Morgunblaðið - 16.10.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.10.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÓKAÚTGEFENDUR og prent- smiðjur meta það með misjöfnum hætti hvernig prentun jólabókanna í ár mun skiptast eftir löndum. Tals- maður útgefenda telur útlit fyrir að fleiri bækur verði prentaðar innan- lands en síðustu ár vegna jákvæðrar gengisþróunar fyrir íslenskan iðnað og þá færri bækur prentaðar erlend- is, einkum á Norðurlöndunum. Hins vegar er uggur í íslenskum prentsmiðjustjórum um yfirvofandi samdrátt á þessum markaði og talið að fækka þurfi starfsfólki enn frekar en orðið er. Verðsamkeppni við er- lendar prentsmiðjur er mjög hörð en hvað gæði varðar standast innlend fyrirtæki á þessu sviði fyllilega sam- anburðinn. Að sögn Sigurðar Svavarssonar, formanns Félags íslenskra bókaút- gefenda, er talið að prenthlutfall bók- anna eftir löndum verði samt svipað og í fyrra þegar á heildina er litið en þá voru 375 bækur af alls 563 titlum prentaðar hér, eða 66,6%. Þá jókst hlutfall innlendrar prentunar um 2,4 prósentustig um leið og útgefnum bókum fjölgaði. Hlutfall prentunar erlendis var því 33,4% í fyrra en til samanburðar má nefna að sama hlut- fall var 36,2% árið 1998. Fjöldi titla í ár liggur ekki fyrir. Sigurður segir starfsemi svonefndra prentmiðlara hafa aukist hér á landi, manna sem taki að sér að þjónusta forlög og miðla verkefnum til erlendra prent- verksmiðja, einkum í Lettlandi og Slóveníu. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum og ástand heimsmála hafa ekki þau áhrif á bókaútgefendur að þeir hætti við prentun erlendis, að sögn Sigurðar, og skiptir nokkru að útgefendur reiða sig ekki á fraktflug með bækurnar heim heldur koma þær fyrst og fremst með skipum til landsins. „Hins vegar er klárt að gengisþró- unin er hagstæð fyrir íslenskar prentsmiðjur í samanburði við Norð- urlönd. Þær eru líka að bregðast við aukinni samkeppni að utan og ná verðinu niður með meiri hagkvæmni og sérhæfingu. Það er mjög jákvætt,“ sagði Sigurður og tók dæmi af Eddu – miðlun og útgáfu, þar sem hann starfar. Fyrirtækið hefði í stóru út- boði fengið hagkvæmara verð en áð- ur frá innlendum prentsmiðjum í ákveðnar tegundir bóka. 90 færri í prentverki nú en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum iðnaðarins er uggur í forráða- mönnum prentsmiðja vegna yfirvof- andi samdráttar. Nýleg könnun samtakanna meðal stórra 15 prent- fyrirtækja leiddi í ljós að líklega þarf að fækka starfsfólki um hátt í 50 manns fram til áramóta og miðað við sama tíma í fyrra eru þessi sömu fyr- irtæki með um 90 færri starfsmenn nú en þá. Veltan er svipuð milli ára. Þess ber þó að geta að meðal þessara 15 fyrirtækja eru Kassagerð Reykja- víkur og Plastprent sem ekki eru á jólabókamarkaðnum. Haraldur Dean Nelson, upplýs- ingastjóri hjá Samtökum iðnaðarsins, sem heldur m.a. utan um prentiðn- aðinn, sagðist vona að bókaútgefend- ur hefðu rétt fyrir sér um það að fleiri bækur yrðu prentaðar hér á landi en í fyrra, íslenskur prentiðnaður væri vel samkeppnisfær í verði og ekki síst gæðum. Það væri hinsvegar talsvert áhyggjuefni ef verkefnastaða prent- smiðjanna væri slík að fækka þyrfti fólki enn frekar. „Auðvitað vonumst við til þess að sú þróun haldi áfram frá síðustu ár- um að fleiri bækur verði prentaðar á Íslandi. Ég heyri samt á prent- smiðjustjórunum að þeir eru ekkert of bjartsýnir á framhaldið,“ segir Haraldur. Prentsmiðjur sjá samt fram á samdrátt Fleiri bækur prentaðar hér fyrir jólin að mati formanns FBM NÝ ÖKUSKÍRTEINI hafa nú verið tekin í notkun og tók Sólveig Pét- ursdóttir, dómsmálaráðherra, við fyrstu skírteinunum hjá Ríkislög- reglustjóra í gær. Undirbúningur að framleiðslu