Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hörður RagnarÓlafsson fæddist á Akranesi 5. nóvem- ber 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. september síðast- liðinn. Foreldrar Harðar voru Ólafína Ólafsdóttir frá Deild á Akranesi, f. 10. okt. 1902, d. 12. okt. 1995, og Ólafur Helgi Sigurðsson frá Fiskilæk í Melasveit, f. 25. okt. 1902, d. 3. des. 1984. Alsystkini Harðar eru: Ólafur, f. 1926, Guðrún Diljá, f. 1927, d. 1995, Margrét, f. 1929, Ingibjörg, f. 1932, Sigurður Hreinn, f. 1933, d. 1978, Freymóður Heiðar, f. 1935, d. 1978, Ása, f. 1937, og Kol- brún, f. 1940. Hálfsystkini Harðar sammæðra eru Grétar Hinrikson, f. 1922, og Ólafína Sigrún Ólafs- dóttir, f. 1946. Hálfsystir Harðar samfeðra er Svanhildur, f. 1948. Hörður kvæntist 17. september 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni Guðríði Einarsdóttur frá Eystri- Leirárgörðum í Leirársveit, f. 13. júní 1929. Þeirra börn eru: 1) Ein- ar Pétur, bóndi og verktaki Voga- tungu í Leirársveit, f. 10. apríl 1949, maki Ragna Kristmunds- dóttir. Þeirra börn eru: Krist- mundur, f. 1977; Hrafn, f. 1980, unnusta hans er Signý Valbjörg Sigþórsdóttir; og Málmfríður Lillý f. 1981. 2) Þórdís Þórunn, leik- skólastjóri í Skýjaborg í Skil- um, f. 7. maí 1961, maki Kristleifur Andrésson. Börn þeirra eru Ágúst, f. 1981, d. 1981, Andrés, f. 1995, og Hörður, f. 1998. 7) Rannveig, skrif- stofumaður í Reykjavík, f. 28. mars 1966, maki Eyþór Eðvarðs- son. Börn þeirra eru Díana Björk, f. 1984, og Eiður, f. 1992. Hörður ólst upp í foreldrahúsum á Akranesi en frá þriggja ára aldri einnig í Höfn í Melasveit hjá Þór- unni Ríkharðsdóttur Sívertsen og Pétri syni hennar. Sem ungur maður vann hann bæði störf til sjávar og sveita. Guðríður og Hörður keyptu jörðina Lyngholt í Leirársveit árið l954 og hófu þar búskap. Hjónin voru samhent við búskapinn og var búið rómað fyrir snyrtimennsku. Fengu þau viður- kenningu fyrir framleiðslu á mjólk og fyrir snyrtilega umgengni oftar en einu sinni. Hörður var fram- sýnn og áræðinn og byggði upp jörðina af myndarskap. Á fram- kvæmdaárum þurfti Hörður oft að afla aukinna tekna utan heimilis og keyrði um tíma mjólkurbíl og veghefil og vann á skurðgröfu. Hörður gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína var m.a. í hreppsnefnd og umboðsmaður tryggingafélaga. Hann var söng- maður góður og söng um árabil í kirkjukór Leirárkirkju. Síðustu árin bjuggu þau hjónin félagsbúi með Hafþóri og Vilborgu. Útförin fer fram frá Akranes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Leir- árkirkjugarði. mannahreppi, f. 2. ágúst 1952, maki Birgir Karlsson. Þeirra börn eru: Hörður, f. 1975, maki Ragnhildur Berta Bolladóttir og er dótt- ir þeirra Dagný Björk; Einar Karl, f. 1979, unnusta hans er Bára Mjöll Þórðardóttir; Ragnheiður, f. 1984; og Árdís, f. 1989. 3) Valur, lagermaður hjá Járnblendifélaginu, f. 10. október 1953, maki Anna Pálína Magnúsdóttir. Þeirra börn eru: Anna Lilja f. 1973, maki Þórður Guðjónsson og eru dætur þeirra Valdís Marselía og Veronica Líf; Ragnar Már, f. 1976; og Ágúst Hrannar, f. 1977, maki Margrét Inga Guðbjartsdóttir og eru dætur þeirra Aníta Sól og Elísa Eir. 4) Hafþór bóndi í Lyngholti, f. 2. febrúar 1957, maki Vilborg Pét- ursdóttir. Þeirra börn eru: Pétur Ásbjörns Jóhannsson, f. 1975, maki Lára Hlöðversdóttir og eru börn þeirra Vilborg Júlía og Hlöð- ver Már; Birgir Leifur, f. 1976, maki Elísabet Halldórsdóttir, son- ur þeirra er Ingi Rúnar; Jón Ragn- ar, f. 1981; og Hafdís Þóra, f. 1985. 