Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 4

Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Audi A6 1.8 Turbo, nýskr. 08.01 ‘01. Leðurinnr., sjálfsk., cruise control, gardínur, álfelgur, ásett verð 3.490.000. Ath. skipti á ódýrari. Nánari upplýs. hjá Bílaþingi Heklu, sími 590 5000. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir íslensk stjórnvöld styðja sjónarmið Íra í málefnum Sellafield- kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Bretlandi en Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Írlands, krafðist þess um helgina að stöðinni yrði lokað. Segir Siv að grannt muni verða fylgst með afdrifum kærumáls sem varðar opn- un svokallaðrar MOX-stöðvar í Sel- lafield, og sem Írar hyggjast stofna til á grundvelli OSPAR-samningsins um mengun sjávar í Norður-Atlants- hafi. Íslensk stjórnvöld hafa margoft komið þeirri skoðun á framfæri, bæði á norrænum vettvangi og í beinum viðræðum við bresk stjórnvöld, að æskilegt væri ef Sellafield yrði lokað. Nú hafa bresk stjórnvöld hins vegar veitt stjórnendum í Sellafield heimild til að opna nýja stöð, sem mun end- urvinna blönduð oxíð (MOX). Fór írski forsætisráðherrann hörð- um orðum um þá ákvörðun í ræðu sem hann hélt um helgina. Siv tók fram í samtali við Morg- unblaðið að hér væri ekki um skyndi- ákvörðun að ræða hjá breskum stjórnvöldum. Sagði hún að hér væri verið að taka á uppsöfnuðum vanda, um væri að ræða eyðingu geisla- virkra efna frá fyrri endurvinnslu. Hún sagði að Bretar hefðu rætt málið á vettvangi OSPAR-samnings- ins og farið í gegnum ákveðið sam- ráðsferli, eins og lög gerðu ráð fyrir. Íslendingar væru hins vegar – líkt og Írar – lítt hrifnir af málinu og sagði Siv að fulltrúi Íslands, Davíð Egils- son, forstjóri Hollustuverndar ríkis- ins, hefði lýst áhyggjum Íslendinga á vettvangi OSPAR-samningins. Siv sagði að kærumál Íra á hendur Bretum færi í eins konar gerðardóm sem starfa myndi á grundvelli OSP- AR-samningsins. „Ég tel fullkomlega eðlilegt að Írar nýti sér þennan kost enda eru þeir í svo miklu návígi við stöðina í Sellafield,“ sagði hún. Mun mengunin í Írlandshafi hafa stuðulinn 1000 en stuðullinn er aðeins 50 við vesturströnd Noregs og ein- ungis 1 við Íslandsstrendur. Nægir það ekki til að valda meng- un í sjávarafurðum Íslendinga en Siv sagði þróun mála í Sellafield eigi að síður mikið hagsmunamál fyrir Ís- lendinga þar sem ímynd sjávarafurða skipti okkur svo miklu máli. Afkoma íslenska þjóðarbúsins væri nátengd því að við gætum selt heilnæmar, ómengaðar sjávarafurðir. Styðjum sjónarmið Íra Umhverfisráðherra um kröfur um lokun Sellafield ásamt lögreglunni á Keflavík- urflugvelli og er þá bíll við bíl milli kl. 7 og 8.30 á morgnana. Segir lögreglan að menn þurfi að bíða í um hálftíma þegar mest er að gera, en afgreiðslan gangi vel og taki menn þessum ráðstöf- unum með þolinmæði og skilningi þótt biðröðin nái stundum allt SPRENGJU- og vopnaleit í bif- reiðum íslenskra starfsmanna Varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli er nú fastur liður á morgnana í ljósi ástands heims- mála og myndast miklar biðraðir við hliðið inn á svæðið í upphafi vinnudaga. Lögregla sjóhers Varnarliðsins annast leitina niður á Reykjanesbraut að versl- un Hagkaups. Lögreglan í Kefla- vík hefur annast umferðargæslu við Reykjanesbrautina þar sem hættuástand getur skapast á veg- inum vegna kyrrstæðra bíla í bið- röðinni og eru ökumenn á Reykjanesbrautinni hvattir til að- gæslu. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Biðraðir vegna vopnaleitar PÓST- og fjarskiptastofnunin hefur ákveðið að fresta því að hægt verði að flytja farsímanúmer milli símafyrir- tækja. Til stóð að þessi möguleiki yrði fyrir hendi 1. júní í ár en búið er að fresta því þar til 1. júlí árið 2003. Að sögn Gústavs Arnar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunarinnar, er nokkuð síðan að samkomulag var gert um að hægt yrði að flytja símanúmer milli fyrirtækja og átti það að gerast í þremur áföngum. Fyrstu tveir áfang- arnir gengu í gildi hinn 15. febrúar þegar menn gátu farið að flytja síma- númer milli símkerfa innan sama svæðis annars vegar og milli lands- hluta hins vegar. Hinn 1. júní síðast- liðinn átti svo síðasti áfanginn að nást með því að hægt yrði að flytja far- símanúmer milli farsímakerfa. „Það varð hins vegar ljóst með vorinu að fyrirtæki myndu ekki verða tilbúin með þann hugbúnað sem þyrfti til að gera það mögulegt og því settum við niður sérstakan tæknihóp með þátt- töku fyrirtækjanna til þess að skoða möguleikana. Sá hópur skilaði skýrslu í síðasta mánuði og hún var á þá lund að ennþá væru ekki til hjá framleiðendum þær lausnir sem pöss- uðu fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna höfum við ákveðið að breyta þessari dagsetningu og þetta verður sem sagt dregið fram til 1. júlí 2003.“ Aðspurður um hvort samkomulag hafi verið milli símafyrirtækjanna að fara þessa leið segir Gústaf að fulltrú- ar þeirra hafi átt sæti í tæknihópnum. Komið hafi fram að ákveðnir erfið- leikar væru í sambandi við fyrirfram- greidd kort sem séu mjög algeng í farsímanotkun og ekki væri búist við að fyrirtækin, sem hafa selt þessum fyrirtækjum símstöð, verði tilbúin með lausnir á því fyrr en um áramótin 2002-2003. „Svo þarf að prófa þetta þannig að okkur fannst að raunhæf- asta dagsetningin væri 1. júlí 2003. Eins og gefur að skilja eru fyrirtækin kannski dálítið misjafnlega ánægð með þessa niðurstöðu en við því er ekkert að gera. Við teljum ekki mögu- legt að hrinda í gegn lausn ef að þau telja að framleiðendur hafi ekki möguleikana fyrir hendi.“ Þórólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Tals, sagði að þessi ákvörðun hefði legið í loftinu eftir að tæknihóp- ur félaganna hafi verið búinn að fara yfir málið. Það væri einfaldlega ekki unnt tæknilega að gera þetta fyrr og því hefði ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar verið sjálfgefin. Þórólfur sagði að um mjög flókið mál væri að ræða vegna þess að gjald- tökukerfi símafyrirtækja byggði á því í hvern væri hringt. Ef það væri ekki lengur þekkt, þ.e.a.s. hvort viðkom- andi væri að hringja innan sama fyr- irtækis eða ekki þá þyrfti að umbylta bæði sím- og gjaldtökukerfum. Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynningastjóri hjá Íslandssíma, segir að fyrirtækið harmi að þessu sé seink- að svona mikið. Íslandssími verði tæknilega tilbúinn mun fyrr til að bjóða upp á númeraflutning og taka við númerum frá öðrum farsímafyr- irtækjum. Eina tæknilega vanda- málið sem verið hafi upp á borðum í þeim efnum hér á landi eins og hjá farsímafyrirtækjum um allan heim sé flutningur númera í fyrirfram- greiddri símaþjónustu. Fyrirtæki hafi leyst það, og þeir hafi verið tilbúnir til að leysa það með þeim hætti líka, með einu föstu gjaldi fyrir að hringja úr Flutningur farsímanúm- era frestast til júlí 2003 símum sem væru í slíkri þjónustu í önnur farsímanúmer. „Við fáum ekki séð af hverju er þörf á svona löngum fresti til að bjóða almenningi upp á jafn sjálfsagða þjónustu og þetta,“ sagði Pétur. Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningamála hjá Símanum, sagði að þessi frestun kæmi fyrst og fremst niður á neyt- endum eða viðskiptavinum fyrirtækja sem væru háðir númerum sínum. Frestun á gildistökunni væri hins vegar ákvörðun Póst- og fjarskipta- stofnunar að höfðu samráði við nefnd tæknimanna allra fjarskiptafyrir- tækjanna og byggðist á tæknilegum annmörkum þar sem búnaður væri ekki að fullu tilbúinn. Að mati Símans sé frestunin því óhjákvæmleg. Heiðrún sagði að ákvæðið hefði verið sett inn vegna samkeppnissjón- armiða til að auðvelda nýjum aðilum að koma inn á markaðinn og ná til sín viðskiptavinum. Síminn sæi sér mik- inn hag í því þegar þetta ákvæði tæki gildi, en auðvitað yrði lagabókstafur- inn að taka tillit til þess sem væri tæknilega mögulegt. SÆLUHÚSIÐ á Holtavörðuheiði, sem byggt var árið 1980 og sett þar upp í öryggisskyni fyrir veg- farendur, hefur verið auglýst til sölu hjá Ríkiskaupum og að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Vesturlandi, stendur ekki til að setja annað hús upp í staðinn á heiðinni. Hann segir enga þörf vera fyrir þessum húsum lengur vegna auk- innar vegaþjónustu og bættra fjarskipta. Hann segir slæma um- gengni í húsinu einnig hafa ráðið nokkru um þessa ákvörðun að selja húsið og flytja það burtu af heiðinni. Dæmi hefðu verið um að fólk hefði gengið örna sinna í hús- inu og skemmt innanstokksmuni. „Þessi sæluhús eru að sumu leyti barn síns tíma. Þjónustan á vegunum er allt önnur og betri en áður. Vegirnir eru mokaðir á hverjum degi og þeim haldið opn- um eftir því sem þurfa þykir. Fjar- skiptin hafa batnað og ökutækin sömuleiðis. Umgengnin um sælu- húsið hefur líka verið afleit, ekkert fær að vera í friði þarna. Við telj- um þörfina fyrir húsin einfaldlega ekki vera fyrir hendi og það svarar varla kostnaði að halda þeim úti lengur,“ segir Magnús Valur og bendir jafnframt á að ekki standi til af hálfu Vegagerðarinnar að reisa sæluhús á nýrri leið yfir Kerlingarskarð á Snæfellsnesi um Vatnaheiði og líklega verði sælu- húsið á gömlu leiðinni aflagt. Hægt er að skila inn tilboðum í sæluhúsið til 23. október hjá Rík- iskaupum en að sögn Magnúsar Vals hafa fjölmargir lýst áhuga sínum á að kaupa, einkum útivist- arfélög. Slæm umgengni og aukin vegaþjónusta Sæluhúsið af Holtavörðuheiði EINN var handtekinn eftir að til átaka kom á Sæbólsbraut í Kópa- vogi aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi hafði samkvæmi ungmenna á aldr- inum 17–19 ára farið úr böndunum. Húsráðandi mun hafa lent í átök- um við einn gestinn og síðan vísað öllum út úr húsinu. Kallað var á aðstoð lögreglu þar sem fólkið yf- irgaf ekki svæðið. Lögreglan telur að um 20 manns hafi verið þar samankomnir þegar lögregluna bar að. Ungmennin fóru ekki eftir til- mælum lögreglu um að fara til síns heima og kom til handalögmála milli þeirra og lögreglu. Liðsauki var fenginn frá Reykjavík og Hafnarfirði en hjá lögreglunni í Kópavogi eru að jafnaði fjórir á helgarvakt, auk varðstjóra. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum ungmennum stungið inn í lögreglubíl á meðan verið var að róa niður mannskapinn. Eins og fyrr segir var aðeins einn handtek- inn. Ólæti í Kópavogi Liðsauki fenginn frá Hafnarfirði og Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.