Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 21
Mennirnir voru handteknir í ríkj- unum Missouri, Michigan og Wash- ington. Bandarískir embættismenn segja að alls hafi 18 menn frá sjö ríkj- um verið ákærðir fyrir að svíkja út leyfi til að flytja eiturefni en tals- maður bandaríska dómsmálaráðu- neytisins sagði að ekki væri enn vitað hvort einhverjir þeirra tengdust árásunum á World Trade Center og höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins 11. september. Mennirnir sem voru ákærðir fengu leyfi til að flytja hættuleg efni hjá prófdómara í Pittsburgh í Pennsylvaníu. Hann veitti þeim leyfin án þess að þeir tækju til- skilið próf eða uppfylltu önnur skilyrði, að því er fram kemur í ákæruskjölunum. Þar segir einnig að Abdul Mo- hamman, arabi sem kallaði sig „Ben“, hafi gegnt hlutverki milligöngumanns og útvegað allt að 30 mönnum slíkt ökuleyfi með því að múta prófdómaranum. Alríkislögreglan hafði eftir prófdómaranum, sem var ekki nafngreindur, að hann hefði ver- ið kynntur fyrir „Ben“ fyrir um sex árum. Ben er sagður hafa greitt 50-100 dali, andvirði 5.- 10.000 króna, fyrir hvert öku- leyfi „með því að setja peninga í glænýjum seðlum“ undir dagatal á skrifborði prófdómarans. Ökuleyfin voru veitt frá júlí 1999 til febrúar á síðasta ári þegar samgönguráðuneyti Penn- sylvaníu komst á snoðir um mál- ið og hóf rannsókn þess. Hreyfing bin Ladens sögð hafa ásælst efnavopn Grunsemdir um að svikamálið kynni að tengjast hryðjuverka- mönnum vöknuðu í vikunni sem leið þegar FBI handtók Nabil Al-Marabh, 34 ára fyrrverandi leigubílstjóra í Boston. Al-Mar- abh var með leyfi til að flytja eit- urefni. Hundruð hermanna hafa verið send til að gæta vopnabúra í nokkrum ríkjum þar sem efna- vopn Bandaríkjahers eru geymd. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, telur að hryðjuverkamenn, sem tengjast sádi-arabíska út- laganum Osama bin Laden, hafi reynt að verða sér úti um efni í efna-, sýkla- og jafnvel kjarna- vopn. Heimildarmenn The Washington Post innan CIA við- urkenna þó að leyniþjónustan hafi ekki óyggjandi sannanir fyr- ir því að hreyfing bin Ladens, al- Qaida, hafi orðið sér úti um slík efni eða geti búið til vopn sem geti orðið miklum fjölda fólks að bana. George Tenet, yfirmaður CIA, hefur ítrekað varað við hættunni á því að hryðjuverkamenn beiti efna- eða sýklavopnum. Hann segir að bin Laden hafi sagt fylgismönnum sínum að það væri „trúarleg skylda“ þeirra að verða sér úti um efna-, sýkla- og kjarnavopn og þjálfað þá í eitur- efnaárásum. El Salvador-búi handtekinn Lögreglan í El Salvador skýrði frá því að bandarísk yf- irvöld hefðu handtekið þarlend- an mann, Luis Martinez-Flores, sem væri grunaður um að hafa útvegað meintum hryðjuverka- mönnum fölsuð persónuskilríki. „Hann kann að hafa verið í slag- togi við hryðjuverkamenn í New York, Boston eða Flórída,“ sagði Mauricio Sandoval, ríkislög- reglustjóri El Salvador. Nafn Martinez-Flores var á lista yfir 21 mann sem FBI sendi öllum bönkum í Bandaríkjunum með beiðni um að öll fjárhagsleg gögn um þá yrðu könnuð. Nöfn flugræningjanna nítján, sem gerðu árásina 11. september, voru á listanum, auk Martinez- Flores og annars manns. Sandoval kvaðst telja að Mart- inez-Flores