Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 19
DUFT HÚÐUN HÚSGÖGN KLÆÐNINGAR ÁL/STÁL PRÓFÍLAR GATAPLÖTUR OFL.OFL FRÁBÆR YFIRBORÐS MEÐHÖNDLUN Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ALÞJÓÐLEG ráðstefna um ábyrg- ar fiskveiðar í vistkerfi sjávar verður haldin í Reykjavík 1.–4. október næstkomandi (Reykjavik Confer- ence on Responsible Fisheries in the Marine Ecosystem). Ráðstefnan er haldin á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í boði íslenskra og norskra stjórnvalda. Megintilgangur ráð- stefnunnar er að bæta framkvæmd á Siða- reglum FAO um ábyrgð í fiskimálum (FAO Code of Conduct for Responsible Fisheries), einkum með því að auka vistkerfis- nálgun við stjórn á nýtingu á lifandi auðlindum hafsins. Stefnt er að því að yfirlýsing ráðstefnunnar feli í sér stefnumörkun á því sviði. Yfirlýsingin verður lögð fyrir leið- togafund FAO um fæðuöryggi síðar í haust og leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldinn verður á næsta ári í tilefni af því að tíu ár verða liðin frá Ríóráð- stefnunni um umhverfi og þróun. Ráðstefnan í Reykjavík er sérstak- lega mikilvæg í ljósi þess að þetta er eina alþjóðaráðstefnan um sjávarút- vegsmál sem haldin er á vegum Sam- einuðu þjóðanna fyrir leiðtogafund- inn í Jóhannesarborg. Helztu fiskveiðiþjóðir heims á ráðstefnunni Helstu fiskveiðiþjóðir heims eiga fulltrúa á ráðstefnunni auk sjávarút- vegsráðherra fjölmargra ríkja. Alls taka um 450 manns þátt í ráðstefn- unni, þar af um 380 erlendir frá 85 ríkjum. Er þetta umfangsmesta al- þjóðaráðstefna sem haldin hefur ver- ið hér á landi. Ráðstefnan verður sett í Háskólabíói næstkomandi mánudag, 1. október 2001, með ávörpum Jacques Diouf, aðalfram- kvæmdastjóra FAO, Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra og Otto Gregussen, sjávarútvegsráð- herra Noregs. Lagt hefur verið til að Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra verði forseti ráðstefnunnar. Sameiginlegt verkefni íslenzkra og norskra stjórnvalda og FAO Ráðstefnan er sameiginlegt verk- efni íslenskra og norskra stjórnvalda og Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna og er markmið hennar að efla skilning um heim allan á sjálfbærri og ábyrgri nýtingu sjávarauðlinda og vistkerf- unum sem þær eru hluti af. Undirbúningur ráðstefnunnar hefur staðið í rúm tvö ár en hug- myndin að henni kom fram í heim- sókn forseta Íslands og þáverandi sjávarútvegsráðherra til höfuð- stöðva Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm í nóvember 1998. Ráð- stefnan er haldin í Háskólabíói 1. til 4. október. Á ráðstefnunni er ætlunin að fara yfir bestu vísinda- lega þekkingu á efninu og ræða hvernig megi beita umhverfisnálgun í aukn- um mæli í nýtingu auð- linda hafsins. Ætlunin er að í pólitískri yfirlýsingu ráðstefnunnar verði lagðar línur um hvernig best er að nálgast þetta verkefni og hefjast handa. Búist er við þátttöku fjórtán ráðherra sjávarútvegsmála á ráð- stefnunni. Ráðstefnan er í þremur meginhlutum. Setningarathöfn á mánudagsmorgun er tvískipt. Í fyrri hlutanum ávarpa Jacques Diouf, að- alframkvæmdastjóri FAO, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Otto Gregussen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, ráðstefnugesti. Í síð- ari hluta gera fimm fyrirlesarar, sem jafnframt eru fulltrúar ólíkra hags- munahópa, grein fyrir sýn sinni á efni ráðstefnunnar. Síðdegis á mánudag hefst vísinda- hluti ráðstefnunnar. Hann skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er rætt um samspilið í vistkerfi hafsins, í næsta er horft á hlutverk mannsins í vist- kerfi hafsins út frá mismunandi sjón- arhornum og þriðji hluti fjallar um hvernig hægt er að flétta vistkerfis- nálgun