5) Áslaug Ólafína, grunnskóla- kennari í Reykjavík, f. 2. maí 1959, maki Erling Steinar Huldarsson. Börn þeirra eru Sandra, f. 1979, og Birkir Steinn, f. 1988. 6) Hanna Málmfríður, leikskólastjóri á Flúð- Nú hefur pabbi okkar kvatt okkur hinstu kveðju. Eftir standa ljúfar minningar frá æsku- og uppvaxtarár- um sem ylja okkur nú og veita okkur styrk á sorgarstundu. Við minnumst vinnusemi hans, verklagni og hjálp- semi sem við lærðum af. Hann gat líka alltaf gert gott úr hlutunum ef eitthvað bjátaði á og sagði þá gjarnan: „Svona, við sönsum þetta.“ Búskap- urinn í sveitinni og föðurhlutverkið áttu nánast hug hans allan, auk þess sem önnur áhugamál fengu einnig rými svo sem laxveiðin og söngurinn. Laxveiðin var ávallt í heiðri höfð hjá honum og allt var vel skipulagt áður en haldið skyldi til veiða. Söngurinn var líka ofarlega í huga hans og nut- um við og börn okkar þess oft að fá að sitja hjá honum og finna taktinn í mörgum lögum og vísum sem hann söng fyrir okkur. Ekki má gleyma gamanvísunum sem hann söng við ýmis tækifæri fyrir alla sveitina. Pabbi var mikið fyrir að hafa alltaf eitthvað gott í matinn og sá ósjaldan um að útbúa hráefni til matargerðar handa stórri fjölskyldu þannig að allt- af væri til nóg að borða. Við munum ávallt þakka fyrir að hafa átt hann fyrir pabba. Megi hann hvíla í friði og við biðjum góðan Guð að styrkja mömmu. Börnin. Við viljum með nokkrum orðum kveðja föður okkar og vin, Hörð Ragnar Ólafsson, bónda í Lyngholti. Þau tæp tuttugu ár sem við höfum bú- ið saman í Lyngholti hafa verið okkur ákaflega góð og lærdómsrík. Hörður var lífsglaður maður enda var alltaf glatt á hjalla þar sem hann var. Hann var góður bóndi og fór vel með alla hluti sem hann eignaðist. Snyrtimennskan var honum í blóð borin. Hörður var mikill og góður fjöl- skyldufaðir og átti auðvelt með að umgangast börn enda átti hann alltaf tíma fyrir þau. Öll haust var hann að útbúa mat í frysti fyrir fjölskylduna sem nota átti um veturinn og nutum við öll góðs af því. Kannski var þessi fyrirhyggja hans tilkomin vegna þess að lífið fór ekki alltaf um hann mjúkum höndum. Í dag kveðjum við góðan og traust- an föður sem gaf okkur margar góðar samverustundir. Megi Guð geyma þig, og styrkja mömmu og okkur öll á þessari sorg- arstund. Hafþór og Vilborg. Í dag verður kvaddur hinsta sinni, Hörður Ragnar Ólafsson bóndi í Lyngholti. Vegferð og minning hans skilur eft- ir sig dýrmæta minningarsjóði. Minn- ingar um mann sem þurfti sem barn að upplifa upplausn fjölskyldu sinnar og alast upp fjarri systkinum sínum og foreldrum. Þessa reynslu sína gætti hann vel að enginn afkomend- anna þyrfti að upplifa. Hjá honum áttu allir bakland og skjól hvernig sem á stóð. Kærleikurinn var aldrei langt undan. Mjög ungur þurfti hann að vinna fyrir sér og axla ábyrgð sem börnum er ekki boðið í dag. En það dró ekki úr framtíðardraumum hans eða ætlun- um, heldur herti frekar, enda var Hörður maður sem eirði sjálfum sér engu í því verki sem skyldan bauð honum, hvorki fyrr eða síðar. Hörður bjó frá