer æ meir til að þjónusta er- lendar skuldir, minnkar sá hluti út- flutningsteknanna sem almenningur hefur aðgang að til að kaupa erlend- ar vörur og þjónustu. Í því liggur meginhættan fyrir þjóðarheildina, þótt íbúar einstakra byggða þurfi einnig að hafa aðrar og nærtækari áhyggjur. Það er vegna þessarar hættu sem rétt er og sanngjarnt að segja að Alþingi Íslendinga hafi lagt grunninn að því að hafa fiskistofn- ana af þjóðinni. Það er áreiðanlega gert af vanþekkingu fremur en ásetningi. En ef einhver sprengir undan manni löppina, þá er lítil sára- bót í því að það hafi verið gert af óvitaskap en ekki illmennsku. Það eru til fleiri aðferðir til að verja útflutningstekjurnar en að bjóða út veiðarnar. En ég kann ekki önnur ráð til að gera hvort tveggja, verja tekjurnar og viðhalda hag- kvæmni en raunverulega þjóðareign á fiskistofnunum – svona eins og í fyrningarleið auðlindanefndarinnar sálugu. Ef einhver þekkir önnur úr- ræði, þá ætti hann ekki að liggja á þeim. Raunir Vinnslustöðvar- innar og ógnin af gjafakvótanum Markús Möller Sjávarútvegur Það er vegna þessarar hættu, segir Markús Möller, sem rétt er og sanngjarnt að segja að Alþingi Íslendinga hafi lagt grunninn að því að hafa fiskistofnana af þjóðinni. Höfundur er hagfræðingur. LISTIR SAGA Arnalds Indriðasonar, Mýrin, hefur verið valin sem framlag Ís- lands til keppninnar um Glerlykilinn 2002, en Glerlykillinn er verðlauna- gripur sem veitt- ur er af samtök- um spennu- sagnahöfunda á Norðurlöndum, Skandinaviska Kriminalselskab- et, fyrir bestu norrænu glæpa- söguna ár hvert. Þetta er í annað skiptið sem Ís- land á fulltrúa í keppninni. Mýrin, sem kom út hjá Vöku- Helgafelli haustið 2000, segir frá rannsókn lögreglumannsins Erlends á morði á gömlum manni, sem býr einn í kjallara í Norðurmýrinni. Leit Erlends að lausn gátunnar leiðir hann langt aftur í fortíð hins látna. Mýrin keppir um Gler- lykilinn Arnaldur Indriðason „RAT Race“, sem frumsýnd var um síðustu helgi, er galsafengin dellu- mynd um hóp af fólki er tekur óafvit- andi þátt í heilmiklu veðmáli nokk- urra ríkisbubba í Las Vegas. Því er smalað saman á stóru spilavíti og sagt frá tveimur milljónum sem liggja í skáp á lestarstöðinni í Silfurborg og að hver sá sem nái þangað fyrstur hreppi milljónirnar. Kapphlaupið hefst og ríkisbubbarnir veðja hver verði vinningshafinn. Leikstjórinn, Jerry Zucker, hefur fengið mjög kræsilegan hóp gaman- leikara í lið með sér og greinir myndin frá ferðalagi hvers keppanda fyrir sig en óhætt er að segja að þeir lendi í hinum furðulegustu uppákomum enda öllu raunsæi kastað fyrir róða. Mjög er það misfyndið en þegar best tekst til má hlæja að allri vitleysunni. Rowan Atkinson leikur glaðlyndan en svefnsjúkan Ítala og reiðir sig nokkuð á Bean-gretturnar. Landi hans, John Cleese, er afarstórtenntur eigandi spilavítisins sem hrindir öllu af stað. Whoopi Goldberg leikur móð- ur sem lendir í miklum villum. Cuba Gooding er óheppinn fótboltadómari sem endar í rútu fullri af Lucy Ball- eftirlíkingum. Jon Lovitz er gráðugur heimilisfaðir sem er ekkert alltof hress með fjölskylduna sína og hrellir nýnasista. Og Seth Green er smá- krimmi sem á í erfiðleikum með að stjórna heimskum félaga sínum. Allt hleypur þetta lið af stað með dollaramerki í augunum. Af öllum bröndurum myndarinnar er fyrir- ferðarmestur beljubrandari (hvað er þetta með beljur og gamanmyndir núorðið?) sem lýsir vel andanum í myndinni. Ekkert er of fáránlegt til þess að hægt sé að nota það og maður getur átt von á hverju sem er, hvenær sem er. Úr því verður þokkaleg gaman- mynd sem græðir mikið á leikurunum sínum. Veðmálið KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó , R e g n b o g i n n , B o r g a r b í ó A k u r e y r i Leikstjóri: Jerry Zucker. Handrit: Andrew Breckman. Kvikmynda- taka: Thomas Ackerman. Aðal- hlutverk: Rowan Atkinson, John Cleese, Whoopi Goldberg, Cuba Gooding, Seth Green, Jon Lovitz. Bandarísk. 2001. 95 mín. „RAT RACE“ Arnaldur Indriðason HORNIN íþyngja ekki kúnni heit- ir ljósmyndasýning Kristínar Loftsdóttur mannfræðings sem opnuð verður í Þjóðarbókhlöð- unni í dag kl. 16. Myndirnar eru frá ferðum hennar í Nígeríu en hún stundaði vettvangsrann- sóknir meðal WoDaaBe fólksins. Kristín er lektor í mannfræði við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands. Hún vinnur nú að verkefni sem snýr að ímynd WoDaaBe og Ful- ani í sögulegu ljósi frá upphafi nýlendutímans til nútíma. Einnig eru á sýningunni nytja- gripir og skart. Hún stendur til 9. október. Ljósmyndir mannfræð- ings í Þjóð- arbókhlöðu Morgunblaðið/Jim Smart Kristín Loftsdóttir með ljós- myndir sínar frá Nígeríu. BIRGIR Snæbjörn Birgisson, myndlistarmaður og kennari við Listaháskóla Íslands, fjallar um verk sín í fyrirlestrasal Listahá- skólans, Laugarnesi, á mánudag kl. 12.30. Ágústa Kristófersdóttir, safn- vörður sýningardeildar á Kjarvals- stöðum, flytur fyrirlestur í LHÍ í Skipholti 1 miðvikudaginn 3. októ- ber kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefn- ist „Þegar hugmyndafræði verður tíska“ og fjallar um breytingar í funktionalismanum. Námskeið um tölvur og tónlistarkennslu Námskeiðið um tölvur og tón- listarkennslu er ætlað tónlistar- kennurum og fjallar um notkun tölvutækninnar til tónlistar- kennslu. Kennarar eru Jón Hrólfur Sig- urjónsson tónlistarkennari og Hilmar Þórðarson tónskáld. Kennt verður í tölvuveri LHÍ, Skipholti 1, og hefst námskeiðið 5. október. Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ ÓLAFUR Kristinn Þórðarson les upp úr nýrri ljóðabók sinni, Leitað í sandinn, í félagsstarfi Gerðubergs í dag, föstudag, kl.16. Einnig flytur Gerðubergskórinn nokkur lög undir stjórn Kára Frið- rikssonar, þar á meðal lög við ljóð eftir Ólaf sjálfan. Bókarkynning í Gerðubergi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.