Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 31 Nú breiðir nóttin blíða sinn blævæng undurþýða á liðna barnsins brjóst. En hátt á himinvegi það heilsar sól og degi, þar allt er milt og ljúft og ljóst. Sem lágur lækjarniður, er líður kvöldsins friður um bjartan blómsturreit, – er kærleiks kveðjan hljóða, sem kallar drenginn góða í himinljómans hvítu sveit. (Guðmundur Guðmundsson.) STEFÁN ÞORBJÖRNSSON ✝ Stefán Þor-björnsson fædd- ist á Héraðshælinu á Blönduósi 26. maí 1991. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 18. september sl. For- eldrar Stefáns eru Helga Jónsdóttir, f. 31. ágúst 1954, og Þorbjörn Gíslason, f. 15. janúar 1955. Systkini hans eru: Birkir Þór, f. 20. apr- íl 1990, Hafdís Ólafs- dóttir, f. 24. maí 1980, og Margrét Unnur Ólafsdótt- ir, f. 18. júní 1973. Sambýlismaður hennar er Bragi Páll Bragason og dóttir þeirra er Bryndís Helga. Útför Stefáns fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Fyrir sjö árum, að- eins þriggja ára gamall kom Stefán til okkar í fyrsta sinn, og var hann fyrsti gesturinn í ný- opnaðri skammtíma- vistun á Sauðárkróki. Síðan þá hefur hann komið reglulega til okk- ar. Ekki hefur það verið foreldrunum auðvelt að skilja litla drenginn sinn eftir í fyrsta skipti, enda fóru þau ekki langt frá honum fyrstu nóttina. Nú á þessari sorgar- stundu birtast minningarnar. Þó hann gæti ekki tjáð sig með orðum, gat hann komið mörgu til skila á sinn hátt, hann kenndi okkur margt. Hann heillaðist af öllu sem gaf ljós, hann kunni að meta góða tónlist og hafði einstaklega gaman af að fylgjast með bæði fréttum og veðurfréttum í sjón- varpinu. Ef honum leið illa gat uppá- haldsteiknimyndin Þumalína oft bjargað málunum. Það skiptust á skin og skúrir á stuttri lífsleið Stef- áns, en við trúum því að núna líði hon- um vel og sé laus við allar þjáningar. Nú legg ég augun aftur, ó,Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Kæru Helga, Þorbjörn og börn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minningin um Stefán mun lifa með okkur um ókomin ár. Starfsfólk Skammtíma- vistunar, Sauðárkróki. Mig langar að minnast Stefáns litla með örfáum orðum. Elsku vinur, ég tel víst að þú sért á flestan hátt hvíld- inni feginn, laus úr hjólastólnum, laus við verki, andþyngsli og aðra fylgi- kvilla sem fötlun þinni fylgdu. Líf þitt var oft svo óskaplega erfitt; þú gast ekki notið matar og ekki tjáð þig með orðum svo fátt eitt sé nefnt. En við skulum ekki gleyma því að þú áttir líka þínar góðu stundir og allir lögð- ust á eitt um að gera þér lífið bæri- legra. Og það fór sko ekki á milli mála þegar þú varst glaður – það ískraði hreinlega í þér og þú lýstir upp allt í kringum þig með fallega brosinu þínu. Elsku Stefán minn hvíl í friði, það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Lokaðu bara augum fyrir þjáningum mannanna en þá sérðu ekki heldur hamingjuna fegurðina gleðina (J.S.) Kæru Þorbjörn, Helga og börn, betri fjölskyldu var ekki hægt að hugsa sér fyrir Stefán, missir ykkar er mikill. Ég votta ykkur innilega samúð. Elín Íris Jónasdóttir. Birtan umlykur hann og úr fjarska heyrist lágvær hljómur. Hann leggur við hlustir. Hljómarnir nálgast og breytast í fagurt tónverk. Engla- söngur við undirleik hörpunnar. Lof- söngur um lítinn tónelskan dreng sem gefur sig umsvifalaust á vald tónlistinni. Hann svífur í hæstu hæð- ir, finnur hvernig hann nær tökum á hreyfingunum og fylgir hrynjand- inni. Hann byrjar að syngja. Röddin lætur að stjórn svo tær og hrein, og eitt af öðru taka öll hljóðfæri himn- anna undir. Hetjan okkar hefur kvatt. Hann hefur sagt skilið við líkama sinn, sem hann aldrei náði að stjórna. Eftir