væri í haldi innflytj- endaeftirlits Bandaríkjanna þar sem hann væri ekki með dval- arleyfi. Yfirvöld í Virginíu yfirheyra nú Mohamed Abdi, fyrrverandi starfsmann fyrirtækis sem sér- hæfir sig í veitingaþjónustu við flugfélög, en nafn hans og síma- númer fundust í bíl sem skráður var á einn af flugræningjunum. Alríkisdómari hafnaði beiðni mannsins um að hann yrði leyst- ur úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar sögðu að Abdi væri „mikilvægt vitni og ef til vill meira“. Annar maður, Herbert Villa- lobos, er í haldi FBI og hefur verið ákærður fyrir að hafa út- vegað einum flugræningjanna persónuskilríki. Alríkisdómari varð við beiðni saksóknara um að Villalobos yrði ekki leystur úr haldi gegn tryggingu. Saksókn- ararnir vilja halda hugsanlegum samstarfsmönnum flugræningj- anna í fangelsi meðan gengið er úr skugga um hvort þeir tengist árásunum 11. september. Sérfræðingur í geislunarlækn- ingum í San Antonio var leystur úr haldi á þriðjudag, en hann var handtekinn skömmu eftir árás- irnar og fluttur til New York. Saksóknari sagði að læknirinn væri ekki grunaður um aðild að árásunum. Tíu ákærðir í Bandaríkjunum Sviku út leyfi til að flytja eiturefni Washington. AP, The Washington Post. Reuters Maður mátar gasgrímu í búð í Lundúnum þar sem afgangsbirgðir hersins eru til sölu. YFIRVÖLD í Bandaríkjunum ákærðu tíu araba í fyrradag fyrir að hafa svikið út leyfi til að aka tankbílum með hættuleg efni. Áður hafði banda- ríska alríkislögreglan, FBI, varað við því að hryðjuverkamenn kynnu næst að reyna að gera efna- eða sýklavopnaárásir í Bandaríkjunum. ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 21 Kosmeta Síðumúla 17 • Sími 588 3630 Hárið glampar og glansar!!! ERLENT LEIÐTOGI stærstu vopnuðu upp- reisnarhreyfingar Makedóníu-Alb- ana lýsti því yfir í gær að hreyfingin, sem hefur kallað sig Þjóðfrelsisher- inn, hafi verið leyst upp. Gerðist þetta samtímis því að hersveitir Atl- antshafsbandalagsins luku formlega umsömdu verkefni sínu; að safna saman vopnum skæruliða Makedón- íu-Albana í samræmi við friðarsam- komulag slavneska meirihlutans og albanska minnihlutans í landinu. Þá tilkynntu talsmenn NATO ennfrem- ur, að nýtt gæzlulið á vegum banda- lagsins yrði sent til Makedóníu í því skyni að hjálpa til við að tryggja var- anlegan frið í landinu. „Á ofurhraða er verið að leggja síðustu hönd á skipulagningu þessa nýja leiðang- urs,“ sagði Mark Laity, talsmaður NATO, í gær, eftir að formleg fyr- irskipun um að leiðangurinn skyldi gerður út af örkinni var gefin út. Gert er ráð fyrir því að þýzkir her- menn fari fyrir leiðangrinum að þessu sinni. Ali Ahmeti, leiðtogi hins svokall- aða Þjóðfrelsishers Makedóníu-Alb- ana, tjáði fréttamönnum í vígi upp- reisnarmanna í bænum Sipkovica að hann hefði gefið fyrirmæli um að skæruliðaherinn skyldi leystur upp og að tími væri kominn til að þjóð- ernishóparnir í landinu létu af átök- um sín í milli. „Um miðnætti í gær var Þjóðfrels- isherinn formlega leystur upp og frá þeirri stundu urðu allir fyrrverandi skæruliðar óbreyttir borgarar,“ sagði Ahmeti. Skæruliðar hafa afhent alls 3.875 hríðskotariffla, sprengjuvörpur og fleiri vopn, þar á meðal einn skrið- dreka, í samræmi við friðarsam- komulagið