inn í fiskveiðistjórnun. Þriðji meginhluti ráðstefnunnar er alþjóðleg ráðstefna þar sem sendinefndir ríkja ræða áherslur sínar hvað varðar vistkerfisnálgun. Dagskrá fundarins er á heimasíðu ráðstefnunnar, www.refisheries- 2001.org. Þar er einnig að finna út- drátt úr erindum og erindi í heild. Umfangsmesta alþjóðaráðstefna sem haldin hefur verið hér á landi Ábyrgar fisk- veiðar ræddar Tilkynning vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. Þann 20. desember árið 2001 verða hlutabréf Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Öll hlutabréf í Hlutabréfasjóði Búnaðarbankans hf. verða tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum flokki, auðkennd raðnúmerum frá 0- 41.530 og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Skorað er á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til rekstraraðila sjóðsins, Búnaðarbankans Verðbréfa, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun þ.e. viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á því að hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu verða hluthafar að fela reikningsstofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf., að hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. F í t o n / S Í A F I 0 0 3 3 7 4 ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur nú birt öðru sinni ársfjórðungslega þjóðhagsreikninga og eru helstu nið- urstöður fyrir 2. ársfjórðung þær að landsframleiðslan er metin 3% meiri en á 2. fjórðungi ársins 2000. Í frétt frá Þjóðhagsstofnun segir að þessar niðurstöður sýni enn talsverðan vöxt í hagkerfinu þótt verulega hafi úr honum dregið frá 1. ársfjórðungi. Endurskoðuð tala um hagvöxt á 1. fjórðungi ársins sýnir nú 6% vöxt á þeim ársfjórðungi í samanburði við sama ársfjórðung árið áður. Fjár- festing dróst saman um rúm 20% á 2. ársfjórðungi 2001 miðað við 2. árs- fjórðung 2000. Á sama tíma dróst einkaneysla saman um 1% en sam- neysla óx um tæp 4% og útflutning- ur um tæp 6%. Innflutningur dróst hins vegar saman um tæp 15%. Verulegur samdráttur í innflutn- ingi einkabifreiða hefur mikil áhrif á einkaneyslu á þessu ári, samkvæmt frétt Þjóðhagsstofnunar, en í þjóð- hagsreikningum eru kaup á einka- bifreiðum færð sem einkaneysla á kaupári þótt um sé að ræða útgjöld sem heimilin líta á sem fjárfestingu. „Mat á ársfjórðungslegum þjóðhags- stærðum getur breyst nokkuð í tím- ans rás. Eins og eðlilegt er þá breyt- ast tölur um nýliðna tíð mest. Þegar einkaneysla 1. fjórðungs ársins 2001 var metin í júní sl. lágu fyrir tölur um veltu einstakra atvinnugreina í janúar og febrúar. Nú hafa bæst við tölur um veltu í mars og apríl auk fleiri gagna sem nýtast við mat á einkaneyslu fyrsta ársfjórðungs,“ segir í frétt Þjóðhagsstofnunar. Bent er á að ársfjórðungslegar þjóðhagsstærðir fyrir tímabilið 1997–2000 breytist einnig miðað við þær tölur sem birtar voru í júní. Ástæðan sé sú að árstölur hafa verið endurskoðaðar og mestu skipti breytingar á mati á einkaneyslu. „Vert er að vekja athygli á því að þær reikningslegu aðferðir sem not- aðar eru til að áætla ársfjórðung- stölur í nokkrum tilfellum leiða til þess að allar ársfjórðungstölur breytast þegar ein árstala breytist. Mati á birgðabreytingum hefur ver- ið breytt þannig að nú eru ársfjórð- ungslegar birgðabreytingar fyrir ál og kísiljárn metnar með sömu að- ferðum og notaðar hafa verið við mat á árlegum birgðabreytingum í stað þess að beita reikningslegum aðferð- um til að skipta þeim niður á árs- fjórðunga,“ segir í frétt Þjóðhags- stofnunar. Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi metin 3% meiri en á 2. ársfjórðungi í fyrra Enn vöxtur í hagkerfinu MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.