Morgunblaðið - 16.10.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.10.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestrar um sorg og sálgæslu Sálgæsla, trú og þunglyndi FYRIRLESTRARum sorg og sál-gæslu verða haldn- ir í aðalstöðvum KFUM og K á Holtavegi á morgun, miðvikudag, klukkan 17 og fer skráning fram á skrif- stofu KFUM og KFUK. Fyrirlestrarnir eru opnir almenningi jafnt sem fag- fólki en þar munu ólíkir fyrirlesarar fjalla um ýms- ar hliðar þessa málaflokks. Ólöf I. Davíðsdóttir er ein þeirra og fjallar hún um trú og þunglyndi. – Á vegum hvers er fyr- irlestrakvöldið og um hvað verður fjallað? „Fyrirlestrarnir eru á vegum Biblíuskóla og mið- bæjarstarfs KFUM og KFUK. Þar verða fluttir fjölbreyttir fyrirlestrar. Séra María Ágústsdóttir fjallar um sorgarviðbrögð, séra Sigurður Pálsson fjallar um sorgina sem kemur fram vegna sjálfsvíga, Kjelrun Langdal hjúkrunarfræð- ingur fjallar um sorgina þegar dauðinn nálgast, Rannveig Sigur- björnsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallar um mátt bænarinnar og ég fjalla um trú og þunglyndi.“ – Af hvaða tilefni eða ástæðu er þessi fyrirlestraröð haldin? „Það er stöðug þörf fyrir sí- menntun á þessu sviði ekki síður en á öðrum sviðum. Það er mjög opinn og frjósamur jarðvegur innan kirkjunnar almennt fyrir þetta efni. Þörfin er mikil og fólk finnur fyrir löngun til þess að svara henni. Við erum alltaf að átta okkur betur á því að fólk þarf oft hjálp til að jafna sig eftir áfall.“ – Hefur því ekki verið sinnt nægilega hingað til? „Jú, vissulega, fólk vill halda sér við. Þetta hefur ekki verið vanrækt en starfsvettvangurinn fyrir leikmenn hefur opnast af því að þörfin er svo mikil. Bæði prest- ar, fagfólk og leikmenn þurfa á sí- menntun og fræðslu að halda.“ – Hvernig skilgreinið þið sál- gæslu? „Sálgæsla er fyrst og fremst stuðningur en ekki meðferð. Hún felur í sér að taka sér stöðu við hlið þess sem er í vanda og fylgja honum sem vinur á leiðinni. Í rauninni er þetta sama vinna og prestar vinna en þeir vita að þeir anna ekki eftirspurn, þeir þurfa samstarfsfólk og vilja það.“ – Um hvað fjallar fyrirlesturinn þinn? „Hann fjallar um þunglyndi meðal trúaðs fólks. Trúin bóluset- ur okkur ekki gegn erfiðleikum frekar en sjúkdómum. Þunglyndi er sjúkdómur og hann fer ekki í manngreinarálit. En því miður verður raunin oft sú að trúin sem ætti að styrkja okkur í erfiðleik- um hrynur til grunna í þunglyndi. Trúaður einstaklingur upplifir oft tvöfalda byrði, ekki bara að hon- um mistakist í einkalífinu heldur líka að hann sé gallað- ur kristinn einstakling- ur. Hann mætir annars konar fordómum innan trúarhópa þar sem oft viðgengst afneitun á tilfinningalegum vandamálum og geð- sjúkdómar eru skilgreindir sem andlegt vandamál.“ – Hvaðan færðu heimildir þín- ar? „Ég styðst aðallega við efni af kristilegum vef um þunglyndi sem ég hef þýtt á íslensku. Þýð- ingu mína er að finna á slóðinni www.christian-depression.org/is. Vefurinn er miskunnsöm upp- spretta fræðslu fyrir þunglynda trúaða einstaklinga og aðra sem er annt um þá. Auk þess byggi ég á eigin reynslu.“ – Gerið þið greinarmun á þung- lyndum kristnum einstaklingum og öðrum? – „Nei alls ekki, þunglyndi fer ekki í manngreinarálit, það birtist eins hjá öllum. Trúaður einstak- lingur lendir hins vegar oft í við- bótartogstreitu vegna heims- myndar sinnar, hann efast og óttast jafnvel höfnun Guðs. Þann- ig að sálgæsla við slíkan einstak- ling þarf að taka þessi átök með inn í myndina og sinna þeim líka. Hún þarf að miða að því að end- urbyggja þessa trú sem ef til vill er í molum.