Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 33
isleg og eftirminnileg ár. Margs er að minnast en minnisstæðast er þó söngferðalagið norður á Akureyri. Einnig er minnisstæður Æskulýðs- dagurinn í Stapanum þar sem Æsku- lýðskórinn söng lög úr söngleiknum „Hárinu“ undir stjórn Siguróla. Siguróli var mjög áhugasamur um að koma á samverustundum í kirkj- unni með léttu ívafi og voru haldnir kvöldtónleikar í Keflavíkurkirkju þar sem Æskulýðskórinn söng kristilega söngva. Þó að liðin séu 30 ár gleymum við þessum tíma aldrei. Hafðu þökk fyrir allt. Við vottum fjölskyldu Siguróla okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd félaga úr Æskulýðskór Keflavíkurkirkju 1969-71. Hafdís Matthíasdóttir. Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öll- um hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. (Filippíbréfið 4. 3–7.) Kynni okkar Siguróla hófust fyrir meira en þrjátíu árum, þegar leiðir okkar lágu saman í söngfræðitímum hjá dr. Róbert A. Óttóssyni. Já, tím- arnir hétu söngfræðitímar, en voru í raun allt frá matreiðslutímum til kennslu í umferðarreglum með tón- list í bland. Allir reyktum við pípu og í vinnustofu Róberts á Hjarðarhagan- um var mikill pípumökkur og meiri eftir því sem málin urðu alvarlegri. Það sást vart í partítúrinn af Missa Solemnis eftir meistara Beethoven, þar sem rætt var um fermötur og rit- ardando og þá lét Róbert okkur virki- lega finna að við hefðum mikið vit á hlutunum og kallaði Siguróla prófess- or en mig aðjúnkt. Ef tímarnir voru góðir þá var okkur boðið í stofu hjá dr. Róbert og dreypt á líkjör og reykt. Við Siguróli urðum strax perluvinir á þessum árum. Þegar ég og fjölskylda mín settumst að í Njarðvík árið 1978 styrktist vinskap- ur okkar enn betur. Siguróli var alltaf boðinn og búinn að rétta mér og fjöl- skyldu minni hjálparhönd og skipti þá ekki máli hvort ég þurfti að mála íbúðina, gera við bíldruslu eða leita aðstoðar í tónlistinni. Hann var au- fúsugestur á heimili okkar og oft kom hann með nýjan fisk sem hann hafði fengið hjá vinum sínum trillukörlun- um og elduðum við dýrindisrétti og þá var hann í hlutverki yfirkokksins. Það var ekki bara tónlistin sem gerði okkur Siguróla að vinum. Við áttum önnur áhugamál eða réttara sagt drauma. Draumur um að eignast trillu var stór og einhvern veginn er ég viss um að hann hefði ræst ef sam- fylgdin hefði orðið lengri. Á trillunni ætluðum við að dugga okkur út á fló- ann og renna fyrir fisk og horfa á breiðtjald landsins frá Snæfellsnesi að Garðskaga. Trillan átti ekki að ganga hratt, vegna þess að við ætl- uðum að vera lengi og helst átti tím- inn að standa í stað. Og aldrei gleym- ist útreiðatúr uppi á Miðnesheiði þar sem við vorum einir ásamt fuglum himinsins í bjartri júnínóttinni með pínulítið á pela. Við komum heim undir morgun alsælir. Siguróli var tónlistarmaður af lífi og sál. Hann kenndi á öll tréblást- urshljóðfærin, orgel, píanó, harmón- ikku og fleiri. Kennslan lék í höndum hans og kom þar til mikil manngæska og frábærir kennarahæfileikar. Hann var prýðilegur kórstjóri og ber hljómplata Kórs Keflavíkurkirkju vott um þá hæfileika hans. Húmorinn hans var ótrúlegur og nánast alltaf prakkarablik í svip hans. Honum var