Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 10

Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDI ályktana var samþykktur á 34. landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sem um 1.200 manns sóttu og lauk á sunnudag í Laugardalshöll- inni. Ályktun um að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag í eigu rík- isins var samþykkt með miklum meirihluta á sunnudag. Pétur H. Blöndal alþingismaður lagði ásamt öðrum landsfundarfulltrúum fram breytingartillögu um að hlutafé Ríkisútvarpsins yrði selt, en út- varpsráð starfaði áfram og byði verkefni Ríkisútvarpsins út til allra fjölmiðla. Þrisvar þurfti að greiða atkvæði um tillögu Péturs með handauppréttingu þar sem mjótt var á munum. Að lokinni þriðju at- kvæðagreiðslu sagði Halldór Blön- dal fundarstjóri að tillagan hefði verið felld með sjónarmun. Lands- fundur telur einnig að skyldu- áskrift að fjölmiðlum skuli þegar í stað afnumin og hlutverk ríkisins á þessum markaði endurskoðað. Mikill hiti var í mönnum þegar menningarmálin voru rædd. Ungir Heimdellingar komu með ýmsar róttækar hugmyndir inn á fund í menningarmálanefnd, eins og að af- nema alla styrki til menningar- tengdrar starfsemi. Þeir gagn- rýndu Ásthildi Sturludóttur, formann nefndarinnar, og sögðu málið ekki hafa fengið neina efn- islega meðferð í nefndinni og að reynt hefði verið að kæfa það. Sátt náðist með því að skipa sáttanefnd. Í ályktun um skattamál er lögð áhersla á hækkun skattleysis- marka. Sérstakur tekjuskattur á einstaklinga verði þegar á næsta ári lækkaður úr 7% í 4% og síðan afnuminn árið 2003. Fyrstu skref verði jafnframt tekin til að lækka staðgreiðslu einstaklinga úr 38,8% í 35%. Tekjuskattur á fyrirtæki verði lækkaður úr 30% í 10%, en þegar hafði verið tilkynnt að þetta hlutfall færi niður í 18%. Þá er lagt til að verðbólgureikningsskil verði af- numin og fyrirtækjum sem hafa tekjur í erlendri mynt verði heim- ilað uppgjör í erlendum gjaldmiðli. Dregið verði úr tekjutengingu barnabóta og skerðing vaxtabóta verði lækkuð úr 6% í 5% af tekjum. Í efnahagsmálum er lögð megin- áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs, lækka tekjuskatta ein- staklinga og fyrirtækja enn frekar, afnema sérstakan tekjuskatt, ein- falda skattkerfið og leggja af skatta og gjöld sem skekkja samkeppnis- stöðu fyrirtækja. Einnig að draga úr öllum höftum á innflutning og af- nema tolla og vörugjöld. Sömuleiðis afnema allar hömlur á fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum fyrir- tækjum og lágmarka opinber af- skipti af atvinnulífinu. 12 mánaða fæðingarorlof millifæranlegt milli foreldra Umræður um jafnréttismálin snerust m.a. um nýsamþykkt lög um fæðingarorlof mæðra og feðra. Mikill meirihluti fundarmanna samþykkti breytingartillögu um að endurskoða þyrfti ýmis ákvæði lag- anna, þannig að réttur foreldra til töku fæðingarorlofs verði að fullu millifæranlegur, „svo fæðingaror- lofið nýtist eins og hverri fjölskyldu kemur best“. Þorsteinn Davíðsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Illugi Gunnarsson lögðu tillög- una fram. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra var meðal þeirra sem samþykktu breytingartillöguna, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður meðal þeirra sem greiddu atkvæði á móti. Þá var samþykkt ályktun um fjöl- skyldumál þar sem hvatt er til að stefnt verði að 12 mánaða fæðing- arorlofi. Tillaga um að setningin um 12 mánaða fæðingarorlofið yrði tekin út var felld með þorra at- kvæða. Þetta er í fyrsta skipti sem landsfundur flokksins ályktar um svo langt fæðingarorlof. Sömuleiðis var samþykkt að leggja beri Kvikmyndaskoðun rík- isins niður. Þá er lagt til að nýsam- þykktum