sitjum við hnípin og hugsum til foreldra og systkina, ömmu og afa, sem sakna svo sárt. Hvíl í friði. Hólmfríður Jónsdóttir. Elsku vinur. Fréttin af andláti þínu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hvernig gat þetta gerst? Við sem áttum eftir að gera svo margt saman og fannst sem tíminn væri nægur. Ég var búin að skipuleggja veturinn, þú varst nýbú- inn að fá tölvu og tölvuleiki og varst á fullu að æfa þig á rofann. Þér gekk svo vel og mér fannst alveg frábært að fylgjast með þér. Ég sagði ein- hvern tímann, hann á eftir að komast langt á skapinu, hann Stefán. Þú sýndir svo greinilega ef þér mislíkaði eitthvað, þá var eins gott að greiða úr því. Eins var svo yndislegt hvernig þú sýndir gleði þína þegar einhver sem þú þekktir, kom og heilsaði upp á þig. Elsku Stefán, orðin eru svo vanmátt- ug en minningin um góðan dreng mun lifa. Kæru Þorbjörn, Helga, Birkir, Hafdís, Magga og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur í sorg ykkar. Ólafía Ingólfsdóttir (Lóa). ✝ Eyjólfur RafnHalldórsson fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hulda Heiðrún Eyjólfsdótt- ir, f. á Seyðisfirði 30. maí 1919, for. Eyj- ólfur Jónsson, bankastjóri og ljós- myndari, f. 31. okt. 1869, d. 30. júní 1944, og Sigríður Jensdóttir f. 9. júní 1880, d. 4. ágúst 1956, og Halldór B. Ólason rafvélavirki, f. á Ísafirði 23. des. 1920, for. Óli Guðjón Halldórsson, bóndi í Skjaldabjarnarvík, Ár- iðnrekandi, f. 17. okt. 1920 á Þverá í Hallárdal, d. 6. des. 1988, og Aðalheiður Dís Þórðardóttir, f. 24. nóv. 1923 á Borg í Arnarfirði. Synir Eyjólfs og Bjarnveigar eru: 1) Pétur Bergmann rekstrarfræð- ingur, f. 16. apríl 1965, 2) Garðar Rafn kerfisfræðingur, f. 20. ágúst 1969, kvæntur Guðmundu Björk Matthíasdóttur viðskiptafræðingi, f. 24. apríl 1974, og 3) Þorri Freyr, f. 7. febr. 1973. Eyjólfur nam rafvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi árið 1967. Á námstím- anum starfaði hann hjá föður sín- um, sem jafnframt var meistari hans, en fór að sveinsprófi loknu til starfa hjá Rafvélaverkstæði Axels Sölvasonar þar sem hann starfaði árin 1967–1969 en þá gerðist hann sölustjóri hjá tengdaföður sínum hjá Lakkrís- gerðinni Drift sf. í Hafnarfirði þar sem hann starfaði til dauðadags. Útför Eyjólfs fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin kl. 13:30. neshr. og síðar kaupm. á Ísafirði og í Reykjavík, f. 28. des. 1882, d. 29. okt. 1961, og Valgerður Guðna- dóttir, f. 23. júní 1890, d. 18. maí 1966. Systk- ini Eyjólfs eru Val- gerður, f. 7. júlí 1946, gift Helga H. Stein- grímssyni, f. 13. mars 1944, Sigríður, f. 4. febr. 1949, gift Gylfa Þorkelssyni, f. 4. júní 1946, og Óli Friðgeir, f. 7. nóv. 1953, sam- býlisk. María Björk Daðadóttir, f. 18. febr. 1965. Eyjólfur kvæntist árið 1968 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Bjarn- veigu Borg Pétursdóttur, f. 15. des. 1946, for. Pétur Stefánsson Mig langar í fáum orðum að minn- ast Eyfa bróður míns. Mínar björt- ustu minningar með honum og fjöl- skyldu hans voru á okkar yngri árum þegar við fórum saman í ferðalög og veiðiferðir. Þar eru mér efst í minni ferðir okkar í Þórisvatn. Það var nú gott að hafa Eyjólf bróðir sem ferða- félaga mér til halds og trausts þar sem hann þekkti vel til og var fróður um örnefni og sögu staðar. Það gerði ferð- ina enn dýpri og ánægjuulegri að ferðast með honum. Þó svo að þessar ferðir hefðu verið lagðar af vegna anna hjá okkur báðum var það ósjald- an sem við rifjuðum þær upp í fjöl- skylduboðum. Það stóð alltaf til að fara í fleiri ferðir saman seinna. Líf Eyjólfs var ekki alltaf dans á rósum en hann var alltaf tryggur og trúr. Kæri Eyjólfur þótt tíminn sé eilífur, erum