sannarlega eiginlegt að lifa hvatn- ingu postulans því hann var bæði glaður og ljúflyndur. Stærsta ljósið í lífi Siguróla var þegar hann hitti Vilborgu sína. Hann fann í henni góðan samherja í öllum áhugamálum sínum og hef ég sjaldan séð svo hamingjusama vini saman. Þau reyndust hvort öðru vel þann allt of stutta tíma sem þau fengu saman. Sá dugnaður og umhyggja sem Vil- borg sýndi honum á undanförnum misserum er fagurt dæmi um mikinn mannkærleika sem kennir okkur að meta alla tilveruna upp á nýtt. Haust- laufin gulna og falla til jarðar. Fal- legur gróður sumarsins er að draga sig í hlé eftir að hafa glatt hug og hjarta. Fuglum himinsins fækkar þegar þeir fljúga suður í hlýrri lend- ur. Góði vinurinn Siguróli er farin til hins eilífa bjarta sumarlands, þar sem engin þjáning er til. Við Gyða og börnin okkar, Brynhildur og Krist- ján, þökkum góðum vini fyrir sam- fylgdina, alla góðsemi hans og gjaf- mildi, gleði hans og ljúflyndi. Við biðjum Guð að vera með Vil- borgu og drengjunum og samhryggj- umst fjölskyldu hans allri. Guð geymi góðan vin. Helgi Bragason, Gyða Gísla- dóttir og börn. Kveðja frá Félagi íslenskra organleikara Úr röðum organista er Siguróli Geirsson fallinn frá, langt fyrir aldur fram og okkur félögum hans í stétt- inni harmdauði. Hann hafði orðið fyrir hörmulegu slysi fyrir þrem árum sem svipti hann meðvitund allan þennan langa tíma. Siguróli var góður félagi, mætti oft á fundi hjá okkur í félaginu og hafði jafnan gott til mála að leggja. Öllum sem hann þekktu blandaðist ekki hugur um það, að þar fór maður mikilla hæfileika. Um hann má hiklaust segja það besta sem mannlýsingar fornra sagna herma og ætti að vera hverjum manni keppikefli: „Hann var drengur góður.“ Hans er úr organistahópnum sárt saknað og vil ég færa fjölskyldu hans og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kjartan Sigurjónsson formaður FÍO. Líkt og viðamikið tónverk skiptist lífshlaup vinar míns, Siguróla Geirs- sonar, í ólíka kafla. Sumir voru léttir og fjörugir, aðrir hægir og enn aðrir tregafullir og átakamiklir. Næstsíð- asti kaflinn var rómantískur en loka- kaflinn sorglegur. Leiðir okkar Siguróla lágu saman í gegnum tónlistina. Sem nemendur við Tónlistarskólann í Keflavík höfð- um við ekki mikið saman að sælda enda 10 ár á milli okkar sem er mikill munur hjá börnum og unglingum. Síðar tókst með okkur mikil vinátta, fyrst þegar við störfuðum saman sem kennarar við skólann og síðar þegar ég tók við starfi skólastjóra og þurfti stundum að leita ráða hjá mér eldri og reyndari mönnum. Í tónlistar- kennslunni fengu hæfileikar hans að fullu notið sín. Hann gat spilað og kennt á næstum því hvað sem var. Hann kenndi yngstu nemendunum undirstöðuatriðin í forskólanum, stjórnaði lúðrasveitum og kórum, kenndi á mismunandi tréblásturs- hljóðfæri eftir þörfum hverju sinni, sá um hljómfræði- og tónlistarsögu- kennslu fyrir þá eldri og harmonikka og orgel voru einnig á meðal kennslu- greina ef á þurfti að halda. Hann átti gott með að vinna með öðrum, var þægilegur í samstarfi og jákvæður. Hann fékkst einnig við tónsmíðar og var snillingur í að útsetja fyrir kóra og nemendasamspil ýmiss konar. Hann hristi einfaldar útsetningar fram úr erminni á meðan hann