frá 13. ágúst sl., sem batt enda á hálfs árs átök skæruliða og stjórnarhermanna. Þó hefur lagabreytingum, sem boðaðar voru í friðarsamkomulaginu og bæta eiga stöðu albönskumælandi minnihlutans, ekki öllum verið hrint í framkvæmd ennþá. Sérlög um sak- aruppgjöf skæruliða sem leggja nið- ur vopn hafa ekki verið afgreidd. Stjórnmálaleiðtogar slavneska meirihlutans létu sér í gær fátt um yfirlýsingu Ahmetis finnast. Mikilvægum áföngum náð í friðarferlinu í Makedóníu Hreyfing uppreisn- armanna leyst upp Sipkovica, Skopje. AP, AFP. UM áttatíu manns slösuðust í árekstri tveggja farþegalesta í Þýskalandi í gær. Níu slösuðust al- varlega, þeirra á meðal nokkur skólabörn, en enginn var í lífs- hættu. Í lestunum voru alls 150 manns, aðallega nemendur á aldrinum 10– 20 ára og fólk á leið til vinnu. Fyrstu fregnir hermdu að árekst- urinn hefði orðið vegna mistaka. Önnur lestin átti að bíða eftir hinni lestinni, sem kom úr gagnstæðri átt, á nálægri lestarstöð. Árekst- urinn varð klukkan 7.30 í gær- morgun að staðartíma, 5.30 að ís- lenskum tíma, á einspora járn- braut milli Wasserburg og Lindau við vatnið Bodensee nálægt landa- mærunum að Austurríki. Fimm þyrlur frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss fluttu þá, sem slösuðust mest, á sjúkrahús. Um 100 slökkviliðsmenn, tíu læknar, 120 björgunarmenn og sextíu lög- reglumenn voru sendir á staðinn. AP Lestarslys í Þýskalandi BRESKA konungsfjölskyldan á nú í vanda vegna þess að teknar voru sjónvarpsmyndir af Vilhjálmi prins í St. Andrews- háskólanum í Skotlandi þar sem prinsinn hef- ur nýhafið nám. Samkomulag var um það milli fjöl- miðla og fjöl- skyldunnar að Vilhjálmur fengi frið fyrir ágengni fjöl- miðla og fengu þeir aðeins að birta myndir af honum á sunnudag er hann kom í skólann en Vilhjálmur leggur stund á listasögu. En nú er komið í ljós að myndatökumenn voru á staðnum á þriðjudag og unnu fyrir sjónvarpsfyrirtæki Ját- varðar prins, yngsta sonar El- ísabetar drottningar. Karl ríkisarfi, faðir Vilhjálms er sagður „ævareið- ur“ vegna málsins. Fyrirtæki Játvarðar heitir Ardent Productions og stofnaði hann það árið 1993. Er Vilhjálmur varð var við myndatökumennina hringdi hann í föður sinn sem sagð- ur er hafa krafið bróður sinn skýr- inga. Játvarður gaf umsvifalaust skipun um að myndatökunni yrði hætt, að sögn fulltrúa Ardent. En háskólarektorinn segir mennina ekki hafa farið fyrr en mörgum klukkustundum síðar. Sjónvarpsmennirnir sögðust vera að búa til heimildarmynd um kon- ungsfjölskylduna og hefði hún þeg- ar verið seld bandarískri kapalsjón- varpsstöð en ekki hefði verið reynt að mynda prinsinn sjálfam. Þeir segjast hafa fengið leyfi á skrif- stofu háskólans til að mynda. Ardent vísaði því á bug að starfs- menn þess hefðu verið ágengir við prinsinn en yfirlýsingin gekk þvert á það sem talsmenn Karls ríkisarfa og háskólans sögðu um málið. Hinir fyrrnefndu lýstu vonbrigðum sín- um vegna myndatökunnar. Rektor háskólans, Andrew Neil, sem er þekktur blaðamaður, sagði að aðrir myndatökumenn hefðu farið hljóðalaust á brott en erfiðara hefði verið að fást við Ardent-mennina. Karl ríkisarfi fokreiður London. AP, AFP. Vilhjálmur prins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.