barnsaldri, eða fram að tví- tugu lengst af á bænum Höfn undir Hafnarfjalli hjá frú Þórunni Sívert- sen. Þórunn bjó stóru búi og margt handtakið sem vinna þurfti á bænum. Hörður gekk ekki menntaveginn, heldur gegndi hann sem ungur maður ýmsum störfum til sjós og lands, m.a. á síld. Hann þótti verkmaður góður og eftirsóttur til vinnu. Gilti einu hvort um væri að ræða störf við vélar eða handverk. Framtíðin var svo ráðin er Hörður kynntist ungur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðríði Einardóttur (Lillý) frá E-Leirárgörðum, bæ í þeirri sömu sveit og hann hafði lengst af búið, Leirár- og Melasveit. Ekki leið á löngu þar til þau höfðu fest kaup á bænum Lyngholti, einnig í Leirár- sveit. Bærinn stendur við þjóðveginn með Skarðsheiðina að baki. Til að standa straum af kaupunum vann Hörður mikið utan heimilis, bæði sem veghefilstjóri, gröfumaður, mjólkur- bílstjóri og önnur störf sem til féllu. Samhliða miklu annríki gerðu þau jörðinni miklar jarðarbætur, byggðu fjós, hlöðu, fjárhús og stækkuðu einn- ig íbúðarhúsið sem var lítið. Þau hjón eignuðust sjö börn. Barna- og barnabarnabörn eru 29, þar af eitt látið. Snyrtimennska og hvers konar regla var jafnan einkennandi fyrir hjónin í Lyngholti. Jörðin hefur jafn- an borið af hvað varðar umhirðu og snyrtimennsku, enda tvívegis hlotið verðlaun sem snyrtilegasti bær á Vesturlandi auk annarra viðurkenn- inga. Reglusemi Harðar var viðbrugðið, enda voru honum falin mörg ábyrgð- arstörf í gengum tíðina. T.d. var hann í hreppsnefnd, sinnti störfum fyrir Fasteignamat, auk þess sem hann var í mörg ár umboðsmaður fyrir Bruna- bótafélag Íslands, síðar VÍS. Hörður var einstaklega góður búmaður. Í Lyngholti var búið bæði með kindur, kýr og hesta. Hörður átti sér þá sérvisku að rækta einungis mó- rautt fé. Í fjósinu bjuggu kýrnar við klassíska tónlist og undu því vel. Í Lyngholti var vel fylgst með tækninni og tileinkaði Hörður sér þær nýjung- ar í landbúnaði sem í boði voru hverju sinni. Hörður var og heiðursfélagi í Búnaðarsambandi Leirár- og Mela- sveitar. Hin síðustu ár hefur Hörður búið félagsbúi í Lyngholti ásamt Hafþóri syni sínum. Heimili þeirra hjóna í al- faraleið var viðkomustaður margra, enda allir velkomnir. Þeir eru ófáir sem á árum áður hafa notið greiðvikni bóndans í Lyngholti þegar farartæki og vegir nutu ekki þeirra gæða sem HÖRÐUR RAGNAR ÓLAFSSON .      -0")*0 ")  // 5# B ) 4/       ( !! # $ 4 *        5  (  !6 # $  %7"" 0 - !    "#9, #   - !#  . 5   6     "# - !#  ' 4 - !      #  , - !   -,  ' #  6  0 - !   "     #  -,/- !     #  2#  - !#   4 -     C5 - !   9  9, # 9  9  9, .        *06' C)     9 D        8( ()  & $  %2""  5  "    C   1 #  " 1 #  # 4  1     - #     1 #   . 4 0       5  1       4       1 #   5 6#  # 9  9,   &2E &2    %2 # $ ,*  (1   1       $     ' #(  (  *   $   # 9       :0*< 2C) ()**   %/ # $ 4 *  (1    )  1      ' #(  8( *     -  - , #  2     #  ,/         6%" *0   -1, 0 , $      (1!2 # $  "#  $#  " ; 9# C    '  $      #  )  $#  04 9# -1         9  9, # 9  9  9, .    *< 0;2C) ()**    !& # $        ( ( : (  % $  %&&" ;            $        C *# C # - 4< /    5 C    $ 2 C   C5 . $#   1 ' C #       C)2 . (  #  C  FD8 ?F8D:       (<  !+ # $ *   2 .   #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.