drakk úr kaffibollanum á kennarastofunni og var boðinn og búinn að aðstoða okkur hina við þá iðju ef eftir því var leitað. Það var gott að vera innan um Siguróla. Hann var léttur í lund og stutt í glens og gaman. Auk tónlist- arkennslunnar var hann organisti við Keflavíkurkirkju og spiluðum við oft saman á kirkjuloftinu við ýmsar at- hafnir. Á kirkjuloftinu var það hann sem stjórnaði. Það fór ekki á milli mála. Eftir umbrotatíma á seinni hluta níunda áratugarins fannst Siguróla kominn tími til að breyta til. Hann tók ársleyfi frá störfum í Keflavík og hélt til Þýskalands í endurmenntun. Þegar heim kom réðst hann til starfa sem skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur og sem organisti við Grindavíkurkirkju. Samstarf okkar var áfram mikið og gott og hann hélt tengslum sem stundakennari við Tónlistarskólann í Keflavík. Sem skólastjórar áttum við mikið og gott samstarf ásamt skólastjórum ann- arra tónlistarskóla á Reykjanesi og margsinnis kallaði hann mig til starfa í Grindavíkurkirkju þar sem við lék- um saman við ýmsar athafnir. Á þess- um árum hófst fallegi, rómantíski þátturinn í hljómkviðunni miklu. Hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Vilborgu Sigurjónsdóttur, og var unun að fylgjast með þeim hjón- um að störfum hvort heldur var í skólastarfinu eða kirkjunni. Loka- kaflinn kom síðan eins og þruma úr heiðskíru lofti, óvæntur og langur sorgarmars, sem hófst þegar Siguróli varð fyrir hræðilegu slysi árið 1998. Nú hefur lokahljómurinn í þessari margbreytilegu hljómkviðu verið sleginn. Við sem eftir lifum, og feng- um hennar notið, veltum fyrir okkur boðskap tónskáldsins, Skaparans sjálfs. Í mínum huga var Siguróla ætlað mikið hlutverk. Hann kenndi okkur sem störfuðum með honum að sjá björtu hliðarnar á málum og var óþreytandi við að miðla af reynslu sinni. Um leið og ég þakka fyrir hlý og góð kynni votta ég Vilborgu og fjölskyldunni allri mína dýpstu sam- úð um leið og ég bið Guð að geyma góðan dreng. Kjartan Már. Látinn er vinur minn og félagi Sig- uróli Geirsson eftir slys sem hann varð fyrir í desember 1998. Þann dag voru þau hjónin að halda upp á sex ára brúðkaupsafmæli sitt og um leið að fagna því að sonur Vilborgar var að ljúka stúdentsprófi. Siguróli hafði verið rænulaus að mestu leyti frá þeim tíma sem hann slasaðist og eyddi Vilborg öllum þeim stundum sem hún átti aflögu hjá honum á sjúkrahúsi. Kynni okkar Siguróla hófust þegar hann stjórnaði Karlakór Keflavíkur í nokkur ár. Mér er minn- isstæð för karlakórsins til Kanada ár- ið 1986 þar sem Siguróli stjórnaði kórnum. Við vorum 20 daga í Kanada og kórinn söng þar 23 sinnum við ým- is tækifæri. Í svona ströngu söng- ferðalagi reynir ekki lítið á söngstjór- ann, hann kallaði menn til æfinga í tíma og ótíma og þótti sumum nóg um. Siguróli var fastur fyrir og ákveðinn, hann gat látið í sér heyra ef menn létu ekki að stjórn á æfingum, en að sama skapi var þá alltaf mjög stutt í brosið hjá honum. Ég minnist annarrar utanlandsfarar með Sigur- óla þegar hann fór með Kirkjukór Njarðvíkur í söngferðalag til Skot- lands sem tókst í alla staði mjög vel undir hans stjórn. Siguróli var félagi í Frímúrarareglunni í Keflavík þar sem hann lagði sitt af mörkum