við það ekki. Nú ert þú farinn á nýjar slóðir og vonandi upplifir þú fleiri ævintýri þar. Megi Guð varð- veita þig og fjölskyldu þína. Þinn bróðir Óli. Það er erfitt að kveðja þig og sætta sig við að þú ert farinn frá okkur. Ég vil þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við áttum saman á okkar bernskuárum og mun ég ávallt geyma þær í hjarta mínu. Ég er þér þakklát, stóri bróðir, fyrir sam- fylgdina og mun ég alltaf elska þig og minnast þín með hlýjum hug. Ég kveð þig með þessu fallega ljóði sem segir allt sem í huga mér býr. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku bróðir minn. Þín systir, Valgerður. Elsku bróðir minn. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, þú varst elstur af okkur systkinunum fjórum. Minningarnar streyma fram. Það var oft fjörugt hér áður fyrr þegar við hittumst öll á Framnesveginum hjá mömmu og pabba, og þú hafðir alltaf ákveðnar skoðanir á hlutunum, hvort sem það var um pólitík eða daglegt líf. Þitt helsta áhugamál var flugið og hafðir þú gaman af að segja frá ferð- um þínum um landið. Oft bauðstu mér að koma með í flugtúr í vélinni sem þú áttir með nokkrum kunningjum þín- um, en aldrei varð af því að ég færi með þér. Æ, hvar er leiðið þitt lága, ljúfasti bróðir? Þar sem þú tárvota vanga á vinblíða móður mjúklega lagðir, er lífið lagði þig, bróðir minn kæri, sárustu þyrnunum sínum, þótt saklaus þú værir og góður. Æ, hvar er leiðið þitt lága? Mig langar að mega leggja á það liljukrans smáan, því liljurnar eiga sammerkt með sálinni þinni og sýna það, vinur minn besti, að ástin er öflug og lifir, þótt augun í dauðanum bresti. (Jóhann Sigurjónsson.) Mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín sárt. Minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu og ég veit að nú líður þér vel. Þín systir Sigríður. Að kvöldi 18. sept. s.l. barst mér sú harmafregn að mágur minn og góður vinur, Eyjólfur Halldórsson, hefði orðið bráðkvaddur fyrr um daginn. Í huga mínum rifjuðust þegar upp góð- ar minningar frá okkar fyrstu kynn- um, sem hófust þegar ég fór að venja komur mínar til systur hans á heimili foreldra þeirra á Framnesvegi. Okkur varð fljótt vel til vina og hélst sú vin- átta alla tíð. Fyrir hugskotssjónum mínum sé ég Eyjólf fyrir mér sem ljóshærðan og glæsilegan ungan mann, nýkominn með bílpróf og far- inn að aka glæsivagni föður síns á „rúntinum“, sem í þá daga var ómiss- andi þáttur í lífi unga fólksins til að sýna sig og sjá aðra. Eyjólfur sýndi fljótt að hann var harðduglegur, en á unglingsárum sín- um fór hann m.a. sem háseti á togara á Grænlandsmið og var úthaldið í þeim ferðum í þá daga á þriðja mánuð. Ennfremur starfaði hann eitt sumar á Gullfossi í millilandaferðum og gat hann sér mjög gott orð við þessi störf sín á sjónum. Eyjólfur hóf síðan að starfa með föður sínum við rafvéla- virkjun, sem leiddi til þess að hann hóf nám í Iðnskólanum í Reykjavík þar sem hann lauk sveinsprófi í rafvéla- virkjun árið 1967. Að námi loknu fór hann til starfa hjá Rafvélaverkstæði Axels Sölvasonar og starfaði þar til ársins 1969 er hann hóf störf hjá tengdaföður sínum sem sölustjóri í Lakkrísgerðinni Drift sf. í Hafnar- firði. Þegar við hjónin festum kaup á okkar fyrstu íbúð leitaði ég til Eyjólfs og tengdaföður míns með að þeir sæju um raflögnina. Þá, eins og ávallt síðar þegar á þurfti að halda, brást Eyjólfur fljótt og vel við og minnist ég þess með hlýhug hve duglegir og samhentir þeir feðgar voru við að vinna það verk. Eyjólfi var margt til lista lagt og nefni ég í því sambandi að hann var mikill áhugamaður um svifflug og vélflug. Hann var meðeigandi í einkaflugvél með kunningjum sínum og sat