“ – Er mikil spurn eftir sálgæslu meðal þunglyndra einstaklinga? „Já, hún er mikil og þörfin er líka þung. Oft vegna þess að þekkingu og reynslu skortir með- al þeirra sem veita hjálpina. Þar ríkja líka fordómar. Við þörfn- umst þess að þeir sem fengið hafa sjúkdóminn og náð bata segi frá reynslu sinni til að efla víðsýni og von annarra. Við þörfnumst þess líka að einstaklingar sem ekki hafa náð bata, en hafa lært að lifa með sjúkdómi sínum, segi frá bar- áttu sinni og úrræðum á jákvæð- an hátt. Til að svo megi verða þurfa hinir heilbrigðu sem ekki þarfnast læknis að kunna að fara með þann trúnað og traust sem þeim er sýnt með slíkri afhjúp- un.“ En hvaða von gefur trúin þeim sem er þunglyndir? „Vonin er fólgin í því að Jesús sjálfur lofar að koma inn í aðstæður okkar og vera þar með okkur. Hann lofar ekki að umbreyta aðstæð- unum en hann lofar að gefa okkur frið sinn. Hann þjáist sjálfur eins og maður og getur því skilið okkur í veikleika okkar. Fyrsta skrefið á batavegi er alltaf að leita til læknis þegar þunglyndi er annars vegar. Það rífur sig enginn upp úr þunglyndi á skó- reimunum né með trúnni einni saman.“ Ólöf I. Davíðsdóttir  Ólöf I. Davíðsdóttir er fædd 21. júlí 1962 í Reykjavík. Hún er verslunarmaður. Hún hefur starfað um árabil á kirkjulegum vettvangi við túlkun úr erlendum tungumálum yfir á íslensku. Auk þess hefur hún sinnt sálgæslu og uppfræðslu á þeim vettvangi. Hún hefur haldið fyrirlestra inn- an kirkjunnar af og til sl. 15 ár. Ólöf er gift Snorra Halldórssyni kerfisfræðingi. Þau eiga synina Ágúst og Elías. Sálgæsla er fyrst og fremst stuðn- ingur en ekki meðferð Það var mikið halelúja hjá englunum hans Davíðs þegar friðardúfunni var sleppt. TILKYNNT tilfelli um lús á nem- endum í grunn- og leikskólum lands- ins eru orðin 74 það sem af er árinu, þar af 39 á höfuðborgarsvæðinu og 35 á landsbyggðinni. Í fyrra var til- kynnt um 117 tilfelli til sóttvarna- læknis hjá landlæknisembættinu, þar af 75 á höfuðborgarsvæðinu. Alls er tilfellin 273 síðastliðin þrjú ár í 42 skólum. Ekki er mikið vitað um hvað veldur sveiflum Samkvæmt upplýsingum frá sótt- varnalækni er ætlast til að foreldrar barna grípi til aðgerða, í samræmi við leiðbeiningar frá skólahjúkrun- arfræðingi, geri lús vart við sig í bekkjum. Lúsin getur hins vegar orðið þrálátt vandamál ef foreldrar virða að vettugi tilmæli viðkomandi skólayfirvalda um leita lúsa á börn- um sínum og mun vera grunur um að slíkt sé raunin í sumum tilvikum. Vitað er að lúsin herjaði af miklum krafti á skólabörn fyrir 10–15 árum en ekki er vitað mikið um hvað veld- ur þessum sveiflum. Smitast yfirleitt er höfuð snertast Þrisvar sinnum hefur orðið vart lúsar í a.m.k. einum skóla á höfuð- borgarsvæðinu síðastliðnar vikur og hefur þá verið brugðist við með al- mennu bréfi til foreldra barna þar sem vakin er athygli þeirra á vanda- málinu. Ef lúsin fer að dreifast er þess krafist af foreldrum að þeir leiti lúsa í hári barna sinna og staðfesti skriflega við skólayfirvöld, að ekki hafi fundist lús við kembingu. Í grein Þórólfs Guðnasonar, barnalæknis á heilsuvefnum net- doktor.is, kemur m.a. fram að lúsin smitast yfirleitt er höfuð snertast, t.d. við leik barna. Hún getur einnig smitast ef skipst er á fötum eða ef sama greiða eða bursti er notaður. Ef grunur leikur á að lús sé í föt- um skal þvo þau í þvottavél, við 60 gráða hita. Leggja skal greiður og bursta í sápuvatn. Allir í fjölskyld- unni og þeir sem fjölskyldan um- gengst mest skulu skoðaðir. Skoða skal hvern einstakling nokkrum sinnum. Við meðferð á lúsinni er notað sér- stakt sjampó eða fljótandi áburður og skal endurtaka meðferðina eftir eina viku. Ítarlegri upplýsingar er að finna í grein Þórólfs á www.netdoktor.is. Höfuðlús á skólabörnum sækir í sig veðrið 74 lúsatilfelli það sem af er árinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.