ökuskírteinanna hefur staðið frá því á síðasta ári í samráði við embætti ríkislög- reglustjóra, Ríkiskaup, Skráning- arstofu og Umferðarráð. Framleiðslan var boðin út Framleiðslan var boðin út og var tilboði tekið frá þýska fyrirtækinu Bundesdruckerei og var undirrit- aður samningur í framhaldi þess 10. apríl síðastliðinn. Í ræðu dómsmálaráðherra, er Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri afhenti fyrstu skírtein- in, kom fram að nýju skírteinin væru mun endingarbetri og örugg- ari með tilliti til fölsunar en þau gömlu. Þau eru unnin með laser- tækni þannig að upplýsingar á kortunum og myndin eru grafnar inn í kortið en á eldri skírteinunum bar á því að myndin máðist út. Ljósmynd þarf að fylgja Frá árinu 1997 hefur Reikni- stofa bankanna séð um framleiðslu á ökuskírteinum en nú tekur rík- islögreglustjóri við útgáfunni sem mun hafa þá breytingu í för með sér að umsækjendur verða að láta ljósmynd fylgja umsókn. „Ég er sannfærð um að þessi skírteini eiga eftir að reynast vel og með tilkomu þeirra höfum við fengið endingarbetri og öruggari ökuskírteini,“ sagði Sólveig. Morgunblaðið/RAX Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra fær afhent nýtt ökuskírteini úr hendi Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra. Öruggari öku- skírteini í umferð ÁLITAMÁL er hvort alþjóðlegir samningar Íslands eins og samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samningurinn brjóti í bága gagnvart stjórnarskrá lands- ins. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í ræðu sinni á ráð- stefnu um EES og Evrópurétt í síðustu viku að þessir samningar væru á mörkum þess að brjóta stjórnarskrá Íslands og því nauðsyn- legt að endurskoða stjórnarskrána með tilliti til alþjóðasamninga. Morgunblaðið leitaði eftir áliti lög- fræðinga á þessum sjónarmiðum varðandi stjórnarskrána og alþjóða- samninga og virðist ljóst að talsverð- ur vafi leikur á því hvort EES og Schengen-samningarnir standist stjórnarskrá Íslands, m.a. hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að annar hvor samningurinn eða báðir geti í einhverjum tilvikum verið æðri stjórnarskránni. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir samn- ingana alveg á mörkum þess að brjóta stjórnarskrána. „Það er ekk- ert ákvæði í íslensku stjórnar- skránni sem veitir heimild til fram- sals á neinum þáttum ríkisvaldsins. Það er heimilt að gera samninga við erlend ríki en í þeirri grein er engin heimild til valdframsals eins og er í mörgum stjórnarskrám margra ann- arra Evrópuríkja. Þannig að á með- an engin slík heimild er fyrir hendi, þá eru hendur íslenska ríkisins til þess að framselja vald mjög bundn- ar.“ Að sögn Eiríks hófst þetta með að- ild Íslands að mannréttindasáttmála Evrópu og þeim skuldbindingum sem honum fylgja, þ.á m. að hlíta lögsögu mannréttindadómstólsins þó svo dómar hans hafi aðeins óbein réttaráhrif hér á landi. Eiríkur segir að nú sé það sama uppi á teningnum varðandi EFTA-dómstólinn og að nokkru leyti Evrópudómstólinn einnig. Þá hafi enn stærra skref ver- ið stigið þegar menn gerðust aðilar að EES og Schengen nú síðast. „Þannig að menn eru að feta sig áfram og ég er alveg sammála utan- ríkisráðherra um það að þessi grundvöllur er veikur,“ segir Eirík- ur. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður segist ekki hafa breytt áliti sínu frá því að sérfræðinganefnd um EES og stjórnarskrána skilaði áliti sínu árið 1992. Þar komst nefnd- in að þeirri niðurstöðu að enginn vafi léki á því að EES-samningurinn stæðist stjórnarskrána en Ragnar sagðist ekki hafa treyst sér til að komast að þeirri niðurstöðu. „Þetta er allt mjög á mörkunum og það er mjög auðvelt að skilja áhyggjur ut- anríkisráðherra.