hann m.a. í stjórn Vélflugfélags Íslands árið 1987. Þá var hann áhugamaður um há- lendisferðir og átti öfluga bíla sem hæfðu þeim ferðum. Einn þáttur í starfi Eyjólfs hjá lakkrísgerðinni var að aka vörum til verslana. Það var í þessum ferðum sem hann kom oft á tíðum í heimsókn til systur sinnar. Þessar heimsóknir voru þeim systkinum mikils virði enda höfðu þau verið samrýnd í uppvext- inum. Börnum okkar þóttu heimsókn- ir Eyjólfs ávallt spennandi, því auk hins hlýja viðmóts Eyjólfs frænda fylgdi jafnan vænn skammtur af gæðalakkrís. Hin síðari ár átti Eyjólf- ur við vanheilsu að stríða og bar fund- um okkar þá helst saman í fjölskyldu- boðum hjá tengdaforeldrum mínum. Var jafnan gaman að ræða við hann um menn og málefni, enda hafði hann yfirleitt mjög ákveðnar skoðanir á flestum málum og lá ekkert á þeim. Eyjólfur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Bjarnveigu Borg Pétursdóttur, árið 1968 og áttu þau þrjá syni, þeirra elstur er Pétur Bergmann rekstrar- fræðingur, þá Garðar Rafn kerfis- fræðingur og yngstur þeirra bræðra er Þorri Freyr, starfsmaður hjá Drift. Ég og fjölskylda mín vottum þeim og fjölskyldu þeirra, sem og tengdafor- eldrum mínum, okkar dýpstu samúð í þeirra sorg og biðjum að góður Guð megi styrkja þau á þessum erfiðu tím- um. Helgi. Okkur langar að minnast í örfáum orðum móðurbróður okkar, Eyjólfs Rafns Halldórssonar eða Eyjólfs frænda, eins og við kölluðum hann. Þegar við lítum til baka til æskuár- anna þá er margs að minnast en þó eru ofarlega í huga okkar minningar þegar við áttum heima á Hagameln- um. Á þeim árum var Eyjólfur að keyra lakkrís í söluturna og verslanir í nágrenninu á stórum sendibíl og rák- umst við oft á hann þegar við vorum á ferðinni í hverfinu, í og úr skóla. Þá var ekki að spyrja að viðbrögðum okk- ar. Við hlupum til hans í von um að fá lakkrís og alltaf vorum við leyst út með fullar hendur og var ekkert til sparað. Það var alveg sama hvar við hittum Eyjólf, niður í bæ, við banka eða bíó eða hvort við vorum ein eða með stóran vinahóp, hann tók alltaf svo vel á móti okkur. Við vorum stolt og montin af því að eiga hann sem frænda og það fengu vinir okkar að heyra og finna. Þá er líka margs að minnast úr jóla- og fjölskylduboðunum heima hjá ömmu og afa á Frammó. Eyjólfur var einstaklega ljúfur og barngóður og var hann fljótur að ná athygli okkar barnanna á sinn rólega og hógværa hátt. Helst er þá að minnast töfra- bragðanna þegar hann tók krónupen- ing úr vasa sínum og lét hann hverfa og við krakkarnir leituðum út um allt en þá fann hann peninginn ýmist bak við eyrað á einhverju okkar eða í svuntuvasanum hennar ömmu. Þetta fannst okkur alltaf jafnspennandi og reyndum að leika þetta eftir. Allt var þetta gert með því markmiði að gleðja okkur. Það er ljóst að fjölskyldu- og jólaboðin heima hjá ömmu og afa verða ekki þau sömu og áður þar sem Eyjólfur er ekki lengur á meðal okkar. Við erum þakklát fyrir þær samveru- stundir sem við áttum með Eyjólfi og eigum í hjarta okkar góðar minningar um ljúfan dreng. Eftirfarandi ljóðlínur lýsa vel hug okkar til elskulegs frænda sem við kveðjum með trega og söknuði: Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Hvíl í friði. Halldór, Margrét, Heiðrún, Steingrímur og Friðrik. Elsku frændi. Ég vildi hérna í aðeins fáeinum orð- um þakka þér fyrir þær stundir sem ég átti með þér. Þó þær hefðu nú sannarlega mátt vera fleiri. Þín er sárt saknað af allri fjölskyldunni en trúin um að þú sért kominn á betri stað styrkir okkur öll á erfiðum tímum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þín frænka Ásta. EYJÓLFUR RAFN HALLDÓRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.