Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 43 DAGBÓK Fataverslun Garðatorgi, sími 565 6550. Nýjar haustvörur á konur og börn, t.d. buxur, peysur og úlpur BÚÐIN Gerum göt í eyru Úrval af lokkum Höfum umboð fyrir skotbyssur og lokka. HRUND Snyrtistofan Grænatúni 1, Kópavogur sími 554 4025 Guðrún Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 13.—14. október Að upplifa andardráttinn og anda að sér lífinu. Líföndun getur hjálpað okkur að leysa upp spennu, næra hjartað og finna það sem þar er, gleði eða sorg. Dans — Yoga — Öndun — Fræðsla Guðrún Arnalds, símar 896 2396/551 8439. Líföndun Árnað heilla LJÓÐABROT TIL BOÐBERA Þú hlustar á vatnið sem leggur leið um leyninginn fram – og segist skilja deginum ljósar þá dul, þann seið sem dylst undir spegli svartra hylja. Þó heyri ég einlægt holan róm: hyggju vantar í boðun þína og orðin þvælast við þurran góm. Þvílíkt ljós – það kann ekki að skína! Hannes Pétursson. 50 ÁRA afmæli. Í dagföstudaginn 28. sept- ember er fimmtugur Einar Örn Einarsson, húsasmíða- meistari, Klapparbergi 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Hulda S. Haraldsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í dag kl. 18-21 í sal Meistarafélaganna, Skip- holti 70. 50 ÁRA afmæli. 24.september síðastlið- inn varð fimmtugur Ingi- mundur Sigurpálsson, for- stjóri Hf. Eimskipafélags Íslands. Eiginkona hans er Hallveig Hilmarsdóttir. Þau taka á móti gestum milli kl. 18 og 20 í kvöld í Sam- komusal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. STAÐAN kom upp á at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu á Krít. Hristos Banikas (2531) hafði svart gegn Dimitry Svetushkin (2467). 27...d2! Kraftmesti leik- urinn. Í fram- haldinu verður hvítur varnar- laus. 28. Bxd2 Bxg3 29. Bb4+ Bd6 30. Bc3 Bc5 31. Dg2 Bxf2+ 32. Kh1 Bxe1 33. Hxe1 Hd3 34. Bf3 og hvítur gafst upp saddur lífdaga. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 Rc6 4. c3 d5 5. De2 Rge7 6. g3 b6 7. Bg2 Ba6 8. e5 Dc7 9. O-O Rg6 10. He1 Be7 11. h4 h5 12. c4 Hd8 13. Rc3 dxc4 14. dxc4 Rd4 15. Rxd4 cxd4 16. Rb5 Bxb5 17. cxb5 d3 18. Dd1 Rxe5 19. Bf4 Bd6 20. Hc1 Db8 21. Bg5 Be7 22. Bd2 Rg4 23. Bc6+ Kf8 24. Df3 Re5 25. De4 Rg4 26. Bf4 Bd6 27. Bg5 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. BARRY Rigal var í austur og vakti á þremur tíglum. Suður kom inn á þremur spöðum og norður tók þá við stjórninni og keyrði í sex spaða. Norður ♠ 832 ♥ Á102 ♦ ÁD42 ♣ ÁD8 Vestur Austur ♠ DG10 ♠ 9 ♥ G765 ♥ 984 ♦ 97 ♦ KG10863 ♣ K976 ♣ 1032 Suður ♠ ÁK7654 ♥ KD3 ♦ 5 ♣ G54 Út kom tígull, sem sagn- hafi tók með ás, og svo ÁK í trompi. Skömmu síðar skráðu AV 50 í plúsdálkinn, því sagnhafi hafði gefið slag á tromp og lauf. Í næsta spili var Rigal blindur og þann tíma notaði hann til að fara yfir síðasta spil, því honum þótti líklegt að vinningsleið væri til. Og hún er til, en byggist reyndar á því að trompa tígul í öðrum slag, sem er erfitt eftir opnun austurs á ÞREMUR tíglum. En segj- um að sagnhafi trompi tígul í öðrum slag og taki svo ÁK í spaða. Næst spilar hann hjarta þrisvar og endar í borði til að stinga aftur tígul. Þá er staðan þessi: Norður ♠ 8 ♥ – ♦ D ♣ ÁD8 Vestur Austur ♠ D ♠ – ♥ G ♥ – ♦ – ♦ KG ♣ K97 ♣ 1032 Suður ♠ 76 ♥ – ♦ – ♣ G54 Vestur hefur hent laufi í þriðja tígulinn. Laufdrottn- ingu er svínað og tígull enn stunginn heima. Nú er vest- ur illa settur. Ef hann yfir- trompar þarf hann að spila frá laufkóngi eða hjartagosa út í tvöfalda eyðu, svo það má hann ekki. Laufi má hann heldur ekki henda, því þá kemur kóngurinn í ásinn, og því er hjartagosinn nánast þvingað spil. En ekki dugir það, því nú er engin flóttaleið til og sagnhafi sendir vestur inn á spaða og lætur hann spila frá laufkóngnum. Rigal bendir á að sagnhafi hefði getað reynt að bjarga sér eftir byrjunina með því að spila hjartaþristi á tíuna og stela þar einni innkomu. Vissulega á vestur krók á móti því bragði – að stinga upp gosanum – en þá vörn finnur enginn mennskur maður. Barry Rigal notar tímann vel þegar hann er blindur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Hinn 11. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband Regína Bjarna- dóttir og Henry Alexander Henryson í Hvannarótar- lundi, Sumarliðabæ, Ása- hreppi af mági brúðarinnar, séra Kristjáni Björnssyni sóknarpresti í Vestmanna- eyjum. Þau eru búsett í London. 50 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 30. sept- ember, verður fimmtugur Örn Sveinbjarnarson, múr- arameistari, Háulind 18, Kópavogi. Hann tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 29. september í sal Múrarameistarafélags Reykjavíkur, Skipholti 70, frá kl. 19–23. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þér hættir til að halda þig stundum of mikið til hlés og láta aðra ráða um of fram- vindu mála. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að ræða hugmyndir þínar við þína nánustu og samstarfsmenn þína svo þú megir af undirtektum þeirra ráða hvernig framhaldinu verður best varið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú vinnur þér aðdáun vinnu- félaga þinna fyrir alla ósér- hlífnina, en þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þér. Leyfðu öðrum að njóta sín líka. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú mátt ekki láta útlit hlut- anna blekkja þig, heldur skaltu gera þér það að reglu að kanna allar aðstæður áður en þú tekur nokkra ákvörðun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú getur vel látið aðra ganga fyrir endrum og sinnum. Þú tapar engu á því þar sem slík- ir hlutir skila sér jafnan margfaldir til baka. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að búa þér til tíma fyrir sjálfan þig í dag svo þú getir hugleitt menn og mál- efni í ró og næði. Slíkar stundir skapa frið og endur- nýjun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt gjafmildi þín sé lofsverð þarftu að hafa stjórn á henni, því þú bjargar ekki heiminum með því að gera sjálfan þig að bónbjargarmanni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þó hugmyndir þínar séu margar bráðsnjallar ættirðu að bíða aðeins með að hrinda þeim í framkvæmd. Þreifaðu fyrst á undirtektum vina þinna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú mátt ekki leggja svo hart að þér við vinnu að þú finnir þér aldrei stund eða stað til þess að sinna eigin hugðar- efnum. Sýndu þolinmæði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er lag til þess að staldra við og athuga stöðu mála. Gættu þess bara að hafa báða fæturna á jörðunni þegar þú metur eigin frammistöðu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ástæðulaust að hafa horn í síðu annarra fyrir það eitt að þeir eru ekki alltaf sammála þér. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt þú skiljir ekki lífið til fulls er engin ástæða til þess að láta hugfallast. Sá sem stöðugt leitar opnum huga er á réttri leið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft ekki að vera svona á varðbergi gagnvart sam- starfsmönnum þínum, þótt sjálfsagt sé að þú passir upp á það sem þú mátt ekki láta frá þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.