“ Ragnar segist því hiklaust geta tekið undir orð ráðherra og hafi grun um, án þess að hafa rannsakað það sérstaklega, að nýir samningar eins og Schengen geri það ennþá brýnna að endurskoða stjórnarskrána. „Ég get alveg tekið undir með utanrík- isráðherra að full ástæða sé til að huga að því hvort það gangi að hafa þetta eins og það er miðað við þá stjórnarskrá sem við búum við,“ seg- ir Ragnar. Hann segir þær leiðir hafa verið farnar sums staðar á Norðurlöndun- um að setja inn ákvæði þar sem kveðið sé á um hversu mikinn meiri- hluta þurfi á þjóðþingi til að sam- þykkja tilteknar skuldbindingar gagnvart alþjóðastofnunum, sem flytji eitthvað af því valdi sem heyri undir fullveldið til stofnananna. „Það gæti líka verið spurning um þjóðar- atkvæði, að slík mál mætti leggja til þjóðaratkvæðis. Það er eitt af því sem myndi koma upp í þeirri um- ræðu.“ Fleiri úrlausnir dómstóla þarf til að skera úr um málið Karl Axelsson hæstaréttarlög- maður segist ekki geta tekið afstöðu til þess nú hvort EES- og Schengen- samningarnir brjóti stjórnarskrána, líkt og margir hafi haldið fram í ljósi dóma Hæstaréttar síðan EES-samn- ingurinn var lögtekinn. Hann segist telja að betri niðurstaða fáist í þessi mál þegar efnisúrlausn íslenskra dómstóla liggi fyrir í nokkrum mál- um sem nú eru til meðferðar hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. „Efnisúrlausnir íslenskra dóm- stóla í þessum málum, þar sem verið er að leita ráðgefandi álits EFTA- dómstólsins, kunna að varpa ennþá meira ljósi á þetta. Þetta varðar auð- vitað EES-samninginn og stöðu hans gagnvart íslenskum landsrétti og þeim spurningum hvernig eigi að túlka 3. gr. í lögunum og 7. gr. í samningnum þar sem verið er að tala um forgang EES-reglna framyfir ís- lenskan landsrétt,“ segir Karl. Umræðan um þessi mál á eftir að verða fyrirferðarmikil á næstunni, að mati Karls, og eflaust eigi eftir að koma upp álitamál varðandi Schen- gen og fleira sem menn séu ekki farnir að ræða að neinu marki ennþá. „Ég treysti mér varla til að svara um þessa árekstra þarna á milli. Það er kannski ekki heldur rétt að spyrja hvort EES-samningurinn standist stjórnarskrána, heldur hitt hvort staðan sé sú að EES-samningurinn sé í einhverjum tilfellum æðri ís- lensku stjórnarskránni. Við erum kannski nærri en ég held að við eig- um eftir að sjá fleiri úrlausnir áður en við getum svarað því til fulls.“ Lögfræðingar um sjónarmið utanríkisráðherra varðandi endurskoðun á stjórnarskránni Brjóta alþjóðlegir samn- ingar stjórnarskrá? RAUÐI kross Íslands og Hjálp- arstarf kirkjunnar efna til sam- eiginlegrar söfnunarherferðar til stuðnings bágstöddum í Afganist- an. Söfnunin hefst í dag og stend- ur til sunnudags. Hægt er að leggja fram 1.000 kr. framlag með því að hringja í síma 907 2003 eða leggja inn á reikning 21000 hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og bætist söfnunar- féð við framlag ríkissjóðs og framlag úr sjóðum Hjálparstarfs- ins og RKÍ. Biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson, minntist á þátttöku Hjálparstarfs kirkjunnar í alþjóð- legu hjálpar- og þróunarstarfi m.a. í Afganistan í ræðu sinni við setningu kirkjuþings í gær. Greindi hann frá fyrirhugaðri söfnun og hvatt til stuðnings. Samkvæmt upplýsingum frá Hjálparstarfi kirkjunnar og Rauða krossinum hefur áratuga stríðsrekstur í Afganistan hrakið íbúa landsins á flótta og kallað yf- ir það hungursneyð. Auk matar þarf að sjá fólki fyrir tjöldum, ábreiðum og fötum, útvega vatn, hreinlætisaðstöðu og læknisað- stoð og hafa árásir á landið síð- ustu aukið enn á vanda íbúa og hrakið enn fleiri á flótta. Söfnun fyrir bág- stadda í Afganistan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.