í tón- listarstarfi reglunnar. Árið 1990 réðst hann sem skólastjóri við Tón- listarskólann í Grindavík og tók um leið við organistastarfi við Grindavík- urkirkju. Hann vann þar mjög ötul- lega að öllum tónlistarmálum. Það var mikil gleði og ást þegar Siguróli kynntist þessari elskulegu konu sinni, Vilborgu Sigurjónsdóttur úr Hafnarfirði. Maður hitti þau aldrei öðruvísi en brosandi og hlýleikinn skein úr augum þeirra. Vilborg er tónlistarkennari og starfaði hún með Siguróla að tónlistarmálum í Grinda- vík. Þau voru búin að koma sér upp fallegum sumarbústað suður í Sel- vogi á móti Strandakirkju þar sem þau voru gefin saman í hjónaband. Þau höfðu hugsað sér að dvelja þar sem mest á sumrin. Það eru margir menn sem eiga marga kunningja en fáa vini. Siguróli var þeim kostum bú- inn að þeir sem hann kynntist urðu flestir góðir vinir hans, annað var ekki hægt, persónuleiki og viðmót hans var allt á þann veg. Þegar ég kveð þig með þessum fáu orðum harma ég það að hafa ekki getað átt fleiri góðar samverustundir með þér á lífsleiðinni. Við hjónin biðjum góðan guð að gefa þér, Vilborg mín, styrk og bless- un sína til að takast á við það sem framtíðin ber í skauti sér þér til handa. Jóhann Líndal. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 33 ✝ Ástdís Aradóttirfæddist 28. sept- ember 1919 á Strönd í Vestur-Landeyjum. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 22. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- björg Guðjónsdóttir og Guðfinnur Ari Snjólfsson. Systkini hennar eru: Jón Arason, f. 11. feb. 1918, d. 15. mars 1999, Theódóra Aradóttir, f. 24. apr. 1922, Fjóla Guðrún Aradóttir, f. 10. maí 1924, Sigríður Kjartansdóttir, f. 15. feb. 1926, Þorsteinn Eyjólfur Valur Einarsson, f. 5. júní 1927, og Hreindís Einarsdóttir, f. 7. júlí 1935. Eftirlifandi eiginmaður Ástdís- ar er Geir Magnús- son, f. 23.11. 1910 í Reykjavík. Þau giftu sig 23. nóv. 1940. Börn Ástdísar og Geirs eru: 1) Guð- björn, f. 1. feb. 1943, kvæntur Þóreyju Er- lendsdóttur, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Mar- grét, f. 1. nóv. 1944, gift Þorsteini Erni Þorsteinssyni, en hann lést 27. des. 1991. Þau eiga þrjú börn. 3) Ásthildur, f. 5. apr. 1959, giftist Brian K. Baity en þau eru nú skilin. Þau eiga einn son. Ástdís vann alla tíð við húsmóð- urstörf. Útför Ástdísar fer fram frá Frí- kirkjunni 28. september og hefst athöfnin kl. 13.30. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi minningu þína, elsku mamma. Þín börn, Guðbjörn, Margrét og Ásthildur. Elsku amma mín. Það er svo sárt að sætta sig við að ég fái aldrei aftur að sjá þig né heyra hlátur þinn og all- ar sögurnar úr sveitinni frá því að þú varst lítil stelpa. Það var svo gaman að hlusta á þig, því þú sagðir svo skemmtilega frá. Ég mun alltaf minnast þín sem brosmildrar og kátrar manneskju sem var svo gam- an og notalegt að vera kringum. Mun ég ævinlega vera þér þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér og allar okk- ar samverustundir. Ég sakna þín sárt. Þín nafna, Ástdís Þorsteinsdóttir. ÁSTDÍS ARADÓTTIR Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284  Fleiri minningargreinar um Sig- uróla Geirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.