Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 39
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 39 Hönnun List Gullsmiðir 13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alber- te@islandia.is FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13. ágúst. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.–fim. kl. 8.15–22, föst. kl. 8.15-19, lau. 9–17, sun. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð sunnud. og handritadeild lokuð laugard. og sunnud. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Op- ið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internet- inu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu- daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/ E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykja- vik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–mið- vikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–sept- ember kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575- 7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safn- búð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kand- ís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eldhorn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/El- liðaár. Frá 1. sept. - 31. maí er opið á sun. kl. 13–17. Hægt er að panta leiðsögn á öðrum tímum í síma 567 9009 eða á netfang: rafheimar@or.is MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Frá 15. sept. - 15.maí er Nesstofusafn opið eftir samkomulagi. Sími 561 1016. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffi- stofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp:// www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn- @natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin kl. 14-16 þri.-föst. til 15. maí. STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 13–18 nema mánud. er lokað. Opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir samkomulagi. Maríukaffi býður upp á gómsætar veitingar á opnunartíma. Til sölu steinar, minjagripir og íslenskt handverk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pant- að leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861- 0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lok- aðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 „FLOKKSSTJÓRN Samfylkingar- innar kemur saman til fundar laug- ardaginn 29. september kl. 13 á Hótel Loftleiðum Össur Skarphéð- insson, formaðurSamfylkingarinnar, flytur framsögu undir heitinu „Flokkur til framtíðar“ og kynnir nýjan stjórnmálabækling flokksins. „Sveitarstjórnarkosningar í vor“ – Jóhann Geirdal, formaður sveit- arstjórnarráðs Samfylkingarinnar, flytur framsögu og fjallar um und- irbúning kosninganna í vor. Að loknum framsögum er um- ræða. „Landsfundur í nóvember“ – Ása Richardsdóttir, formaður undirbún- ingsnefndar landsfundar, kynnir fyrirkomulag fyrsta landsfundar Samfylkingarinnar 16.–18. nóvem- ber nk. Í flokksstjórn situr framkvæmda- stjórn, þeir sem kosnir voru á stofn- fundi, kosnir af kjördæmaráðum, al- þingismennflokksins, sveitarstjórn- armenn, formenn kjördæmisráða og formenn aðildarfélaga flokksins. Fundurinn er opinn öllu Samfylk- ingarfólki,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar „HVERT skal stefna í norrænu sam- starfi í upphafi 21. aldarinnar? Þetta er meðal þess sem rætt verður á fundi norrænu samstarfsráðherr- anna sem haldinn verður í Helsinki dagana 27.-28. september nk. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gegnir embætti samstarfsráðherra fyrir Íslands hönd og mun hún sækja fundinn. Þar munu ráðherrarnir ræða tillögur að framtíðarstefnu hins norræna samstarfs sem mótað- ar hafa verið á grundvelli skýrslunn- ar „Norðurlöndin 2000 – umleikin vindum veraldar“ sem kom út fyrr á þessu ári. Aldamótanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar (Vismans- panelen), sem skipuð var átta nor- rænum sérfræðingum á ýmsum svið- um, vann skýrsluna undir stjórn Jóns Sigurðssonar bankastjóra Nor- ræna fjárfestingarbankans,“ segir í fréttatilkynningu frá Norðurlanda- skrifstofu. „Á fundi samstarfsráð- herranna verður fram haldið um- ræðu um nýja norræna sam- starfsáætlun vegna Norðurskauts- svæðanna þar sem áhersla er lögð á málefni þeirra sem byggja norðlæg, strjálbýl svæði. Áætlun þessi mun leysa af eldri áætlun frá árinu 1996, en hún nær til samstarfs um málefni nyrstu héraðanna á Norðurlöndum, í Rússlandi og í Kanada. Í framhaldi af fundi samstarfsráðherranna munu einnig fara fram viðræður við samstarfsráðherra Eystrasaltsríkj- anna um framtíðarskipan á sam- starfi Norðurlandanna við Eystra- saltsríkin og önnur grannsvæði Norðurlandanna, segir þar einnig. Norðurlönd, hvað nú? Á NÆSTUNNI hefjast haustnám- skeið Sálfræðistöðvarinnar. Um er að ræða námskeið í vinnusálfræði og sjálfsstyrkingu. Námskeiðin í vinnusálfræði eru einkum ætluð þeim sem í starfi sínu þurfa að takast á við ýmiskonar sam- starfsmál og vanda á vinnustað. Markmiðið er að auka hæfni þátttak- enda til að ráða við flókin samskipti og í þeim tilgangi er kennt sálfræði- legt samskiptalíkan sem hefur reynst vel bæði hér á landi og víða erlendis til að auka samstarfsleikni starfsmanna og minnka togsteitu á vinnustað, segir í fréttatilkynningu. Næsta námskeið er verður haldið 9., 18. og 23. október n.k. og annað námskeið er fyrirhugað 13., 20. og 27. nóvember. Námskeið í sjálfsstyrkingu er fyr- ir þá sem vilja læra viðurkenndar sálfræðilegar aðferðir til að auka sjálfsstyrk og öryggi í samskiptum. Sjálfsstyrkingarnámskeiðin hafa einnig verið sérsniðin fyrir fyrirtæki og stofnanir til að auka samheldni og vinnugleði og kenna starfsmönnum leiðir til að minnka ágreining og deilumál. Næsta námskeið er fyrirhugað 15., 16. og 17. nóvember n.k. Höfundar námskeiðanna og leið- beinendur eru sálfræðingarnir Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Haustnámskeið Sálfræði- stöðvarinnar ÍSLENSK málstöð efnir til „Mál- þings um málfar í opinberum skjöl- um“ í fundarsal Þjóðarbókhlöðu, laugardaginn 29. september kl. 13.10. Kristján Árnason, formaður Ís- lenskrar málnefndar, setur málþing- ið, en frummælendur verða: Guðrún Kvaran, varaformaður Íslenskrar málnefndar, Sigrún Þorgeirsdóttir hjá Þýðingarmiðstöð utanríkisráðu- neytis, Anton Helgi Jónsson, rithöf- undur og framkvæmdastjóri, Hjör- dís Hákonardóttir héraðsdómari og Svala Valdemarsdóttir, ritstjóri hjá Alþingi. Fundarstjóri verður Ari Páll Kristinsson. Allir velkomnir. Málþing um málfar í opin- berum skjölum „KÍNAKLÚBBUR Unnar og veit- ingahúsið Shanghæ halda sameigin- lega upp á þjóðhátíðardag Kínverja, sem er 1. október. Skemmtun og há- tíðamáltíð verður á Shanghæ, Laugavegi 28, mánudagskvöld, 1. október, kl. 19. Unnur Guðjónsdóttir mun einnig kynna næstu ferðir Kínaklúbbsins til Kína, en þær verða tvær á næsta ári, sú fyrri í maí og sú seinni í sept- ember. Borðapantanir hjá Shanghæ,“ segir í fréttatilkynningu. Þjóðhátíð Kínverja HÉRAÐSFUNDUR Kjalarness- prófastsdæmis 2001 verður haldinn í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugar- daginn 29. september kl. 9. Samkvæmt starfsreglum þjóð- kirkjunnar er héraðsfundur aðal- fundur prófastsdæmis og skal fjalla um málefni sem varða starf þjóð- kirkjunnar í prófastsdæminu. Á hér- aðsfundi mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefnd- armenn, starfandi djáknar í pró- fastsdæminu og kirkjuþingsmenn. Héraðsfundur er einnig opinn öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunn- ar um kirkjuleg málefni og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á fundinum. Héraðsfundur Kjalarness- prófastsdæmis ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.