tóbaksvarnarlögum verði breytt „svo að tjáningarfrelsi al- mennings og réttur fólks til að ráða yfir fasteignum sínum verði virtur“, eins og segir í ályktun fundarins. Þá telur landsfundur að endur- skoða þurfi ákvæði laga um dóm- stóla sem fjalla um skipun Hæsta- réttar í einstökum málum, þannig að tryggt sé að sjö dómarar skipi dómstólinn í sérstaklega mikils- verðum málum er varða túlkun á stjórnarskránni. Einnig að breyta þurfi ákvæðum um deildaskiptingu réttarins þannig að seta dómara í einstökum málum fari ekki eftir starfsaldri þeirra, heldur séu þeir valdir eftir hlutkesti. Markaðsvæðing orkugeirans fyrirhuguð Landsfundur lýsti einörðum stuðningi við áform um uppbygg- ingu nýrrar stóriðju á Austurlandi og við Hvalfjörð og fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir sem henni tengjast. Í ályktun um orkumál er lögð áhersla á framhald þeirrar uppbyggingar á sviði orkumála og orkufrekrar starfsemi. Einnig lýsir fundurinn ánægju með fyrirhugaða markaðsvæðingu í orkumálum. Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi lagði fram breytingartillögu við ályktunina sem var kolfelld. Ólafur lagði m.a. til að tryggt verði við fyrirhugaða einkavæðingu í orkumálum að orkulindir í eigu al- mennings færist ekki í hendur einkaaðila. Í heilbrigðismálum var lögð áhersla á eflingu einkarekinnar heilsugæslu og hvetur fundurinn til þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki að sér ráðuneyti heilbrigðismála. Þá telur landsfundur að ríkið eigi að draga sig úr öllum verslunar- rekstri. Því skuli ÁTVR lagt niður þegar í stað og áfengi selt eftir reglum sem Alþingi setur. Íbúðalán miðist við kaupverð íbúðar Einnig var samþykkt að leggja áherslu á að afnema tekjutengingu lífeyrisgreiðslna almannatrygginga til þeirra sem hafa náð 67 ára aldri. Í stað grunnlífeyris, tekjutrygging- ar og heimilisuppbótar eigi sérhver einstaklingur rétt á tilteknum eft- irlaunum á mánuði, sem ekki verða skert með neinum hætti. Lagt er til að fram fari heildarendurskoðun laga um almannatryggingar á kjör- tímabilinu, auk þess sem skattalög- gjöfin verði samtímis endurskoðuð. Landsfundur telur að íbúðalán eigi að miða við kaupverð íbúðar og einnig að stuðlað skuli að virkum, frjálsum sparnaði ungs fólks til fjárfestingar í íbúðarhúsnæði, t.d. með því að innlegg á sparnaðar- reikning verði frádráttarbært frá skatti. Ríkisútvarpinu breytt í hlutafélag, en sölu hafnað 34. landsfundi Sjálf- stæðisflokksins lauk á sunnudag. Meðal þess sem landsfundur leggur áherslu á er að Ríkis- útvarpinu verði breytt í hlutafélag í eigu rík- isins, skattleysismörk verði hækkuð, orkugeir- inn markaðsvæddur og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði og gert að fullu millifæranlegt milli foreldra. Morgunblaðið/Golli Þrisvar sinnum þurfti að greiða atkvæði um tillögu um sölu RÚV þar sem mjótt var á munum. Eftir þriðju at- kvæðagreiðslu úrskurðaði fundarstjóri að tillagan hefði verið felld með sjónarmun. ÚTHLUTUN keilu- og löngukvóta til krókabáta breytir ekki þeirri afstöðu Landssambands smábáta- eigenda um að fella skuli úr gildi veiðikerfi krókabáta sem tók gildi með lögum hinn 1. september sl. Framkvæmdastóri Landssam- bands smábátaeigenda segir krókaaflamarkskerfið mismuna út- gerðarflokkum á kvótaleigumark- aði. Samkvæmt gildandi lögum fá bátar á krókaflamarki úthlutað kvóta í fjórum tegundum; þorski, ýsu, steinbít og ufsa. Í fyrirspurn- artíma á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins um helgina sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að til stæði að úthluta krókabátum á aflamarki kvóta í keilu og löngu en áfram yrði byggt því veiðikerfi sem lög kvæðu á um. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að í lögum um stjórn fisk- veiða sé skýrt kveðið á um að ef ný tegund er sett undir kvóta skuli úthlutun byggja á veiðireynslu síð- ustu þriggja ára. Þar komi ekkert fram um að skilja megi undan ákveðinn flokk skipa. Það að út- hluta krókabátum ekki aflamark í keilu og löngu sé því klárlega brot á lögunum. Hann segir það þó ekki skipta höfuðmáli þó að krókabát- um verði úthlutað aflamarki í þess- um tegundum, styrinn stendur fyrst og fremst um stjórn veið- anna. Krafa smábátaeigenda sé eftir sem áður sú að horfið verði frá krókaaflamarkskerfinu og tek- ið upp það kerfi sem var við lýði áður en lögunum var breytt. Línuútgerð þarf að njóta fríðinda „Smábátaeigendur geta ekki starfað í krókaaflamarkskerfinu, hvort sem þeim er úthlutað kvóta í keilu og löngu eða ekki. Í dag eru tvö fiskveiðistjórnunarkerfi við lýði, þar sem kvótasett er í öllum tegundum sem stjórnvöld telja nauðsynlegt að takmarka heildar- afla, annarsvegar aflamark og hins vegar krókaaflamark. Í aflamarks- kerfinu geta menn hins vegar valið um í hvaða veiðarfæri þeir sækja fiskinn, hvort sem það eru net, dragnót, troll eða eitthvað annað. Í krókaaflaaflamarkskerfinu er mönnum gert að veiða annaðhvort á handfæri eða línu. Ef menn ætla hins vegar að veiða þær aukateg- undir sem nú eru í kvóta þá verða þeir að nota línu við veiðarnar. Áð- ur en línubátur fer á sjó er hann búinn að greiða laun fyrir beitn- ingu í landi. Þeir sem veiða í net þurfa ekki að greiða slíkan kostn- að. Þar kemur því strax fram mis- munun. Það er því óraunhæft að ætla smábátaútgerðum að keppa við aðra á leigukvótamarkaðnum. Ef halda á uppi öflugri línuútgerð í landinu verður hún að njóta ákveð- inna fríðinda,“ segir Örn. Keila og langa skipta ekki höfuðmáli Smábátaeigend- ur segja króka- aflamarkskerfið mismuna útgerð- arflokkum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins á landsfundinum á sunnudag. Hlaut hann 98% atkvæða eða 849 atkvæði. Í formannskjörinu hlaut Geir H. Haarde fimm atkvæði, Björn Bjarnason tvö, Pétur H. Blön- dal eitt atkvæði og Þorsteinn Páls- son eitt atkvæði. Einn atkvæðaseðill var ógildur en tíu voru auðir. Alls tóku 869 landsfundarfulltrúar þátt í atkvæðagreiðslunni. Þegar úr- slit voru kynnt sagði Davíð nokkur orð. Kvaðst hann bæði þakklátur og hrærður fyrir hinn mikla stuðning. Sagði hann heilmikið þurfa til að rísa undir slíkum stuðningi og vísaði til þeirra orða Bjarna Benediktsson- ar, fyrrv. formanns Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra, að stundum væri flóknara að stjórna Sjálfstæðisflokknum en landinu. Á hinn bóginn benti hann á að land- stjórnin yrði sér léttara verk með stuðning þessa öfluga landsfundar að baki sér. „Enginn maður getur óskað sér betra veganestis,“ sagði Davíð og var ákaft hylltur af landsfundar- fulltrúum. Geir H. Haarde fékk 89,4% at- kvæða í embætti varaformanns Þá var Geir H. Haarde fjármála- ráðherra endurkjörinn varaformað- ur flokksins með 89,4% atkvæða eða alls 761 atkvæði. Í varaformannskjörinu hlaut Björn Bjarnason 27 atkvæði, Gunn- laugur Jónsson 17 atkvæði og Gunn- ar Birgisson 12 atkvæði. Auðir seðl- ar voru 16. Alls 851 landsfundarfulltrúi tók þátt í varaformannskjörinu. Geir var ákaft fagnað eftir að úr- slitin lágu fyrir. Í stuttu ávarpi sagði hann það ekki aðeins ánægju að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur væri sóminn mikill að starfa í umboði svo öflugrar samkomu sem landsfundur væri. „Ég tek þetta hlutverk mitt alvar- lega,“ sagði Geir og kvaðst myndu leggja sig allan fram. Kosning í embætti formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson hlaut 98% atkvæða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.